Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 33
föstudagur 23. júlí 2010 viðtal 33 stóð til að ég færi í Menntaskólann við Sund en ég var einhvern veginn svona ósáttur félagslega. Mér fannst ég vera kominn svolítið út í horn. Svo ég ákvað að breyta til og fór í MR og kláraði þar. Þar var allt dálítið formlegra og stífara, en það átti ágætlega við mig. Ég breyttist í raun og veru þarna úr því að vera gæinn úti í horninu í það að vera bekkjartrúðurinn og upp úr því fór ég að skemmta og leika. Lék í Herranótt til að mynda og í raun og veru slefaði ég rétt svo stúdentsprófið því þegar kom að því þá var ég bæði í inntökuprófi og að leika hjá leikhópi og var í rauninni svolítið búinn að kveðja skólann. En ég mætti og rétt náði próf- inu.“ Þorsteinn segist ekki í upphafi hafa stefnt að því að verða gamanleikari. „Ég ætlaði mér meira að verða stórleikari í Þjóðleikhúsinu frekar en grínisti þegar ég fór í leiklistarskólann. Árin þar voru erfið, ég var kannski bara ekki alveg tilbúinn í þetta og mér fannst alltaf verið að reyna að gera eitthvað úr mér sem ég var ekki. Ég fann mig ekki og eftir leiklistarskólann þá fékk ég lítið að gera þannig lagað og svo bara dó ferillinn á einu ári fannst mér. Það endaði með því að ég fór að vinna sem textamaður hjá Hvíta húsinu. Þar vann ég í tvö, þrjú ár og þá í raun og veru fór ég að blómstra aftur. Mér leið mjög vel þar. Þar lærði ég margt skemmtilegt og gagnlegt og það að vera treyst fyrir hlutum og fá smá ábyrgð gerði mikið fyrir mig. Ég ber töluverða virðingu fyrir þessu starfi því þegar ég kom þarna fyrst inn á Hvíta húsið þá lærði ég í raun og veru fyrst fagleg vinnubrögð, til dæmis með hugmyndavinnu fyrir auglýsing- ar. Ef maður komst með vonda hugmynd þá var hún bara rekin tilbaka og þú þurftir að koma með meira. Í staðinn fyrir eins og listamaður sem er að gera einhverja hluti sem enginn skilur og getur þá bara sagt; þið eruð vitlaus og getur staðið með því. Það besta fyrir mig er að gera þetta í bland.“ Ætluðu að umbylta gríninu og drepa SpaugStofuna Þorsteinn byrjaði að leika aftur meðfram starfinu á Hvíta húsinu en segist hafa verið feginn því að taka sér frí frá listamannslífinu eftir leiklistarskól- ann. „Fjárhagurinn vænkaðist líka hjá mér við að fara á auglýsingastofuna, en það er alveg rosa- lega erfitt til að byrja með að vera atvinnulaus listamaður. Þú átt aldrei pening og þú ert alltaf að hössla eitthvað og alltaf að bíða eftir að ein- hverjir aðrir uppgötvi þig. Þetta tekur virkilega á taugarnar og ég var í rauninni orðinn bara frekar þreyttur þegar ég fer á Hvíta húsið. Síðan kom að því að ég fór að leika svolítið með þessu og ég hafði unnið leikrit með Helgu Brögu og hún fór að vinna með Fóstbræðrum og svo kall- aði hún mig inn að skrifa með sér þar. Svo lék ég þar líka og upp úr því hætti ég á Hvíta hús- inu og boltinn fór að rúlla. Þetta að vera alvar- legi listamaðurinn, það var bara ekki my thing. Þetta er mjög skemmtilegt og sérstaklega þeg- ar þú ert með svona góðan partner. Það gefst yfir- leitt best að fólk skrifi sitt efni með öðrum, í svona pörum og ég skrifaði allt mitt með Helgu Brögu. Við eyddum oft ógrynni af tíma bara í að blaðra og það var bara alveg stórskemmtilegt. En auð- vitað var líka gríðarlegur metnaður í gangi, við ætluðum alveg að sigra heiminn, breyta öllu og drepa Spaugstofuna,“ rifjar hann upp og brosir glettnislega. old School fjölSkyldumaður Þorsteinn er giftur Elísabetu Önnu Jónsdótt- ur sem stundar nám í lögfræði við Háskóla Ís- lands og segir fjölskyldulífið sitt aðal áhuga- mál. „Ég á 4 börn, elsti strákurinn er tvítugur, úr fyrra sambandi, svo á ég tíu ára, sex og þriggja ára með Elísabetu. Við áttum 6 ára brúðkaups- afmæli á laugardaginn sem heitir víst sykurbrúð- kaup en við höfum verið saman í 12 ár. Við erum bara ótrúlega góð saman. Það hefur aldrei fallið skuggi á. Við erum mjög góðir félagar og ánægð að öllu leyti. Þegar það hafa komið upp vandamál í kring- um okkur, varðandi fjármál eða eitthvað slíkt þá höfum við alltaf náð að taka á því saman. Þegar maður hugsar til baka þá hefur þetta í raun bara verið gleði og hamingja. Mér hefur alltaf fundist svolítið gaman að vera pabbi, ég er frekar leiðinlegur og enginn grín- pabbi. Ég og við hjónin erum svolítið gamaldags og viljum halda heimilislegum anda, börnin verða að borða hollan mat og hreyfa sig og svo framveg- is. Erum eiginlega svolítið old school í þessu. Ég er viss um að margir halda að ég sé skemmtilegri pabbi en ég er, en ég er ekkert verri fyrir það. Þetta er í raun bara mitt aðal áhugamál að vera með þessum „hópi“ sem safnast í kringum mann.“ Þorsteini er margt til lista lagt og hefur til að mynda skrifað 4 fjórar bækur á lífsleiðinni. Hann segir þó erfitt að skrifa bækur á Íslandi í dag. „Það er í raun eitthvað sem ég get alveg hugs- að mér að gera, en ég bara hef ekki efni á því. Það er bara svo dýrt að taka frá marga marga mánuði, ef vel á að vera, í að skrifa bók og ég er bara ekki í þeirri stöðu að geta það. Ég sótti um listamannalaun í mörg ár og fékk aldrei neitt þannig að ég hætti því. Lét þau bara vera í friði. Þetta er mjög sérstakt kerfi og ég hef aldrei alveg skilið það. Þetta á að hjálpa nýgræð- ingum og þeim sem eru að byrja, en ekki öllum. Þetta á að hjálpa þeim sem eru reyndir og skrifa mikið, samt ekki öllum og í raun eru engar for- sendur sem halda vatni. Þetta er svo illa útfært þannig að útkoman er tilviljanakennd sem í raun setur fólk í þá stöðu að það fær engar röksemdir fyrir úthlutuninni enda fer hún að miklu leyti eft- ir smekk þeirra sem sem sitja í úthlutunarnefnd- inni hverju sinni. Þeir sem styðja þetta kerfi, eru þeir sem eru partur af því, þeir sem eru ekki part- ur af því eru flestir á móti því. Ég segi fyrir mig að ég skil ekki hvernig þetta er hugsað. Ég mundi frekar vilja taka þessa peninga og meira til og styrkja menninguna með því að setja þá almennt í bókaútgáfu. Ef þú styrkir fyrirtækin, eins og til dæmis bókaútgefendur, og þau fara að græða peninga þá borga þau rithöfundum meira,“ segir Þorsteinn. Hann er hins vegar sáttur við ferilinn sinn og horfir björtum augum til framtíðar. „Þótt að þetta sé lítið land og kannski ekkert af- rek að skapa sér nafn á Íslandi, þá finnst mér ég á þessum tímapunkti vera búinn að sanna mig að vissu leyti. Ég mundi vilja fá að halda áfram að gera fjölbreytta hluti, kynnast nýju fólki og vinna með góðu fólki.“ brynjabjork@dv.is grínpabbi Ég ætlaði mér aldrei neitt í sveitar- stjórnarpólitík. Ég tók þátt í þessu verkefni til að taka þátt í einhverju skemmti- legu og ég treysti Jóni svo vel til góðra hluta. Mér hefur alltaf fundist svolítið gaman að vera pabbi, ég er frekar leiðinlegur og enginn grínpabbi. Ætlaði að drepa Spaug- Stofuna „Auðvitað var líka gríðarlegur metnaður í gangi, við ætluðum að sigra heiminn, breyta öllu og drepa Spaugstofuna.“ mynd hörður SveinSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.