Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 36
36 viðtal 9. júlí 2010 föstudagur
SKEMMTISIGLING: AUSTUR-KARÍBAHAF OG FLÓRÍDA
2.–11. OKTÓBER 2010
Liberty of the Seas
Miami – Florida, Philipsburg – St. Maarten, San Juan – Puerto Rico, Labadee – Haiti, Miami – Florida
Úrval Útsýn kynnir með stolti, Liberty of the Seas, eitt stærsta og mikilfenglegasta
skemmtiferðaskip heims. Skipið er eitt af nýjustu viðbótum Royal Caribbean skipafélag-
sins en það fór jómfrúarferð sína í maí 2007. Það hefur einstaka eiginleika og aðstöðu,
t.d. vatnagarð með brimbrettaaðstöðu, skautasvell, klifurvegg, verslunargötu og skem-
mtistaði svo fátt eitt sé nefnt. Þetta glæsilega skip er búið nær öllu er hugurinn girnist.
Barir, veitingahús, leiksýningar og skemmtanir eru hvarvetna í boði, ásamt ævintýralegu
sundlaugasvæði. Liberty of the Seas er sannkallað fljótandi 5 stjörnu lúxus hótel sem
undirstrikar að skemmtisiglingar eru ævintýri og upplifun sem seint gleymist.
á mann m.v. 2 fullorðna.*
MEIRA Á
urvalutsyn.is
Eitt stærsta og mikilfenglegasta skemmtiferðaskip heims!
Verð frá: 236.900 kr.
* Innifalið: Flug til og frá Orlando, gisting á Baymont
Inn & Suites í Orlando með morgunverð í eina nótt,
skemmtisigling með fullu fæði og afþreyingu í 7
nætur, þjórfé um borð í skipinu og allar ferðir milli
flugvalla, hótels og skips.
Ferðaskrifstofa
Leyfishafi
Ferðamálastofu
fengið mikla aðstoð. Og það er ekkert annað að
gera en að líta á þetta sem nýjan kafla. Þú hef-
ur líka ýmislegt um þetta að segja – eymd er val-
kostur og maður þarf að spyrja sig: „Ætla ég að
sitja fastur í þessu eða ætla ég að halda áfram?“
Og ég ætla að halda áfram.“
Kjörinn formaður á erfiðum tíma
Valgeir tók við formennsku í Borgarahreyfing-
unni í september í fyrra, eða um það leyti sem
skilnaðurinn stóð yfir. Hann segist hafa uppgötv-
að skömmu síðar að það væri verkefni sem hann
gæti ekki staðið undir á þeim tímapunkti í sínu
lífi.
„Það var haldinn landsfundur í september
þar sem kosið var í stjórn. Það hefur alltaf verið
tiltölulega flatur strúktúr í Borgarahreyfingunni,
það var lagt upp með það í byrjun að það væru
ekki einhverjar vegtyllur og eitthvað slíkt, en við
urðum auðvitað að hafa þetta formfast út af lög-
unum - að titla menn formenn, gjaldkera og svo-
leiðis eins og gert er ráð fyrir í lögum um félög og
félagasamtök.
Niðurstaðan úr kosningunni var sú að ég fékk
flest atkvæði í fyrsta sætið og samkvæmt hefðinni
hlýtur sá formannssætið sem fær flest atkvæði.
Við héldum fund eftir kosninguna þar sem við
ræddum það fram og til baka hvað vildum gera,
hvort við ætluðum að fylgja hefðinni með þetta
eða gera þetta einhvern veginn öðruvísi. Eftir
japl, jaml og fuður var tekin sú ákvörðun að ég
yrði formaður í ljósi þess að ég fékk flest atkvæði
og nyti þar af leiðandi augljóss trausts félags-
manna hreyfingarinnar til að leiða þennan hóp.
Vegna skilnaðarins var ég kannski ekki í
standi til þess að vega og meta mína eigin að-
stöðu og minn eigin styrkleika sem karakters á
þessum tíma. Ég ætlaði mér því kannski um of,
en eins og mér leið þá taldi ég mig fullfæran til
þess að takast á við þetta verkefni. Ég byrjaði svo
sem ágætlega, fór í einhver viðtöl og spjöll út af
þessu, en svo bara gekk þetta ekki.“
eKKi fullreynt að
sameina þingmennina
Þeir fjórir einstaklingar sem kjörnir voru á þing
fyrir hönd Borgarahreyfingarinnar í fyrravor eru
allir gengnir úr henni. Þráinn Bertelsson yfirgaf
hreyfinguna eftir deilur í fyrrasumar sem ekki
verða raktar hér, og hinir þrír vegna óánægju
með landsfundinn þar sem Valgeir var kjör-
inn formaður. Valgeir segir það hafa verið efst á
sinni stefnuskrá eftir formannskjörið að sætta
óánægjuraddirnar innan hreyfingarinnar og fá
þingmennina aftur í þeirra „lið“.
„Frá þeim tímapunkti að það veljast fjórir ein-
staklingar inn á þing undir merkjum Borgara-
hreyfingarinnar varð til einhver sundurþykkja
á milli manna. Það náðist ekki að skapa traust
á milli manna því þetta er stjórnmálaafl sem er
stofnað á mjög stuttum tíma. Þetta var ofsalega
skemmtileg tilraun, en þetta var erfið fæðing.
Mér tókst ekki það sem ég ætlaði mér, að ná
þingmönnunum aftur saman. Skömmu eftir
landsfundinn fór ég á fund þessara tveggja þing-
manna Borgarahreyfingarinnar sem átt höfðu í
deilum. Við áttum langan fund og ég hélt að ég
gæti náð þeim saman, en því miður tókst það
ekki. Þegar þetta mistókst kom skilnaður minn í
bakið á mér og ég hafði bara ekki andlegan styrk
til að leiða starf Borgarahreyfingarinnar áfram af
þeim sökum. En ég tel ekki fullreynt að ná þing-
mönnunum saman. Kannski tekst það núna þeg-
ar landslagið er breytt,“ segir Valgeir og vísar þar
til þess að Gunnar Sigurðsson er nýgenginn úr
stjórn hreyfingarinnar.
allt í einu Kominn í silfur egils
Valgeir kveðst ekki hafa verið með í sköpun Borg-
arahreyfingarinnar frá upphafi, en hafa þó komið
inn í dæmið nokkuð fljótlega eftir að menn voru
farnir að reifa hugmyndina um að stofna stjórn-
málaafl.
„Ég hef alla tíð haft mínar meiningar og mín-
ar skoðanir á því hvernig ég vil hafa hlutina. Þess
vegna fannst mér heillandi að fara inn í Borgara-
hreyfinguna eftir búsáhaldabyltinguna. Ég fór
dag einn að blogga um ástandið en hafði ekkert
blandað mér í þessar umræður fram að því, var
stuttu seinna beðinn um að flytja ræðu á Austur-
velli og í kjölfarið var ég allt í einu kominn í Silf-
ur Egils að ræða málin með einhverju liði. Þetta
gerðist mjög hratt og áður en ég vissi af var ég bú-
inn að taka sæti á lista hjá Borgarahreyfingunni
og kominn í framboð. Það var svolítið erfitt að
fóta sig í þessu því þetta gerðist rosalega hratt,“
segir Valgeir sem var í 2. sæti í Suðvesturkjör-
dæmi í Alþingiskosningunum í fyrra og var ekki
fjarri því að komast á þing.
Hann lét af formennsku í Borgararhreyf-
ingunni skömmu eftir áramót en á sæti í stjórn
hennar. „Ég hef verið svolítið í fríi frá þessu vafs-
tri síðan þá. Ég þrífst nefnilega illa í umhverfi þar
sem er sundurþykkja. Ég fór að beita mér í pólit-
ík af því að ég vildi breytingar og ég vildi heiðar-
leika, en umhverfið í stjórnmálum er í eðli sínu
óheiðarlegt. Það er umhverfi sem ég sem mann-
eskja á mjög erfitt með að þrífast í.“
Óheiðarleika stjórnmálanna kveðst Valgeir
fyrst hafa kynnst þegar hann var kosningastjóri
Samfylkingarinnar í Kópavogi, þar sem hann hef-
ur búið síðustu sautján ár, í sveitarstjórnarkosn-
ingunum 2002.
„Í stjórnmálum koma saman einhverjir hóp-
ar fólks til að leggja á ráðin um að stinga ann-
að fólk í bakið. Það er ofsalega skrítið að vera
innan í þannig hóp. Kannski er það eðli stjórn-
málanna að þetta sé alltaf svona. Við sáum nú
öll farsann með endalausu borgarstjóraskiptin.
Það eru þessar hnífsstungur og plottin um þær
sem eru svo grátleg við þetta. Eins og núna, þeg-
ar við þurfum á því að halda að það sé talað til
okkar og að stálinu sé stappað í þjóðina, þá sitja
menn á svikráðum hver gagnvart öðrum, bara til
þess að ná völdum, í staðinn fyrir að taka hönd-
um saman, leggja af eitthvað svona stjórnarand-
stöðukjaftæði og vinna þjóðina sameiginlega út
úr kreppunni.“
féKK hugljómun
Aðalstarfi Valgeirs síðustu ár hefur verið kennsla
við grunnskólann á Álftanesi. Þar hefur hann
kennt leiklist, stuttmyndagerð og heimilisfræði
auk sérkennslu. Skrifin eiga hann nú hins vegar
óskiptan.
„Ég er hættur kennslunni til að vera laus og
liðugur í listinni. Ég er meðal annars að vinna
verk upp úr bókinni Ótuktin eftir Önnu Pálínu
Árnadóttur sem var kona vinar míns, Aðalsteins
Ásbergs Sigurðssonar. Þegar ég var að ganga í
gegnum mína erfiðleika fékk ég eins konar hug-
ljómun og fór að hugsa um þennan vin minn
sem hafði upplifað að missa konuna sína,“ segir
Valgeir en Anna Pálína lést úr krabbameini árið
2004 , en hafði skrifað bókina eftir að hún greind-
ist með meinið nokkrum árum áður.
„Ég fór að hugsa um allt sem Anna Pál-
ína hafði gert, las Ótuktina aftur og fattaði allt
í einu þann styrk sem felst í þessari sögu. Þetta
er kannski saga sem allir verða að heyra því all-
ir þekkja einhvern sem hefur fengið krabbamein.
En þetta er samt ekki bara bók um krabbamein
heldur er þetta líka óður til mannsins og þess
krafts sem hann býr yfir þegar erfiðleikar steðja
að - hvað hann getur gert með hugarfarinu. Anna
Pálína var algjör fyrirmynd í þessu og við Katla
Margrét Þorgeirsdóttir, sem er að vinna þetta
með mér og verður leikkonan í einleiknum, ætl-
um líka að nota lögin hennar Önnu Pálu,“ segir
Valgeir en Anna Pálína var söngkona og var einna
þekktust fyrir vísnasöng sinn.
Auk Ótuktarinnar er Valgeir með barnaleikrit
í vinnslu. Um er að ræða leikgerð á gamalli þjóð-
sögu um Grámann í Garðshorni. „Þetta er gamal-
dags íslenskt ævintýri með texta sem þú þarft að-
eins að hlusta eftir. Ég samdi nýja músík við þetta
og er að vinna þetta með Oddi Bjarna í Ljótu hálf-
vitunum og Margréti Sverrisdóttur. Ágústa Skúla-
dóttir ætlar aðeins hjálpa okkur í þessu.“
Valgeir stefnir á að setja bæði verkin í gang í
haust. Varðandi stað fyrir sýningarnar segir Val-
geir að ætlunin sé bara að æfa upp þessar sýning-
ar og svo sé hægt að fara með þær hvert sem er.
nýr Kafli – ný ást?
Allar dætur Valgeirs og Guðrúnar hafa verið í
leik og söng á sínum æsku- og unglingsárum. Sú
elsta, Ólöf Jara, hefur þegar náð fínum árangri á
því sviði þrátt fyrir ungan aldur. Hún lék og söng
annað aðalhlutverkið í söngleiknum Grease þeg-
ar hann var settur upp í Loftkastalanum á síðasta
ári og nýverið var svo sagt frá því að hún myndi
leika hlutverk eiginkonu Buddy Holly í söngleik
um ævi popparans sem frumsýndur verður í
Austurbæ í haust.
Sú í miðið, Anna Hjördís, er afar hæfileikarík
söngkona að sögn Valgeirs, og þá yngstu, Elísa-
betu, segir hann haldna algjörri söngleikjadellu.
„Og elsta dóttirin, Eva Lilja, hefur þegar gefið mér
þrjú barnabörn, þar á meðal Valgeir Hrafn Skag-
fjörð sem fór með hlutverk Hrapps í söngleiknum
Óliver í Þjóðleikhúsinu í vetur. Þannig að dóttur-
sonurinn ætlar líka að feta listabrautina,“ seg-
ir Valgeir en Eva Lilja sjálf stundar nám í mann-
fræði við Háskóla Íslands.
Fjögurra stúlkna faðirinn í Kópavogi er því
umkringdur ungum, hæfileikaríkum konum.
Og Valgeir er hugsanlega búinn að finna nýja ást
í sínu lífi. Hann vill þó ekkert ræða það að svo
stöddu – það eina sem sé víst er að nýr kafli í hans
lífi er nú hafinn.
„Það er nýr kafli fram undan og hann er
óskrifaður. En það er í mínu valdi að skrifa þenn-
an kafla. Og ég ætla að hafa hann góðan og
skemmtilegan.“ kristjanh@dv.is
En ég er ekkert ósátt-ur við að hafa fellt tár
og það hafi verið sýnt í sjón-
varpinu. Þetta er bara augna-
blik sem festist á myndband.
stoltur Ólöf Jara, ein fjögurra dætra Valgeirs, er
efnileg söng- og leikkona. Hún lék meðal annars
annað aðalhlutverkið í uppfærslu á söngleiknum
Grease í Loftkastalanum í fyrra.
í ræðustól Valgeir þrumar yfir
fólki á Austurvelli á mótmæla-
fundi snemma árs 2009.