Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 48
48 útlit umsjón: viktóría hermannsdóttir viktoria@dv.is 9. júlí 2010 föstudagur
katrín Þóra Bragadóttir eða katrín Braga hefur vakið athygli fyrir frumlegar ljós-
myndir sem hún tekur allar á gamla filmuvél pabba síns. Katrín er aðeins 17 ára göm-
ul og ekki er langt síðan hún fékk ljósmyndabakteríuna.
RómantískaR
flott/ljótar myndir
Þetta byrjaði þannig að ég fann gömlu vélina hans pabba síð-asta sumar, svona gamla filmu-
vél sem ég var búin að steingleyma
að hann ætti. Pabbi kenndi mér á
hana, ég vissi ekki einu sinni að það
þyrfti að kaupa filmu í hana eða neitt
þannig,“ segir Katrín og bætir við:
„Þannig byrjaði þetta og síðan þá
er ég bara búin að vera að fikra mig
áfram.“
með mikinn áhuga á tísku
Tískuljósmyndun heillar Katrínu
og hana langar að starfa við þann
bransa í framtíðinni. „Ég er með
miklu meiri áhuga á tískuljósmynd-
un heldur en til dæmis náttúrulífs-
ljósmyndum eða eitthverju þannig.
Það heillar mig einhvern veginn
miklu meira þegar það er tíska með.
Mér finnst það áhugaverðara þegar
módelin eru í geðveikum fötum. Ég
er með mjög mikinn áhuga á tísku og
langar að vinna við í tískubransan-
um í framtíðinni.“
Gott samstarf
Katrín hefur tekið margar mynd-
ir af vinkonu sinni Brynju Jónbjarn-
ardóttur en hún hefur gert það gott
sem fyrirsæta undanfarið. „Við
Brynja erum mjög nánar vinkon-
ur og höfum verið að vinna mik-
ið saman. Þetta byrjaði þannig að
ég spurði hvort ég mætti ekki taka
myndir af henni og hún var til í það.
Henni finnst gaman að módelast og
mér finnst gaman að taka myndir.“
Samstarf þeirra hefur vakið mikla at-
hygli og myndir Katrínar af Brynju
hafa hjálpað henni að komast áfram
í fyrirsætubransanum. „Við sett-
um myndirnar sem við tókum inn á
lookbook.nu og nú er hún framan á
síðunni,“ segir Katrín sem segist hafa
áttað sig á því þegar myndin komst á
forsíðuna að ljósmyndun væri eitt-
hvað sem hana langaði að starfa við.
„Þá einhvern veginn fattaði ég að
kannski gæti ég gert þetta í framtíð-
inni,“ segir Katrín.
rómantískar myndir
Katrín lýsir ljósmyndastíl sínum sem
flott/ljótum. „Ég nota alltaf filmu og
það er dálítil oflýsing á myndunum
og ég er ekkert að fikta með hana.
Myndirnar eru frekar rómantísk-
ar, mikið af pastel litum,“ segir Katr-
ín sem er ekki hrifin af því að vinna
myndirnar of mikið – hún vill frekar
hafa þær hráar. „Sumir vinna mynd-
irnar svo mikið og eru svo stafrænir,
ég fíla það ekki. Ég vil hafa þetta nátt-
úrulegt og ekki of stafrænt eitthvað.“
Ljósmyndir Katrínar eru allar teknar
á filmu. „Ég stefni samt á að kaupa
mér stafræna vél í september. Ég hef
samt alltaf verið hrifnari af filmuvél-
um en það er bara svo dýrt að vera
alltaf að taka á filmu. Þá get ég líka
séð myndirnar sem ég tek,“ segir
hún. Katrín segist sækja innblástur
til erlendra ljósmyndara. „Mér finnst
til dæmis Allison Scapulla taka mjög
skemmtilegar myndir. Hún tekur
einstaklega flottar myndir sem eru
eins og klipptar út úr draumi og hún
framkallar allt sjálf,“ segir Katrín. Ís-
lenskir ljósmyndarar höfða ekki jafn
mikið til hennar en þó finnst henni
nokkrir standa upp úr. „Saga Sig er
til dæmis að gera frábæra hluti. Hún
er einn besti ljósmyndari á Íslandi að
mínu mati og svo finnst mér líka flott
það sem Jói Kjartans er að gera.“
mikið af verkefnum
Katrín hefur fengið talsvert af verk-
efnum þrátt fyrir nokkuð stuttan fer-
il. „Ég hef tekið myndir meðal annars
fyrir Nýtt Líf. Síðan var ég að vinna í
Nostalgíu og tók myndir fyrir þær
og svo hef ég líka tekið fyrir Rokk og
Rósir. Ég tók líka nýlega myndir af
Fabúlu söngkonu fyrir tónleikaferð
sem hún er að fara í um landið. Síð-
an hafa bara alls konar aðilar haft
samband við mig. Mynd eftir mig var
meðal annars í nýsjálensku tímariti
um daginn,“ segir hún. Mest hefur
Katrín þó verið að taka myndir sjálf
og þá oft af vinkonum sínum sem
eru fyrirsætur. „Það hefur fólk verið
að biðja mig um að taka myndir en
ég þori ekkert að rukka þau nema
bara fyrir kostnaðinum á filmum
og svona. Ég hef ekkert viljað vera
að rukka, ég er svo ung og er ekkert
komin svo langt. Það er bara mjög
gaman að gera svona alls konar verk-
efni og líka lærdómsríkt,“ segir Katr-
ín hlédræg. „Mér finnst þetta bara
gaman og svo kynnist maður fullt af
fólki sem er að gera það sama og ég.“
Ætla að læra ljósmyndun
Framtíðin er björt hjá þessum hæfi-
leikaríka ljósmyndara en að eigin
sögn langar hana að læra ljósmynd-
un í náinni framtíð. „Það er planið að
fara í skóla og læra þetta betur. Helst
tískuljósmyndun en líka bara al-
menna ljósmyndun. Mig langar líka
að læra líka bara að framkalla þetta
sjálf. Það er draumurinn að kunna
þetta.“
Fyrsta ljósmyndasýningin
Katrín er að fara að sýna á sinni
fyrstu ljósmyndasýningu ásamt fleiri
ljósmyndurum. „Sýningin er í Mol-
anum í Kópavogi og hefst á föstudag-
inn (í dag) klukkan átta. Þetta er á
vegum skapandi sumarstarfs í Kópa-
vogi. Þau höfðu samband við mig og
báðu mig að vera með. Ég verð með
nokkrar myndir til sýnis. Við erum
nokkrar saman og ég held þetta verði
bara mjög skemmtilegt,“ segir Katrín
að lokum. viktoria@dv.is
Síð pils eru mjög móðins um
þessar mundir. Síðir kjólar hafa
verið heitir í sumar og nú fylgja
síðu pilsin fast á eftir. Búast má
við að þetta verði eitt heitasta
„trendið“ í haust. Í sumar verða
pilsin á glaðlegri nótum, mynstr-
uð eða í ljósum pastellitum eða
dökkum litum. Í haust verða
pilsin aðallega í dökkum litum
og þá kemur svarti liturinn hvað
sterkastur inn. Alls konar snið
eru leyfileg, bæði alveg síð og víð
og líka þrengri sem ná niður á
ökkla. Pilsin halda á manni hita
og eru ágætis tilbeyting frá stutt-
pilsatískunni sem hefur ráðið
ríkjum undanfarin ár.
viktoria@dv.is
Tískubloggið
killakali.tumblr.com
Söngkonan Svala Björgvins
skrifar frá borg Englanna, Los
Angeles, skemmtilegar færslur
um tísku og ýmislegt annað sem
henni dettur í hug. Fallegar
myndir og skemmtilegt blogg.
síð pils
sóley kristjánsdóttir
Hvað er nauðsynlegt í fataskápinn
í sumar?
Sumarkjólar eru bráð nauðsyn.
d
v
m
yn
d
B
ry
n
ja
r
sn
Æ
r
Tískudrósin
sítt pils frá Asos
mary kate Olsen klæðist
oft síðum pilsum sítt pils frá Asos
taylor momsen í síðu pilsi
Myndlistarmaður
hannar ilmvötn
í SPARK design space á Klapparstíg
33 er um þessar mundir sýningin
Eau De Parfum. Á sýningunni eru
ilmvötn unnin af myndlistarkon-
unni Andreu Maack sem hún vann í
samstarfi við franska ilmvatnsgerð-
arfyrirtækið apf arômes & parfums.
Ilmurinn á uppruna sinn að rekja
til myndlistaverka Andreu og hefur
verið hluti af innsetningum henn-
ar síðastliðin tvö ár. Ilmvötnin þrjú
sem sýnd eru bera nöfnin SMART,
CRAFT OG SHARP. Andrea hann-
aði umgjörð og útlit vörunnar í
samvinnu við innanhúsarkitekt-
inn Ingibjörgu Agnesi Jónsdóttur
og fatahönnuðinn Katrínu Maríu
Káradóttur. Ilmvötnin verða til sölu
meðan á sýningunni stendur. Sýn-
ingin stendur til 31.ágúst.