Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 40
Kjartan fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð 1974,
þá átján ára og var dúx úr áfangakerfi.
Hann lauk BA-prófi í íslensku frá Há-
skóla Íslands 1979, kandidatsprófi frá
sama skóla 1982, doktorsprófi frá Há-
skólanum í Lundi 1992 og stundaði
auk þess doktorsnám við University of
Maryland í Baltimore í Bandaríkjun-
um á árunum 1988-92.
Kjartan var langdvölum erlendis
við nám og margvíslegar rannsóknir.
Hann var skipaður prófessor í íslensku
við Háskólann í Osló 1992 og starfaði
þar til dauðadags. Hann var því búsett-
ur í Osló sl. átján ár. Þá gegndi hann
jafnframt hluta úr prófessorsstöðu við
Háskólann í Bergen frá 2008.
Kjartan var afkastamikill og mik-
ils metinn fræðimaður en eftir hann
liggja rit og fjöldi greina í innlendum
og erlendum fræðitímaritum. Hann
sinnti einkum rannsóknum á sviði ís-
lenskrar og norrænnar málfræði og
málsögu en þar fjallaði hann með-
al annars um þróun miðmyndar í ís-
lensku og norrænum málum (ekki síst
í doktorsritgerð sinni, The Icelandic
Middle Voice, 1992), um norsk mál-
áhrif í íslensku til forna og miðnorska
málþróun, um málbreytingar og mál-
heimildir og um sögu íslenskrar mál-
ræktar (Íslensk málhreinsun, Sögulegt
yfirlit, 1990).
Kjartan stýrði framhaldsnámi í
málvísindum og textafræði við Osló-
arháskóla á árunum 2000-2002 og
sinnti ýmsum alþjóðlegum rannsókn-
arverkefnum, svo sem FORSE – For-
skergruppe i samfunn og språkendr-
ing við Björgvinjarháskóla frá 2007, og
Linguistic Theory and Grammatical
Change við Center for Advanced Stu-
dy í Osló á árunum 2004-2005.
Kjartan sat í ritstjórn tímarits-
ins Collegium medievale 2002-2007.
Hann var í forsvari fyrir Heimskringlu-
rannsóknarverkefninu við Institutt for
lingvistiske og nordiske studier á árun-
um 1993-2000.
Kjartani voru veitt Ingerid Dal og
Ulrikke Greve Dal verðlaunin fyr-
ir rannsóknir sínar á indóevrópskum
tungumálum og sögu íslenskrar tungu.
Fjölskylda
Alsystkin Kjartans: Óttar Ottósson, f.
14.1. 1956, var kvæntur Sigþrúði Al-
bertsdóttur en þau skildu og er son-
ur þeirra Kjartan Þór, f. 13.6. 1988, en
önnur börn Óttars eru Kaare Stark, f.
18.5. 1986, og Samúel Hjalti, f. 18.7.
1996; Helga Ragnheiður Ottósdóttir,
f. 14.3. 1957, en eiginmaður hennar
er Stefán S. Guðjónsson og eru börn
þeirra Snorri, f. 7.12. 1981, Guðrún, f.
20.1. 1983, Ottó S. Michelsen, f. 29.4.
1986, og Ragnheiður Gyða, f. 20.11.
1990; Geirlaug Ottósdóttir, f. 16.9.
1964, en eiginmaður hennar er Grím-
ur Guðmundsson og eru börn þeirra
Bryndís Gyða, f. 5.6. 1991, Snæfríður,
f. 13.4. 1993, Guðmundur Ottó, f. 28.9.
2000, og Grímur Dagur, f. 2.10. 2002.
Hálfsystkini Kjartans, samfeðra:
Helga Ehlers Wolf, f. 5.1. 1945, búsett
í Köln en eiginmaður hennar er Rein-
hard Wolf og eru börn þeirra Helga
Ursula, f. 8.2. 1973, Reinhard Albert,
f. 10.10. 1974, Christiane Henriette,
f. 8.5. 1979, og Peter Andreas, f. 10.6.
1981; Theodór Kristinn Ottósson, f.
25.7. 1951, en kona hans er Árný Elías-
dóttir og eru synir þeirra Rúnar, f. 7.6.
1974, og Grétar Sveinn, f. 5.4. 1980.
Foreldrar Kjartans: Ottó A. Michel-
sen, f. á Sauðárkróki 10.6. 1920, d. 11.6.
2000, forstjóri IBM á Íslandi, og k.h.,
Gyða Jónsdóttir, f. á Sauðárkróki 4.8.
1924, heimilisiðnaðarkennari.
Ætt
Systkini Ottós: Karen Edith Michel-
sen, f. 2.8. 1910, d. 20.2. 1965, prjóna-
kona; Pála Elínborg Michelsen, f. 24.8.
1911, d. 19.6. 2005, prjónakona; Hulda
Ester Michelsen, f. 26.11. 1912, d. 29.8.
1985, ljósmyndari; Franch Michelsen,
f. 31.12. 1913, d. 7.6. 2009, úrsmíða-
meistari í Reykjavík; Rósa Kristín Mi-
chelsen, f. 5.3. 1915, d. 25.12. 1917;
Georg Bernharð Michelsen, f. 20.5.
1916, d. 3.11. 2001, bakarameistari;
Paul Valdimar Michelsen, f. 17.7. 1917,
d. 27.5. 1995, garðyrkjumaður; Aðal-
steinn G. Michelsen, f. 28.10. 1918, d.
9.12. 1994, bifvélameistari; Elsa María
Michelsen, f. 12.5. 1922, d. 6.2. 1976,
húsmóðir; Kristinn Pálmi Michelsen,
f. 5.3. 1926, d. 29.5. 2008, verslunar-
stjóri; Aage Valtýr Michelsen, f. 14.10.
1928, bifvélameistari og forstjóri.
Ottó var sonur Jörgens Frank Mi-
chelsen, f. í Horsens í Danmörku,
úrsmíðameistara og kaupmanns á
Sauðárkróki, sonar Jens Michelsen,
múrarameistara, og k.h., Karenar Mi-
chelsen.
Móðir Ottós var Guðrún, dóttir
Páls, b. á Draflastöðum í Eyjafirði Ól-
afssonar, b. á Gilsbakka Benjamíns-
sonar. Móðir Páls á Draflastöðum var
María Jónasdóttir, b. í Meðalheimi
Jónssonar. Móðir Guðrúnar var Krist-
ín Gunnlaugsdóttir, b. á Draflastöðum
Sigurðssonar, b. á Þormóðsstöðum
Jónassonar, b. í Syðri-Gerðum í Stóra-
dal Jónssonar, b. í Gerðum Einars-
sonar. Móðir Kristínar var María Sig-
urðardóttir. Móðir Jónasar var Helga
Tómasdóttir, b. að Hvassafelli Tóm-
assonar, ættföður Hvassafellsættar.
Bróðir Helgu var Jósef, langafi Kristj-
áns, afa Jónasar frá Hriflu. Jósef var
einnig langafi Jóhannesar, afa Jóhanns
Sigurjónssonar skálds og Jóhannesar,
afa Benedikts Árnasonar leikara, föður
Einars borgarfulltrúa. Systir Jóhanns
var Snjólaug, móðir Sigurjóns, fyrrv.
lögreglustjóra, og Ingibjargar, móður
Magnúsar Magnússonar hjá BBC, föð-
ur Sallýjar hjá BBC. Þá var Jósef langafi
Jóns, langafa Sigrúnar, móður Kristj-
áns Karlssonar skálds. Enn var svo Jós-
ef langafi Ingiríðar, langömmu Steins
Steinarr. Loks var Jósef langafi Finns
Jónssonar ráðherra, afa Hallgríms
Snorrasonar, fyrrv. hagstofustjóra.
Annar bróðir Helgu var Jónas, móð-
urafi Jónasar Hallgrímssonar. Jónas
var einnig langafi Kristínar, ömmu
Kristjáns og Birgis Thorlaciusar. Þá var
Jónas langafi Friðbjörns, afa Ólafs Jó-
hannessonar forsætisráðherra.
Systkini Gyðu: Stefán Jónsson, f.
16.10. 1913, d. 11.3. 1989, arkitekt; Jó-
hanna Margrét Jónsdóttir, f. 2.2. 1915,
d. 22.3. 1985, húsmóðir og saumakona
í Noregi og í Reykjavík; Þorbjörg Jóns-
dóttir, f. 2.1. 1917, d. 14.12. 2005, skóla-
stjóri Hjúkrunarkvennaskóla Íslands;
Sigurgeir Jónsson, f. 30.8. 1918, d. 25.1.
1996, gjaldkeri; Björn Jónsson, f. 21.5.
1920, lengst af héraðslæknir í Kanada;
Ragnheiður Lilja Jónsdóttir, f. 14.4.
1923, húsmóðir í Bandaríkjunum; Jó-
hannes Geir, f. 24.6. 1927, d. 29.6. 2003,
listmálari; Ólína Ragnheiður Jónsdótt-
ir, f. 7.10. 1929, húsmóðir; Geirlaugur
Jónsson, f. 29.3. 1932, bókbindari.
Gyða er dóttir Jóns, skólastjóra á
Sauðárkróki, bróður Haraldar leik-
ara, föður Jón arkitekts, föður Stefáns
yfirlæknis. Systir Jóns var Björg, hús-
freyja í Vigur, móðir Baldurs, hrepp-
stjóra í Vigur, Sigurðar, fyrrv. alþm.,
ritstjóra og sendiherra, Sigurlaug-
ar, fyrrv. alþm. og Þorbjargar, fyrrv.
skólastjóra Bjarnabarna. Jón var son-
ur Björns, hreppstjóra og dbrm. á
Veðramóti í Skagafirði Jónssonar, b. í
Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum,
bróður Jónasar á Gili, föður Mein-
grundar-Eyjólfs, langafa Jóns, föður
Eyjólfs Konráðs alþm. Dóttir Jónasar
og Gili var Sigurlaug, langamma Árna
Björnssonar, afa Jóns L. Árnasonar
stórmeistara. Móðir Björns hrepp-
stjóra var Guðríður, systir Steinunn-
ar, móður Jóns Árnasonar þjóðsagna-
safnara. Guðríður var dóttir Ólafs, b. á
Harastöðum Guðmundssonar, bróð-
ur Davíðs á Spákonufjalli, langafa
Davíðs Jónatanssonar, langafa Dav-
íðs Oddssonar Morgunblaðsritstjóra.
Móðir Jóns skólastjóra var Þorbjörg,
systir Stefáns skólameistara, föður
Valtýs ritstjóra, föður Helgu leikkonu
og Huldu, fyrrv. blaðamanns. Syst-
ir Valtýs var Hulda skólastjóri, móðir
Guðrúnar Jónsdóttur arktekts. Annar
bróðir Þorbjargar var Sigurður, pr. og
alþm. í Vigur, faðir Bjarna, hreppstjóra
þar, manns Bjargar. Þorbjörg var dótt-
ir Stefáns, b. á Heiði í Gönguskörðum
Stefánssonar og Guðrúnar Sigurð-
ardóttur, b. og skálds á Heiði Guð-
mundssonar.
Móðir Gyðu var Geirlaug, dótt-
ir Jóhannesar, b. á Jökli og í Villinga-
dal í Eyjafirði Randverssonar og Ólínu
Ragnheiðar Jónsdóttur, systur Jóns á
Vatnsenda, langafa Odds Helgason-
ar æviskrárritara. Geirlaug var fóstur-
dóttir Sigurgeirs Daníelssonar, hrepp-
stjóra á Sauðárkróki, og k.h., Jóhönnu
Margrétar Jónsdóttur.
Útför Kjartans fór fram frá Bú-
staðakirkju sl. þriðjudag.
andlát
Dr. Kjartan G. Ottósson
prófessor við Háskólann í osló
merkir íslendingar
Fæddur 14.1. 1956 - Dáinn 28.6. 2010
Útfararþjónust
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947
Útfararþjónusta
Davíðs ósvalDssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson - útfararstjóri
sími: 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson - útfararstjóri
sími: 892 8947
40 minning 9. júlí 2010 föstudagur
Henry Alexander
Hálfdánarson
framkvæmdastjóri svfí
f. 10.7. 1904, d. 8.11. 1972
Henry fæddist á Ísafirði og ólst þar
upp. Hann lauk fiskimannaprófi
á Ísafirði 1921 og loftskeytaprófi í
Reykjavík 1926. Henry kom víða við
á sínum starfsferli. Hann hóf sjó-
mennskuferil sinn á Ísafirði 1919 og
var á vestfirskum vélbátum um skeið,
var síðan í siglingum á íslenskum og
erlendum farskipum og búsettur í Se-
attle í Bandaríkjunum 1924-25 þar
sem hann stundaði síldveiðar og síld-
arverkun. Hann var loftskeytamaður
á íslenskum togurum 1926-39 og var
loftskeytamaður á strandferðaskip-
inu Súðinni 1939-44, en það varð fyrir
heiftarlegri vélbyssu- og sprengjuárás
þýskrar flugvélar 16.6. 1943. Henry
var í fríi er árásin var gerð en tveir
skipsfélagar hans fórust í árásinni.
Henry gerði mjög árangursríkar
og mikilvægar tilraunir með afllitl-
ar radíótalstöðvar sem hann smíð-
aði sjálfur fyrir svokallaða bátabylgju.
Tilraunir hans flýttu mjög fyrir út-
breiðslu þessara mikilvægu öryggis-
tækja.
Henry var framkvæmdastjóri
Slysavarnafélags Íslands frá 1944 og
til dauðadags 1972. Hann hafði for-
göngu um stofnun Sjómannadags-
ins, sat í stjórn Farmanna- og fiski-
mannasambands Íslands um árabil, í
stjórn Slysavarnadeildarinnar Ingólfs
og var formaður byggingarnefndar
DAS. Sonur Henrys er Haraldur, fyrrv.
hæstarréttardómari.
Anna
Bjarnadóttir
menntaskólakennari
f. 11.7. 1897, d. 9.12. 1991
Anna fæddist í Reykjavík, dóttir hins
virta fiskifræðings dr. Bjarna Sæ-
mundssonar sem rannsóknarskipið
heitir eftir, og k.h., Steinunnar Önnu
Mettu Sveinsdóttur. Anna var lík-
lega einn þekktasti tungumálakenn-
ari þjóðarinnar en hún hafði feikileg
áhrif með kennslubókum sínum í
ensku sem kenndar voru við gagn-
fræða- og framhaldsskóla landsins
um áratuga skeið.
Anna lauk stúdentsprófi í Reykja-
vík 1916, stundaði norrænunám
við Háskóla Íslands 1916-1919 og
lauk cand.phil.-prófi 1917, stund-
aði enskunám við Westhead Coll-
ege í London 1919-22 og nám við
Intermediate of Arts í latínu, ensku,
frönsku og dönsku 1920 og lauk BA
1922, sótti fyrirlestra í dönsku, ensku
og sænsku við Kaupmannahafnar-
háskóla 1923 og var við nám í Eng-
landi í boði British Council 1949.
Anna var kennari við MR 1916-
17, hélt Shakespeare-fyrirlestra við
Háskóla Íslands 1923-24, var kenn-
ari við MR 1923-31, við Flensborg-
arskólann1931-33, er hún flutti að
Reykholti í Borgarfirði þar sem hún
var síðan prestmaddama og kennari.
Eiginmaður Önnu var Einar Ingi-
mar Guðnason, prófastur í Reykholti
en meðal barna þeirra eru Bjarni,
fyrrv. aðstoðarforstjóri Byggðar-
stofnunar, og Guðmundur, fyrrv. for-
stjóri Skipaútgerðar ríkisins.