Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 30
Davíð Þór á Gljúfrasteini Á sunnudaginn mun Davíð Þór Jónsson píanóleikari og tónskáld flytja píanóverk í stofunni á Gljúfra- steini í Mosfellsdal. Davíð mun leika frumsamin lög í bland við tónverk eftir helstu tónskáld síðustu alda á borð við Bach, Schumann og Chopin. Davíð hefur starfað með ýmsum hljómsveitum, en hann útskrifaðist frá Tónlist- arskóla FÍH árið 2001 og gaf fljótlega út sína fyrstu sólóplötu. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl 16.00 og kostar 100 krónur inn. Forsvarsmenn safnsins vilja benda gestum á fyrirbærið Mos-Bus, sem er ekið ókeypis um Mosfellsbæ í sumar og stoppar meðal annars á Gljúfrasteini. latin-Danshátíð í reykjavík Lat- in-danshátíð fer fram í Reykjavík á laugardaginn. Hópurinn Worldwide Friends mun dansa eins og hann eigi lífið að leysa frá klukkan 12.00 til klukkan 18.00 á Laugarveginum, rétt fyrir framan Oliver. Að hátíðinni koma 20 alþjóðlegir sjálfboðaliðar sem hafa eytt síðustu tveimur vikum í að læra um suðræna danstónlist, menningu og mat. Meðal skemmtiatriða má nefna dans og lifandi tónlist en einnig verður hægt að narta í ókeypis mat. Styrkur Hjaltalín úr Inspired by Iceland kom sér vel: risaumfjöllun í Bretlandi „Öll umfjöllun hjálpar, og ágætt að fá stuðning frá stórum blöðum. Sérstaklega ef við ætlum að reyna endurtaka leikinn einhvern tímann aftur, einhvers staðar annars stað- ar,“ segir Högni Egilsson, söngvari Hjaltalín, um grein sem birtist um hljómsveitina í The Sunday Times í síðustu viku. DV greindi frá því fyrr í júlí, að hljómsveitin hefði fengið styrk úr Inspired by Iceland verk- efninu til þess að bjóða erlendum blaðamönnum á tónleika sveitar- innar með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands fyrr í sumar. Ljóst er að styrk- urinn kom sér vel fyrir Hjaltalín, en greinin sem um ræðir er afrakstur samstarfsins við Inspired by Ice- land og nær yfir heila opnu, sem verður að teljast ansi gott þar sem Sunday Times er einn útbreidd- asti fjölmiðill Bretlands. Blaða- maðurinn Dan Cairns er ansi hrif- inn af hljómsveitinni og segir hana dansa á mörkum tilgerðar annars vegar og snilldar hins vegar. Fjöldi blaðamanna mætti á tónleika Hjaltalín og hafa birst greinar um hljómsveitina í aragrúa erlendra fjölmiðla, á borð við Drowned In Sound og AU Magazine, en líklega er grein Sunday Times sú vegleg- asta. Í haust heldur svo hljómsveit- in í tónleikaferðalag um Evrópu. dori@dv.is 30 fókus 23. júlí 2010 föstudagur sumarGleði kimi á BlússanDi Sumargleði Kimi Records brunar nú um landið á blússandi ferð. En hvar sem gleðin stoppar koma fram Benni Hemm Hemm, Retro Stefson, Miri og Snorri Helgason. Í vikunni var meðal annars spilað á Fáskrúðs- firði og á Akureyri, við geggjaðar undirtektir. Nú er gleðin á leiðinni í bæinn, en í kvöld verður spilað í Hvammsvík í Hvalfirði, og annað kvöld í Faktorý bar í Reykjavík. Hús- ið er opnað kl 20.00 og miðaverð er 1.000 krónur. stemminG á Græna hattinum Í kvöld verður heljarinnar stemming á Græna hattinum á Akureyri. Þar koma fram hljóm- sveitirnar Moses Hightower og Song for Wendy. Moses Hightower gaf út sína fyrstu plötu á dögunum, en sú hefur aldeilis fengið glimrandi dóma. Sveitin spilar r&b-tónlist og gaf Andr- ea Jóns þeim 9 af tíu möguleg- um fyrir diskinn Búum til börn. Dúettinn Song for Wendy var stofnaður 2010 og samanstendur af þeim Bryndísi Jakobsdóttur og Mads Mouritz frá Danmörku. Þau syngja lög sem þau hafa sam- ið við texta og ljóð eftir aðra og skapa draumkennda stemmingu með röddum hljómborði og gítar. Tónleikarnir hefjast klukkan 22. mammút í tón- leikaferðalaG Hljómsveitin Mammút hélt út til Evrópu í tónleikaferðalag í vikunni. Um er að ræða stærsta tónleika- ferðalag sveitarinnar frá upphafi, en það er tónlistarsjóðurinn Kraumur sem hjálpar krökkunum af stað. Á ferðalaginu verður meðal annars komið við á tónleikahátíðunum Am Schluss Festival í Sviss og Loft festival í Þýskalandi. Ferðin er liður í kynningu Mammúts á tónlisti sinni og nýjustu breiðskífu Karkari, en sérstök áhersla hefur verið lögð á þýskumælandi lönd. Hjaltalín Hljómsveitin heldur í tónleikaferðalag til útlanda í haust. Um þessar mundir vinnur hópur fólks hörðum höndum við upptökur á sjónvarpsþáttunum Hæ Gosi. Þættirnir eru teknir upp á Akureyri og skarta bræðrunum Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum í aðalhlutverkum. Leikstjóri þáttanna er Arnór Pálmi Arnarson, en hann er aðeins 23 ára og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. „Við stofnuðum fyrirtækið um ára- mótin og eftir það lögðumst við í þriggja mánaða handritaskrif. Við mættum á morgnana og skrifuð- um, vissum að það væri hart í ári, en vonuðum bara að við gætum komið þessu á koppinn að lokum,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, sem er um þessar mundir að leikstýra sjónvarpsþáttunum Hæ Gosi, sem sýndir verða á Skjá einum í haust. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Zeta-films og er stofnað í kringum þættina. Stofnmeðlimir, sem einn- ig starfa sem handritshöfundar, að- stoðarleikstjórar og framleiðendur þáttanna eru ásamt Arnóri, Katr- ín Björgvinssdóttir, Heiðar Mar og Baldvin Zophanías. Arnór er að öll- um líkindum einn yngsti leikstjóri landsins, aðeins 23 ára gamall. Hann útskrifaðist úr Kvikmynda- skóla Íslands fyrir ári, en einmitt þar kviknaði hugmyndin að þátt- unum. Skjár einn sló til „Hugmyndin var alltaf að koma bræðrunum Árna Pétri og Kjart- ani Guðjónssonum saman í gam- anþátt. Ég og Heiðar Mar, sem var bekkjarfélagi minn, skrifuð- um handrit að „pilot“, [prufuþætti, innsk. blaðamanns], fengum þá með okkur í þetta ásamt fleiri leik- urum og gerðum prufuþáttinn í stað þess að gera lokaverkefni. En pælingin var a-lltaf að gera þessa seríu,“ segir Arnór, en eftir að hann kynntist Baldvini Zophaníasi fór boltinn að rúlla. Þegar handrit- ið lá svo næstum klárt, var farið í viðræður við sjónvarpsstöðvarnar. Skjár einn beit á agnið, og lagði til ákveðna prósentu af kostnaði við þættina, en ekki var alveg útséð um hvernig yrði með afganginn. „Við sendum umsókn í Kvikmyndamið- stöðina, og fengum svar í júní og þá gátum við farið af stað. Það var mikill áfangi fyrir okkur að fá styrk- inn frá þeim. Það er hrikalegur nið- urskurður í greininni og því góð viðurkenning fyrir okkur að þeir hafi viljað vera með,“ segir Arnór. Akureyri í stóru hlutverki Þættirnir fjalla um bræður á Akur- eyri og samskipti þeirra við aldrað- an föður sinn, hitt kynið og fólkið í kringum sig. Um er að ræða gam- anþætti í anda dönsku Klovn-þátt- anna. „Við erum að vinna með húmor sem hefur ekki verið unn- ið með mikið hérna heima. Sagan er fyndin og bakvið allar fyndn- ar aðstæður býr gífurlega mikið drama,“ segir Arnór og bætir við að upptökur hafi gengið ótrúlega vel. „Við erum með brilljant krú og þetta kemur mjög vel út. Við erum líka að skjóta þetta á Akureyri og ég held að það sé besta ákvörð- unin sem hefur verið tekin hing- að til. Þetta sögusvið er yndislegt og að sjá þetta í mynd er glænýtt fyrirbæri, enginn Skólavörðustíg- ur og svona.“ Stórskotalið leikara kemur nálægt þáttunum, en auk þeirra Árna Péturs og Kjartans má nefna Þórhall Sigurðsson, Maríu Ellingsen, Helgu Brögu Jónsdóttur, Gosi kemur GlæsileGa út Hæ Gosi Bræðurnir Kjartan og Árni Pétur Guðjónssynir leika bræður í gamanþáttum í anda Klovn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.