Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 41
föstudagur 9. júlí 2010 helgarblað 41
hermaðurinn og ég höfðum tek-ið okkur sæti á trjábol. Nokkrum augnablikum síðar kvað við skot-hvellur. Ungi hermaðurinn kastað-
ist aftur á bak. Hann hafði fengið skot í brjóst-
ið. Ég fleygði mér flötum á jörðina, nánast ær
af skelfingu. Fleiri urðu skotin ekki. Hermenn
þustu út en leyniskyttan var á bak og burt. Farið
var að skyggja og tilgangslaust að leita. Ég stóð
upp og hugaði að hermanninum, sem hafði lát-
ist samstundis. Hann hafði verið skotinn með
sprengikúlu og stórt, gapandi sár komið á bakið
ofanvert. Sjálfur ældi ég galli og görnum. Þessi
ungi maður var einn af meira en 58 þúsund
bandarískum hermönnum, sem létu lífið í þessu
skelfilega stríði. Um þessa skotárás var nánast
ekkert talað. Staðhæfingar um öryggi stöðvar-
innar voru rangar. Ég og hermaðurinn vorum í
samlitum skyrtum og sátum hið við hlið. Hvers
vegna varð hann fyrir skotinu en ekki ég? Hver
gætti mín?” segir Árni Gunnarsson, fyrrverandi
alþingismaður, sem í hlutverki fréttamanns
Ríkis útvarpsins fór til átakasvæða Víetnam síðla
hausts 1966.
Virkisborgin
Fréttamennirnir voru komnir til Camp Carrol,
skammt frá landamærunum á 17. breiddar-
gráðu í Suður-Víetnam, sem stundum var kall-
að vopnlausa eða hlutlausa beltið. Fjalllendi
var talsvert í nágrenni herstöðvarinnar og þótti
hún mjög þýðingarmikil, enda stóð hún við
mikilvægar þjóðbrautir og Norður-Víet nam
skammt undan. Í Camp Carrol voru öflugar
175 millimetra fallbyssur sem drógu langt inn
í óvinaríkið. Stjórnstöðin í þessari virkisborg
var neðanjarðar og á hæð skammt frá var skóg-
ur fjarskiptamastra sem voru vinsæl skotmörk
andstæðinganna. Svæðið í kringum stöðina
hafði verið sléttað og mest allur trjágróður fjar-
lægður. Líklega var jarðsprengjubelti umhverfis
hana. Harðar atlögur voru gerðar að þessu fall-
byssuhreiðri, en unnt var að miða og skjóta úr
fallbyssunum frá neðanjarðarstjórnstöð.
Á fundi með herforingjum í Camp Carrol,
var fréttamönnum tjáð að hersveitir Suður-Víet-
nam stjórnarinnar og Bandaríkjamenn hefðu
yfirhöndina á þessu svæði þar sem barist var við
Norður-Víetnama og skæruliðasveitir Víetkong.
„Við vorum fullir efasemda um sannleiksgildi
þessa. Eftir ferðir okkar um hið stríðshrjáða land,
blasti við annar veruleiki en stjórnendur stríðs-
ins héldu fram. Haustið 1966 var til dæmis orð-
ið ljóst að Bandaríkjamenn og herlið þeirra áttu
ekki í tré við herlið Norður-Víetnam og skæru-
liðasveitir Víetkong. Sókn norðanmanna var
orðin öflugri en áður og því var ekki heldur leynt
lengur af hálfu Bandaríkjamanna að herlið úr
norðrinu væri komið yfir landamærin til Suður-
Víetnam, eins og lengi hafði þó verið þrætt fyr-
ir. Hins vegar var reynt að spyrna við fótum og
reynt eftir föngum að bregða upp þeirri mynd af
stríðinu, sem bætt gæti vígstöðuna áróðurslega.
Hvort það tókst veit ég ekki. Hitt var þó ljóst, að
oft var mikill munur á þeim upplýsingum, sem
herstjórnin gaf út frá degi til dags, til dæmis um
mannfall og stöðuna á vígvellinum, og þeim
upplýsingum, sem fréttamenn gátu aflað með
nærveru sinni og frásögnum heimildarmanna.“
Ferð á eigin ábyrgð
Ferð Árna til Víetnam var óvænt. Um mitt haust
1966 fór hann í kynnisferð um Bandaríkin, ásamt
blaða- og fréttamönnum frá átján Evrópulönd-
um og einum frá Kanada. Þessi ferð var að form-
inu til í boði Hvíta hússins í Washington D.C.,
en síðar kom í ljós að leyniþjónustan CIA hafði
skipulagt hana. Á 30 dögum var farið til tólf ríkja
Bandaríkjanna.
[...] Undir lok ferðarinnar um Bandaríkin var
fréttamönnunum skýrt frá því, að meira gæti
hangið á spýtunni. Þeim stæði til boða, að fara
austur til Víetnam, en á þessum tíma hafði þung-
inn í stríðsátökum þar vaxið til mikilla muna.
„Nokkrir af ferðafélögunum mínum þekkt-
ust strax þetta boð og sjálfur var ég mjög áfram
um að komast til Víetnam, enda ungur og kapp-
samur í fréttamennskunni. Ég hringdi heim til
Íslands og talaði við fréttastjóra minn á Ríkisút-
varpinu, Jón Magnússon, þann mikla heiðurs-
mann, og sagði honum hvers kyns var. Það var
ekki auðvelt fyrir Jón að taka ákvörðun um hvort
ég færi eða ekki, en hann sagði að ef ég færi yrði
það að vera á mína eigin ábyrgð. Fjölskyldan var
óneitanlega ósátt við þá ákvörðun mína að fara
til Víetnam. Gestgjafar okkar, hverjir sem það nú
voru, gerðu það að skilyrði að ég yrði tryggður í
bak og fyrir og þar stóð hnífurinn í kúnni. Fyrst í
stað vildi enginn tryggja íslenskan fréttamann á
ferð um þennan fjarlæga vígvöll. Einhvern veg-
inn leystist málið á endanum, þótt enn viti ég
varla hvernig. Og mér var ekkert að vanbúnaði
að leggja af stað.“
gúmmípokar með rennilás
Fréttamennirnir flugu með farþegavél frá New
York yfir Atlantshafið til Lundúna, þaðan sem var
haldið til Beirút í Líbanon og áfram til Bangkok á
Taílandi með millilendingu í Kalkútta á Indlandi.
„Til höfuðborgar Suður-Víetnam, Saigon, kom-
um við frá Bangkok. Síðasti leggur ferðarinn-
ar var tiltölulega fljótfarinn, en þegar til Saigon
kom, sem nú heitir Ho Chi Minh-borg, varð flug-
vélin að halda sig í umferðarhring hátt yfir vell-
inum í talsverðan tíma og sæta lagi til lendingar.
Átök höfðu orðið í nágrenni vallarins og öryggið
ekki uppá það besta,“ segir Árni.
Þegar komið var í flugstöðina í Saigon þurftu
allir að afhenda vegabréf sín og var gert að ferð-
ast á sérstökum vegabréfum, sem herstjórn Suð-
ur-Víetnam gaf út. „Um leið og við komum út úr
flugvélinni í Saigon var sem við gengjum beint
inn í gufubað. Þarna var molluhiti og loftið svo
rakt að svitinn lak af öllum og fötin urðu fljótlega
rennblaut. Eitt hið fyrst sem við veittum athygli á
flugvellinum í Saigon var hvar verið var að bera
langa gúmmípoka, mig minnir dökkbláa með
rennilás, um borð í herflutningavél. Svona poka
áttum við eftir að sjá oftar í ferðinni, og vissum
sem var, að þarna var verið að flytja lík hermanna
sem látist höfðu á vígvellinum. Um slíkt var þó
ekki mikið talað, frekar en svo margt annað,
enda varð mér fljótlega ljóst í þessari ferð minni
um Víetnam að fréttaflutningur af stríðinu var
oftar en ekki í ósamræmi við raunveruleikann.
Margir herforingjar Bandaríkjamanna voru á
þessum tíma farnir að gera sér ljóst, að sigur yrði
vart unninn í þessari styrjöld, nema með róttæk-
um aðgerðum. Á æðstu stöðum var um það rætt
að beita kjarnorkuvopnum og þá helst að varpa
þeim á Hanoi, höfuðborg Norður-Víetnam. Þess-
ar hugmyndir voru þó slegnar út af borðinu.”
ringulreið í borgríki
[...] Árni Gunnarsson segir það hafa valdið sér
undarlegri og óttablandinni tilfinningu að ganga
um götur Saigon, þótt stríðsátökin í landinu
hefðu ekki náð inn í borgina fyrr en í stríðslok
vorið 1975. Hins vegar voru skot- og sprengju-
árásir Víetkongmanna daglegt brauð og ollu
mikilli skelfingu meðal borgarbúa, sem sjaldnast
vissu, frekar en Bandaríkjamenn, hver var félagi í
Víetkong og hver ekki.
„Saigon var einskonar borgríki þar sem öllu
ægði saman og ringulreiðin var mikil. Þá voru
margskonar skærur hluti af borgarlífinu. Víet-
kongarar voru snarir í snúningum þegar þeir
komu á mótorhjólum, til dæmis upp að veit-
ingastöðum, vörpuðu inn handsprengjum og
létu sig síðan hverfa áður en nokkur gat brugð-
ist við. Leyniskyttur þeirra gerðu líka mikinn
usla. Þannig tókst þeim að vinna verulegt tjón
og skapa upplausn og öryggisleysi. Í borgarum-
ferðinni ægði saman hertrukkum, leigubílum,
venjulegum fólksbílum og urmul af reiðhjólum
og litlum skellinöðrum. Annars voru bandarísk
áhrif áberandi. Götusalar voru á öllum gang-
stéttum, með varning sem augljóslega var að
hluta fenginn úr vörugeymslum Bandaríkja-
manna. Vændiskonur voru á flestum börum og
veitingahúsum. Við fréttamennirnir fengum inni
á hóteli í miðborginni í næsta látlausum her-
bergjum. Í mínu herbergi var gamalt gormarúm,
stóll, fatasnagi og borð með Nýja testament-
inu í skúffu. Við nutum einnig þjónustu nokk-
urra salamandra, sem skriðu um veggi og loft
og héldu flugnagerinu í skefjum. Það sem setti
umtalsverðan svip á lífið í Saigon, og gerði stríð-
ið í Víetnam frábrugðið flestum öðrum styrjöld-
um, var að flestir bandarísku hermennirnir, sem
höfðu verið sendir til landsins, vissu tæpast hvar
þeir voru staddir á hnettinum né hver hinn raun-
verulegi óvinur var. Oft voru þetta unglingar rétt
um tvítugt, sem kvöddu tiltölulega öruggt sam-
félag þar sem vitneskja þeirra um heiminn náði
vart út fyrir heimaborg og ríki,“ segir Árni sem
tekur undir það sjónarmið, sem oft hefur verið
haldið fram, að í Víetnamastríðinu hafi hluta af
heilli kynslóð bandarískra ungmenna verið fórn-
að. [...]
Fólk og fréttir - fjölmiðlamenn og málin sem
mörkuðu skil, bls. 49-56.
árni gunnarsson fór um átakasvæði í hinu stríðs-
hrjáða Suður-Víetnam, eins og það hét þá, haustið
1966 og segir þá för hafa haft mikil áhrif á sig. Frásögn
Árna er úr bókinni Fólk og fréttir - fjölmiðlamenn og
málin sem mörkuðu skil eftir Sigurð Boga Sævarsson
sem kom út nýverið og er hér birt með leyfi höfundar.
Á vígaslóðí Víetnam
árni í nam Af gestrisni bauð fjallafólk
fréttamönnunum í samkomuhús sitt;
stráþak sem stóð á nokkrum súlum.
Boðið var upp á hrísgrjónavín sem
sogið var með bambusstöng úr stóru
leirkeri. mynD úr einkasaFni ág
árni gunnarsson Var einungis tuttugu og sex ára
þegar hann fór til Víetnam í miðju stríðinu. Árni var
fréttamaður á Ríkisútvarpinu 1965-´76 og Alþingis-
maður fyrir Alþýðuflokkinn 1978-´83 og 1987-´91.