Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 18
Fyrir utan kaffistofuna á BSÍ situr kona á miðjum aldri. Hún er klædd í gráa kápu, hettupeysu, gallabuxur og strigaskó með handtösku sér við hlið. Hárið er stutt og skollitað og hún er óvenjuútitekin, með plástur á enninu. Hún er álút og óörugg. Systa var að koma af Konukoti, þar sem hún gisti í nótt. Við setj- umst inn á kaffistofuna og skjálf- hent opnar hún fyrsta bjór dags- ins. Hún er þunn, hitti gamla konu sem hún þekkir í gær og sú splæsti í flösku sem þær drukku saman. En Systa hefur ekki alltaf verið í óreglu og sennilega hefði enginn geta spáð fyrir um örlög hennar. Hún fæddist í Mosfellssveit og ólst upp á góðu heimili með systkinum sín- um. Foreldrar hennar voru duglegt og reglusamt fólk, sem fékk sér ein- staka sinnum í glas en ekkert meira en það. Eins og hún segir sjálf fékk hún „mjög gott uppeldi“. Hún á þrjú systkini og eina hálfsystur og er sú eina í fjölskyldunni sem hefur verið í óreglu. Ung flutti hún til Ísafjarðar þar sem hún kynntist manni, giftist og átti með honum þrjú börn. „Hann var mjög góður við mig en hann var alkóhólisti, ég vissi ekki hvað það var þá. Ég fann áfengi í stígvélum og hann geymdi pela undir svuntunni í barnavagninum. En hann var mjög góður við mig.“ Það kom Systu því mjög á óvart þegar hann fór skyndi- lega frá henni fyrir aðra konu. „Ég upplifði mikla höfnun. Ég smakkaði alveg brennivín áður en ég var ekki svona heltekin af þessari sýki. En ég fór ég að drekka rosalega mikið eftir skilnaðinn. Þá byrjaði óhamingjan.“ Húsmóðir á Akureyri Buguð af ástarsorg flutti hún til Akur eyrar með börnin þar sem alkó- hólisminn náði smám saman tökum á henni. Þrítug fór hún í sína fyrstu meðferð, þremur árum eftir skilnað- inn. Þá náði hún einu og hálfu ári, datt í það eitt kvöld og náði svo aftur einu ári. Hún rak sitt heimili, vann á Bautanum og á hjúkrunarheimili og hlúði að börnunum. „Ég gat alveg haldið heimilinu saman. Ég átti fallegt heimili og það var alltaf hreint og fínt hjá mér. Börnin voru hrein og það var matur á borðum fyrir þau. Ég var í vinnu og stundaði hana. Ég var ekki farin að drekka svona stíft eins og ég geri núna, bara um helgar og í fríum og svona.“ Yngsti sonurinn var þó meira og minna á Ísafirði hjá föðurbróð- ur sínum. „Hann ólst eiginlega upp þar. Hann vildi alltaf vera fyrir vest- an, var svolítill Ísfirðingur í sér og svo var ég farin að drekka. Eftir að ég skildi var hann mestmegnis þar.“ Þegar hún þarf að svara því hvað hann hafi verið gamall koma vöffl- ur á hana, minnið er ekki upp á sitt besta. „Hann var bara lítill strákur. Hvað ætli hann hafi verið gamall þá? Kannski fjögurra ára. Ég missti svo- lítið af honum. Hann fór svo alfarið vestur þegar ég fór suður. En hann átti tvö eldri systkini. Eldri strákur- inn fór til föðurbróður síns í Reykja- vík þegar hann var fjórtán ára.“ Þá voru sjö ár liðin frá skilnaðinum. Áhrifin á börnin „Dóttir mín var hjá mér alveg hreint. Hún fór svo til Reykjavíkur að vinna. Drykkjan hafði mest áhrif á hana, eða mér finnst það. Þó að hún sé reglumanneskja er hún bitur og sár, en lætur mig voða lítið finna fyrir því. Eflaust hefur drykkjan mín haft einhver áhrif á öll börnin. Ég finn það. Ég má ekki koma til þeirra þeg- ar ég er að drekka eða hringja und- ir áhrifum. Ég hef oft reynt það en þau skella bara á mig. Þau heyra það alveg um leið. Auðvitað er það sárt. Ég skil samt alveg af hverju þau bregðast svona við, en ég skil það ekki þegar ég er undir áhrifum. Þá finnst mér þau bara hundleiðinleg,“ Hún hlær feimnislega. „Ég sakna þeirra og barnabarnanna líka. Ég á sex barnabörn. Ég má ekki koma til þeirra þegar ég er full en ég er vel- komin þegar ég er í lagi. Þá eru þau öll afskaplega góð við mig. Þá er ég í góðu sambandi við þau. Þau vita bara aldrei hvenær ég spring aftur þegar ég næ einhverjum smá tíma. Missti húsnæðið Vogur, Vík, Hlaðgerðarkot, Gunnars- holt, Byrgið. Nefndu meðferðar- heimili, hún hefur verið þar. Í gegn- um tíðina hefur hún gert óteljandi tilraunir til þess að verða edrú og þar á meðal nokkrar á meðan börn- in bjuggu enn hjá henni. Eftir að þau fóru frá henni minnsti hún húsnæð- ið á Akureyri. „Ég bjó með manni og það var vesen á honum þannig að ég missti húsnæðið. Við vorum líka far- in að drekka svolítið mikið saman. Þá fór ég suður til að fara inn á Vog. Nokkrum dögum síðar fór ég þaðan út og beint í óregluna. Þetta hefur verið gífurleg barátta síðan.“ Hún reyndi að vinna fyrir sér á barnaheimili og í heimilishjálp en það gekk ekki upp. Hún var farin að drekka daglega og hætt að funkera í daglegu lífi. „Drykkjan ágerðist um leið og ég kom suður. Af því að ég fór beint á götuna af Vogi. Auðvitað var það slæmt. Ég átti hvergi heima, var hist og her.“ Hjá löggunni í mánuð Hún fær sér gúlpsopa af bjórnum og segir frá því hvernig hún hóf lífið á götunni. Hún kynntist núverandi sambýlismanni sínum og þvældist um með honum. Vinur þeirra átti íbúð og þar voru þau í smá tíma. Einu sinni leigðu þau íbúð í heilt ár. Svo leigðu þau herbergi á Grettis- götunni í smá tíma. „Þetta hefur rúllað svona. Við höfum fengið hús- næði annað slagið og svo höfum við misst það. Vegna drykkju. Alltaf vegna drykkju. Þó að við séum ekki með partí erum við með hávaða og læti, rifrildi og svona. Við erum bara fyllibyttur.“ Oftar en ekki hafa þau verið án heimilis. Áður en Konukot kom til sögunnar gat hún verið í Gistiskýl- inu. Svo fékk hún oft að vera á lög- reglustöðinni. Einn veturinn var hún þar í heilan mánuð þegar það var fullt í Gistiskýlinu. Og einu sinni svaf hún úti í heilan mánuð, á bak við tré á Klambratúni. „Mér finnst það hryllilegt. Eitthvað fólk sá að við vorum þarna. Það kom að degi til og skildi eftir sæng og teppi fyrir okkur.“ Á þessu tímabili fór hún ekki í bað í heilan mánuð. „Það var ógeðslegt. Fólk fann lykt af mér, en ég hætti að finna fyrir henni sjálf því ég deyfði mig alveg hreint, drakk bara út í eitt. Mér leið það illa. Þegar ég drekk svona hætti ég að finna fyrir þessari vanlíðan.“ Nærföt og nýir sokkar Sjálfsvirðingin var í rusli. „Hún er slæm núna, en skárri þegar það er áfengið sterkara en móðurástin Anna Guðrún Óskarsdóttir, oftast kölluð Systa, segir söguna af því þegar hún, sem einu sinni var myndarleg húsmóðir og ástrík þriggja barna móðir, missti tökin á drykkj- unni með skelfilegum afleiðingum, börnin og húsnæðið um leið. Hún hefur verið heim- ilislaus í tuttugu ár og er ein af þeim sem við sjáum á bekkjum bæjarins með bland í plastflösku og með ólæti, stundum allavega. iNGibjörG döGG kjArtANsdÓttir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Ég er komin svo-lítið langt frá því lífi sem ég lifði áður. saknar öryggisins Systaþráirekkert heitarenaðeignasteigiðheimili.Einu sinnisvafhúnundirtréáKlambratúnií heilanmánuð.MyNd rÓbert reyNissoN bugaðist af ástarsorg Áðureneiginmaðurinnyfirgafhanafyriraðrakonudrakk Systalítiðsemekkert.Buguðafástarsorgleitaðihúnánáðiráfengisinsoguppfrá þvíhófstógæfan.MyNd rÓbert reyNissoN 18 úttekt 9. júlí 2010 föstudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.