Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Side 24
24 erlent 23. júlí 2010 föstudagur „Hvaða kreppa?“ Faðir evrunnar, Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands á árunum 1989 til 1998 vísar því á bug að evran sé að hruni komin. Hann segir að fjölmiðlar hafi stundað æsifréttamennsku um vandann sem steðji að henni. Hann segir óraunhæft að taka upp gömlu gjaldmiðla Evrópu á ný. „Sonur minn spurði mig einu sinni: „Er það rétt sem sagt er, að þú sért faðir evrunnar?“ Ég sagði: „Svo er nú sagt.“ „Jæja,“ svaraði hann, „mig langar ekki að vera bróðir henn- ar,“ segir Theo Waigel sem var fjár- málaráðherra Þýskalands á tíunda áratugnum og hlær dátt. Waigel er gjarnan uppnefndur Herr Euro (herra Evra) en var einn af helstu arkítektum evrunnar og hefur ver- ið áberandi í fjölmiðlum undanfar- ið vegna þess vanda er evran glímir nú við. Í viðtali við BBC á dögunum vísaði hann því á bug að evran væri í slæmum málum og segir að „evru- kreppan“ sé hugtak sem orðið hafi til vegna móðursýki fjölmiðlafólks og þvælu í stjórnmálamönnum. Hann segir Evrópu miklu sterkari í dag en fyrir daga sameiginlegs gjaldmiðils. Enginn annar valkostur „Það er enginn annar valkostur en evran. Það væri ekki hægt að leysa alþjóðlegu fjármálakreppuna með 20 eða 30 gjaldmiðlum í Evrópu. Hvernig væri hægt að hafa samstarf á milli þessara gjaldmiðla við Seðla- banka Bandaríkjanna eða Kína?“ spyr Waigel. Blaðamaður BBC bendir þá á að margir segi að aðgerðir liðinna vikna í Brussel, þar á meðal 750 milljarða evra neyðarsjóður, séu einfaldlega til þess að bjarga myntsvæði sem eigi á hættu að hrynja. „Það er móðursýki í fjölmiðlum,“ segir þýski ráðherrann fyrrverandi. „Ég held að evrulöndin – líka Þýska- land – verði að útskýra fyrir þegnum sínum að næstu 10 til 15 árin verði aðal vandamálið að lækka halla og skuldir. Ef fólkið er ekki til í það, verður landið að ganga úr evrusvæð- inu.“ Evran regnhlíf Waigel segir að ýmis vandamál steðji vissulega að evrunni og fjármála- stjórn í Evrópu. Hins vegar sé eng- in ástæða til þess að taka aftur upp þýska markið. „Það er ekki raun- hæft,“ segir hann. „Ef við hefðum þýska markið í dag, stæðum við í sama vanda og árið 1995. Við vorum með gríðarsterkt mark, en töpuð- um einu prósenti af hagvextinum og einni milljón starfa. Það myndi líka gerast í dag.“ Waigel segir að þrátt fyrir allt sé evran besti kosturinn fyrir lönd á borð við Grikkland og Spán. „Hún hefur verið regnhlífin þeirra. Í gamla daga þurftu þessi lönd að fella geng- ið. Í hvert skipti var það algjört stór- slys fyrir þessi lönd.“ Símanúmer Evrópu „Árin 1992 og 1993 lentum við í stór- um kreppum. Seðlabankarnir þurftu að fá rúma 300 milljarða dala lánaða frá öðrum löndum og sá þýski lét seðlabönkum í Evrópu í té 95 millj- arða þýskra marka,“ segir Waigel og bendir á að boðleiðir upplýsinga og samræming aðgerða fyrir daga evr- unnar hafi verið mjög slæm. „Minn gamli vinur Henry Kiss- inger [utanríkisráðherra Bandaríkj- anna í stjórnartíð Richard Nixon, innsk. blm.] sagði einu sinni í gríni: „Hvert er símanúmer Evrópu?“ Nú höfum við loksins eitt símanúm- er fyrir fjármálakerfið. Það er sím- inn hjá Jean-Claude Trichet, seðla- bankastjóra Evrópu í Frankfurt. Hann hefur staðið sig frábærlega undanfarið,“ segir Theo Waigel að lokum. hElgi hrafn guðmundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Það er enginn ann-ar valkostur en evr- an. Það væri ekki hægt að leysa alþjóðlegu fjármála- kreppuna með 20 eða 30 gjaldmiðlum í Evrópu. faðir evrunnar TheoWaigel,fyrrverandi fjármálaráðherraÞýskalands,segirevruna einavalkostinn. mynd: rEuTErS mark gilbert vill 17 milljónir eftir að hafa stolið 160 þúsund krónum: Þjófurvillskaðabætur Bretinn Mark Gilbert, sem árið 2008 viðurkenndi að hafa stolið 845 pund- um af vinnuveitanda sínum, hefur nú höfðað mál gegn fyrrverandi yf- irmanni sínum vegna málsins. Gil- bert var nefnilega gert að ganga nið- ur á lögreglustöðina í Witham í Essex með stórt skilti hangandi um háls- inn sem á stóð: „ÞJÓFUR. Ég stal 845 pundum Er á leið minni niður á lög- reglustöð.“ Gilbert fer nú fram tæpar 17 milljónir króna í skaðabætur frá yf- irmanni sínum Simon Cremer sem þvingaði hann til að bera skiltið um hálsinn er hann fylgdi honum til lög- reglunnar. Gilbert kveðst hafa orðið fyrir miklu áfalli og hefði ekki getað unnið í tvö ár vegna þessa. Hinn fingralangi Gilbert hafði í október 2008 fyllt út ávísun upp á 845 pund, tæplega 160 þúsund krónur, á verktakafyrirtæki Cremers og leyst hana út og stungið í vasann. Hann viðurkenndi brot sitt fyrir lögreglu en var sleppt með áminningu. Gilbert taldi sig eiga inni laun hjá Cremer og sagði yfirmanninn hafa verið of upp- tekinn til að gera upp við sig. Hann hafi því gert það sjálfur. Lögreglunni var hins vegar ekki skemmt yfir uppátæki Cremers, bróður hans og undirmanna, og voru þeir kærðir fyrir frelsissviptingu fyrir að hafa bundið hendur Gilberts fyr- ir aftan bak og þvingað hann til að ganga á almannafæri með skiltið um hálsinn. Það mál var þó á endanum látið niður falla. „Hvar er réttlætið í því að menn geti stolið og höfðað síðan mál gegn þeim sem þeir stela frá?“ spyr Cremer sem er gáttaður á aðgerðum fyrrver- andi undirmanns síns. „Við höfum nú tvær vikur til að svara þessu. Við verð- um nú fyrst að skoða hvort við höfum efni á að berjast gegn þessu. Það kost- ar tæpa hálfa milljón króna að gera það og við eigum ekki svoleiðis upp- hæðir á lausu.“ mikael@dv.is Mótmælalögga sleppur Lögreglumaður sem sakaður var um að valdið dauða blaðasalans Ian Tomlinson í G20-mótmælunum í London í fyrra sleppur við ákæru. Ríkissaksóknari í Bretlandi tilkynnti þetta í gær. Þrátt fyrir að tvær krufn- ingar hafi leitt í ljós að Ian hefði látist sökum innvortis blæðinga taldi sak- sóknaraembættið að fyrsta krufning- in sem framkvæmd var myndi grafa undan málshöfðuninni. Þar var nið- urstaðan að Ian hefði látist af hjarta- áfalli. Fjölskylda blaðasalans segir úrskurð embættisins hneisu. Flýja Mexíkóflóa Áhafnir fjölda skipa á olíulekasvæð- inu í Mexíkóflóa bjuggu sig undir að verða fluttir á brott í gær þar sem fellibylur er að magnast í Karíbahaf- inu. Áhafnirnar hafa unnið að því að stöðva lekann úr olíuborpalli olíu- vinnslufyrirtækisins BP. Öll vinna við þær aðgerðir lá að mestu niðri í gær vegna veðursins. Þrátt fyrir að óveðrið sé enn í hundruð mílna fjarlægð frá olíulekasvæðinu og enn séu nokkrir dagar í að það nái til Mexíkóflóa þá fyrirskipuðu yfirvöld tæknimönnum og öðrum starfs- mönnum á svæðinu að leggja niður störf og koma sér í land því nokkra daga tæki að rýma svæðið. Griffin bannaður í garðveislu Nick Griffin, leiðtogi hins umdeilda breska stjórnmálaflokks BNP, var neitað um aðgang að garðveislu Englandsdrottningar í Buckingham- höll í gær. Griffin var með aðgangs- miða en vegna öfgahægri skoðana sinna gaf höllin frá sér yfirlýsingu í gær þar sem honum var meinað að sækja veisluna konunglegu. Griff- in brást ókvæða við yfirlýsingunni sem var tilkomin vegna bloggfærslu Griffins þar sem hann óskaði eftir spurningum frá lesendum til að varpa til drottinguna ef ske kynni að þau hittust hjá „gúrkusamlokunum.“ Afabörnum Mandela ógnað Afabörnum og dóttur Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, var ógnað af tveim- ur mönnum vopnuðum byssum á sunnudaginn var. Þau voru á heimleið eftir að hafa verið í 92 ára afmæli Mandela í Jóhannes- arborg. Þegar þau voru að leggja bifreið sinni í innkeyrsluna við heimili sitt skipuðu mennirnir þeim að leggjast niður en ákváðu síðan frá að hverfa. Þeir snéru aft- ur andartaki síðar og leituðu að verðmætum á þeim. Til skothríð- ar kom svo milli bílstjórans og mannanna sem flúðu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.