Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2010, Side 62
62 fólk 9. júlí 2010 föstudagur Facebook-vinir þokkagyðjunnar og leikkonunnar Höllu Vilhjálms hafa eflaust tekið eftir því að stúlkan er búin að trúlofa sig, í það minnsta ef eitthvað er að marka Facebook-síðu hennar. Hún og ungur breskur maður að nafni Brandon Houghton eru skráð sem trúlofuð á vefnum. Samkvæmt heimildum DV er Halla þó ekki gengin út heldur er um létt vinagrín þeirra á milli að ræða. Halla er því á laflausu, eflaust mörgum íslenskum karl- mönnum til mikillar gleði. „Þessi félagsskapur varð til fyrir al- gjöra tilviljun. Ég og Ellý Ármanns, sem er svo ofvirk og hress, hitt- umst einn mánudagsmorgun fyrir vinnu í einn kaffibolla og fyrir til- viljun gengur Elín Arnar ritstjóri Vikunnar inn á kaffihúsið,“ seg- ir Þorbjörg Marinósdóttir blaða- og sjónvarpskona en þær þrjár ákváðu að hópa konum í fjölmiðl- um saman einu sinni í viku í kaffi- bolla. „Fyrsta morguninn mættum við og Kolbrún Pálína ritstjóri Nýs Lífs og Marta María Jónasdóttir og við ætlum að hittast alla mánu- dagsmorgna svo vikan byrji frá- bærlega. Þessir hittingar eiga ekki að snúast um samkeppni heldur viljum við geta stutt hverja aðra. Við erum allar í fjölmiðlum og því allar inni í sömu málunum en með ólíkar pælingar og því er dásamlegt að geta leitað hver til annarrar. Við erum líka svo ólíkar, Kolla veit til dæmis allt um tísku, Marta María er náttúrulega fabúlus, Ellý ótrú- leg með spilin sín og ég á að vita allt um karlamálin þótt ég sé eina konan í hópnum sem ekki á mann,“ segir Tobba hlæjandi. Aðspurð segir hún nafn á félags- skapinn óráðið. „Kannski bara „the breakfast club“. Nei, við þurfum ekkert nafn, þetta er allt svo óform- legt. Við ætlum bara að mæta í einn rótsterkan kaffibolla í byrjun vikunnar og það verður æðislegt með þessum drottningum. Þær eru líka búnar að vera miklu leng- ur en ég í þessum bransa og því er algjört gull fyrir mig að geta leitað til þeirra.“ Á laflausu Maggi Mix er langt frá því að vera dauður úr öllum æðum. Hann finnur sífellt nýjar leiðir til þess að skemmta fólki og að kenna aðdáendum sínum hinar og þessar kúnstir, sérstakelga í matargerð. Í nýjasta myndbandi sínu fer Maggi yfir algengan misskilning varðandi nokkur þekkt dansspor eða „múv“ eins og hann kallar þau. Maggi segist ekki vera sérfræðingur í þessum sporum en með einföldum leið- réttingum sýnir hann hvernig skal gera þau rétt. Ekki nóg með það heldur er hann Batman- grímu á meðan. Grímuklædd danskennsla „Þetta var það hellaðasta sem ég hef gert á ævinni,“ segir Egill „Þykki“ Ein- arsson um það þegar hann og Auð- unn Blöndal þurftu að fækka fötum á hommastrippstað í nýafstaðinni Ameríkuferð. Í ferðinni tóku þeir fé- lagar upp sjónvarpsþátt fyrir Stöð 2 þar sem þeir þeytast um Bandaríkin og etja kappi við þá Sverri Þór Sverr- isson og Vilhelm Anton Jónsson. „Ég og Auddi strippuðum fyrir framan 30 óða homma sem voru að troða dollurum ofan í punginn á okkur. Þar voru ófáir hommarnir sem heimtuðu að fá þann Þykka inn í sig eftir að ég fór af sviðinu,“ en Eg- ill segist hafa fengið óeðlilega mikla athygli frá samkynhneigðum mönn- um þar ytra. „Ef ég hefði ekki verið 95 kíló af kjöti þá hefði mér líklega verið nauðgað þarna inni.“ Ýmislegt skrautlegt gerðist í ferð- inni og Egill segir þá félaga heppna að hafa komist klakklaust á leið- arenda. „Menn voru ekki langt frá því að vera hent í fangelsi. Auddi og Sveppi eru náttúrulega búnir að vera allsberir um allt Ísland og öll- um er sama. Kaninn hefur hins veg- ar takmarkaðan húmor fyrir því að fá pung í andlitið,“ en Egill þakkar fyrir að hafa komist heim í heilu lagi. „Ég var alveg búinn að gera ráð fyrir því að koma heim nokkrum puttum fá- tækari.“ Ferðin stóð alls í 12 daga en Eg- ill segir þá félaga aðeins hafa kom- ist tvisvar út á lífið. „Tvö kvöld af tólf er náttúrlega mjög lítið fyrir svona alkóhólista og spilafíkla eins og okk- ur,“ bætir Egill við en í annað af þess- um tveimur skiptum hittu þeir hinn heimsfræga tónlistarmann Lil´Jon. „Við skáluðum með honum. Fínn ná- ungi. Ég vissi samt ekkert hver hann var fyrst. Hann er nefnilega rappara- blökkumaður. Ég gæti nefnt 15 fræg- ustu transplötusnúða heims en ég veit ekkert um blökkumannarapp.“ Egill segir ferðina hafa verið ógleymanlega en að það hafi tekið á að sitja í bíl 7 til 8 tíma á dag. „Við voru alltaf að keyra milli staða til að leysa næstu þrautir eða áskoranir sem teljast fæstar eitthvað eðlileg- ar. Ég mun banna ömmu að horfa á þennan þátt. Maður var að gera hluti sem enginn ætti að gera.“ asgeir@dv.is Gillz oG Auddi í uSA: strippuðu fyrir óða homma Egill Einarsson og Auðunn Blöndal þurftu að leggja ýmislegt á sig í nýafstaðinni Ameríkuför. Þeir fækkuðu meðal annars fötum frammi fyrir æstum hópi samkyn- hneigðra karlmanna. Gillz segir þá heppna að hafa sloppið við fangelsisvist í ferðinni en þeir hittu einnig stórstjörnuna Lil´Jon. Á hlaupum allan tímann Þeir félagar fóru langar vegalengdir á meðan á tökum stóð. Elgtanaðir Auddi og Gillz notuðu hverja mínútu sem aflögu var til þess að vinna í taninu. Þykki og Þykki Egill ætlar að banna ömmu sinni að horfa á þáttinn. Hópur fJöLmiðLAkvennA Hittist í kAffi á mánudAGsmorGnum svo vikAn byrJi frábærLeGA: dÁsamleGur félaGsskapur Flottur hópur Á fyrsta hittinginn mættu Ellý Ármanns á visir.is, Tobba á Séð og heyrt, Elín Arnar ritstjóri Vikunnar, Kolbrún Pálína ritstjóri Nýs Lífs og Marta María pressupenni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.