Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Síða 35
föstudagur 9. júlí 2010 viðtal 35 Valgeir er fæddur á áratugnum þegar rokkið hóf innreið sína um gjörvallan heim, þeim sjötta. Kannski það hafi orðið til þess að hann fetaði fyrst tón- listarbrautina, menntaði sig í þeim geira eftir uppvaxtarár í Vogahverfinu í Reykjavík og starf- aði meðal annars sem tónlistarkennari í fjögur ár og spilaði með popphljómsveitunum Cabaret, Haukum og Tíbrá. En þegar nokkur ár voru í þrí- tugsafmælið skráði Valgeir sig í Leiklistarskóla Íslands þar sem hann var elstur í bekknum. Og eftir útskriftina árið 1987, þá nýorðinn þrjátíu og eins árs, átti sko að taka lífið með trukki. „Ég stökk með miklum ákafa út úr leiklistar- skóla og ætlaði að sigra heiminn. Ég fékk fullt af tækifærum og gerði margt. Og ég gerði bara of mikið. Ég fékk meira að segja áfallastreitu nokkrum árum eftir útskriftina því ég var ekkert að höndla þetta. Maður var svo ofboðslega frjór og bilaður,“ segir Valgeir og hlær. „En það var heilmargt gott sem kom út úr þessu og ég hafði ómælda ánægju af þessu og fékk alls konar við- urkenningar og verðlaun.“ Áfallastreitan hafði sýnileg áhrif á Valgeir. Hármissir var eitt af því. „Hárið datt bara af vegna streitu. Mig langaði að gera allt saman í leikhús- inu – skrifa leikritið, leikstýra því, leika aðalhlut- verkið, búa til músíkina og söngtextana. Bara allt saman. Ég fékk líka tækifæri til þess, sem maður er mjög þakklátur fyrir.“ Valgeir segist hvorki hafa verið lagður inn vegna streitunnar, né hafi hún haft langvarandi áhrif á heilsu hans. „En þetta var of stór skammt- ur of stressi. Þetta voru svona tíu ár þar sem ég var alveg á fullu gasi. Svo fór þetta að minnka og ég fór að hafa áhuga á fleiri hlutum.“ Hirðulaus um verk sín Valgeir hefur skrifað og leikstýrt fjölda leikverka, meðal annars með Stoppleikhópnum, auk þess að semja lög og söngtexta. Hann hefur ekki tölu á öllum þeim leikverkum, lögum og textum sem hann hefur samið. „En það örugglega til einhvers staðar á fer- ilskrá. Ég er óttalega hirðulaus um þessi verk mín. Það er kannski vegna eðlis leiklistarinn- ar, hún er svo mikil list augnabliksins. Þú skrif- ar upp eitthvað handrit og það er auðvitað ekki bókmenntaverk heldur meira vinnuplan sem þú notar til þess að æfa upp sýningu. Það er oft hringt í mig og ég spurður hvort ég eigi textann að hinu eða þessu verki eftir mig. Yfirleitt á ég hann ekki,“ segir Valgeir hlæjandi. Eitt þeirra verka sem liggja eftir hann á þessu frjóa tímabili varð til þegar Valgeir var fastráð- inn leikari við Leikfélag Akureyrar árin 1990 til 1992. „Þá skrifaði ég söngleikinn Tjútt og tregi, og samdi auðvitað öll lögin og söngtextana með- fram því að leikstýra uppfærslunni. Það var æð- islegt - þetta tókst vel upp og aðsóknin var mik- il. Ég er reyndar að skoða það hvort ég geti ekki endurunnið þennan söngleik til að setja hann aftur upp. Þetta er býsna skemmtilegt verk sem gerist á Íslandi á sjötta áratugnum. Það er mikil gerjun í gangi, það eru verkföll, rokkið er að koma og svona. Þetta gæti alveg staðist tímans tönn og músíkin er fín. Síðustu ár hafa varla verið settir upp aðrir söngleikir en Hárið, Jesus Christ Su- perstar og aðrir af þessum þekktustu útlensku, en það er kannski kominn tími á svona íslenskan söngleik aftur. Ég er alla vega búinn að biðja um að fá handrit að þessu frá bókasafni LA því ég á auðvitað ekki handrit að þessu!“ Dularfullur byssumaður óboðinn á Heimilinu Einhverjir muna eflaust eftir því síðastliðinn vet- ur þegar rætt var við Valgeir í fréttaskýringaþætt- inum Fréttaaukanum í Ríkissjónvarpinu þar sem óupplýst morðmál á leigubílstjóra í Reykjavík var til umfjöllunar. Morðið var framið árið 1968. Rannsóknin sem fylgdi í kjölfarið varð strax mjög umfangsmikil án þess að nokkur haldbær spor fyndust eftir ódæðismanninn. Fljótlega kom þó í ljós að leigubílstjórinn, sem hét Gunnar S. Tryggvason, hafði verið myrtur með afar sjald- gæfri byssu og skömmu síðar var maður nokkur handtekinn, grunaður um morðið. Segja má að Valgeir hafi tvenns konar teng- ingu við málið. „Ég tengist þessu annars vegar þannig að mamma mín og sá sem var handtek- inn fyrir morðið voru æskuvinir. Hann var leigu- bílstjóri og í raun heimilisvinur og skutlaði okkur krökkunum oft eitthvert ef á þurfti að halda. Mamma var mjög veik manneskja, var virk- ur alkóhólisti og átti við geðtruflanir að stríða, og án þess að ígrunda það eitthvað ákvað hún að gerast málsvari vinar síns. Hún bjó til fjarvistar- sönnun fyrir hann í þeirri von að hann yrði lát- inn laus, bjó til einhverjar sögur og flækti málin frekar en hitt. Þetta var ofsalega leiðinlegt og var ekki til þess að bæta þá óvissu sem ríkti í málinu. Svo var það einn sunnudagsmorgun, um ári eftir morðið, að mamma var einhvers staðar úti á djammi og ég og eldri systir mín því ein heima. Þá kom allt í einu einhver maður inn í íbúðina okkar. Hann gekk bara inn, settist við eldhús- borðið okkar og dró upp skammbyssu. Ég man að ég varð ofboðslega hræddur,“ segir Valgeir og dregur seiminn í „ofboðslega“. „Hann fór svo að sýna mér byssuna, „þar sem ég væri strákurinn á heimilinu“, sagði hann,“ heldur Valgeir áfram. „Svo gumaði hann sig af því að hafa myrt Gunnar leigubílstjóra. Mér skilst að byssan sem notuð var við morðið hafi gengið á milli manna, og það eru líkur á því að byssan sem maðurinn var með hafi verið sú byssa, án þess að ég viti það fyrir víst. Byssan sem var not- uð við morðið var víst úr safni Jóhannesar á Borg sem var mikill byssusafnari. Grunurinn beindist að þessum vini mömmu af því að hann hafði ver- ið að vinna um tíma hjá Jóhannesi á Hótel Borg.“ fékk martraðir í mörg ár Valgeir, sem var þrettán ára þegar þetta gerist, hafði séð myndir af morðvopninu í blöðunum og sú byssa var samskonar og sú sem huldu- maðurinn sem kom heim til hans var með. „Ég lék mér mikið með leikfangabyssur þegar ég var lítill strákur, eða fram að þessu, og sá al- veg að þetta var engin leikfangabyssa. Hann var mjög ógnvekjandi og ég fór í algjört panikk þeg- ar hann veifaði byssunni. Hann var drukkinn, og kannski á einhverjum lyfjum. Hann var alla vega í sérkennilegu ástandi. Eftir að hafa verið inni á heimilinu okkar í svona tíu til fimmtán mínútur fór hann. Ég hef aldrei vitað hvaða maður þetta var. Það voru svo getgátur um hver þetta gæti hafa verið en það fékkst aldrei staðfest.“ Valgeir segist aldrei hafa talað um þessa ógn- vekjandi heimsókn mannsins fyrr en í sjónvarp- inu síðasta haust. „Ég lokaði alveg á þetta. Systir mín hafði einstaka sinnum spurt mig út í þetta, en þá mundi ég ekkert eftir þessu. Svo þegar byrjað var að hræra í þessu þá einhvern veginn kom þetta til baka. En ég fékk alltaf eina martröð sem hlýtur að tengjast þessum minningum mínum og sótti á mig í mörg ár á eftir. Hún er þannig að ókunn- ugur maður skýtur mig í magann með skamm- byssu. Og ég fann ótrúlega sterkt fyrir kúlunni, fann hvernig málmurinn borast inn í holdið. Þetta er versta martröð sem ég hef upplifað og ég fékk hana margoft. Uppfrá þessu atviki hef ég líka verið logandi hræddur við skotvopn. Ég er mikill veiðimað- ur, það er stangveiðimaður, en skotveiði gæti ég aldrei stundað af þessum sökum. Ef ég veit af skotvopni einhvers staðar nálægt mér verð ég al- veg skelfingu lostinn.“ Lögreglan fann byssuna sem talið er að hafi verið notuð við morðið, í hanskahólfi leigubíls vinar mömmu Valgeirs. „En ef maður hugsar aðeins út í þetta, myndirðu geyma morðvopn- ið í hanskahólfinu á bílnum þínum ef þú værir leigubílstjóri og hefðir myrt einhvern? Það væri ekki mjög gáfulegt, og því veltir maður fyrir sér hvort byssunni hafi verið plantað þarna. En það eru margar sögur alltaf í gangi um þetta mál og maður veit ekki hverju maður á trúa.“ Umræddur maður sat lengi í gæsluvarðhaldi en var aldrei sakfelldur. Almenningur felldi þó sinn dóm. fellDi tár í sjónvarpsviðtali Eftir því sem Valgeir kemst næst hefur Elín Hirst, sem var með umfjöllunina um málið í Frétta- aukanum, eitthvað verið að fylgja málinu eftir til þess að reyna að komast til botns í því. Hann hefur aftur á móti ekki fengið neitt símtal frá lög- reglunni. Viðtalið við Valgeir vegna málsins var tekið upp síðastliðið haust og sýnt í sjónvarpinu skömmu síðar. „Ég fékk viðbrögð frá ættingjum mannsins sem var handtekinn fyrir morðið. Ég lét tilleiðast að tala um þetta á þeim forsendum að þetta gæti orðið til þess að hreinsa hugsanlega saklaus- an mann af ásökun um framið morð. En ég get auðvitað ekki dæmt um það, ég var bara krakki. En ég ákvað samt að segja frá minni upplifun af þessu máli.“ Valgeir felldi tár í umræddu viðtali. Aðspuð- ur segist hann vissulega hafa fengið viðbrögð við því. „Ég hélt nú að þetta yrði klippt út. En jújú, ég fékk alls konar skilaboð, flest jákvæð. Mörg- um fannst ég sýna kjark. En svo er auðvitað fullt af fólki sem finnst þetta örugglega eitthvað am- erískt væl. Ég var ennþá í niðurbroti eftir skilnað- inn þegar viðtalið var tekið og það hefur örugg- lega haft sitt að segja,“ segir Valgeir en hann og konan hans til 23 ára skildu að skiptum nokkrum vikum fyrir viðtalið. „En ég er ekkert ósáttur við að hafa fellt tár og það hafi verið sýnt í sjónvarpinu. Þetta er bara augnablik sem festist á myndband og það verð- ur ekkert aftur tekið. Töluð orð og tapaður mey- dómur verða ekki aftur tekin,“ segir Valgeir og hlær. skilnaður mesta niðurbrotið Valgeir kynntist Guðrúnu Gunnarsdóttur, söng- konu og dagskrárgerðarkonu á RÚV, þegar hann var á lokasprettinum í Leiklistarskólanum fyrir hátt í aldarfjórðungi. Þau eiga þrjár dætur á aldr- inum 16 til 21 árs – fyrir átti Valgeir dóttur sem nú er 34 ára – en gengu þó ekki í það heilaga fyrr en árið 2005. Hjónabandi þeirra Valgeirs og Guð- rúnar lauk hins vegar í ágúst í fyrra. Þegar skilnaðinn ber á góma rennir Valgeir annarri hendinni hægt í gegnum svart hár sitt áður en hann heldur áfram. „Ég óska engum þess að standa í þessu því svona skilnaður er alveg skelfileg lífsreynsla. Ég hef aldrei upplif- að annað eins niðurbrot á ævi minni. Bæði var þetta langur tími sem við Guðrún áttum sam- an, 23 ár, og við vorum búin að ganga í gegnum margt saman, bæði gleðistundir og erfiðleika eins og í öllum hjónaböndum. Hjónaband er bara fyrirbæri sem þú átt á hættu á að glata ef þú ert ekki með hugann við það alla daga. Það þarf í sjálfu sér ekki mikið til. En það þarf rosalega mikla vinnu til þess að halda svona hlutum gangandi.“ Aðspurður segist hann ekki vilja fara nánar út í ástæður skilnaðar síns og Guðrúnar. Valgeir kveðst hafa fengið allt annað sjónar- horn á hjónaskilnaði þegar hann upplifði slíkt á eigin skinni. Fram að því hafi hann ekki kippt sér mikið upp við það þegar hann heyrði af skilnaði fólks. „Ég talaði stundum af léttúð þegar ég frétti af fólki sem var að skilja. Ég á vini sem hafa skilið og mér hafði alltaf fundist það léttvægt. En þeg- ar maður stendur frammi fyrir því sjálfur blas- ir sú staðreynd við manni að svona áfall mælist á sama skala og dauðsfall. Það er bara þannig. Maður hefur lesið um þetta og tekur einhverja af- stöðu til þess sem maður les, en svo þegar maður lendir í því sjálfur þá er bara eins og trukkur keyr- ir yfir mann. Þetta er ofboðslega vont.“ Ætlar ekki að velja eymDina Gömlu klisjuna um að það sem ekki drepi mann styrki mann segir Valgeir vera sanna, „... því ég hef líka lært ýmislegt á þessu, meðal annars um sjálfan sig. Maður upplifir þetta fyrst sem endi heimsins, en svo uppgötvar maður að þetta er upphafið að einhverju nýju. Þessum kafla er lokið, þetta voru fín ár og við áttum þessar þrjár yndislegu dætur, og svo tekur nú bara við nýtt upphaf og nýir tímar. Einhver lagði hönd á öxlina á mér og sagði það taka minnst fjögur ár að jafna sig að fullu. Ég hugsaði með mér að það kæmi ekki til greina, það hlyti að vera einhver leið til þess að taka minni tíma í þetta. Og ég tel mig hafa tæki og tól til þess og fór markvisst í það að vinna mig út úr þessu.“ Valgeir segist þó ekki hafa leitað aðstoðar sálfræðings eða annarra fagaðila. „Nei, nei, ég er með ókeypis þerapíu úti í bæ þar sem ég hef Hann missti hárið af stressi nokkrum árum eftir útskrift úr leiklistarskóla því hann hegðaði sér eins og maður sem var að falla á tíma við að sigra heiminn. Dularfullur maður með hugsanlegt morðvopn gekk inn á heimili hans þegar hann var gutti og otaði að honum vopninu. Atvikið varð til þess að hann fékk ítrekaðar martraðir í mörg ár á eftir og felldi tár í sjónvarpinu þegar hann rifjaði það upp. valgeir skagfjörð segir frá þessu, skilnaði sínum, óvæntum pólitískum frama og fleiru í spjalli við kristján Hrafn guðmundsson. Þá kom allt í einu einhver maður inn í íbúðina okkar. Hann gekk bara inn, settist við eldhús- borðið okkar og dró upp skammbyssu. framHald á næstu sÍÐu eymd valkostur „Eymd er valkostur og maður þarf að spyrja sig: „Ætla ég að sitja fastur í þessu eða ætla ég að halda áfram?“ mynD Hörður sveinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.