Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Side 25
Berjast fyrir 16 liða úrslitunum Síle er með sex stig í H-riðli en gæti samt verið á leið úr keppninni. Tapi Síle fyrir Spáni á sama tíma og Sviss leggur Hondúras, sem væru alls ekki óeðlileg úrslit, fer Síle heim þrátt fyrir frábæra frammistöðu til þessa. „Við munum bara sýna úr hverju við erum gerðir á föstu- daginn. Það er besta og eina leiðin til þess að mæta í fótboltaleiki. Það gerast ótrúlegir hlutir í fótbolta á hverjum degi. Við erum ekki enn komnir í 16 liða úrslitin en við ætlum svo sannarlega að berjast með kjafti og klóm fyrir því,“ segir Marcelo Bielsa, þjálfari Síle. eto‘o svekktur „Öll leiktíðin í vetur miðaði að því að vera tilbúinn fyrir þessa heimsmeistarakeppni,“ segir hundsvekktur Samuel Eto‘o, framherji Kamerún, en liðið á ekki möguleika á áfram- haldandi þátttöku á HM. „Ég get ekki hugsað um annað en hversu sárt þetta er. Það er ekkert eðlilegt við það að við munum enda neðstir í riðlinum,“ segir Eto‘o en við miklu var búist af Kamerún fyrir mótið. Roger Milla, fyrrverandi landsliðsmaður Kamerún, gagn- rýndi liðið eftir tapið gegn Dönum og hótaði Eto‘o að yfirgefa liðið fyrir lokaleikinn vegna þessa. Hann dró þau ummæli þó til baka. Hmmolar Ætlar upp úr riðli n „Það var mikið afrek fyrir þjóðina að komast á HM en nú viljum við meira,“ segir Robert Koren, fyrirliði Slóvena. Liðið á leik gegn Eng- landi á miðviku- daginn, hreinan úrslitaleik um sæti í 16 liða úrslitum. „Við bjuggumst við því fyrir mótið að komast upp úr riðlinum og það hefur ekkert breyst,“ segir hann. „Við vitum að Englendingar eru með frábært lið með stór nöfn innanborðs. Eng- lendingar hafa samt ekki verið að gera neitt frábæra hluti og alls ekki spilað eins og þeir eiga að sér,“ segir Robert Koren sem leikur með WBA á Englandi. Meira frelsi n Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, tekur því rólega þessa dagana og horfir á HM. Hann var fenginn til að tjá sig um enska landsliðið enda þjálfað þar síð- astliðin fjórtán árin. „England er ekki að spila vel en það fer samt upp úr riðlinum held ég. Ég veit ekki alveg hvort Englendingar hafi toppað í undankeppninni en það er augljóst að þeir þurfa meira frelsi í sinn leik. En það er samt þannig með lið sem gera vel á HM, ekkert þeirra toppar í riðlakeppninni,“ segir Arsene Wenger sem sjálfur er duglegur að aðstoða við lýsingar á Canal+. Þjóðverjar bóka farið heiM n Þjóðverjar mæta Gana í dag og verða helst að vinna til að tryggja sæti sitt í 16 liða úrslitum. Takist það ekki eru þýskir nú þegar búnir að kaupa sér farseðlana heim og það sem meira er, þýski hópurinn á einnig miða í flug takist liðinu ekki að komast í 8 liða úrslit. Þýska þjóðin hefur ekki tekið þessum fréttum mjög vel enda hljómar þetta vissulega eins og uppgjöf. Forsvarsmenn þýska liðsins segja þetta samt eðlilegt því mikil umferð er á milli Jóhann- esarborgar og Frankfurt. Takist Þjóðverjum ekki að komast áfram í keppninni hafa þeir engan áhuga á að hanga í Suður-Afríku. baMba hrÆddur n Souleymane Bamba, leikmað- ur Fílabeinsstrandarinnar, segir að meiðslin sem fyrirliði liðsins, Didier Drogba, varð fyrir í leik gegn Japan fyrir HM hrjái hann enn. Drogba braut bein í olnboga en var mættur út á völlinn tíu dög- um síðar þegar Fílabeinsströnd- in mætti Portúgal og svo aftur gegn Brasilíu, fimm dögum síðar. „Didier er fyrirliði okkar og hefur mikil áhrif á liðið. Það er augljóst að hann er ekki fullkomlega heill og fer ekki af fullum krafti í návígin. Hann er hræddur við að beita hendinni en markið gegn Brasilíu mun væntan- lega gefa honum aukið sjálfstraust,“ segir Bamba. miðvikudagur 23. júní 2010 25 Fótboltaguðirnir brostu á þriðju- dagskvöldið eftir að ljóst var að Grikkland væri úr leik á HM. Grikkir þurftu helst stig gegn Arg- entínu til að komast í 16 liða úr- slitin og liðið ætlaði svo sannar- lega að verja stigið sem það byrjaði með. Grikkir féllu aftur í sinn skot- grafafótbolta og drápu áhorfend- ur úr leiðindum. Það er ekki hægt að ásaka neinn fyrir að þora ekki framarlega á völlinn gegn Argent- ínu en meira að segja þegar liðið þurfti virkilega að sækja var það bara í vörn. Suður-Kórea og Nígería áttust á sama tíma við í hörkuleik en Níg- eríumenn hefðu ótrúlegt en satt getað komist í 16 liða úrslitin með sigri, þrátt fyrir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu. Jafntefli, 2-2, dugði þó skemmti- legu liði Suður-Kóreu til áfram- haldandi þátttöku í keppninni og mætir liðið Úrúgvæ í 16 liða úrslit- um. Skotgrafarhernaður Svo leiðinlegur var leikur Grikkja að eftir fyrri hálfleikinn var töl- fræði liðsins svona: Skot á mark 0, skot 0, brot 11. Vissulega voru Grikkir enn að verja stigið og von- uðust eftir því að Nígería myndi vinna Suður-Kóreu. Grikkir lof- uðu miklum varnarleik fyrir mót- ið enda unnu þeir Evróputitilinn á sterkum varnarleik fyrir sex árum síðan. En eins krúttlegt og það var þá eru allir komnir með leið á þessum skotgrafarhernaði og nei- kvæða fótbolta. Suður-Kórea komst yfir gegn Nígeríu á 49. mínútu en leikirnir voru spilaðir á sama tíma. Þar með var Grikkjum ljóst að þeir þyrftu að skora enda upplýsingarnar ekki lengi að berast á milli. Vitandi það að jafntefli eða tap myndu ekki duga þeim héldu Grikkir áfram að verjast og beita löngum bolt- um fram. Það var eins og leik- menn liðsins væru sáttir við að ná jafntefli gegn gríðarlega sterku liði Argentínu og fara þannig hnar- reistir út úr keppninni. Það er þó erfitt að bera höfuðið hátt þeg- ar menn reyna ekki einu sinni að komast upp úr riðli á sjálfu heims- meistaramótinu, með bakið upp að vegg. Vinurinn skoraði Argentínu tókst loks að skora á 77. mínútu en það gerði miðvörðurinn Martin Demichelis sem var einn af fastamönnum liðsins sem byrjaði leikinn. Alls gerði Maradona sex breytingar og stillti því upp hálf- gerðu varaliði. Varaliði sem þó innihélt einn mesta markaskorara spænsku deildarinnar og tengda- son Maradona, Sergio Aguero, og manninn sem vann Meistaradeild Evrópu fyrir Inter, Diego Milito. Breiddin er því í góðu lagi hjá arg- entínska liðinu en einnig var Juan Veron kominn aftur inn í liðið eft- ir meiðsli og sýndi sá gamli ágætis takta. Argentínu tókst að bæta við marki á 89. mínútu en það skor- aði uppáhald Maradona og góð- vinur, Martin Palermo, sem leik- ur með Boca Juniors í Argentínu. Maradona hefur verið mikið gagn- rýndur fyrir að ná í þann mikla ref en Palermo skoraði gríðarlega mikilvægt mark í undankeppn- inni sem fór langt með tryggja Arg- entínu farseðilinn á HM. Palermo er hvað þekktastur fyrir að hafa brennt af þremur vítum í einum og sama landsleiknum en það gerði hann gegn Kólumbíu í Suður-Am- eríkukeppninni árið 1999. Sáttir í Suður-Kóreu Leikur Suður-Kóreu og Nígeríu var hreint frábær skemmtun. Þar voru tvö lið sem vissu að þau þyrftu góð úrslit til að komast í 16 liða úrslitin og þannig spiluðu þau. Uche kom Nígeríu yfir strax á tólftu mínútu en Suður-Kóreumenn voru komn- ir með forystuna þegar fjórar mín- útur voru búnar af seinni hálfleik. Everton-maðurinn Yakubu jafnaði metin úr víti og tryggði Nígeríu sitt eina stig á HM. Áður en Yakubu jafnaði úr vítinu hafði Obafemi Martin fengið algjört dauðafæri þegar honum barst boltinn fyrir framan tómt markið en á einhvern fáránlegan hátt tókst honum að skjóta boltanum fram hjá. Níger- ía er því annað Afríkuliðið sem fellur úr keppni, á eftir Suður-Afr- íku. Alsíringar eru í vondri stöðu fyrir leiki dagsins, Kamerún er úr leik og þá á Fílabeinsströndin nær ómögulegt verkefni fyrir höndum. Hrikaleg lokastaða Afríkuliðanna í sinni fyrstu keppni á heimavelli. Suður-Kórea er komið áfram í 16 liða úrslitin og mætir þar Úr- úgvæ á meðan Argentína spilar við Mexíkó. Suður-Kóreumenn hafa heillað marga með skemmtileg- um fótbolta en þeir hafa svo sann- arlega sýnt að þeir eru ekki bara duglegir, þeir vilja spila boltanum og gera eitthvað við hann. Það vilja Argentínumenn líka og Nígeríu- menn. Eitthvað annað en Grikkir sem eru á leið heim. Argentína gerði knattspyrnuheiminum mikinn greiða með því að leggja Grikk- land, 2-0, í lokaumferð B-riðils á HM. Með tapinu átti Grikkland enga möguleika á sæti í 16 liða úrslitum og miðað við hvernig fótbolta liðið spilar er það gott mál. Suður-Kórea komst í 16 liða úrslitin eftir sigur á Nígeríu, 2-2, í hörkuleik. grútleiðinlegir G ik ir tómAS þóR þóRðARSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is lýsandi dæmi Fjórir Grikkir hópast í kringum Messi til að hindra hann. mYnD AFP Gleði, Gleði Suður-Kórea er komið í 16 liða úrslitin og á það alveg skilið. mYnD AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.