Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Blaðsíða 54
54 úttekt 9. júlí 2010 föstudagur Oftar en ekki ná knattspyrnumenn að krækja sér í fallegar eiginkonur. Þessar átta hér að neðan eru alla- vega gullfallegar og allar eiga þær fótboltamenn sem kærasta eða eiginmenn. Vel kVæntir knattspyrnumenn Irina Shayk – kærasta Cristianos Ronaldo Þessi rússneska fyrirsæ ta fékk heldur betur óvæntar fr éttir um daginn. Hún var búin að la nda ein- um heitasta folanum í he iminum, Cristiano Ronaldo, og b eið eftir því að hann lyki keppni á HM svo þau gætu skellt sér á strön dina. En þá kom sprengjan. Hún er orðin stjúpmamma því Ronaldo lét stað- göngumóður fæða fyrir sig barn og er orðinn faðir. Hvað það gerir fyr- ir samband þeirra mun væntanlega koma í ljós í sumar. Alena Seredova – eigin-kona Gianluigis BuffonAlena er 32 ára tékkneskt ofurmódel sem keppti í Ungfrú heimi árið 1998. Hún fékk vinnu á Ítalíu og kynntist þar markverð-inum myndarlega Gianlugi Buffon. Þau hjónin eiga tvo syni, fædda 2007 og 2009, en Alena á fatalínuna Baci e Abbracci  með fyrrverandi samherja Buffon í landsliðinu, Christian Vieri. Sarah Bradner – kærasta Bastians Schweinsteiger Þýski miðjumaðurinn hefur verið ein n besti leikmaður HM til þessa. Hann er kannski ekki sá allra, allra myndarle g- asti í bransanum en þegar þú ert þýsku r landsliðsmaður og spilar með FC Bayer n þá geturðu nælt þér í svona konur. Sara h og Bastian þykja mjög ánægð sama n enda hafa þau verið par síðan árið 2004 . Toni Poole – eiginkona Johns Terry Þrátt fyrir framhjáhald og annað ves en stendur Toni Poole með sínum manni og var hún mætt á HM að styðja England og auðvitað Terry. Þau hjónin eiga tvö börn saman en það stoppaði Terry ekk ert í því að halda grimmt fram hjá konunni eins og vel v ar greint frá fyrr á árinu. Toni jafnaði sig þó fljótt á því og heldur tryggð við framhjáhaldarann, John Terry. Amaia Salamanca – kærasta Sergios Ramos Amaia er leikkona sem er hvað bes t þekkt fyrir hlutver k sitt í katalónska þættinum Sin Teta s No Hay Paraíso . Hún er fædd árið 1 986 og hefur starfað við sjónvarp í mörg ár. Auk þess að leik a er Amaia dugleg að sitja fyrir. Sara Carbonero – kærasta Ikers Casillas Þessi spænska fréttakona er kærasta Ikers Casillas, markvarð- ar spænska landsliðsins. Þau kynntust í Álfukeppninni fyrir ári og hafa verið eitt heitasta par Spánar síðan þá. Söru var kennt um tapið gegn Sviss í fyrstu umferð riðlakeppninnar þar sem sagt var að hún hefði of mikil áhrif á spænska liðið og þá sér- staklega Casillas. Það fer ekki vel í Spánverja þegar hún þarf að taka ástmann sinn í viðtöl eftir leiki. Caroline Celico – eiginkona Kakás Caroline er góða ste lpan sem landaði gullmolanu m. Kaká og Caroline hafa ve rið par frá því voru mjög ung en Kaká er auðvitað strangt rúaður og stendur því ekki í einhverju kvennastússi. Þett a dísæta par gifti sig árið 200 5 og eign- aðist sitt fyrsta barn , son, árið 2008. Sylvia van der Vaart – eigin- kona Rafaels van der Vaart Sylvia var kjörin fallegasta eiginkonan á Evrópumótinu fyrir tveimur árum og skyldi engan undra. Hún er fyrrverandi fyrirsæta og fegurðardrottning. Í dag er hún leikari og sjónvarpskona. Hún hefur verið dómari í þættinum Das Supertalent sem er svar Þjóð- verja við Britain‘s got talent. Þann 17. apr- íl leysti hún Ninu Eichinger af sem dómari í úrslitaþætti Idolsins því Nina var föst í Los Angeles vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.