Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 6
Klofningur yfirvofandi n Stjórnmálarýnendur þykjast sjá að forysta Sjálfstæðisfokksins hafi orðið að fórna umsókn um aðild að ESB á nýliðn- um landsfundi flokksins til þess að koma í veg fyrir klofning. En þeir sjá líka að samþykkt lands- fundarins var kornið sem fyllti mælinn; þarna var nýttur síðasti möguleikinn til að kaupa frest til uppgjörs. Formað- ur flokksins þarf í haust að leggja fram þingsályktunartillögu í anda landsfundar sam þykktarinnar um að slíta ESB-viðræðunum. Á sama tíma vinna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og fleiri sjálfstæð- ismenn á bak við tjöldin að því að smíða nýjan hægriflokk með Evr- ópuáherslum. Uppstokkun flokka- kerfisins virðist því hafin. SKrapar botninn n Framsóknarmenn um allt land eru margir hverjir orðnir þungbrýndir vegna lélegrar frammistöðu unga formanns- ins Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar. Flokkurinn skrapar botninn í fylgis- könnunum fjöl- miðlanna þrátt fyrir umtalsverða andstöðu og baráttu formannsins í málum sem ofarlega eru á baugi, eins og varðandi skuldastöðu heimilanna, Icesave og AGS. Flokksmenn kenna foringjanum um hugmyndafræðilega fátækt og ófarir. Ofan í kaupið heyrist svo innan úr herbúðum stjórnarliða að fyrir löngu væri búið að taka Fram- sóknarflokkinn inn í ríkisstjórnina ef flokkurinn hefði sýnt kjark, kallað til neyðarfundar og skipt um formann. sandkorn 6 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur Ný og endurbætt útgáfa Handhæg t ferðakort Hljóðbók Arnar Jón sson les 19 þjó ðsögur Nýr ítarle gur hálendisk afli Hafsjór af fróðleik um land og þjóð Vegahandbókin sími: 562 2600Eymundsson metsölulisti 16.06.10-22.06.10 1. Sæti Pálmi Haraldsson fjárfestir segist hafa leitað til erlends aðila til að fá lán upp á 500 milljónir króna til að losna við kyrrsetningu eigna. Glitnir hefði kyrrsett eignir Pálma vegna skaðabótamáls gegn honum. Pálmi segist hafa veðsett hlutabréf í fyrirtækjum sínum fyrir láninu. Hann segist hafa viljað tryggja sér frið til að reka fyrirtæki sín. Pálmi Haraldsson, fjárfestir og eig- andi flugfélagsins Iceland Express, segist hafa tekið lán fyrir 500 milljóna króna greiðslu til skilanefndar Glitn- is. Hann greiddi Glitni þessa upp- hæð til að koma í veg fyrir að eignir hans yrðu kyrrsettar, meðal annars Iceland Express. „Ég náði samkomu- lagi við Glitni um þetta,“ segir Pálmi. „Þetta var gert að mínu frumkvæði... Ég þurfti ekkert að gera þetta en það segir sig sjálft að ef fyrirtækin mín eru kyrrsett þá er ekkert auðvelt að hreyfa sig hingað eða þangað,“ segir hann. Skilanefnd og slitastjórn Glitn- is hafa höfðað tvö mál gegn Pálma, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og við- skiptafélögum þeirra og nokkrum starfsmönnum Glitnis þar sem þeir eru krafðir um milljarða króna í skaðabætur vegna lánveitinga út úr Glitni fyrir hrunið 2008. Jón Ásgeir var ráðandi aðili í Glitni og fengu viðskiptafélagar hans, meðal ann- ars Pálmi, mikið af lánum frá bank- anum eftir að Jón Ásgeir náði yfir- höndinni í honum. Annað þessara mála er höfðað í New York en hitt á Íslandi. Hluti af Glitnismálinu Kyrrsetningarmálið gegn Pálma tengist skaðabótamálinu sem höfð- að er gegn honum hér á Íslandi en þar er Jóni Ásgeiri og félögum stefnt til að greiða Glitni sex milljarða króna í skaðabætur vegna fjármögn- unar Glitnis á kaupunum á bresku skartgripaversluninni Aurum vorið 2008. Skilanefndin hugðist kyrrsetja eitt af móðurfélögum Iceland Ex- press til að tryggja að Pálmi gæti staðið í skilum með greiðslu skaða- bóta í málinu ef dæmt verður bank- anum í hag. Pálmi nær hins vegar að losna við þessa kyrrsetningu með því að greiða bankanum milljón- irnar 500. „Ég kemst að þessu sam- komulagi vegna mála minna í heild sinni gagnvart Glitni á Íslandi,“ seg- ir Pálmi. Lánið kemur frá útlöndum Pálmi segir aðspurður að lánið sé komið frá erlendum aðila en ekki ís- lenskum. „Þú getur rétt ímyndað þér að þetta er komið frá útlöndum.“ Hann vill hins vegar ekki greina frá því hver það var sem lánaði hon- um fjármunina. Veðin fyrir láninu eru hlutabréf Pálma í félögunum sem eiga Iceland Express. „Ég fékk bara lán fyrir þessu. Það er ekkert flóknara en það. Veistu það að það er miklu betra að fá lán en að láta bréfin sín að veði. Það er hægt að fá lán út á bréfin sín ef menn hafa trú á manni í viðskiptum. Spurningin er þessi: Hvort viltu veðsetja hluta- bréf eða fá lán út á hlutabréf? Þetta er ekki þannig að þessir peningar séu teknir úr einhverri holu [bankareikn- ingi hér á landi eða erlendis, innskot blaðamanns]... Ég valdi þá leið frekar að eiga frumkvæði að því að í staðinn fyrir að láta bréfin í kyrrsetningu fæ ég frekar lán út á bréfin,“ segir hann. Blaðamaður hafði spurt Pálma hvort peningarnir hefðu komið af er- lendum bankareikningi. „Kannski á Tortóla?“ sagði Pálmi þá í gríni. „Að sjálfsögðu tek ég þetta að láni út á bréfin í staðinn fyrir að kyrrsetja fé- lögin. Það er ekkert flókið að sjá það. Það er hrikalegt að vera með kyrr- setningu yfir sér.“ Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt fyrir hann að fá lán fyrir greiðsl- unni segir Pálmi að svo hafi ekki ver- ið. „Ef þú átt góðar eignir er það ekki erfitt.“ Á ekki 500 milljónir í reiðufé „Með því að gera þetta fæ ég frið á meðan mín mál eru fyrir dómstól- um. Ég vil bara lifa í sátt og samlyndi á meðan þessi mál eru kláruð fyrir dómstólum,“ segir Pálmi sem segist reka fyrirtæki út um allan heim og vera með fjölda fólks í vinnu. „Ég er að reka þotur um allan heim og er með fleiri hundruð manns í vinnu. Nú fæ ég bara að vera í friði til að reka mín fyrirtæki enda er nóg að gera hjá mér. Þetta hefði auðvitað getað skaðað fyr- irtækin mín,“ segir Pálmi sem var er- lendis þegar DV náði tali af honum en hann er búsettur í London. Aðspurður hvort hann eigi 500 milljónir króna á bankareikningum segir Pálmi svo ekki vera. „Nei, að sjálfsögðu ekki,“ en samkvæmt þess- um orðum Pálma virðist það hafa verið þrautalending hjá honum að veðsetja fyrirtækin til að ná sér í reiðufé til að greiða Glitni. Erfiðlega gæti reynst að sann- reyna þessi orð Pálma um uppruna fjármunanna sem hann notaði til að greiða Glitni. Ástæðan er sú að starfs- menn Glitnis vita ekki hvaðan millj- ónirnar 500 komu. Pálmi er því einn til heimildar um að milljónirnar hafi verið teknar að láni en komi ekki af erlendum bankareikningi í hans eigu eða annars staðar frá. inGi f. viLHjÁLmSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þú getur rétt ímyndað þér að þetta er komið frá út- löndum. PÁLMI TÓK LÁN TIL AÐ GREIÐA GLITNI Lán frá erlendu félagi Pálmi segist hafa tekið lán frá erlendum aðila til að greiða Glitni 500 milljónir króna til að losna við kyrrsetningu á fyrirtækjum sem eru í hans eigu, meðal annars Iceland Express. Annar fyrrverandi starfsmaður Landsbankans hættur við: Fellur frá launakröfu Guðmundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs Lands- bankans, segist hafa gefið sér að sjötíu og fimm milljóna króna launa- kröfu hans í þrotabú gamla Lands- bankans yrði vísað frá og málinu þar með lokið. Hann segir það hafa kom- ið sér á óvart að krafan sé enn uppi á borðum. Guðmundur starfaði sem fram- kvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs bankans fyrir hrun. Í samtali við DV segist hann ætla að hafa samband við lögmann sinn og tryggja að fall- ið verði frá kröfunni liggi hún enn þá fyrir í þrotabú bankans. Guðmund- ur var í hópi þeirra tíu starfsmanna bankans sem gerðu hæstu launa- kröfurnar í þrotabúið. Guðmundur segir að málinu sé þar með lokið í hans huga. „Þetta er eitthvað sem fór í ferli á sínum tíma. Starfsmönnum var bent á að gera þetta, sem ég síðan gerði. Svo verð- ur málinu vísað frá og þar með er því lokið í mínum huga.“ Enn standa nokkrar háar launa- kröfur fyrrverandi starfsmanna Landsbankans eftir. Steinþór Gunn- arsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans, er þar efstur á blaði með 490 millj- ónir. Þar á eftir kemur Bjarni Þórð- ur Bjarnason, fyrrverandi forstöðu- maður fyrirtækjaráðgjafar, með 377 milljóna króna kröfu. DV hefur ekki náð tali af þeim fyrrverandi starfsmönnum bankans sem gera hæstu launakröfurnar í þrotabúið. Nokkrir þeirra sæta nú rannsókn vegna meintra efnahags- brota. Þar á meðal eru Steinþór og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi for- stöðumaður eigin fjárfestinga. Þeir hafa réttarstöðu grunaðra í Imon- málinu sem sérstakur saksóknari rannsakar nú. Gera má ráð fyrir að launakröf- urnar verði teknar fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í september. rhb@dv.is Krafðist sjötíu og fimm milljóna Guðmundur Guðmundsson segist hafa gert ráð fyrir að kröfunni hefði verið vísað frá. Þeir geirSSynir n Sú ákvörðun Lúðvíks Geirsson- ar að stíga til hliðar í bæjarpóli- tíkinni í Hafnarfirði og afsala sér bæjarstjórastólnum næstu tvö árin vakti athygli í vikunni og rat- aði inn í fyrirsagnir fjölmiðlanna. Að vonum velta menn því fyrir sér hvað taki við hjá Lúðvík. Rifjast þá upp að senn verður valinn nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en þeirri stöðu gegnir nú Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði. Þegar Halldór var kjörinn á sínum tíma var það meðal annars með stuðningi VG og sjálfstæðismanna sem studdu þar af leiðandi ekki samfylkingarmanninn Smára Geirsson frá Neskaupstað. Nú fer vel á með VG og Samfylkingunni í Hafnarfirði og Samfylkingunni og nýjum stjórnmálaöflum í Reykja- vík og Kópavogi. Lúðvík virðist því eiga góða möguleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.