Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Qupperneq 12
Samráðshópur um endurskoðun á
lögum um stjórn fiskveiða fer nú yfir
þrjár leiðir að innköllun aflaheim-
ilda. Í einni þeirra er gert ráð fyr-
ir svokallaðri pottaleið þar sem gert
er ráð fyrir innköllun aflaheimilda
með endurúthlutun til núverandi
handhafa aflamarks. Þetta eru mikl-
ar breytingar frá því sem lagt var upp
með í upphafi þegar fyrningarleiðin
var kynnt. Þá var gert ráð fyrir fimm
prósenta árlegri innköllun aflaheim-
ilda yfir tuttugu ára tímabil. Sú tillaga
mætti harðri andstöðu hagsmuna-
aðila í sjávarútvegi auk þess sem
hún var talin geta haft mjög neikvæð
áhrif á rekstrarstöðu sjávarútvegsfyr-
irtækja.
„Ég held að það sé enginn að
bakka í þessu máli,“ sagði Jóhanna
Sigurðardóttir, forsætisráðherra,
þann 19. maí í fyrra. Hún sagði að það
væri vilji beggja stjórnarflokkanna að
kalla inn aflaheimildir í áföngum og
að sú leið yrði farin. Fyrningarleiðin
yrði farin í sjávarútveginum.
Helmingur í erfiðri stöðu
Samráðshópurinn hefur miðað við
álit nokkurra aðila um áhrif innköll-
unar aflaheimilda á fjárhagsstöðu
útgerða. Þetta eru álit þeirra Daða
Más Kristóferssonar, dósents í um-
hverfis- og auðlindafræðum við Há-
skóla Íslands, Jóns Steinssonar, hag-
fræðings við Columbia-háskóla í
Bandaríkjunum, Deloitte, sem gert
var fyrir Landssamband íslenskra út-
vegsmanna (LÍÚ), og Rannsóknar-
og þróunarmiðstöðvar Háskólans á
Akureyri (RHA).
Í niðurstöðum RHA kemur fram
að átta til tólf prósent aflaheimilda
eru í höndum fyrirtækja í óviðráðan-
legri skuldastöðu og 40 til 50 prósent
hjá fyrirtækjum í erfiðri stöðu. Talið
er að 30 til 35 prósent heimildanna
séu hjá fyrirtækjum í góðri stöðu og
að skuldlaus félög fari með átta til tólf
prósent.
Samkvæmt áliti RHA er talið að
innköllun aflaheimilda á tuttugu
árum, líkt og fyrningarleiðin geri ráð
fyrir, leiði til gjaldþrots sjávarútvegs-
fyrirtækja sem ráði yfir allt að helm-
ingi aflaheimilda í dag. Aðrir ráði við
innköllunina.
Þurrki út hagnað útgerðarinnar
Í áliti Daða Más kemur fram að línu-
leg innköllun umfram 0,5 prósent
á ári myndi þurrka út hagnað út-
gerðarinnar. Meira en eins prósents
innköllun þurrki út eigin fé útgerð-
arinnar. Samkvæmt áliti hans yrðu
neikvæð áhrif af því að takmarka
tímalengd aflaheimilda minni en af
innköllun. Þær álögur sem fylgi inn-
köllun dreifist ójafnt yfir landsbyggð-
ina og leggist þyngra á sjávarþorp þar
sem útgerð er stór hluti atvinnulífs.
Þá geti innköllun dregið úr hvata til
góðrar umgengni um auðlindina þar
sem hagsmunir komi til með að snú-
ast um skammtímagróða. Auk þess
fjarlægi innköllun fjármagn úr virkri
nýtingu hjá útgerðarfyrirtækjum yfir
til ríkisins þar sem arðsemi sé minni.
Hlutfallsleg innköllun, minni
áhrif
Þessu er Jón Steinsson ósammála
og bendir á að hlutfallsleg innköll-
un aflaheimilda geti haft minni áhrif
en þau sem Daði skoði með tilliti til
línulegrar innköllunar. Jón telur að
fimm prósenta hlutfallsleg fyrning á
ári skilji um sextíu prósent af fram-
tíðarauðlindarrentu eftir í höndum
útgerðarinnar. Restin færi til ríkis-
ins. Þetta þýði að verðmæti útgerð-
arfyrirtækja rýrna um 76 milljarða
króna. „Hlutfallsleg innköllun þýðir
að á hverju ári eru innkölluð fimm
prósent af öllum aflaheimildum og
er endurúthlutað. Heimildir sem er
endurúthlutað fyrnast því að sama
skapi áfram. Þetta skapi leigumarkað
og takmarki „leigjendavandann“ og
þar sem innköllunin er viðvarandi
ætti það ekki að hafa sérstök áhrif á
umgengnissjónarmið,“ segir um álit
Jóns.
Bæði Jón og Daði Már setja út á
að í skýrslu RHA gefi höfundar sér að
farið sé með aflaheimildir sem var-
anlega eign og að úttektin geri ekki
ráð fyrir hlutfallslegri fyrningu.
Gert er ráð fyrir að samráðshóp-
urinn skili inn tillögum sínum til
Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, um miðjan
ágúst. Jón þarf síðan að koma fram
með áætlun um hvernig standa eigi
að innköllun aflaheimilda fyrir 1.
september. Í stjórnarsáttmála er þess
þó getið að áætlunin skuli taka gildi
þá.
Guðbjartur Hannesson, formað-
ur samráðshópsins, segir upplýs-
ingarnar sem koma fram í drögun-
um eiga eftir að breytast mikið. Því
sé ótímabært að tjá sig um þær. Ráð-
herra ákveði hvernig hann vinni úr
þeim tillögum sem fyrir hann verði
lagðar. „Þú ert bara með eitt vinnu-
plagg sem hefur gengið milli manna
og er til umsagnar hér og þar. Þessi
hluti er meira að segja algjörlega
ókláraður,“ segir Guðbjartur.
Guðbjartur segir ákveðin atriði
hafa legið til grundvallar vinnu hóps-
ins sem ekki hafi verið hvikað frá um
að auðlindirnar verði í eigu þjóðar-
innar. Þar skuli þeim verða úthlut-
að til tiltekins tíma og að borguð séu
gjöld af nýtingu þeirra.
12 fréttir 23. júlí 2010 föstudagur
OXYTARM
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama OXYTARM
Í boði eru 60-150 töflu skammtar
DETOX
30days&
Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is.
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því að
nota náttúrulyfin Oxytarm og
30 days saman -120 töflu skammtur -
Endurúthlutun aflaheimilda til núverandi handhafa kvóta er meðal þeirra tillagna sem samráðshópur um
endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða fer yfir. Verði ákveðið að fara þá leið hefur hún takmörkuð áhrif
á aflaheimildir núverandi kvótahafa. Nú er talið afar ólíklegt að fyrningarleiðin verði farin eins og lagt var
upp með hana í upphafi. DV hefur undir höndum drög að skýrslu samráðshópsins.
RóbeRt HlynuR balduRsson
blaðamaður skrifar: rhb@dv.is
Þrjár leiðir til umsagnar Samráðshópurinnhefur
fariðyfirþrjárleiðirtilinnköllunaraflaheimildasam-
kvæmtdrögumaðskýrsluhans.Þettaeru„pottaleiðin“,
hlutfallsleginnköllunoglínuleginnköllun.
sægreifar gætu
haldið kvótanum
fyRsta tillaganAllarveiðiheimildireruinnkallaðar.Þærerusíðanleigðarúttil
langstímaísvokölluðum„pottum“semeigaaðveraaðgengilegiröllum.Ennvantar
nánariútfærsluáþvíhversustórirþessirpottareigaaðverða.Allireigaaðgetaboðið
íveiðiheimildiríþessumpottumenþeirverðafylltirmeðþeimkvótasemhefur
veriðnotaðuríbyggðatengdumtilgangi,svosembyggðakvóta.Verðiþessileiðfarin
munlítiðbreytastínúverandiskiptingukvóta.Fyrstogfremsterhorfttilbreytingaá
nýtingar-ogeignarrétti.
Verðiþessitillagafarinmununúverandikvótahafarþvílíklegahaldasínumhlut.
Þeirgetafengiðveiðiheimildirmeðnýtingarréttarsamningumenóvísterhversu
langtframítímann.Þvímáreiknameðaðmeirihlutiauðlindarinnarverðiáfram
áframfærinúverandikvótahafa.Ídrögumaðskýrslustarfshópsinssegiraðþessa
leiðmegikalla„innköllunaflaheimildameðendurúthlutuntilnúverandihandhafa
aflamarks...Heildaraflaverðiágrundvelliþorskígildisstuðlaskipthlutfallslegajafnt
ámillipottannaáhverjufiskveiðiári.Handhafaraflahlutdeildaíaflamarkskerfinufá
úthlutaðaflamarkiágrundvelliheildarhlutdeildarenráðherraákveðurskiptingu
ágrundvellijöfnunarpottsinseftirþörfumhverjusinnisamkvæmtlagaákvæðum
ogreglugerðum.Þegarnýjartegundirkomainníkerfiðerstuðstviðsamahlutfall,
aflmarmarkskerfiðfærúthlutaðhlutdeildumágrundvelliveiðireynslu,jöfnunarpott-
urinnfærsitthlutfallfyrirráðherratilmeðferðar.Þegarskerðingverðuríaflaheimild-
umhefurþaðsambærilegáhrifábæðikerfinogjöfnáhrifáaflamarkaflamarksskipa
ogkrókaaflamarksskipa.HeimilaþarfAuðlindasjóðiað„eiga“aflaheimildirtilsérstakra
aðgerðas.s.tilráðstöfunarvegnaaðsteðjandivandaákveðinnabyggðalagasemog
tilútleiguinnanársins,þ.e.tilaflamarksframsals.“
ÖnnuR tillaganGertráðfyrirhlutfallslegriinnköllunaflaheimilda.Þarergert
ráðfyriraðfimmprósentallraaflaheimildaverðiinnkölluðárlegaogboðinuppá
opnummarkaði.Þannigyrðuallirfyrirskerðinguáhverjuári.Sásemkaupirhundrað
tonnyrðiþvíaffimmprósentumáriðeftirogættiþá95.Áriðþaráeftirmynduþessi
95tonnskerðastfrekarumfimmprósentogeftirstæðu90,25tonn.Þannigyrðu
aflaheimildirnarinnkallaðarhlutfallslegaíáföngum.Ætlamáaðsalakvótansáslíkum
markaðiskiliríkissjóðiábilinutíutiltuttugumilljörðumáári.
ÞRiðja tillaganRættumlínulegainnköllun.Þettavaríraunogverufyrningar-
leiðineinsoghúnvarræddíupphafi.Þávargertráðfyriraðkvótinnyrðiinnkallaður
íáföngumátuttuguárummeðþvíaðtakafimmprósentafheildaraflaheimildum
áhverjuári.Taliðermjögólíklegtaðþessileiðverðifarin,enhúnhefurmættharðri
andstöðuhagsmunaaðilaísjávarútvegi.
tillögurnar þrjár
Ég held að það sé
enginn að bakka
í þessu máli.
aðeins vinnuplagg GuðbjarturHann-
esson,formaðurhópsins,segirótímabært
aðtjásiguminnihaldskýrslunnar.
skipstjóri hjá brim BjörnValur
Gíslasonásætiíhópnumenhannerí
launalausuleyfisemskipstjórihjáBrim.