Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 24
24 fréttir 9. júlí 2010 föstudagur
Tíumenningarnir sem handteknir
voru í júní hafa allir játað sig seka
um njósnir og bandarísk og rússnesk
stjórnvöld virðast stefna hraðbyri að
samkomulagi um að skiptast á njósn-
urum. Vangaveltur þar að lútandi
hafa nú fengið byr undir báða vængi.
Fyrir einhverra hluta sakir virðast
bandarísk yfirvöld vera afar áhuga-
söm um að skipta á þeim tíu „ólög-
legu fulltrúum“ sem alríkislögregla
Bandaríkjanna, FBI, hafði hendur í
hári á í júní, og meintum vestrænum
njósnurum sem Rússar hafa í haldi.
Vestrænn vísindamaður, sem var
dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi fyrir
sex árum, var fljótlega sterklega orð-
aður við möguleg skipti. Igor Sutya-
gin er kjarnorkufræðingur og fékk
fimmtán ára dóm fyrir að njósna fyr-
ir bandarísku leyniþjónustuna, CIA,
en Sutyagin, sem var handtekinn árið
1999, var gefið að sök að hafa komið
leynilegum upplýsingum varðandi
kjarnorkukafbáta og flugskeytavarn-
ir til bresks ráðgjafafyrirtækis sem
Rússar sögðu vera undir hatti banda-
rísku leyniþjónustunnar.
Á miðvikudaginn staðfesti lög-
fræðingur Sutyagins, Anna Stavits-
kaya, að Rússar vildu skipta á honum
og einum tíumenninganna sem eru í
haldi Bandaríkjamanna.
Listi með ellefu nöfnum
Igor Sutyagin var fluttur frá afskekktri
refsinýlendu norður við heimskauts-
baug til Moskvu í undirbúningi fyrir
möguleg skipti. Á fimmtudag bárust
fréttir þess efnis að Igor Sutyagin væri
kominn til Vínar í Austurríki á leið
sinni til Lundúna.
Í viðtali við breska blaðið The
Guard ian sagði faðir Igors, Vya-
cheslav Sutyagin, að hann væri einn
þeirra sem notaður yrði sem „trygg-
ing“ í samningi stórveldanna. Vya-
cheslav sagði að hann, ásamt eigin-
konu sinni og bróður Igors, hefði hitt
embættismann leyniþjónustunnar
sem hefði sagt þeim að Igor og níu
öðrum, sem þeir hefðu „safnað sam-
an í Rússlandi“ yrðu látnir í skiptum
fyrir þá sem handteknir voru í Banda-
ríkjunum.
„Til að verða sleppt úr haldi varð
sonur minn að skrifa undir skjal þar
sem hann viðurkennir að hafa verið
njósnari,“ sagði Vyacheslav, og bætti
við að það hafi verið erfitt fyrir Igor en
hann hafi ekki átt neitt val. Lögfræð-
ingur Igors sagði á fréttamannafundi
að hann hefði fengið „tilboð sem
hann gat ekki hafnað“.
CNN hafði eftir Svetlönu, móð-
ur Igors, að nafn sonar hennar væri
á lista sem bandarísk yfirvöld hefðu
lagt fram og á listanum væri að finna
nöfn ellefu einstaklinga sem Banda-
ríkjamenn vildu fá í skiptunum.
Svetlana sagðist aðeins muna eitt
nafn af listanum, auk nafns sonar
hennar. Það var nafn fyrrverandi for-
ingja í leyniþjónustu rússneska hers-
ins, Sergeis Skripal, sem dæmdur var
fyrir njósnir fyrir Breta árið 2006.
Vilja forðast vandræðaleg
réttarhöld
Í frétt New York Times um málið
sagði að embættismenn reifuðu með
lögfræðingum hinna meintu „dorm-
ara“ (e. sleepers) rússnesku ríkis-
stjórnarinnar mögulegan samning
sem hefði í för með sér að þeir yrðu,
með hraði, dæmdir fyrir minni háttar
sakir og sendir til Moskvu.
Fimm meintra njósnara voru flutt-
ir til New York á fimmtudaginn með
litlum fyrirvara, þrír þeirra frá Boston
og tveir frá Virginíu, þar sem vitna-
leiðslum sem áttu að fara fram á mið-
vikudaginn var frestað. Fimm félagar
þeirra voru fyrir í haldi í New York.
Eins og áður hefur komið fram
voru meintir njósnarar ákærðir fyrir
að vera „ólöglegir fulltrúar rússnesku
ríkisstjórnarinnar“ sem er minni
háttar glæpur en getur kostað fimm
ára fangelsisvist. Níu voru einnig
ákærðir fyrir peningaþvætti.
Leiddar hafa verið að því líkur að
með skjótri lausn í formi fangaskipta
yrði komist hjá langdregnum réttar-
höldum sem hugsanlega yrðu vand-
ræðaleg fyrir bæði lönd, annars veg-
ar með tilliti til slakrar frammistöðu
hinna meintu flugumanna og hins
vegar vegna þess að farið yrði í saum-
ana á málinu sem talið er veikt af
hálfu alríkislögreglunnar.
Áhöld um þjóðerni meintra
njósnara
Talið er að allir nema einn meintra
njósnara séu rússneskir ríkisborgar-
ar þó ekki sé, enn sem komið er, ljóst
um hvaða fólk er í raun að ræða. Sá
tíundi er bandarískur ríkisborgari í
hjónabandi með Rússa.
Um er að ræða ellefu meinta
njósnara, en sá ellefti, nefndur Chris-
topher Metsos, hvarf á Kýpur eft-
ir að hafa verið handtekinn og síðan
sleppt gegn tryggingu.
Allir hafa viðurkennt hlutverk
sitt, þeirra á meðal einn sem kall-
ar sig Juan Lozaro, fyrrverandi próf-
essor, sem hefur hingað til þóst vera
Úrú gvæi. Lozaro hefur viðurkennt
að fjölskylda hans sé rússnesk og að
hann starfi fyrir utanríkisleyniþjón-
ustu Rússlands. Lozaro hefur neitað
að upplýsa hver hann sé í reynd.
Par frá New York og Kanada sem
gekk undir nöfnunum Michael Zott-
oli og Patricia Mills gaf upp sín réttu
nöfn, Mikhail Kutzik og Natalia Per-
everzeva, svo það gæti sent börn sín
heim til Rússlands. Kutzik og Pere-
verzev voru send frá Virginíu til New
York ásamt manni sem gengur undir
nafninu Mikhail Semenko.
Frá Boston var parið Donald
Heath field og Tracey Foley sent til
New York. Vitað er að Heathfield
hafði tekið upp nafn látins kanadísks
barns.
Teikning af fjórum meintra njósnara Talið víst að níu af tíu
meintum njósnurum séu rússneskir ríkisborgarar. Mynd: ReuTeRs
Skipti á njósnurum
1962 Sovétmenn skiptu á Gary
Powers, flugmanni njósna-
vélar sem skotin var nið-
ur yfir Sovétríkjunum árið
1960, og rússneska njósnar-
anum Rudolf Abel.
1969 Bretar komust að samkomu-
lagi við stjórnvöld í Sov-
étríkjunum um að sleppa
Peter og Helen Kroger úr
fangelsi fyrr en ætlað var í
skiptum fyrir Gerald Brooke
sem var fangelsaður fyrir
njósnir í Sovétríkjunum.
1981 Günter Guillaume, ná-
inn aðstoðarmaður Will-
ys Brandt, kanslara Þýska-
lands, var látinn í skiptum
fyrir fangelsaða vestræna
njósnara. Günter Guillaume
hafði siglt undir fölsku flaggi
og í reynd verið á vegum
austurþýsku leyniþjónust-
unnar Stasi.
1985 Bandarískum njósnurum
sem voru í haldi í Austur-
Evrópu er skipt fyrir pólskan
njósnara, Marian Zacharski
og þrjá aðra.
1986 Sovétmenn skipta á Natan
Sharansky og þremur öðr-
um vesturlandabúum fyrir
hjónin Karl og Hönu Koe-
cher. Hjónin voru úr röðum
KGB og tókst að smeygja sér
inn í leyniþjónustu Banda-
ríkjanna, CIA.
George Blake var breskur og njósnaði
fyrir Sovétríkin. Hann var afhjúpaður
árið 1961 og dæmdur til 42 ára fangels-
isvistar, tókst að flýja úr fangelsi í Eng-
landi árið 1966 og komst til Sovétríkj-
anna sálugu. Sagan segir að hann hafi
síðar átt þá ósk heitasta að fá þeyttan
rjóma á jólabúðinginn.
Guy Burgess, annar breskur njósnari
sem gerðist handgenginn Sovétmönn-
um, drakk sig í hel. Breskir njósnar-
ar sem voru á mála hjá Sovétmönnum
og flúðu þangað á tímum kalda stríðs-
ins áttu erfitt með að aðlagast lífinu í
Moskvu.
Samkvæmt kenningunni ættu
meintir njósnarar í haldi Bandaríkja-
manna að njóta stuðnings þegar þeir
koma til Rússlands að því gefnu að
fangaskiptin fari fram. Að sögn Rubens
Sergeyev, greinis og sérfræðings í her-
málefnum, er það grundvallarregla að
leyniþjónustur sjái ávallt um sitt fólk.
Máli sínu til stuðnings benti Sergeyev
á hvernig séð var um bresku njósnar-
ana, sem kenndir voru við Cambridge,
eftir að þeir flúðu til Moskvu, og hve vel
Bretar hafa séð um KGB-manninn Oleg
Gordievsky, sem tókst að flýja til Eng-
lands með aðstoð bresku leyniþjónust-
unnar árið 1985.
En Sergeyev sagði einnig að það
væri ekki ljóst hvers tíumenningarn-
ir mættu vænta því vafi léki á því hvort
þeir hefðu tekið þátt í njósnastarfsemi
sem bar ávöxt. „Því er ólíklegt að þeim
verði fagnað sem hetjulegum njósnur-
um sem eigi skilið sérstaka athygli. Að
þeim skyldi bjargað úr bandarísku fang-
elsi ætti að vera nægt þakklæti,“ sagði
Sergeyev.
Breski njósnarinn Donald Maclean
var á mála hjá Sovétmönnum og til-
heyrði Cambridge-njósnurunum. Hann
flúði í faðm sovétskra húsbænda sinna
árið 1951. Ólíkt Burgess og Blake tókst
Donald að koma undir sig fótunum í
Sovétríkjunum. Hann gerðist sérfræð-
ingur í evrópskum öryggismálum fjár-
mála- og samskiptastofnunar í Moskvu.
Talið er að meintir njósnarar sem Bandaríkjamenn handtóku í júní
verði látnir í skiptum fyrir jafnmarga einstaklinga sem dæmdir hafa
verið fyrir njósnir í Rússlandi. Leiddar hafa verið að því líkur að bæði
lönd telji hag sínum best borgið með því að leysa málið fljótt og vel.
Fyrirhuga FangaSkipti
koLbeinn þoRsTeinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Því er ólíklegt að þeim verði
fagnað sem hetjuleg-
um njósnurum sem eigi
skilið sérstaka athygli.
Að þeim skyldi bjargað
úr bandarísku fangelsi
ætti að vera nægt þakk-
læti.
Anna stavitskaya, lögfræðingur
igors sutyagin Igor fékk „tilboð sem
hann gat ekki hafnað“. Mynd: Afp
Örlög njósnara fyrri tíma