Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 10
10 FRÉTTIR 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Fjárfestingarfélagið Gnúpur greiddi starfsmönnum félagsins, sem voru níu talsins, 472 milljónir króna í laun á árinu 2007. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem samþykktur var á stjórnarfundi fé- lagsins um miðjan júlí. Skilanefnd Glitnis stýrir Gnúpi en bankinn tók félagið yfir í ársbyrjun 2008 vegna skuldastöðu þess. Eigendur félags- ins voru Magnús og Birkir Kristins- synir, Kristinn Björnsson og Þórður Már Jóhannesson, sem jafnframt var forstjóri félagsins. Gnúpur var einn stærsti hlut- hafinn í FL Group, stærsta hluthafa Glitnis, og var fyrsta stóra fjárfest- ingarfélagið til að fara á hliðina í aðdraganda hrunsins. Það þjónaði því hagsmunum Glitnis að láta fé- lagið ekki fara í þrot og því var það tekið yfir og eigum þess komið yfir til annarra aðila. Fyrir utan fjár- festinguna í FL Group átti Gnúpur einnig nokkurra prósenta hlut í Kaupþingi. Þetta voru helstu eignir félagsins. Ársreiknings félagsins fyrir árið 2007 hefur verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu og hefur hann nú loks skilað sér en um það bil tveimur árum of seint. Skilanefnd Glitnis hefur undanfarið rannsak- að hvort Glitnir hafi notað Gnúp í markaðsmisnotkun eftir að félagið var tekið yfir af bankanum í janúar 2008. Talið er að Glitnir hafi notað Gnúp sem eins konar ruslakistu og fært þangað hlutabréf í bankanum þegar hann var kominn að þeim lögbundnu mörkum sem hann mátti eiga – Fréttablaðið greindi fyrst fjölmiðla frá þessari rannsókn í maí síðastliðnum. Tekið skal fram að þessi rann- sókn tengist ekki fyrri eigendum Gnúps heldur aðeins meðferðinni á félaginu eftir að Glitnir hafði tek- ið það yfir. Þórður Már og þotuferðirnar Í ársreikningi Gnúps kemur fram að ofan á launakostnað upp á nærri hálfan milljarð króna hafi bæst „annar rekstrarkostnaður“ sem nam nærri 170 milljónum króna. Engar frekari skýringar eru gefn- ar á þessum kostnaði. Nærri 600 milljónir fóru því í þetta tvennt hjá Gnúpi: Laun níu starfsmanna og svo annan rekstrarkostnað. Tekjuhæsti starfsmaður Gnúps var án nokkurs vafa Þórður Már Jóhannesson, forstjóri félagsins. Í ársreikningnum er ekki tekið fram hvað Þórður var með í laun en ætla má að hann hafi verið með tölu- vert hærri laun en meðallaun hjá Gnúpi sem námu rúmum 50 millj- ónum króna á ári. Því til stuðnings má nefna að Þórður Már var með 88 milljónir króna í laun árið 2006 þegar hann stýrði Straumi-Burða- rási. Vel má áætla að Þórður Már hafi verið með meira en 100 millj- ónir króna í laun árið 2007. Ofan á þessi laun bættist svo mikill rekstrarkostnaður vegna Þórðar en heimildir DV herma að meðal þess sem hann hafi stund- að hafi verið þotuferðir hingað og þangað um heiminn. Slíkir þættir kunna að skýra að hluta af hverju rekstrarkostnaður Gnúps var eins hár og raun ber vitni. Annað sem einnig kann að skýra þennan háa rekstrarkostnað að hluta er að Gnúpur leigði um 1.000 fermetra skrifstofuhúsnæði á sjöundu hæð í Borgartúni 26 sem var innréttað fyrir nærri 100 millj- ónir króna. Gnúpur náði hins veg- ar aldrei að flytja inn í húsnæðið þar sem félagið fór á hliðina áður en af því gat orðið. Félagið leigði hæðina af fasteignafélagi Baugs, Þyrpingu, en Baugur var með skrif- stofu á hæðinni fyrir ofan höfuð- stöðvar Gnúps. Fasteignamat hæð- ar Gnúps er tæpar 160 milljónir króna í dag. 34 milljarða tap Í ársreikningi Gnúps kemur fram að félagið hafi tapað nærri 34 millj- örðum króna á árinu 2007 og að eiginfjárstaða félagsins hafi ver- ið neikvæð um tæplega 520 millj- ónir króna í lok árs 2007. Þar segir einnig að félagið hafi fengið nærri 3 milljarða króna í arð á árinu 2007, væntanlega vegna eignarhlutarins í FL Group. Vitað var að félagið tap- aði gríðarlegum fjármunum á árinu 2007 en ekki lá almennilega ljóst fyrir hversu mikið þetta tap var og eru þessar upplýsingar því nokkur tíðindi. Annar af stjórnarmönnum Glitnis í Gnúpi, Eiríkur S. Jóhanns- son starfsmaður bankans, segir að unnið sé að gerð ársreiknings Gnúps fyrir árið 2008 og að hann sé væntanlegur einhvern tímann á næstunni. Hann segir að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn skilanefnd- arinnar á meðferð Glitnis á Gnúpi. „Við höfum bara verið að vinna í því að ganga frá bókhaldsgögnum. Eins og þú sérð er ársreikningurinn fyrir 2007 að koma núna.“ Eiríkur segist að svo stöddu ekkert geta tjáð sig um inntak árs- reikningsins eða hvað liggi að baki launa- og rekstrarkostnaði Gnúps. „Við þurfum meiri tíma til að fara yfir þessi gögn. En þetta er sá kostn- aður sem féll til á meðan þáverandi eigendur félagsins stýrðu því. Ég er ekki í stöðu til að ræða þetta nánar núna,“ segir hann. INGI F. VILHJÁLMSSON fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Ársreikningi fjárfestingarfélagsins Gnúps fyrir árið 2007 hefur loksins verið skilað. Skilanefnd Glitnis stýrir félaginu og gerir það nú upp. Í ársreikningnum kemur fram að launa- og rekstrarkostnaður Gnúps var nærri 600 milljónir króna árið 2007. Eins kemur fram að félagið tapaði nærri 34 milljörðum á árinu og að eigið féð hafi verið neikvætt um rúmar 500 milljónir. Starfsmaður Glitnis segir að unnið sé að næstu ársreikningum Gnúps. En þetta er sá kostnaður sem féll til á meðan þáver- andi eigendur félagsins stýrðu því. NÍU STARFSMENN GNÚPS MEÐ 472 MILLJÓNIR Í LAUN 100 milljóna húsnæði HúsnæðiGnúpsíBorgartúnikostaðium100milljónirkrónaþegarþaðvarinnréttaðárið2007.Húsnæð- iðerum1000fermetraraðstærðen9starfsmennunnuhjáGnúpi.SkilanefndKaupþingsnotarþettahúsnæðiídag.Myndiner tekiníársbyrjun2008. MYND RÓSA JÓHANNSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.