Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 16
16 fréttir 23. júlí 2010 föstudagur myndaVélinni Var beint að gluggum Myndavél á vegum Inspired by Iceland-verkefnisins var tekin niður í kjölfar kvartana. Vélin beindist óþarf- lega mikið í átt að gluggum íbúða og verslana á svæðinu, segir starfsmaður í verslun á Skólavörðustíg. Persónuvernd sendi bréf til iðnaðarráðuneytisins vegna málsins 29. júní. Persónuvernd gerði athugasemd við vefmyndavél sem sett var upp á Skólavörðustíg á vegum Inspired by Iceland-verkefnisins. Þetta var gert í kjölfar ábendinga íbúa götunnar um að myndavélin beindist að gluggum fólks, en óheppilegt þótti að heimil- islíf fólks gæti endað í beinni útsend- ingu á netinu. „Okkur barst erindi frá einstaklingi, þar sem bent var á að þessi tiltekna myndavél væri í mikilli nálægð við heimili nokkurra manna, en af þeim sökum var lýst yfir áhyggj- um,“ staðfestir Þórður Sveinsson hjá Persónuvernd. Þann 29. júní var sent bréf til iðn- aðarráðuneytisins og bent á þessa tilteknu vél, og óskað eftir tillögum ráðuneytisins um breytingar á upp- setningu hennar. Ráðuneytið brást við með því að loka myndavélinni og fjarlægja. Beint óþarflega mikið að gluggum Einar Karl Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Inspired by Iceland, sagði í samtali við DV á dög- unum að nokkrar vélar hefðu verið teknar niður vegna of mikils kostn- aðar. „Átakið átti fyrst og fremst að standa í maí, júní og fram í júlí. Þetta er bæði kostnaðarsamt og svo eru líka tæknilegir erfiðleikar,“ sagði Ein- ar Karl í DV á mánudag. Þegar Inspired by Iceland-átak- inu var hrundið af stað í vor voru sett- ar upp sjö myndavélar við vinsæla ferðamannastaði á Íslandi, sem áhugasamir gátu skoðað á netinu. Núna er hinsvegar einungis hægt að skoða myndir frá þremur stöðum. Aðspurður staðfestir Einar að kvörtun vegna vélarinnar á Skóla- vörðustíg hafi borist ráðuneytinu og að í kjölfarið hafi vélin verið tekin niður. „Já, það kom kvörtun, og hún var bara tekin niður, en það var í raun búið að slökkva á henni,“ segir Einar Karl. Starfsmaður í verslun á Skóla- vörðustíg staðfesti í samtali við DV að myndavélinni hefði verið beint óþarflega mikið að gluggum fyrstu daga átaksins, en svo hafi vélinni verið snúið þannig að hún beindist meira í átt að Hallgrímskirkju. „Hún var hreyfð aðeins til nokkrum dög- um eftir að þetta fór af stað, þannig að sást meira í himininn,“ segir hann. Hann telur því líklegt að ábendingar frá fólki í götunni hafi borist strax í upphafi, sem og seinna. Engar viðvaranir Í lögum um rafræna vöktun eru ákvæði um viðvaranir til þeirra sem verða fyrir slíkri vöktun. Þórði Sveinssyni er ekki kunnugt um að slíkar viðvaranir hafi verið til staðar í tengslum við myndavélar tengdar Inspired by Iceland. Einari Karli er heldur ekki kunnugt um hvort slíkar viðvaranir hafi verið settar upp. „En það var auðvitað rækilega skýrt hvar þessar vélar væru og svoleiðis,“ segir Einar Karl Þórður segir að Persónuvernd hafi í bréfinu spurst fyrir um hvernig fara mætti að ákvæði í persónuupp- lýsingalögunum um viðvaranir til þeirra sem eru í mynd, en málið hafi ekki farið lengra þar sem ráðuneytið hafi brugðist við með því að taka vél- ina niður. Hann segir því að málið sé úr sögunni af hálfu Persónuverndar. Ekki hugsað út í persónu- verndarsjónarmið Einar Karl telur ekki að það hafi ver- ið vanhugsað að setja upp mynda- vél á Skólavörðustígnum sem kom á þennan hátt svo nálægt einka- lífi fólks. „Nei, það var í rauninni enginn sem hugsaði beinlínis út í það að það væru einhver persónu- verndarsjónarmið í kringum þetta,“ segir hann en bætir við að sjálfsagt hafi verið að taka tillit til þess. „En þetta vara bara hugsað sem tímabundið átak og sönnun á því að hér væri ekki allt þakið í ösku í Reykjavík,“ segir hann og ítrekar að engum í tengslum við verkefnið hefði komið til hugar að persónu- verndarsjónarmið gætu komið fram í tengslum við myndavélarnar. Ekki lengra en brýn nauðsyn krefur Í reglum um rafræna vöktun segir meðal annars í fjórðu grein að slík vöktun eigi að fara fram í yfirlýst- um, skýrum og málefnalegum til- gangi, svo sem í þágu öryggis eða eignavörslu. Í fimmtu greininni um meðalhóf segir að við alla raf- ræna vöktun skuli þess gætt að ganga ekki lengra en brýn nauðsyn krefur miðað við þann tilgang sem að er stefnt. Þá skuli gæta þess að virða einkalífsrétt þeirra sem sæta vöktun og forðast alla óþarfa íhlut- un í einkalíf þeirra. Við ákvörð- un um hvort viðhafa skuli rafræna vöktun skal því ávallt gengið úr skugga um hvort markmiðinu með slíkri vöktun sé unnt að ná með öðrum og vægari raunhæfum úr- ræðum. jón Bjarki magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Nei, það var í rauninni enginn sem hugsaði beinlínis út í það að það væru einhver persónuvernd- arsjónarmið í kringum þetta. Ekkert mál EinarKarlHaraldssonsegirað þaðhafiveriðlítiðmálaðmætasjónar- miðumumpersónuverndentekurframað engumhefðidottiðíhugaðslíkmálmyndu komaupp. Breytt sjónarhorn Áfyrstudögum átaksinsvarvélinhreyfðtil,endabeindist húnaðsögnsjónarvottsóþarflegamikiðað gluggumíbúða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.