Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2010, Qupperneq 26
Heitar umræður hafa farið
fram á Barnalandi um fótbolta-
skóla Grétars Rafns Steinsson-
ar. Ástæðan er sú að Grétar
verður ekki sjálfur í fótbolta-
skólanum sem hann rekur á
Siglufirði í sumar. Grétar hefur
alltaf mætt en mesta spennan
hjá krökkunum hefur verið fyr-
ir að hitta goðið sjálft. Ástæð-
an er sú að Grétar er að jafna
sig á meiðslum og þarf að fara í
sjúkraþjálfun nokkrum sinnum
á dag. Hann mun þó vera stadd-
ur ásamt fjölskyldu sinni í fríi á
Flórída um þessar mundir og
fer það fyrir brjóstið á einhverj-
um Barnalandsnotendum. Það
stendur þó hvergi á heimasíðu
fótboltaskólans að Grétar verði
á staðnum sjálfur og er hann því
ekki að svíkja nein gefin loforð.
Enginn
grétar rafn
KviKmynd á leiðinni um uppistöðufélagið:
Stríðið milli rapparanna Erps og
Móra virðist hvergi nærri vera
búið. Nú síðast birti Móri mynd
á Facebook-síðu sinni af strák
sem stendur með buxurnar nið-
ur um sig og stelpu sem situr á
hnjánum fyrir framan hann og
virðist vera að gera sig líklega
til að gefa honum munnmök.
Á sama tíma virðist strákurinn
vera að taka eitthvað í nefið og
Móri ýjar að því að um kókaín
sé að ræða. Móri ýjar einnig að
því að þarna sé Erpur á ferð. Af
myndinni að dæma er það ansi
ólíklegt og allt eins líklegt að
maðurinn ungi sé að taka sopa
af drykk.
26 fólkið 23. júní 2010 miðvikudagur
Erna Gunnþórs:
Ég er búin að vera að dýfa aðeins tánum í þetta aft-ur. Ég hef verið í mynda-tökum upp á síðkastið
og er komin með slatta af mynd-
um fyrir „portfolioið“,“ segir Erna
Gunnþórsdóttir sem var áberandi
fyrirsæta hér á landi fyrir nokkrum
árum. Erna, sem þekktust var und-
ir nafninu Erna G., sat meðal ann-
ars fyrir í Bleiku og bláu og var ein
fyrsta svokallaða bombufyrirsætan
hér á landi sem náði miklum vin-
sældum á netinu. Hún var ung á
þessum árum og leiddist út í mikla
ógæfu og hætti í framhaldinu að
sitja fyrir, eins og Erna lýsti í viðtali
við helgarblað DV í apríl síðastliðn-
um.
Og það var einmitt eftir viðtalið
sem boltinn fór aftur að rúlla. „Sím-
inn bara byrjaði að hringja á fullu
og mér buðust fullt af verkefnum,“
segir Erna með miklum ánægju-
tón. „Ég ákvað því bara að reyna að
byrja aftur í þessu, aðallega af því
að maður hefur gaman af þessu.
Fólk hér á landi getur ekki orðið
ríkt af því að vera í módelbransan-
um, ekki frekar en í tónlistarbrans-
anum. Ef einhver vill verða ríkur þá
ætti hann ekki að fara í fyrirsætu-
störf,“ segir Erna og hlær.
Hún segist hafa verið farin að
upplifa sig of gamla til þess að starfa
sem fyrirsæta, en hún er einungis
26 ára. „Ég upplifði það þannig. En
auðvitað er þetta ekki þannig. Þetta
er mjög venjulegur aldur í glamúr-
heiminum. Og þótt átján ára stelp-
ur séu sjálfráða finnst mér það tæp-
lega innan siðferðismarka þegar
það ungar stelpur eru að sitja
fyrir í karlatímaritum.“
Erna ætlar brátt að opna
nýja heimasíðu með myndum
af sér. Undanfarið hefur hún
sett slatta af myndum inn á
Facebook-síðuna sína en vill
nú víkka þetta aðeins út.
„Á Facebook er myndum
oft eytt út þrátt fyrir að það séu
kannski ekki nektarmyndir. Ég
er ekki að fara að sitja fyrir alls-
ber. En ég vil bara vera í friði
með mitt.“
kristjanh@dv.is
aftur
í módelbransann
Erna Gunnþórsdóttir var áberandi fyrirsæta fyrir nokkrum
árum og hefur verið kölluð fyrsta svokallaða bombufyrirsæt-
an á Íslandi. Hún hætti módelstörfum eftir að hafa lent á glap-
stigum en hyggur nú á endurkomu.
Erna Ljóst er að Erna á fullt
erindi í módelbransann á ný.
MYnD Pallibjoss PhotoGraPY
EGGjanDi Sumar myndir
segja meira en þúsund orð.
MYnD Pallibjoss PhotoGraPY
Rapp-
stRíðið
helduR
áfRam
Uppistandsstelpur slá í gegn
„Ég horfi mikið á uppistand og hef
oft verið að pæla í af hverju það eru
færri konur í þessu,“ segir Þórdís Nad-
ia Óskarsdóttir, kvikmyndafræðinemi
og stofnandi hópsins Uppistöðufé-
lagið. Hópurinn samanstendur af níu
stelpum sem allar eiga það sameig-
inlegt að vera yfir meðallagi fyndnar
og sjá hjá sér þörf til að deila því með
öðrum. Þær hafa undanfarin miss-
eri staðið fyrir uppistandskvöldum á
Næsta bar þar sem jafnan hefur verið
troðið út úr dyrum.
Að sögn Nadiu gera þær aðal-
lega grín að sjálfum sér. „Við erum
svo margar og með svo mismunandi
húmor. Ég geri til dæmis mikið grín að
því að ég sé hálfarabísk. Svo er önnur
í hópnum, Íris Ellenberger, sem er
lesbía og hún gerir mikið grín að stað-
alímyndum lesbía.“
Ása Einarsdóttir hefur fylgt hópn-
um frá árdögum hans í ágúst á síð-
asta ári. Hún tók upp öll uppistands-
kvöldin ásamt því að fylgja hópnum á
önnur gigg og fylgdi þeim eftir í þeirra
daglega lífi. Afrakstur þess er mynd-
in Uppistandsstelpur. Nadia segir
myndina vera fyndna en að einnig sé
drama í henni. „Við vorum fengnar
til að skemmta á konukvöldi FM 957
þar sem voru 450 blindfullar konur.
Við áttum að byrja klukkan ellefu en
húsið var opnað klukkan átta og frítt
áfengi á boðstólum. Það voru allir
orðnir mjög fullir þegar loksins kom
að okkur og voru kannski ekki í stuði
til að hlusta á uppistand,“ segir Nad-
ia en þær stöllur voru ekkert sérlega
ánægðar með það kvöld en geta hleg-
ið að því í dag.
viktoria@dv.is
Þórdís nadia Forsprakki
Uppistöðufélagsins.
MYnD hörður svEinsson