Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 32
32 viðtal 9. júlí 2010 föstudagur Sigríði Beinteinsdóttur söngkonu hefur tekist að halda einkalífi sínu fjarri sviðsljósi fjölmiðlanna í þau 30 ár sem hún hefur starfað innan poppbransans. Sigga segist aldrei hafa falið kynhneigð sína en að hún hafi heldur ekki flaggað henni. Sigga skildi í fyrra eftir tíu ára samband en hefur nú fundið ástina að nýju. Þessa dagana ferðast Sigga um landið í leit að röddinni 2010 en keppnin verður sýnd á Stöð 2 í haust. Söngurinn losaði mig við feimnina Ég dáist að þessum krökk-um því sjálf var ég mjög feimin og óframfærin sem barn. Ég var alltaf syngj- andi en bara ein heima með sjálfri mér,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona sem þessa dagana ferð- ast um landið, ásamt Maríu Björk Sverrisdóttur, með Röddina 2010, söngkeppni fyrir krakka og ung linga sem sýnd verður á Stöð 2 í haust. „Mér finnst frábært hvað þau standa sig vel, eru kjarkmikil og hvað við eigum mikið af frambæri- legum krökkum sem eru að æfa og þjálfa söng. Sumir eru eðlilega mjög stressaðir en kýla samt á það og það er aðdáunarvert en aðrir eru örugg- ir með sig og finnst þetta lítið mál. Markmiðið með þessari keppni er að efla áhuga barna á söng og tón- list og veita þeim reynslu og tæki- færi til að koma fram en það er erfitt að koma sér á framfæri í dag,“ segir Sigga. Hún segir að Röddin verði byggð upp á svipaðan hátt og Idol Stjörnu- leit en að dómararnir verði þó ekki eins hvassir. „Við erum að vinna með ungar sálir og þótt við eig- um mikið af alls kyns efni verður vel valið það sem fer í sýningu. Við erum ekki að þessu til að niðurlægja neinn heldur til að byggja krakk- ana upp, gefa þeim jákvæða gagn- rýni og sýna þeim það sem má bet- ur fara í von um að þeir haldi áfram að syngja. Það er ekki gott að þykjast vera Simon Cowell þegar unnið er með svona ungt fólk.“ Fær enn hnút í magann Sigga tók sín fyrstu skref í bransan- um 18 ára í nýbylgjurokksveitinni Geðfró þar sem hún spilaði með Dr. Gunna. Þegar hún mætti á fyrstu æf- ingu hafði hún aldrei sungið opin- berlega en það var vinkona hennar sem manaði hana til að svara aug- lýsingu sem strákarnir settu í blaðið þar sem þeir óskuðu eftir söngkonu. „Ég ætlaði mér ekki að verða söngkona og hefði örugglega ekki fetað þessa leið nema vegna þrýst- ings frá þessari vinkonu sem ég á sannarlega margt að þakka. Einn daginn þegar ég var heima að syngja var hún fyrir utan gluggann og heyrði í mér og hótaði mér að ef ég myndi ekki svara auglýsingunni myndi hún hætta að vera vinkona mína. Ég sótti um og hreppti hnoss- ið. Við spiluðum talsvert og mér fannst þetta ótrúlega skemmtilegt þótt það væri nánast að líða yfir mig í hvert skipti sem ég steig á sviðið,“ segir Sigga sem segist enn þá, eftir 30 ára feril, fá stresshnút í magann þegar hún komi fram. „Með árunum öðlaðist ég styrk og reynslu og ég er klár á því að það er söngurinn sem losaði mig við feimnina, veitti mér öryggi og gerði mig sterkari fyrir vik- ið.“ Dyrnar að bransanum opnast Eftir Geðfró var Siggu boðið í hljóm- sveitina Meinvillingana sem keppti í Músíktilraunum og endaði í þriðja sæti. Eftir það ævintýri gekk hún til liðs við sveitina Kikk með þeim Guðmundi Jónssyni úr Sálinni og Sveini Kjartanssyni en Kikk gaf út eina plötu. „Við vinnsluna á þeirri plötu heyrði Björgvin Halldórsson í mér og þar með opnuðust dyrn- ar að poppbransanum. Ég á Björg- vini margt að þakka. Á þessum tíma hafði ég verið að vinna með pabba í dúklagningum og stefndi á að klára það nám auk þess sem ég var á fullu í hestunum en ég gaf hvort tveggja upp á bátinn til að geta einbeitt mér að söngnum,“ segir Sigga sem gekk svo til liðs við Stjórnina árið 1989. „Tíminn með Stjórninni var æðis legur – alveg geggjaður. Árið 1989 unnum við keppnina Lands- lagið og ári seinna fórum við í Eur- ovision. Upp frá því ævintýri hófst þessi sveitaballakeyrsla sem stóð í þrjú, fjögur skemmtileg ár. Við rúnt- uðum um landið á rútu og fylltum hvert einasta hús allar helgar. Þetta var mikið fjör en undir lokin var maður orðinn svolítið þreyttur. Ég myndi allavega ekki meika þetta í dag og vel frekar eigin bíl eða jafnvel flug og fer heim daginn eftir,“ segir hún brosandi og bætir við að stemn- ingin á böllunum hafi verið ótrúleg. „Á þessum tíma voru þetta alvöru- sveitaböll en sú menning lagðist meira og minna af þegar bjórinn var leyfður og pöbbar og trúbador- ar tóku við.“ Draumar um heimsFrægð Sigga er sá tónlistarmaður sem hef- ur keppt oftast fyrir hönd Íslands í Euro vision-keppninni. Hún náði sínum besta árangri árið 1990 þegar hún og Grétar Örvars- son enduðu í fjórða sæti með lagið Eitt lag enn. Hún viðurkennir að velgengnin hafi kveikt áhuga og von um að slá í gegn úti í hin- um stóra heimi. „Eftir keppnina spilaði Stjórnin aðeins í Svíþjóð auk þess sem ég var eitt- hvað á Írlandi líka. Fáir vita að við Friðrik Karls- son gítarleikari stofnuð- um bandið Gígabite og endurgerðum lagið It’s my life sem komst á Bill board-lista í Amer- íku og safndisk í Nor- egi. Auðvitað hefði verið gaman að meika það en ég var allt- af með báða fætur á jörðinni. Á þessum tíma var ekket int- ernet og því erfið- ara að koma sér á framfæri. Ég hef allt- af verið mjög jarðbundin og ég er mikill Ís- lendingur í mér. Hér vil ég vera og það er svo margt sem við höfum með okkur á þessu landi, þótt veðrið mætti vera betra. En fari allt í kaldakol, þá fer ég,“ segir hún hlæjandi en bætir al- varleg við: „Auðvitað redd- um við þessu. Ég er viss um það. Ég er alltaf bjartsýn, það er það eina sem gildir og það sem á eftir að koma okk- Ég hef aldrei lent í neinu sem hægt væri að kalla fordóma eða slíkt en hef alveg fengið nokkur bónorðin án þess að þekkja viðkomandi og stundum komu ölvaðir menn sem vildu reyna sig og sögðust geta snúið mér við í roðinu en það var alltaf bara í góðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.