Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Qupperneq 53
föstudagur 9. júlí 2010 53 að dúsa á bekknum. Hann vonast þó til að fá að spreyta sig í Jóhannesar- borg á sunnudaginn. „Það hefur ekki verið auðvelt að sitja á bekknum. Það er frekar pirr- andi að sitja þar á meðan leikurinn er í gangi. Ég verð samt bara að vera þolinmóður og reyna að hjálpa lið- inu þegar ég fæ tækifæri. Það verð- ur virkilega skemmtilegt fyrir mig að fá tækifæri gegn Spáni. Hluti af mér er spænskur og ég er mjög stoltur af því. Móðir mín er spænsk og þá spila ég auðvitað fyrir Real Madrid. Mitt land er samt auðvitað Holland og sama hvort ég er á bekknum eða ekki er ég alltaf stoltur þegar ég fæ kallið í landsliðið,“ segir Rafael van der Va- art. Erfitt að eiga við goðsagnir Oft er sagt að hollenska landsliðið sem tapaði í úrslitum í Þýskalandi árið 1974 sé besta liðið sem vann aldrei HM. Undir dyggri forystu goð- sagna á borð við Johan Cruyff og Jo- han Neeskens spilaði Holland fal- legasta fótbolta í heimi en vann enga titla. „Það er svolítið erfitt fyrir okk- ur að berjast við Cruyff-kynslóðina,“ segir Robin van Persie, framherji Arsenal og hollenska landsliðsins. „Ég veit að fólk er alltaf að tala um þessi gömlu lið en það eina sem ég veit er að liðið okkar býr yfir ótrú- lega miklum og góðum anda. Ef þið mynduð elta okkur með myndavél á hótelinu mynduð þið sjá okkur spila borðtennis og segja brandara. Það eru bara allir að spila á spil og tala saman sem er mikilvægt ef maður ætlar sér einhverja hluti. Þegar maður er með hóp af leikmönnum þar sem helmingurinn talar ekki hver við ann- an og engum líkar við næsta mann mun manni ekkert ganga. Þannig er það ekki hjá okkur og því hef ég góða tilfinningu fyrir úrslitaleiknum,“ segir Persie en dragbítur hollenska lands- liðsins hefur ávallt verið hversu mikil óeining er innan hópsins. Það virðist ekki vera á þessu móti. Varla hægt að vinna Spán Eins marks sigur Spánar á Þýska- landi í undanúrslitum gáfu vart rétta mynd af leiknum. Yfirburðir Evrópu- meistaranna voru slíkir að Þjóðverjar fóru varla yfir miðju á löngum köfl- um í leiknum og stundum fengu þeir ekki einu sinni að koma við boltann. Joachim Löw, þjálfari Þýskalands, telur Spánverja mun sigurstranglegri á sunnudaginn því það sé varla hægt að vinna þá. „Fyrir tveimur árum vann Spánn Evrópumótið mjög sannfærandi og liðið hefur lítið breyst síðan þá. Spánn spilar frábæran fótbolta, svo auðveldan en fallegan, og ég er viss um að Spánverjir vinna titilinn. Spánn hefur spilað vel í öllum leikj- unum sínum til þessa og þeir geta svo sannarlega unnið alla,“ segir Löw og bætir við: „Síðustu tvö til þrjú árin hefur Spánn verið með besta lið heims. Sendingarnar þeirra eru frá- bærar. Við gátum ekki spilað gegn þeim eins og við gerðum gegn öðr- um liðum, þeir eru bara of góðir,“ segir Joachim Löw. n Mörkin David Villa - 5 Wesley Sneijder - 5 n Stoðsendingarnar Dirk Kuyt - 3 Xavi - 2 n Skotin David Villa - 26 (16 á markið) Wesley Sneijder - 22 (10 á markið. 5 mörk) n Sendingarnar Xavi - 570 (464 heppnaðar 81%) Mark van Bommel - 540 (339 heppnaðar 78%) n Hlaupin Xavi - 65.22 KM (30,05 með bolta - 20,60 án bolta) Dirk Kuyt - 59.97 KM (24,67 með bolta - 20,15 án bolta) n Varnarvinnan Xabi Alonso - 8 tæklingar (5 unnu boltann), 2 sinnum hreinsað frá, 5 sinnum unnið boltann Joris Mathijsen - 7 tæklingar (4 unnu boltann), 11 sinnum hreinsað frá, 8 sinnum unnið boltann tölfræðin: WESlEy SnEijdEr - Holland daVid Villa - Spánn Leikir: 6 Leikir: 6 Mínútur spilaðar: 532 Mínútur spilaðar: 529 Mörk: 5 Mörk: 5 Skot: 22 Skot: 26 Á markið: 10 Á markið: 16 Brotið af sér: 13 Brotið af sér: 2 Gul spjöld: 1 Gul spjöld: 0 Sendingar: 325 Sendingar: 219 Sendingar heppnaðar: 230 Sendingar heppnaðar: 148 Hættulegustu mennirnir loksins sigur? Holland hefur tvisvar leikið til úrslita en aldrei unnið. Mynd rEutErS Nýir meistarar krýNdir Nýjar íslenskar barnabækur - í hverjum mánuði - Þú getur gerst áskrifandi á www.nonnasogur.is eða í síma 661-7080. Allar nánari upplýsingar um sögurnar á www.nonnasogur.is Áskriftartilboð Þrjár fyrstu Nonnasögurnar, litabók, verðlaunaspjöld og teikniblokk 2.490kr. Nonnasögur eru nýjar íslenskar sögur um venjulegan strák, hann Nonna, sem er 4ra ára og býr í Reykjavík. Sögurnar eru um hans daglega líf og ævintýrin sem hann lendir í með fjölskyldu sinni. Höfundurinn, Helga Jóhanna Úlfarsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur, nýtir menntun sína og reynslu við skrif bókanna. Mikil áhersla er á textann og að börnin læri af bókunum. Málfar bókanna er einfalt til að börnin nái dýpri skilningi. Sögupersónur eru látnar setja sig í spor annarra í von um að efla samkennd hjá lesendum. Sölustaðir: Eymundsson, Office 1, A4, Hagkaup, Olís, Bókabúðin Iða, Bóksala stúdenta, Bókabúðin Hamraborg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.