Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Page 46
NafN og aldur? „Silja Úlfarsdóttir, 29 ára.“ atviNNa? „Íþróttafréttamaður og einkaþjálfari.“ Hjúskaparstaða? „Gift Vigni Grétari Stefánssyni í 9 ár.“ fjöldi barNa? „Á einn lítinn gullmola, hann heitir Sindri Dan, er 1 árs.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, Halla hamstur þegar ég var 6 ára.“ Hvaða tóNleika fórst þú á síðast? „Madonnu, mig hafði dreymt um að fara á tónleika með henni frá því ég var 11 ára!“ Hefur þú komist í kast við lögiN? „Haha, já, reyndar , en ekki nýlega.“ Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju? „Adidas-dúnúlpan mín, er mikil kuldaskræfa og kæmist ekki af án hennar.“ Hefur þú farið í megruN? „Já, en ég vil frekar kalla það að breyta um lífsstíl … er einmitt í miðjum lífsstílsbreytingum núna.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmæl- um? „Neibbs.“ trúir þú á framHaldslíf? „Já – finnst gott að trúa á það.“ Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Hahaha, Sex in the Kitchen með R. Kelly.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Rihanna kveikir svoldið í mér – nýi diskurinn henn- ar er svolítið sexí. En þegar ég er að komast í æfinga- fíling þá er Loose yourself með Eminem málið, þá fer hjartað að slá örar. Hlustaði mikið á það þegar ég var að keppa og undirbúa mig fyrir hlaup.“ til Hvers Hlakkar þú NúNa? „Að gera eitthvað skemmtilegt með strákunum mín- um í sumar.“ Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur? „Die Hard, John McClane er minn maður.“ afrek vikuNNar? „Var dugleg að æfa, hljóp meðal annars intervöl upp á hlaupabraut!“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Já, hef gaman af svoleiðis, margt af því hefur líka ræst.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Get ekki sagt það, en ég lærði á píanó einu sinni.“ viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið? „Ég hef ekki kynnt mér það nógu vel.“ Hvað er mikilvægast í lífiNu? „Fjölskyldan.“ Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja Hella fullaN og fara á trúNó með? „Jón Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur.“ Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja Hitta og af Hverju? „Ég væri alveg til að hitta Opruh Winfrey og spjalla um allt og ekkert.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, þegar ég var í 5. bekk – um kú.“ Nýlegt prakkarastrik? „Vá, held ég hafi ekki gert neitt nýlega, nú verð ég að gera prakkarstrik um helgina.“ Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest? „Vá, held engum, væri til að vita hvort einhverjum gæti dottið einhver í hug.“ ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika? „Já, ég get sofnað hvar og hvenær sem er!“ á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi? „Ég get ekki sagt að ég hafi skoðun á því.“ Hver er uppáHaldsstaðuriNN þiNN? „Mér líður alltaf rosalega vel þegar ég er ein á æfingu uppi á hlaupabraut, Kaplakrika.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður eN þú ferð að sofa? „Ég legg kapal í símanum mínum og get ekki hætt fyrr en hann gengur upp.“ Hver er leið íslaNds út úr kreppuNNi? „Sanngirni.“ Silju Úlfarsdóttur, spretthlaupara og íþróttafréttakonu á Stöð 2, líður best þegar hún er ein á hlaupaæfingu í Kaplakrika. Silja fór nýlega á Madonnu-tónleika en hana hafði dreymt um að komast á tónleika með söngkonunni síðan hún var 11 ára. riHaNNa kveikir í mér 46 hin hliðin 9. júlí 2010 föstudagur www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - Auðvitað máttu borga meira. Þó það nú væri! En þá verðurðu bara að fara annað. Ferð á Kársnesið borgar sig! www.kvikkfix.issko ðaðu! Vesturvör 30c Sími 575-1500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.