Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 38
30 ára sl. fimmtudag 38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 9. júlí 2010 föstudagur Björn Sigurðsson ferðaþjónustubóndi í Úthlíð Björn fæddist í Úthlíð og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Íþrótta- skólann í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni. Björn hóf ungur búskap í Úthlíð með foreldrum sínum. Hann stund- aði um skeið vöruflutningaakstur frá 1968 en seldi síðan bílinn og sneri sér þá í auknum mæli að ferðaþjón- ustu. Björn og félagar hans við Hlíðina létu bora eftir heitu vatni í landi Efri- Reykja 1988 og réðust í hitaveitu- framkvæmdir sem mörkuðu tíma- mót í ferðaþjónustu á svæðinu. Þá hefur hann byggt sundlaug í Úthlíð, þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, samkomusalinn Réttina og golfvöll- inn í Úthlíð. Auk þess lét hann reisa kirkju í Úthlíð til minningar um konu sína. Kirkjuna teiknaði Gísli, bróðir Björns, en Gísli lést 27.6. 2010. Auk þess málaði hann altaristöflu og hannaði duftgarð við kirkjuna. Björn var formaður Ungmenna- félags Biskupstungna, Búnaðarfé- lags Biskupstungna, Lionsklúbbsins Geysis, Ferðaþjónustu bænda, sat í stjórn Héraðssambandsins Skarp- héðins og fjölda annarra félaga og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu. Fjölskylda Björn kvæntist 2.12. 1961 Ágústu Margréti Ólafsdóttur, f. 6.11. 1937, d. 20.9. 2004, húsfreyju. Hún var dóttir Ólafs Ögmundssonar og Guðmundu Guðjónsdóttur, bænda í Hjálmholti í Hraungerðishreppi. Börn Björns og Ágústu Margrét- ar eru Ólafur, f. 18.6. 1962, lögfræð- ingur á Selfossi, kvæntur Ingu Mar- gréti Skúladóttur félagsráðgjafa og eru börn þeirra Andri Björn, Ólöf Sif, Skúli Geir, og Ágústa Margrét; Sigríð- ur, f. 7.1. 1964, dýralæknir á Hólum í Hjaltadal, en maður hennar er Ólaf- ur Ingi Sigurgeirsson líffræðingur og eru börn þeirra Sigurgeir og Þorgerð- ur; Hjördís, f. 10.5. 1966, íslensku- fræðingur í Reykjavík, gift Þorsteini Sverrissyni tölvunarfræðingi og eru synir þeirra Ágúst Flóki, Björn og Unnar Geir; Jónína Birna, f. 20.10. 1971, viðskiptafræðingur í Hafnar- firði en maður hennar er Hjörtur Freyr Vigfússon viðskiptafræðingur og eru synir þeirra Sigurður Tómas, Hjörtur Björn og Hannes Ágúst. Systkini Björns: Gísli, f. 3.12. 1930, d. 27.6. 2004, listmálari og fyrrv. rit- stjóri Lesbókar Morgunblaðsins, var búsettur í Garðabæ; Ingibjörg, f. 6.1. 1933, fyrrv. læknaritari, búsett í Kópavogi; Sigrún, 26.2. 1938, fyrrv. fulltrúi hjá Kópavogsbæ; Kristín, 18.3. 1940, fyrrv. landgræðsluvörð- ur í Haukadal; Jón Hilmar, f. 31.3. 1944, d. 16.2. 2008, kennari í Reykja- vík; Baldur, 17.9. 1948, rafeindavirki í Reykjavík. Foreldrar Björns: Sigurður Tóm- as Jónsson, f. 25.2. 1900, d. 11.10. 1987, bóndi í Úthlíð, og k.h., Jónína Þorbjörg Gísladóttir, f. 19.10. 1909, d. 19.2. 1979, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Jóns, b. í Braut- arholti, bróður Ingimundar, föð- ur Sigurðar Egils, alþm. og forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, föð- ur Jóhönnu Sigurðardóttur forsæt- isráðherra. Jón var sonur Einars, b. á Egilsstöðum í Ölfusi Jónssonar. Móðir Einars var Sólveig Þorvarðar- dóttir, b. á Vötnum í Ölfusi, bróður Þorbjörns á Yxnalæk, langafa Garð- ars, föður Guðmundar H. Garðars- sonar, fyrrv. alþm., en bróðir Garðars var Valur Gíslason leikari, faðir Vals, fyrrv. bankastjóra. Þorvarður var sonur Jóns, silfursmiðs og ættföður Bíldsfellsættar Sigurðssonar. Móðir Sólveigar var Guðbjörg, systir Guð- rúnar, móður Katrínar, konu Þor- björns á Yxnalæk. Guðrún var einnig móðir Odds, langafa Steindórs bíla- kóngs, afa Geirs H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra. Bróðir Guðbjarg- ar var Gísli, b. á Kröggólfsstöðum, langafi Salvarar, ömmu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófess- ors í stjórnmálafræði. Guðbjörg var dóttir Eyjólfs, ættföður Kröggólfs- staðaættar Jónssonar. Móðir Jóns í Brautarholti var Vilborg Jónsdóttir, systir Jóns á Þorgrímsstöðum, lang- afa Hannesar Jónssonar sendiherra, föður Hjálmars W. Hannessonar sendiherra. Móðir Sigurðar var Guðrún Jóns- dóttir, b. í Reykjanesi í Grímsnesi og gestgjafa á Kolviðarhóli Jónssonar og Kristínar Daníelsdóttur. Jónína Þorbjörg var systir Er- lends, föður Eyvindar leikstjóra. Jónína var dóttir Gísla, b. í Úthlíð og Laugarási Guðmundssonar, b. á Bóli Bjarnasonar. Móðir Jónínu Þorbjargar var Sig- ríður Ingvarsdóttir, b. á Apavatni Sigurðssonar, b. í Útey, bróður Guð- laugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Pét- urs biskups, föður dr. Péturs, prófess- ors í guðfræði við HÍ. Bróðir Sigurðar í Útey var Guðmundur í Langholts- parti, faðir Péturs, skólastjóra á Eyr- arbakka, föður Péturs útvarpsþular, föður Ragnheiðar Ástu útvarpsþular, móður Eyþórs Gunnarssonar tónlist- armanns. Pétur skólastjóri var auk þess faðir Jóns Axels bankastjóra og Tryggva, bankastjóra í Hveragerði. Annar bróðir Sigurðar var Magnús á Votamýri, langafi Bjarna Sigurðs- sonar, prófessors við HÍ. Sigurð- ur var sonur Sigurðar, b. í Votumýri Guðmundssonar. Móðir Ingvars var Guðrún, systir Ófeigs á Fjalli, afa Tryggva útgerðarmanns, föður Páls sendiherra, föður, Tryggva, fyrrv. framkvæmdastjóra Íslandsbanka, en bróðir Tryggva útgerðarmanns var Ófeigur læknir, faðir Ragnheið- ar Pálu skáldkonu. Annar bróðir Guðrúnar var Vigfús, b. í Framnesi á Skeiðum, föður Ófeigs, prófasts í Fellsmúla, föður Grétars Fells, rit- höfundar og forseta Guðspekifélags- ins. Guðrún var dóttir Ófeigs ríka á Fjalli Vigfússonar, ættföður Fjalls- ættar Ófeigssonar. Móðir Guðrún- ar var Ingunn Eiríksdóttir, ættföður Reykjaættar Vigfússonar. Móðir Sig- ríðar var Þorbjörg Eyvindsdóttir, b. í Útey Þórðarsonar og Ingibjargar Ei- ríksdóttur. 75 ára sl. þriðjudag Auðunn fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hann var í Grunn- skóla og Gagnfræðaskóla Sauðár- króks og stundaði nám við Fjöl- brautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Auðunn flutti til Reykjavík- ur 1999 og hefur verið þar búsett- ur síðan. Hann var aðstoðarmað- ur flugvirkja hjá Íslandsflugi 1999, starfaði á lager um skeið, en hefur verið dagskrárgerðarmaður fyrir sjónvarp frá 2001, fyrst fyrir Popp Tíví og síðan á Stöð 2 á árunum 2004-2010. Meðal helstu sjónvarpsþátta sem Auðunn hefur tekið þátt í að semja og þróa eru 70 mínúnd- ur; Strákarnir; Svínasúpan; Stelp- urnar; Tekinn; Atvinnumennirnir okkar og Auddi og Sveppi. Haustið 2010 hefjast svo sýningar á Amer- íska drauminum á Stöð 2. Auðunn og Sveppi hafa komið fram af ýmsu tilefnum, m.a. á árs- hátíðum hjá fjölda fyrirtækja, víða um land um árabil. Auðunn æfði og keppti í knatt- spyrnu með Tindastóli frá því á æskuárunum og með meistara- flokki Skallagríms í Borgarnesi í fyrstu deild í tvö sumur. Auðunn hefur skorað mark í öllum knatt- spyrnudeildum sem keppt er í hér á landi nema úrvalsdeildinni. Fjölskylda Kona Auðuns er Íris Björk. Systur Auðuns eru María Blön- dal, f. 1976, búsett í Reykjavík; Dagbjörg Blöndal, f. 1965, búsett í Reykjavík. Foreldrar Auðuns eru Hafdís Sveinsdóttir, f. 1959, starfsmaður hjá Íslandsflugi, og Kristján Blön- dal, f. 1958, flugvirki á Keflavíkur- flugvelli. Í tilefni afmælisins verður Auð- unn með stórveislu á veitinga- staðnum Square á Lækjartorgi, laugardagskvöldið 10.7. frá kl. 19.30. og langt fram á nótt. Auðunn Blöndal dagskrárgerðarmaður á stöð 2 70 ára á sunnudag Sesselja fæddist í Mýrhúsum í Eyr- arsveit en ólst upp í Grundarfirði til tíu ára aldurs og síðan í Reykjavík. Hún stundaði nám við Húsmæðra- skólann á Blönduósi og lauk þaðan prófum 1958. Sesselja hóf búskap með eig- inmanni sínum að Neðri-Eyri í Eyrarsveit 1959 en þau fluttu inn í Grundarfjörð1960. Sesselja var- matráðskona á Kvíabryggju í tut- tugu og fimm ár en hún hætti þar árið 2005. Fjölskylda Eiginmaður Sesselju er Vilhjálm- ur Pétursson, f. 9.7. 1938, fyrrv. for- stöðumaður á Kvíabryggju. Börn Sesselju og Vilhjálms eru Hannes, f. 25.7. 1961, húsasmiður í Reykjavík en kona hans er Anna Friðriksdóttir, f. 29.7. 1965 og eru börn hans Hind, f. 12.7. 1981, Hekla, f. 24.5.1988, Vilhjálmur Alex, f. 13.11. 1990, og Sigrún Sól, f. 1.2. 1998; Geirmundur, f. 11.3. 1964, forstöðumaður Kvíabryggju en kona hans er Guðbjörg Frið- finnsdóttir, f. 1.3.1964 og eru synir þeirra Heiðar, f. 29.4. 1984, og Rún- ar, f. 13.10. 1991. Systkini Sesselju: Guðrún, f. 13.9. 1935, d. 6.2. 1985, var gift Guðmundi Heiðari Guðjónssyni og eignuðust þau eina dóttur; Móses Guðmundur, f. 22.3.1942, kvæntur Dóru Haraldsdóttur og eiga þau fjórar dætur; Ingibjörg Kristjana, f. 16.12.1944, en maður hennar er Sigurpáll Grímsson og eiga þau tvö börn; Sædís Guðrún, f. 3.11. 1946, en maður hennar er Snæþór Rúnar Aðalsteinsson og eiga þau fjögur börn; Torfi, f. 19.12. 1950, og á hann fimm börn; Númi, f. 2.3. 1952, en kona hans er Björg Jóhannesdóttir og eiga þau fjög- ur börn; Rúnar, f. 19.11. 1954, en kona hans er Kristín Sigurðardótt- ir og eiga þau tvö börn; Elínborg, f. 20.6.1963, en maður hennar er Sig- fús Halldórsson og eru börn þeirra fjögur. Foreldrar Sesselju: Geirmund- ur Guðmundsson, f. 28.8.1914, d. 25.6. 2005, sjómaður í Grundar- firði og starfsmaður SÍS í Reykja- vík, og k.h., Lilja Torfadóttir, f. 26.1. 1920, d. 18.12. 1991, húsfreyja. Ætt Geirmundur var sonur Guðmund- ar, b. og sjómanns á Bár í Eyrar- sveit Magnússonar, og Sesselju Gísladóttur, b. og sjómanns Guð- mundssonar Lilja var dóttir Torfa Hjaltalín, b. og sjómanns í Garðsenda í Eyr- arsveit, sonar Illuga Hjaltalín, bú- fræðings í Eyrarsveit, sonar Stefáns Hjaltalín, b. á Breiðfirði Vigfússon- ar Hjaltalín, b. á Vörðufelli á Skóg- arströnd Jónssonar Hjaltalín, pr. á Breiðabólstað Oddssonar, lrm. í Rauðará Jónssonar Hjaltalín, síð- asta ábúandans í Vík í Reykjavík. Móðir Lilju var Ingibjörg Finns- dóttir, Jóhannessonar, ættföð- ur Laxárdalsættar á Skógarströnd Jónssonar. Sesselja Sigurrós Geirmundsdóttir fyrrv. matráðskona á kvíabryggju Kristbjörn Hrólfur Gunnarsson vallarstjóri golfvallarins í þorlákshöfn Kristbjörn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Þorlákhöfn. Hann var í Grunn- skóla Þorlákshafnar, stundaði nám við Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi og lauk þaðan stúdentsprófi árið 2000 og stundar nú nám í við- skiptafræði. Kristbjörn vann við saltfiskverkun og í humri á unglingsárunum með skóla og hefur starfað við golfvöllinn í Þorlákshöfn sl. ellefu ár. Kristbjörn hefur átt hesta frá æskuárunum og er í hesta- mannafélaginu Háfeta. Fjölskylda Kona Kristbjörns er Anna Madelene Dalström, f. 23.5. 1985, húsmóðir. Börn Kristbjörns og Önnu Madelene eru Lúkas Sölvi, f. 22.11. 2006; Emilía Hanna, f. 15.7. 2008. Systkini Kristbjörns eru Krist- ín Svava Gunnarsdóttir, f. 1975, húsmóðir á Akranesi; Ölver Gunnarsson, f. 5.10. 1966, d. 3.2. 1981. Foreldrar Kristbjörns eru Valgerður Ölvirsdótt- ir, f. 1944, starfsmaður hjá Þormóði ramma í Þorláks- höfn, og Gunnar Hafsteinn Snorrason, f. 1941, starfs- maður Fiskmarkaðs Íslands í Þor- lákshöfn. 30 ára á föstudag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.