Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 25
föstudagur 23. júlí 2010 erlent 25 Nýverið ferðaðist hinn 89 ára gamli gyðingur Adolek Kohn, sem lifði af skelfilega vist í Auschwitz-búðunum í Helförinni, til Evrópu og dansaði við hinn fræga smell Gloríu Gaynor, I Will Survive, við útrýmingarbúðir nas- ista um alla álfuna þar sem milljónir manna týndu lífi. Með í för var dóttir hans og barnabörn sem stíga dansinn með honum og tóku upp á myndband. Það hefur nú slegið í gegn á You Tube. Deilt er um hvort myndskeiðið sýni fórnarlömbum Helfararinnar vanvirð- ingu – eða aðeins skemmtilega leið til þess að fagna lífinu. 500.000 manns séð myndbandið Óþægilegar spurningar hafa vaknað um hvernig eigi að minnast atburð- ar á borð við þennan sem er einn sá hræðilegasti í mannkynssögunni. Má sá sem lifði af Helförina minn- ast hennar með hætti sem aðrir gætu aldrei vogað sér að gera? Það sem flækir svo málið enn frekar er að dans- fjölskyldan getur þakkað nýnasistum fyrir frægð sína á YouTube. Mynd- skeiðið birtist fyrst á YouTube í jan- úar en hlaut enga athygli fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar nýnasistar fóru að birta það á vefsvæðum sínum. Í síð- ustu viku hafði hálf milljón manna séð myndbandið. Aðstandendur YouTube kipptu því út eftir það. Dansa við „Arbeit Macht Frei“-skiltið Myndbandið, sem er fjögurra mín- útna langt, hefst með dansi Adolek Kohn, dóttur hans Jean Korman og þremur barnabörnum við lestartein- ana í Auschwitz. Næst sést fjölskyld- an dansa við ýmsa staði í Evrópu er tengjast Helförinni, þar á meðal við Dachau-fangabúðirnar, Lodz-gettóið í Póllandi og síðast en ekki síst við hið illræmda skilti við Auschwitz, þar sem ritað er „Arbeit Macht Frei“ (Vinnan gerir menn frjálsa). Dansinn er fjörug- ur og fyndinn og í einu atriðinu leið- ir gamli maðurinn fjölskylduna áfram í kongadansi við dúndrandi diskótakt Gloríu Gaynor. „Við lifðum hryllinginn af“ Kohn settist að í Ástralíu og var spurður í fjölmiðlum þar um ástæð- ur dansins. „Af hverju gerði ég þetta? Í fyrsta lagi vegna þess að ég fór með barnabörnin mín. Hver af þeim sem var í útrýmingarbúðunum hefði get- að það? Þau eru flest látin. Við kom- um til Auschwitz með barnabörn- um okkar til að skapa nýja kynslóð og þess vegna dönsuðum við,“ sagði Kohn. Dóttir hans, myndlistarmaður- inn Korman, segir að foreldrar sínir, sem bæði voru í Auschwitz, hafi elsk- að að fá að dansa í útrýmingarbúðun- um, þrátt fyrir allar slæmu minningar. „Þau sögðu: „Við lifðum hryllinginn af og núna dönsum við““. Smekklaust Michael Wolffsohn, Helfararsagn- fræðingur hjá þýska hernum í München, segir dansmyndbandið „smekklaust“. „Það sýnir ekkert ann- að en vandræðalega athyglissýki,“ seg- ir hann í samtali við AP-fréttastofuna. „Öllum hefði verið sama um þetta, hefðu myndirnar birst í myndaalbúmi fjölskyldunnar. En þar sem þetta er á veraldarvefnum nær myndbandið at- hygli sem það á ekki skilið,“ segir rabb- íninn Andres Nachmara, safnvörður í höfuðstöðvum Gestapo í Berlín. Tekur ofan fyrir Kohn Myndbandið hefur verið gífurlega vinsælt í Þýskalandi á síðustu vikum og verið margsinnis sýnt í sjónvarps- stöðvum. Flestir hafa verið jákvæð- ir í garð dansins. „Allir ættu að fá að finna eigin leiðir til að vinna úr fortíð sinni og því sem gerðist í Þýskalandi fyrir sextíu árum, sérstaklega eftirlif- endurnir sjálfir. Það má enginn segja þeim hvernig á að gera upp fortíð- ina,“ segir hinn 22 ára þýski nemi Falk Ebert. Poitr Kaldcik, formaður samtaka pólskra gyðinga, segir viðbrögðin hafa verið blendin hjá gyðingum í Var- sjá. Honum finnst myndbandið ekki ósmekklegt, þar sem Adolek Kohn lifði sjálfur af Helförina. „Það er gríð- arlega erfitt að gagnrýna eftirlifendur Helfararinnar á stöðum sem þessum. Kannski þurfti hann á þessu að halda; ef til vill var það mikilvægt fyrir hann að bjóða þeim birginn sem vildu út- rýma gyðingunum,“ segir Kaldcik. „Ef einhver annar hefði gert þetta, hefði mér fundist það gífurlega óviðeigandi. En þar sem umræddur maður lifði þennan hrylling sjálfur tek ég ofan fyr- ir honum. Þetta fólk upplifði hluti sem við getum sem betur fer ekki ímyndað okkur hvernig voru.“ „We survived“ Adolek Kohn segir í samtali við BBC að hann hafi engan viljað særa með myndbandinu, sem dóttir hans stakk upp á að yrði tekið. „Ég var ekki á móti því að dansa því ég ferðaðist til Auschwitz með barnabörnum mín- um. Ef einhver hefði sagt mér, þegar ég var fangi hérna, að einn góðan veður- dag eftir 62 ár myndi ég snúa aftur með barnabörnunum mínum, hefði ég sent þann sama mann á geðveikra- hæli. Það var mikilvægt að dansa því við erum á lífi, „we survived“,“ segir Kohn hrærður. Ef einhver annar hefði gert þetta, hefði mér fundist það gífurlega óviðeigandi. DANSAÐ VIÐ „I WILL SURVIVE“ Í AUSCHWITZ Hann lifði af Helförina og dansar í myndbandi á YouTube við smellinn I Will Survive í útrýmingarbúðum nasista í Evrópu og þar á meðal í Auschwitz þar sem hann átti skelfilega vist í síðari heimsstyrjöldinni. Deilt er um hvort dansinn sé vanvirðing við minninguna um þær sex milljónir sem létust í Helförinni, eða einungis skemmtileg leið til að fagna því að vera á lífi. helgi hrAFn guðMunDSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is gaman „Þaðvarmikilvægtaðdansaþvíviðerumálífi,„wesurvived“,“segirAdolek Kohn,semlifðiafskelfilegavistíAuschwitz. umdeilt SumumþykirmyndbandiðsmekklaustogvanvirðaminningunaumHelför- ina.Aðrirsegjaaðeftirlifendurhennarráðiþvíhvernigþeirminnastskelfingarinnar. Auschwitz Milljónirgyðingaogannarra létustíHelförinni. MynD reuTerS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.