Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 4
GJAFIR SAMHERJA n Meðal þeirra sem sitja í nefnd sem á að marka framtíðarfiskveiðistjórn- un með fyrningu er Svanfríður Jónasdóttir, bæj- arstjóri á Dalvík. Þá á einnig sæti í nefndinni hin umdeilda Sigrún Björk Jakobs- dóttir, fyrrver- andi bæjarstjóri og oddviti Sjálf- stæðisflokks- ins á Akureyri sem hrökklaðist frá völdum eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Innan Samfylking- ar kom fram hvöss gagnrýni á setu bæjarstjóranna tveggja í nefndinni, sem áttu mikið undir einum stærsta kvótaeiganda landsins, Samherja, sem færði báðum bæjarfélögum að gjöf fimmtíu milljónir króna til æskulýðsmála. Ólíklegt þótti að slíkt velgjörðafyrirtæki yrði svipt kvóta sínum. ATVINNULAUS OG SNIÐGENGINN n Alþingismaðurinn Björgvin G. Sigurðsson er ennþá atvinnulaus á Selfossi eftir að hafa vikið af þingi í vetur í kjölfar út- gáfu rannsókn- arskýrslu Al- þingis. Björgvin bíður niðurstöðu þingmanna- nefndar um það hvort hann verði lögsóttur fyrir embættisafglöp á stóli viðskiptaráðherra hrunsins. Á meðan á þeirri rannsókn stendur verður Björgvin utan þings. Björg- vin hafði fengið loforð forystu Sam- fylkingar um að flokkurinn legði honum til launuð verkefni til að hann næði að framfleyta sjö manna fjölskyldu sinni. Það var svikið og fullyrt er að eini forystumaðurinn sem Björgvin er í sambandi við sé Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra. INGA JÓNA Í ÁRBORG n Inga Jóna Þórðardóttir eigin- kona Geirs H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra, þykir einna líklegust til að hreppa starf framkvæmda- stjóra Árborgar en það hnoss hef- ur verið auglýst laust til umsókn- ar. Fjöldi karla og kvenna sóttu um starfið sem er ígildi þess að vera bæjarstjóri en þó án þeirra ofurlauna sem þeim titli fylgir. Af þeim tugum umsækjenda sem sóttust eftir starfinu eru tvær konur líklegastar. Það eru þær Inga Jóna og Ásta Stefánsdóttir, stað- gengill bæjarstjóra, sem þykir hafa staðið sig einkar vel í starfi. Inga Jóna er aftur á móti með sterk ítök innan Sjálfstæðisflokksins og slapp frá hruninu án þess að félli á ímynd hennar. Af þeim sökum þykir ekki ólíklegt að Inga Jóna verði ráðin framkvæmdastjóri Árborgar. VANTAR VINNU FYRIR GEIR n Fari svo að Inga Jóna Þórðardóttir verði ráðin framkvæmdastjóri Ár- borgar er víst að hún og eiginmað- ur hennar, Geir Haarde, munu flytja úr vestur- bæ Reykjavíkur í Árborg. Menn velta nú fyrir sér hvað Geir muni taka sér fyrir hendur ef af f lutningum verð- ur. Í héraðinu starfar dýralæknirinn Árni Mathiesen, fyrrverandi fjár- málaráðherra og nánasti samherji Geirs á hruntímanum. Það er því aldrei að vita nema leiðir þeirra liggi aftur saman. Árni gæti verið hjálp- legur við að útvega Geir starf þó afar ólíklegt sé að það verði á sama vett- vangi og Árni starfar á. SANDKORN 4 FRÉTTIR 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Fullyrti að sér hefði verið nauðgað í Elliðaárdalnum: Ekkert sem styður frásögnina „Það er fátt sem bendir til þess að þetta hafi orðið með þeim hætti sem hún lýsir,“ segir Björgvin Björgvins- son, yfirmaður kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Eins og DV greindi frá í síðustu viku tilkynnti kona nauðgun til lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem átti að hafa átt sér stað á mánu- dagskvöldið í þar síðustu viku. Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað á víðavangi, nánar tiltekið þar sem stúlkna var á gangi í Elliða- árdalnum í Reykjavík. Björgvin seg- ir konuna ekki hafa lagt fram kæru vegna málsins og komi ekki til með að gera það. Málinu sé því lokið af hálfu lögreglunnar. Frásögn konunnar var á þá vegu að hún hefði verið á gangi þegar hún mætti karlmanni. Sagðist konan hafa rankað við sér skömmu síðar og ljóst hefði verið að maðurinn hefði kom- ið fram vilja sínum. Konan taldi að hún hefði verið sprautuð með ein- hverju deyfilyfi. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni fékkst staðfest að konan hefði tilkynnt um atburð- inn og var málið rannsakað hjá kyn- ferðisbrotadeildinni. Rannsókn leiddi í ljós að ekkert hefði komið fram sem styddi frásögn konunnar. Þannig fundust engin um- merki um verknaðinn og ekkert sem benti til þess að karlmaður hefði verið þarna á ferð á umræddum tíma. Sam- kvæmt heimildum DV hefur rannsókn hvorki sýnt fram á að konan hafi ver- ið sprautuð með lyfjum né að nokkur hafi komið fram vilja sínum gagnvart henni. birgir@dv.is Ekki kært Konan sem tilkynnti nauðgun til lögreglu hefur ákveðið að kæra ekki atburðinn. Björgólfur Thor Björgólfsson á millj- arða króna í reiðufé í sameignar- sjóðum (e. trusts) á eyjunni Jersey á Ermarsundi. Þetta staðfestir Ás- geir Friðgeirsson, sem unnið hefur sem talsmaður og ráðgjafi fyrir Björ- gólf. Breskir eignamenn nota margir hverjir slíka sameignarsjóði á Erm- arsundseyjunum vegna þess skatt- hagræðis sem það hefur í för með en þar á meðal eru margir heimsfrægir kaupsýslumenn og skemmtikraftar. Ásgeir segir að eignirnar á Jersey, reiðuféð en einnig aðrar eignir, séu undir í 1.200 milljarða króna skulda- uppgjöri Björgólfs Thors sem gengið var frá í vikunnni. Líklegt má því telja að hluti af þeim eignum sem Björ- gólfur á á Jersey muni renna til lánar- drottna fjárfestisins þó ómögulegt sé að segja hvaða eignir nákvæmlega. „Stór hluti af eignum Björgólfs var í þessum félögum [á Jersey, innskot blaðamanns] og jafnvel heilu félög- in, eins og Play í Póllandi „...Þetta er allt hluti af uppgjörinu; þetta er allt tekið með. Það eru allar eignir uppi á borðinu,“ segir Ásgeir. Kostir sameignarsjóða Slíkir sameignarsjóðir virka þannig að eignamenn, eða starfsmenn þeirra, setja reiðufé eða eignir inn í slíka sjóði til ávöxtunar í tiltekinn tíma. Þeir sem sjá um sameignar- sjóðinn fyrir hönd þess sem leggur reiðufé eða eignir inn í hann er ekki skuldbundinn til að fylgja fyrirmæl- um eiganda fjármunanna eða eign- anna varðandi það hvernig þessar eignir eru ávaxtaðar þó eigandinn leggi oft línurnar. Eigandi eignanna missir eigna- og umráðarétt á eign- unum yfir til þess sem sér um ávöxt- un á eignunum í sameignarsjóðnum og getur umsjónarmaður eignanna neitað að fylgja óskum eigandans ef hann telur að þær séu ekki líklegar til góðrar ávöxtunar. Í útskýringu lögmannsstofu á Jers ey á sameignarsjóði sem finna má á internetinu kemur fram að margir fjárfestar eigi í erfiðleikum með að sjá kostina við það að missa umráðarétt yfir eigin eignum sínum tímabundið. Þar kemur hins vegar fram að þetta sé einmitt helsti kost- urinn við sameignarsjóðina vegna þess að: „Um leið og eignir sjóðsins hætta að vera eign fjárfestisins, þarf hann ekki að greiða af þeim skatta og hugsanlegt er að lánardrottnar við- komandi geti ekki gert tilkall til þess- ara eigna.“ Í yfirlýsingu sem talsmaður Novators, Ragnhildur Sverrisdóttir, sendi til fjölmiðla á miðvikudag er sagt: „Allar eignir Björgólfs Thors og Novators liggja til grundvallar í upp- gjörinu...“ Ekki er hins tilgreint ná- kvæmlega hvaða eignir þetta eru. Hluti af eignunum eru hins vegar umræddir fjármunir og eignir Björ- gólfs á Jersey og í öðrum skattaskjól- um samkvæmt því sem Ásgeir segir. Spurning með eignir á Jersey Ásgeir segir að í samningaferlinu við lánardrottna Björgólfs Thors hafi það verið til umræðu fyrr í samningaferl- inu hvort eignir Björgólfs Thors í þessum sameignarsjóðum ættu að vera hluti af uppgjörinu eða ekki. DV hefur heimildir fyrir því úr ann- arri átt eða þetta hafi komið til um- ræðu við lánardrottnana í samninga- ferlinu. Ásgeir segir að lendingin hafi hins vegar verið sú að „allar“ eignir Björgólfs Thors hafi verið teknar inn í uppgjörið, líka þær sem er að finna í sameignarsjóðunum á Jersey. Aðspurður hversu háar fjárhæðir sé um að ræða á Jersey segir Ásgeir að hann viti það ekki nákvæmlega: „Ég veit ekki nákvæmlega hvaða fjár- munir þarna eru en það er allt und- ir. Þetta eru ekki stórar upphæðir í heildarupphæðinni, það er náttúru- lega fyrst og fremst Actavis,“ segir Ás- geir. Aðspurður hvort einhverjar af fjárfestingum Björgólfs í sameignar- sjóðunum á Jersey hafi átt sér stað eftir hrun segir Ásgeir að svo sé ekki. Ásgeir segir að verið sé að leysa ein- hverja af þessum sameignarsjóðum upp vegna skuldauppgjörs Björgólfs. Hann segir að í samningaferlinu við lánardrottna Björgólfs hafi aldrei komið til tals að lánardrottnar hans reyndu að rifta einhverjum af við- skiptum Björgólfs við þessa sam- eignarsjóði. „Ég held að menn hafi séð takmarkaðan tilgang í að rifta þessum viðskiptum við þessi félög ef eignir þeirra eru líka undir í skulda- uppgjörinu,“ segir Ásgeir. Samkvæmt þessu, og svari Björ- gólfs við einni af spurningum DV í síðasta mánuði, er staðan því sú að lánardrottnar fjárfestisins hafa líka aðgang að eignum Björgólfs á Jersey og á öðrum aflandseyjum, jafnvel þó að það sé yfirlýst markmið slíkra félaga að komast hjá því að lánar- drottnar viðkomandi hafi aðgang að eignunum ef svo ber undir. Björgólfur Thor Björgólfsson á reiðufé og eignir á aflandseyjum eins og Jersey á Erm- arsundi. Sumar eignirnar eru inni í sameignarsjóðum en tilgangur þeirra er að hjálpa fjárfestum við að komast hjá að greiða of háa skatta.Samstarfsmenn Björgólfs Thors segja að allar eignir Björgólfs, líka Jersey-eignirnar, séu undir í skuldauppgjöri hans. BJÖRGÓLFUR THOR Á MILLJARÐA Á JERSEY INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Þetta er allt hluti af uppgjörinu; þetta er allt tekið með. Jersey-eignirnar undir Eignir Björgólfs Thors á eyjunni Jersey og í öðrum skattaskjólum eru líka undir í skuldauppgjöri hans við lánardrottna sína. Skuldauppgjörið miðar að því að hann borgi allar skuldir sínar til baka og að engar skuldir verði afskrifaðar. Í uppgjörinu felst einnig að Björgólfur verður áfram hluthafi í Actavis og nokkrum öðrum félögum. Úr viðtali DV við Björgólf Thor frá því í júní 2010: BTB: „Ég á enga peninga á Kýpur eða á Tortóla. Í tengslum við yfirstand- andi samninga við lánardrottna mína hef ég gert þeim grein fyrir öllum mínum eignum, þar með talið eigum og fjármunum félaga sem hafa lögfesti á svokölluðum aflandseyjum. Ég á félög sem skráð eru á Kýpur og Tortóla. Það hefur aldrei verið neitt launungarmál. Flestir þeir sem stunda alþjóðlegar fjárfestingar hafa átt félög á aflandseyjum, en það helgast fyrst og fremst af hagkvæmni við uppsetningu og rekstur slíkra félaga. Rétt er að benda á að bankareikningar aflandsfélaga, a.m.k. þeirra sem notuð eru í lögmætum tilgangi, eru nær alltaf í löndum sem eru ekki aflandseyj- ar. Hvað mig varðar þá voru viðskipti minna félaga nær eingöngu í Evrópu. Það eru því engir fjármunir á aflandseyjum. Hversu miklar eignir þessi félög eiga, þ.m.t. innistæður á bankareikningum í Evrópu, skýrist við skuldauppgjör mitt. Ég ítreka að lánardrottnar hafa að sjálfsögðu allan aðgang að þeim upplýsingum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.