Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 21
föstudagur 9. júlí 2010 úttekt 21 upp á það. Þetta var svo slæmt að lög- reglan var oft kölluð til.“ Heimilið tæmdist Maðurinn var ítrekað fjarlægður af heimilinu og færður í fangageymslur. Daginn eftir kom hann alltaf aftur með skottið á milli lappanna, grét og vildi komast inn. „Og mamma tók alltaf við honum aftur. Ef ég tala hreint út frá hjartanu, þá var þetta viðbjóður. Þetta var það versta sem ég hef séð á minni ævi. Ég mun aldrei gleyma því þeg- ar mamma lá hálfmeðvitundarlaus á gólfinu eftir hann og hann hélt áfram að lúskra á henni þar. Ég talaði ekki um þetta við neinn en reyndi að vera sterkur. Ég fór líka að forðast heimil- ið. Amma vissi náttúrulega hvað var í gangi og reyndi stundum að tala um þetta við mig. Ég hunsaði það alltaf, ég hélt að þetta myndi lagast, hverfa og við yrðum saman aftur. Svo versnaði þetta stöðugt þar til allt sprakk.“ Á þessum tíma gerðist það líka að Óskar sá móður sína í fyrsta skipti drekka á miðjum degi og það á virk- um dögum. Þau sátu bara heima og drukku. Voru alltaf blindfull. Einn daginn var sjónvarpið horfið og þann næsta vídeóið. „Smám saman tæmd- ist heimilið. Þau seldu allt fyrir brenni- víni. Ég sá þetta allt frá a-ö. Ég var nátt- úrulega bara barn og unglingur og á viðkvæmum tíma í mínu lífi. Það var margt í gangi. Ég vildi bara gleyma þessu heimili og hitta vini mína. Ég kynntist eldri strákum og byrjaði að reykja og drekka. Ég notaði áfengi til þess að deyfa sársaukann en það hjálpaði mér ekki neitt. Það versnaði bara með árunum.“ Skyndilega send í fóstur Þegar þar var komið sögu skarst barnaverndarnefnd í leikinn. Móðir þeirra var svipt forræðinu. Guðni sem var enn í sveitinni fékk aldrei að koma heim aftur. Hann var þá níu ára. Þau náðu ekki einu sinni að kveðjast. „Við vorum bara allt í einu tekin af henni. Einn, tveir og tíu. Í kjölfarið vorum við send hingað og þangað í fóstur.“ Barninu brá auðvitað. Þetta var óvænt og mikil breyting á lífinu. Fyrstu vikurnar skildi hann hvorki upp né niður í því sem var að gerast en fólk- ið sem tók hann að sér útskýrði það fyrir honum að mamma hans væri fyllibytta sem réði ekki við drykkjuna. „Með tímanum fór ég að fatta þetta. Það komu tímar þar sem ég hágrét og skildi þetta ekki en miðað við allt tók ég þessu ágætlega. Ég vissi alltaf að hún væri að drekka og það hjálpað mér að heyra sannleikann. Ég saknaði hennar auðvitað en ekkert alvarlega og með tímanum gleymdi ég þessu.“ Vildi fá mömmu aftur Sársaukinn var líka minni þar sem hann hafði verið lítið með henni eftir að hún fór að drekka svona mikið. Þá var hann alltaf sendur í sveit á sumrin, um helgar og í fríum var hann send- ur til Ísafjarðar svo hún gæti drukkið í friði. Hann sótti líka í það sjálfur að fara til Ísafjarðar, þar leið honum vel og þar vildi hann helst vera. Hann fór í fóstur til sama fólks og hann hafði dvalið hjá áður og var heppinn að því leyti. Þetta var fólk sem hann þekkti og treysti. Óskar segir að þegar barnavernd- arnefnd hafi skorist í leikinn hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta var bara eitt skjal sem hún þurfti að skrifa undir til að afsala sér börnunum. Bróðir minn var bara lítið barn, hann var svo ungur að hann vissi ekkert hvað var að gerast. Þegar ég fór vissi ég ekki heldur að ég væri alfarinn. Ég hélt að ég væri bara að fara í heimsókn til pabba. Þetta var þannig. Starfsmaður barnaverndar- nefndar kom svo og útskýrði það fyr- ir mér að mamma væri svo alvarlega veik að það væri ekki hægt að bjóða börnum upp á þetta líf. Ég reiddist og vildi fara heim. Ég vildi fá mömmu aft- ur.“ Iðraðist gjörða sinna Þegar þau kvöddust grét sambýlis- maður hennar úti á svölum. Eftirsjáin var mikil þegar hann áttaði sig á afleið- ingum gjörða sinna. „Þau voru bæði edrú þegar ég fór. Ég fór til mömmu og kyssti hana bless. Hún sagðist elska mig. Ég man eftir því. Hún hefur ör- ugglega sagt fleira en þetta var það sem ég tók með mér.“ Óskar fór til föðurbróður síns í bænum. Þar leið honum vel. Það var hugsað vel um hann og frændi hans hjálpaði honum mikið. Hann átti líka son sem var jafngamall Óskari og reyndist góður vinur. Stóra syst- ir þeirra bræðra reyndi líka að sinna þeim eftir bestu getu og hringdi oft. „Hún talaði við okkur og hjálpaði okk- ur í gegnum þetta. Hún var engill í okk- ar huga. En eftir öll lætin vildi ég bara reyna að gleyma þessu og halda áfram með líf mitt.“ Hringdi eftir hálft ár Hálft ár leið þar til Óskar heyrði frá mömmu sinni. „Ég var reiður og sár út í hana. Hún afsakaði sig og sagði mér frá því sem hún var búin að vera að gera. Hún var náttúrulega drukk- in. Ég spurði hvort hún ætlaði ekki að taka sig á og hætta í neyslu. Hún lofaði því. Ef það er hægt að kalla þetta lof- orð. Hún er búin að segja þetta svona þúsund sinnum við mig.“ Enn lengra leið þar til Guðni heyrði frá móður þeirra, eða um eitt og hálft ár. „Ég man að mér fannst gaman að heyra í henni. Við töluðum ekki lengi, bara í svona tíu mínútur. Hún var drukkin og fósturforeldrar mínir vildu ekki að ég talaði við hana í því ástandi. Ég spurði hana hvort hún ætlaði að hætta að drekka. Hún sagði já. Hún segir alltaf já en svo verður aldrei neitt úr því. Enda trúði ég henni ekki þá og ég trúi henni ekki núna þegar hún segist ætla að hætta. Hún er svo mikill alki. Hún var ekkert mikið í sambandi. Oftast liðu tólf til átján mánuðir á milli símtala frá henni. Ég held að hún hafi skammast sín mjög mikið. Við vorum mjög náin áður en hún fór að drekka svona mikið.“ „Við vorum haldreipið hennar“ Eftir að hún missti börnin fór hún til Reykjavíkur til þess að fara í meðferð. Hún fór inn á Vog og kynntist þar öðr- um manni, sem var bróðir ofbeldis- mannsins. Eftir stutta vist á Vogi fór hún á götuna þar sem hún drakk frá sér allt vit. Guðni segir að hún hafir farið mjög snemma á götuna, nánast um leið og hún kom til Reykjavíkur. „Það var búið að taka af henni börnin og ekkert hélt aftur af henni. Á með- an við vorum hjá henni reyndi hún að halda sér í lagi og halda vinnunni. Við vorum haldreipið hennar. En á end- anum hefði allt farið til fjandans. Við vorum heppin að það var gripið inn í. Það er fósturforeldrum mínum og ekki síst fósturmömmu minni að þakka að ég leiddist sjálfur ekki út í eiturlyfja- neyslu. Systir mín er elst og er mjög sár út í kellinguna. Ég hef aldrei náð að skilja hvernig það er hægt að eyða líf- inu bitur út í fárveikan einstakling. En auðvitað fannst mér þetta erfitt þeg- ar ég var smákrakki. Ég var reiður út í hana þar til ég varð svona tvítugur. Þá fór ég að skilja þetta,“ segir Guðni. Annað áfall Óskar vissi ekkert um hagi móður sinnar á þessum tíma. Hann var sjálf- ur að fikta við áfengi og eiturlyf. Að loknum grunnskóla fór hann að leigja með vini sínum og neyslufélaga. Sú sambúð endaði skelfilega þegar þeir misstu 15 ára gamlan vin sinn. „Hann framdi sjálfsmorð í stigaganginum. Hann var mjög langt leiddur, skuldug- ur og illa farinn. Þetta gerðist um nótt og ég kom að honum um morguninn þegar ég var að fara niður stigann. Þá upplifði ég enn eitt sjokkið. Ég hringdi í lögregluna og ætlaði að taka hann niður en hún bannaði mér það á þeim forsendum að hún yrði að rannsaka málið og ganga úr skugga um að þetta væri ekki morð. Þannig að ég fór bara upp og lokaði á eftir mér á meðan ég beið með vini mínum.“ Óskar var ekki nema 17 ára þeg- ar þetta gerðist og hafði verið í neyslu í tvö ár. Hann ákvað að fara í meðferð eftir þetta og þar gat hann fyrst talað um allt sem hann hafði upplifað. „Ég varð sterkari fyrir vikið.“ Hann hefur verið edrú síðan. „Ég vissi ekkert hvar mamma var. Ég heyrði einhverjar sögur um að hún væri á götunni. Ég lokaði á það. Ég hugsaði bara að fyrst hún yfirgaf okk- ur og væri að gera það sem hún vildi gera ætlaði ég bara að gera mitt. Ég var sár út í hana, ég upplifði mikla höfn- un þegar hún missti forræðið yfir okk- ur, en um leið vorkenndi ég henni. Ég myndi ekki vilja sjá eða upplifa hvernig hún lifir þegar hún er upp á sitt versta. En þegar ég fór sjálfur í meðferð skildi ég að hún er bara alvarlega veik. Ég er ekki reiður út í hana í dag.“ Skammaðist sín Sem unglingur vissi Guðni af mömmu sinni á götunni en spáði ekki svo mik- ið í það. „Hún var bara róni.“ Ef hann rakst á hana niðri í bæ gekk hann yfir- leitt fram hjá og gerir enn ef hann nær ekki að snúa við í tæka tíð. Það sama segir Óskar: „Ég hef stundum séð hana þegar ég fer niður í bæ í fallegu veðri. Ég sé það langar leiðir hvort hún er í glasi eða ekki. Andlitið á henni verð- ur eins og ég veit ekki hvað. Hún er eins og róni. Það fer ekkert á milli mála hvað hún er útitekin og illa farin. Hún situr yfirleitt á bekk og starir ofan í göt- una. Ef hún sér mig, þá ljómar hún. En ég læðist yfirleitt meðfram veggjum og vonast til þess að hún taki ekki eft- ir mér. Ég forðast hana og yfirleitt tekst það.“ En það hefur komið fyrir að Guðni hafi hitt hana óvænt í bænum. Einu sinni var hann 17 ára á fylleríi með félögunum. „Hún var mjög fín og al- mennileg, kurteis og allt, en ég vildi ekki hitta hana með félögunum. Ég vildi ekki að þeir vissu að hún væri róni. Ég forðaðist það. Ég var frek- ar lokaður og talaði lítið um þetta. Ég var hræddur um að verða dæmdur út frá mömmu minni auk þess sem ég skammaðist mín. Ég tók það nærri mér þegar félagarnir voru að fíflast með þetta og gera grín. En ég lét eng- an sjá það á mér, tók sjálfur þátt í þessu og grínaðist með það að mamma mín væri róni. Ég skammast mín ekki fyrir það í dag. Mér er alveg sama hvað fólki finnst.“ Þetta er ömurlegt líf Með tilkomu farsímanna fjölgaði sím- hringingum frá henni. Þá var Guðni sautján ára. „Þannig að það getur verið að hún hafi oft reynt að hringja í gegn- um tíðina án þess að fósturforeldrar mínir hafi leyft henni að tala við mig. Þegar ég eignaðist gemsa fór hún að hringja og betla peninga fyrir mat og tóbaki. Ég gaf henni stundum pen- inga en þeir fóru alltaf í eitthvert rugl. Einu sinni náði hún sex mánaða edrú- mennsku. Þá var ég 22 ára. Ég man að ég gaf henni 2.000 krónur í afmælis- gjöf. Hún notaði þær til þess að kaupa sér rauðspritt og fara á fyllerí. Það þurfti bara einn skitinn tvöþúsundkall, þá var þetta komið. Þá sá ég að það þýddi ekkert að gefa henni peninga.“ Hann fer frekar með tóbak upp á Vog til hennar ef hún þarf á því að halda en peninga. Eftir að hann varð eldri hefur hann stundum gefið henni aur fyrir tóbaki og brennivíni enda reynir hann ekki að stjórna því hvern- ig hún drekkur og hvenær. „Þú segir alkóhólista ekki að hætta að drekka. Hann verður að fatta það sjálfur. Mamma mín mun deyja vegna drykkju einn daginn, það eru alveg hreinar línur. Þetta er ömurlegt líf sem hún lifir. Það er ekkert nema ömurlegt að hanga á götunni, drekkandi rauð- spritt, ælandi og spúandi og vita ekk- ert í sinn haus. Það eru mörg ár síðan ég sætti mig við það að mamma mun aldrei ná sér af þessu. Auðvitað heldur maður alltaf í einhverja von, það get- ur allt gerst, en ég held ekki. En það er ótrúlegt að þegar hún hefur lifað svona í margar vikur tekur það hana oft ekki nema tvo daga að ná sér. Ég hef hitt hana eftir svona tarnir og þá lítur hún bara vel út. Hún er náttúrulega brún, búin að vera úti í sólinni allt sumarið.“ Af hverju? Oft hefur hún reynt að verða edrú. Slíkar tilraunir endast yfirleitt skammt. Einu sinni náði hún þó átján mánaða bata eftir meðferð í Krossinum. Þá bjó hún þar og eldaði ofan í mannskapinn, „ég veit að hún saknar okkar“ Á meðan ég var á þessum fósturheimilum fann ég fyrir einmanaleika. Ég var tómur að innan og leið eins og ég væri einn í heiminum. framhald Á einum degi breyttist allt þegar þau duttu í það. Þetta varð ein martröð. Heimilið tæmdist Óskar fylgdist með því þegar heimilið tæmdist smám saman því móðir hans seldi allar eigur þeirra fyrir brennivíni. SVIðSett mynd SIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.