Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 26
Í febrúar lagði ég fram breytingatil- lögur á fiskveiðistjórnunarkerfinu í tengslum við starf sáttanefndarinnar svokölluðu sem endurskoðar kerfið á vegum landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra. Tillögurnar voru góðar að mínu mati á þeim tíma. Í þeim fólst að kvótinn yrði innkallaður og í staðinn gerður nýtingarréttarsamningur við útgerðir til allt að 15 ára. Nú hef ég lært að þessar tillögur voru ekki nægilega góðar. Það sem helst veldur er orðalagið. Þrátt fyrir góðan ásetning hef ég orðið þess áskynja að leiðin er ekki hagstæð fyrir almenning sem allir vita að sættir sig ekki við núverandi fyrirkomulag. Mín skoðun á þeim tíma var og er enn, að þjóðin eigi nýtingar-/afnotaréttinn á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Í því liggur vandinn í orðalaginu í tillögun- um í febrúar. Nýtingar-/afnotaréttur eru óbein eignarréttindi í stærri eign. Það má skýra þannig að kvótinn er nýtingar-/ afnotaréttur á fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Þessi réttindi myndu því veita útgerðum eignaryfirráð yfir kvót- anum og þar með fiskveiðiauðlindum þjóðarinnar. Yfirvofandi séreignarréttur Ef réttindunum yrði úthlutað til út- gerða til langtímanýtingar myndi það líklega leiða til þess að kvóti einstakra útgerða yrði innan nokkurra ára að beinum eignarréttindum á grundvelli hefðarréttar. En skilyrðin fyrir því að óbein eignaréttindi í formi nýtingar-/ afnotaréttar myndi beinan og óskor- aðan eignarétt samkvæmt hefðarrétti eru að eignin sé annað hvort í einskis manns eigu eða opinberri eigu og hafi verið nýtt í 40 ára eða meira. Kvótakerfið hefur verið við lýði í yfir aldarfjórðung og því er deginum ljós- ara að það styttist óðum í að útgerðir fái beinan eignarrétt á kvótanum í gegnum hefðarrétt. Ekki einu sinni ákvæði í stjórnarskrá um að fiskveiði- auðlindin sé þjóðareign gæti komið í veg fyrir myndun beins eignarréttar útgerðarinnar á kvótanum. Það er vegna þess að fiskveiðiauðlindin er eitt en heimildin (þ.e. kvótinn) til að nýta hana er annað. Orkufyrirtækin eiga ekki vatnið í formi eignarréttar heldur eiga þau nýtingarréttinn á virkjun þess. Eðlismunur er því á nýtingu þessara auðlinda, vatnsorku og sjávarafla. Það eru mannréttindi og frumbyggjaréttur Íslendinga að nýta fiskimiðin en það geta vart talist mannréttindi að reisa orkuver. Mér er orðið það ljóst af þrotlausu og launalausu starfi mínu í nefndinni, að eina leiðin til að tryggja eignarhald almennings á fiskveiðiauðlindum sem þjóðin má nýta, er að ríkið taki form- lega yfir kvótann, sem lögaðili, og leigi hann út til útgerða. Það má ekki af- henda útgerðum kvótann í formi nýt- ingar-/afnotaréttar, heldur á að leigja hann út til útgerða í formi leiguréttar. Þá fyrst er orðið ljóst hver er eigandi kvótans og hver leigjandinn er. Kvótakerfið fest í sessi Þar með yrði brotin á bak aftur eigna- myndun útgerðarinnar á kvótanum í gegnum hefðarrétt og komið í veg fyrir að kvótinn verði í algerri eigu útgerða. Rétt er að ítreka að nýtingarréttur vatnsafls- og varmavirkjana er alger- lega í eigu orkufyrirtækjanna. Því ætti öllum mönnum að vera það ljóst að hið sama myndi gilda um kvótann ef farin yrði sú leið að afhenda slíkan rétt til útgerðanna. Það sem nú verður að koma út úr endurskoðunarnefndinni, sem þekkt er undir heitinu sáttanefndin, er að kvótinn verði yfirtekinn af íslenska rík- inu með formlegum hætti og leigður til útgerða. Það verður að gerast á jafn- réttisgrundvelli líkt og kveðið er á um í stjórnarskránni. Ef niðurstaðan verður á annan veg, til dæmis að útgerðin fái afhentan kvótann í formi nýtingar-/ afnotaréttar, stöndum við uppi með óbreytt kvótakerfi þar sem búið er að festa gjafakvótann endanlega í sessi. Þá fer nefndin í sögubækurnar, ekki sem sáttanefndin, heldur sem gjafa- kvótanefndin. Nefndin sem staðfesti það sem margir hafa kallað gjafakvót- ann í boði fyrstu hreinu vinstri stjórnar Íslands. Gjafakvótanefndin „Rödd bæjar- búa heyrðist og það var tekið mark á henni.“ n Rúnar Sigurjónsson sem hefur safnað yfir 1000 undirskriftum gegn Lúðvík Geirssyni bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Lúðvík sagði af sér í gær. Rúnar segir Lúðvík hugrakkan. -Visir.is „Þetta er svikamylla“ n Sveinbjörn Ragnar Árnason, fyrrverandi eigandi Bílamarkaðarins, um að fjármögnunar- fyrirtækin hafa frá því fyrir hrun metið vörusviptabíla langt undir markaðsverði til þess að greiða fólki minna til baka. Bílarnir séu svo seldir röngum hópi sem stórgræði á þeim. -DV „Okkur er engin vorkunn að því.“ n Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra um að stjórnmálamönnum sé engin vorkunn af því að þurfa að vinna úr þeirri stöðu að samningsbundnir vextir verða látnir gilda á gengistryggðum lánum. -Fréttablaðið. „Ég var ólátabelgur og hlýddi ekki.“ n Ellen Kristjánsdóttir um það hvers vegna lögreglumaður snéri upp á handlegg hennar með þeim afleiðingum að hún þurfti að leita sér hjálpar á slysadeild. -DV. „Ekki bulla.“ n Lárus Viggósson, eigandi Vörslusviptingar, í samtali við Arnar Geir Kristjánsson sem neitaði að afhenda Lýsingu bíl sinn. Arnar sagði aðförina ólöglega. -DV. Spurningin um falið fé Tvær af helstu fréttum vikunnar snérust um að fjárfestarnir Jón Ás-geir Jóhannesson og Pálmi Har-aldsson hefðu nýlega greitt 1.800 milljónir króna í reiðufé til tveggja fjármála- fyrirtækja. Jón Ásgeir greiddi upp fasteigna- lán upp á 1.300 milljónir króna í kanadísk- um banka vegna íbúðar í New York og Pálmi greiddi Glitni 500 milljónir króna til að losna við kyrrsetningu á Iceland Express. Til að setja þessa upphæð í samhengi er hún álíka há og þeir tæplega tveir milljarðar króna sem ríkið þurfti að skera niður í fjárveiting- um til Landspítalans á milli áranna 2009 og 2010. Kjarni málsins er að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið hafa þeir Jón Ásgeir og Pálmi enn þá aðgang að slíkum fjárhæðum, hvort sem um er að ræða lánsfé eða inni- stæður á bankareikningum. Pálmi greinir frá því í DV í dag hvernig og af hverju hann greiddi Glitni milljónirn- ar 500. Þáttur Jóns Ásgeirs í hruninu er tölu- vert stærri en þáttur Pálma og flestra ann- arra auð- og bankamanna sem taldir eru bera hvað mesta ábyrgð á því. Samt þegir Jón Ásgeir enn þegar af honum er sögð stórfrétt sem fær flesta landsmenn til að hugsa sem svo að hann hljóti að sitja á mörgum millj- örðum af földu fé á reikningum í útlöndum. Þessar fréttir sýna okkur hversu upp- gjörið við hrunið, sem hér hefur orðið, er takmarkað. Svarið við einni af stóru spurn- ingunum: Hversu mikið af peningum eiga helstu gerendur hrunsins og hvaðan eru þessir peningar komnir? hefur ekki al- mennilega komið fram því hún rúmaðist ekki innan verksviðs rannsóknarnefndar Alþingis. Við vitum hvað þessir gerendur tóku af fé út úr bönkunum en ekki til fulls hvar peningarnir enduðu. Eignalisti Jóns Ásgeirs hefur til dæmis enn ekki verið birtur. Fréttirnar af Jóni Ásgeiri og Pálma sýna fram á mikilvægi þessarar spurningar um mögulegt falið fé. Til að undirstrika frekar mikilvægi hennar má benda á að slitastjórn Glitnis grunar að Jón Ásgeir og viðskipta- félagar hans eigi falið fé í útöndum og ætlar hún að reyna að sækja það með dómsmálinu gegn þeim í New York. Á sama tíma reynir Jón Ásgeir að komast hjá því að upplýsingar um fjármál hans verði opinberar í New York. Spurningin sem vaknar við þessar frétt- ir er hvað við getum gert í stórum málum í framtíðinni til að reyna að ná fram svörum við slíkum spurningum sem brenna á þjóð- inni. Ein leið sem við gætum farið er að hið opinbera beiti sér meira í því að reyna að ná sannleikanum fram í slíkum málum. Við gætum til dæmis tekið upp aðferð- ir Breta og Bandaríkjamanna: Að halda op- inberar vitnaleiðslur yfir lykilmönnunum þar sem þeir eru spurðir slíkra spurninga og sýnt beint frá því í fjölmiðlum. Alveg er ljóst að spurningin um hvort menn eins og Jón Ásgeir og Pálmi eigi millj- arða af földu fé er slík spurning sem þarf að svara. Einnig er það alveg skýrt að ef það kemur upp úr kafinu að svo sé, líkt og slita- stjórn Glitnis hefur grunsemdir um, mun al- menningur hér á landi fyrst verða æfur og óhuggandi. IngI F. VIlhjálmsson FréttastjórI skrIFar: Alveg er ljóst að spurningin um hvort menn eins og Jón Ásgeir og Pálmi eigi milljarða af földu fé er slík spurning. leiðari bókstaflega Djúpur í holunni Ágætur kunningi minn, venjulegur Íslendingur, nýtur þess nú á stund- um að fylgjast með heimsmeist- arakeppninni í fótbolta. Hann er í vetrarsælunni í Höfðaborg, Jóhann- esarborg, Elísabetarhöfn og hvar sem augum verður komið að fótbolta á ferð. Og þessi kunningi á það til að detta í það með fólkinu sem hér fyr- ir skemmstu þurfi að þola ótrúlegan yfirgang byggðan á kynþáttafordóm- um og aðskilnaði ríkra og fátækra. Í farteskinu hefur Íslendingur- inn auðvitað með sér upplýsingar um kreppuna okkar hérna heima. Hann hefur í góðgleði sinni kvartað og kveinað og svo hefur hann sagt andfætlingum okkar frá því hvern- ig Geir Haarde og nafnlausu svínin skitu fyrst uppá bak og svo uppá þak. Vællinn í honum kunningja mín- um vekur spurningar hjá fólkinu sem hefur Góðrarvonarhöfða í huga öll- um stundum. Hann hefur fengið spurningar einsog: Hversu margir hafa dáið af völdum hungurneyðar- innar á Íslandi? Er húsnæðisskort- ur? Hversu margir glæpamenn hafa verið fangelsaðir? Hversu margir stjórnmálamenn hafa þurft að svara til saka? Og þegar fólkið fær engin krass- andi svör frá kunningja mínum þá er áfram talað um fótbolta. Og hann kunningi minn veit að kreppan á Íslandi er einn mesti aumingja- leikur sem sögur fara af. Hjá okk- ur byrjar fólk fyrst fyrir alvöru að tala um sanngirni og réttlæti þeg- ar ljóst er að bankar og fjármögn- unarfyrirtæki munu missa spón úr aski sínum. Já, þá fyrst er talað um að fólk sýni böðlunum sanngirni. Það merkilega er – þetta gerðist líka í Suður-Afríku þegar kynþátta- hatararnir hrökkluðust frá völdum – þá vildu þeir að meirihluti svartra sýndi minnihluta öfgamanna rétt- læti og sanngirni. Hann félagi minn fær sem betur fer að tala um fótbolta þarna í Afr- íku. En um leið missir hann nánast af öllum skýringunum og bullinu sem við hér heima, í kreppu alls- nægtanna, fáum í Sjónvarpi allra landsmanna. Við heyrum menn tala um að láta vaða á markið, flytja boltann í varnarvinnu neðst á vell- inum, að einhver sé djúpur í hol- unni þegar hann skýtur, að eitthvað gerist í hálfleik (þegar vitaskuld er átt við leikhlé). Við fáum svo marg- ar aumingjalegar klisjur að manni verður bumbult. Og maður spyr sig: -Hvort ætli sé betra, að vera ofar- lega eða neðarlega í holunni á vell- inum þegar einhver skítur? Leikurinn var miðjumoð, margur slapp með skrekkinn en frekar þreyttur Þorsteinn J. þyrfti að fara á bekkinn. Kristján hreinsson skáld skrifar „Og hann kunningi minn veit að krepp- an á Íslandi er einn mesti aumingjaleik- ur sem sögur fara af.“ skáldið skrifar 26 umræða 9. júlí 2010 föstudagur Vafasamur fulltrúi Íslands n Ríkisstjórnin styður jón sigurðs- son í framboði til embættis stjórn- arformanns Þróunarbanka Evrópuráðsins. Jón, sem er fyrr- verandi ráðherra, var áður pólitískt ráðinn seðla- bankastjóri og síðar stjórnarfor- maður Fjármála- eftirlitsins. Þegar ástandið í bönkun- um var sem verst og eigendur þeirra kepptust við að sjúga fjármagn út úr þeim í sjálfsbjörg sagði Jón í við- tal hjá Moment, alþjóðlegu tímariti Landsbankans, að fjármál þeirra væru „basically sound“, eða í lagi. Nokkrum mánuðum síðar hrundu bankarnir. Til allrar hamingju hurfu flestöll tímaritin af sjónarsviðinu í kringum hrunið og eru ekki aðgengi- leg lengur, enda eykur þetta varla hróður Íslands á alþjóðavettvangi. Jón Ásgeir Villingur n Flest bendir til þess að tölvupóstur sem vefsíðan Hvítbók.vg birti milli Ara edwald, forstjóra 365, og jóns ásgeirs jóhannessonar laumumillj- arðamærings, sé falsaður. Stíllinn í póstunum er talinn ótrúverðugur, auk þess sem hver sem er getur falsað tölvupósta sem þessa. Ekki er heldur vitað til þess að Jón Ásgeir sé „vill- ingur“, það er segi „ég vill“ fremur en „ég vil“. Auk þess er talið ólíklegt að Ari Edwald gangi svo langt að nota gælunafnið „gamli“ á Jón Ásgeir, en í tölvubréfinu lofar hann að losa sig við Óskar hrafn Þorvaldsson, fréttastjóra Stöðvar 2, og kveður með orðunum „engar áhyggjur gamli.“ Að lokum er talið að Jón sé varari um sig en þetta eftir látlausar ásakanir í áraraðir um að hann misnoti fjölmiðla sína. misheppnað hJÁ mÁ n Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri og Gunnar Anderson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, virðast ekki hafa náð að endurreisa traust á eftirlits- stofnununum. Samtök fjármálafyr- irtækja ákváðu hins vegar að fylgja tilmælum frá Gísla tryggvasyni, talsmanni neytenda, um að rukka fasta krónutölu af hverri milljón láns. Eftir standa Már og Gunnar með sín tilmæli um óverðtryggða okurvexti, eins og yfirgefnar, flekkaðar brúðir við altarið. Árni skýtur gylfa niður n Þeir sem töldu að pólitískir dagar árna Páls árnasonar félagsmála- ráðherra væru senn taldir þurfa að endurskoða af- stöðu sína eftir skot hans á Gylfa Magnússon við- skiptaráðherra. Árni sagði tilmæli Seðlabanka og Fjármálaeftirlits vegna gengis- tryggðra lána vera mistök, en Gylfi er bendlaður við sömu tilmæli eftir heimsendaspár um hrun bankanna. Eftir situr Gylfi með Svarta-Pétur. Þetta er sigur fyrir pólit- íkusinn Árna Pál, sem hingað til hef- ur sýnt vanmátt vegna skuldavanda heimilanna, en ósigur fyrir ópólitíska ráðherrann, sem taldi sig væntanlega taka óvinsæla afstöðu af nauðsyn. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir framkvæmdaStjóri: Bogi örn emilsson ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. kjallari FinnboGi ViKAr laganemi við Háskólann á Bifröst „Nefndin sem staðfesti það sem margir hafa kallað gjafakvótann í boði fyrstu hreinu vinstri stjórnar Íslands.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.