Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Qupperneq 34
34 viðtal 23. júlí 2010 föstudagur B ubbi Morthens hefur lengi verið einn þekktasti tón- listarmaður þjóðarinnar og sennilega einn sá afkasta- mesti. Hann er dáður og elskaður, umdeildur og hat- aður. Allir hafa skoðun á honum. Þegar hann sló í gegn á níunda áratugnum eltu unglings- stúlkur hann á röndum í von um að komast í rúmið með honum. Síðan hefur hann haldið ótrauður áfram og samið sín lög sem eru nú orðin meira en 500 talsins. Lögin hafa haft áhrif á mann og annan og fjórum sinnum hafa veikir einstaklingar talið sig fá dulin skilaboð úr textunum sem leiddu til ofsókna á hendur honum og fjölskyldu hans. Hann hefur feng- ið líflátshótanir, litlar líkkistur í pósti, fólk hef- ur sofið fyrir utan heimili hans en ekkert gerði hann eins reiðan og þegar brjálaður maður hótaði börnunum hans lífláti. Árið 1982 var vægast sagt viðburðaríkt ár í lífi Bubba. Þetta ár komu fyrsta og önnur plata Egó út. Sú fyrri var í öðru sæti yfir mest seldu plötur landsins og sú seinni í því fyrsta. Í kjöl- far útgáfunnar fór bandið tvisvar í tónleikaferð um landið og þetta ár hitaði það tvisvar upp fyrir erlend bönd í Höllinni, Human League og reggí-sveitina Babatunde Tony Ellis. Rokk í Reykjavík kom út og Egó tók þátt í rokkhá- tíðunum Rokkhátíð ´82 og Risarokk í Höllinni. Bubbi lék fyllibyttu og smáglæpon í Skilaboð- um til Söndru, spilaði með föngum á Hraun- inu og var valinn vinsælasti textahöfundurinn í vinsældakosningu Dagblaðsins Vísis. En þrátt fyrir mikla velgengni ríkti ekki eintóm gleði í lífi Bubba árið 1982. Þetta ár var hann nefnilega í fyrsta skipti ofsóttur af manni sem átti við alvarleg geðræn vanda- mál að stríða. „Ég hef oft lent í því að vera með „stalker“. En fjórir hafa gengið svo langt að það hefur verið einhver ástæða til þess að hafa áhyggjur af því.“ Krafðist þess að fá Kredit Sá fyrsti taldi Bubba hafa stolið af sér lögun- um sínum. Fyrstu kynni Bubba af manninum voru þegar hann fékk bréf þar sem hann krafð- ist þess að Bubbi leiðrétti þetta fyrir þjóðinni. „Hann vildi að ég myndi viðurkenna það að hann ætti öll lögin mín, þar á meðal Ísbjarn- arblús. Ég þurfti ekki að vita meira til þess að vita að maðurinn væri ekki í lagi. Ég vissi það um leið og ég fékk fyrsta bréfið frá honum. Það fór ekki á milli mála þegar hann fór að tala um það að hann hefði samið Ísbjarnarblús. Og ég hefði stolið laginu af honum. Fyrst datt mér í hug að hann væri kommúnisti. Ég vildi frek- ar trúa því. Svo kom í ljós að maðurinn var að meina þetta. Hann skrifaði meira að segja les- endabréf í Morgunblaðið sem fjallaði um það að hann ætti öll lögin mín og fékk það birt.“ ÍtreKaðar lÍflátshótanir Maðurinn hafði ítrekað samband við Bubba og sendi honum fjölmörg bréf. Bréfin urðu hvert öðru furðulegra. „Meiri geðveiki fór að einkenna þau og hann talaði um hluti sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum. Mjög skrýtna hluti.“ Bréfin fjölluðu meira og minna um það að hann ætlaði annaðhvort að drepa Bubba eða meiða hann ef hann fengi ekki kredit fyrir lög- unum. Og hann var með alls kyns hugmyndir um það hvernig hann myndi gera það. Þegar þetta fór að ágerast talaði Bubbi við lögregl- una en það var lítið hægt að gera. „Þetta var í raun orðin svo mikil geðveiki að það var ekki hægt að horfa fram hjá þessu lengur. Hann sendi mér ítrekað líflátshótanir og þetta var ofbeldishneigður maður. Eftir að hann réðst á gamlan mann og slasaði hann mjög illa var hann tekinn úr umferð og settur inn. Þá linnti ofsóknunum loksins. Það er enginn glaður þegar hann lendir í svona aðstæðum, en þetta var nú ekki það svæsnasta sem ég hef lent í.“ sendi snöru Nokkrir mánuðir liðu og allt lék í lyndi. Allt þar til næsti eltihrellir tók að ofsækja Bubba. Í þetta skiptið var það kona „... sem ákvað að deila með mér geðveikisórum sínum. Hún sendi mér bréf. Stundum var hún búin að klippa út stafi og raða þeim saman þannig að þeir mynduðu morðhótanir. Svo sendi hún mér snöru, byssukúlur og ösku í litlum líkkist- um.“ Þetta gekk í einhvern tíma en eftir nokkra mánuði sagði Bubbi stopp, hingað og ekki lengra. „Ég náði til hennar þegar hún sat fyr- ir mér heima hjá mér. Þá tók ég fast á henni. Hún lét ekki af þessu en þetta minnkaði og með tímanum hætti þetta alveg.“ Börnin óttaslegin Næsti maður sem ofsótti Bubba þjáðist af óbærilegri vanlíðan. Hann var sannfærður um að Bubbi gæti náð honum upp úr þessu og kom sér fyrir á tröppunum heima hjá hon- um þar sem hann svaf jafnvel. „Hann kom sér bara fyrir með plötubunkann á tröppun- um hjá mér. Það var engin leið til að losna við hann. Börnin mín voru mjög hrædd við hann. En ég held að hann hafi ekki verið ofbeldis- hneigður. En það var mikil sorg í honum.“ reyndi að vera góður „Hann las eitthvað út úr tónlistinni minni. Hann vildi að ég myndi leysa hann frá sálar- kvölunum og trúði því að ég gæti það. En ég átti engan möguleika á því. Ég reyndi að taka utan um hann en þáverandi eiginkona mín var náttúrulega ekki hrifin af því að ég væri að taka svona fólk inn á heimilið. Ég skil það al- veg. En ég tók hann inn á heimilið mitt. Ef fólk grætur og er í uppnámi og allt þeirra líf er far- ið úr skorðum og það stendur í þeirri trú að ég geti hjálpað því þá skaðar ekki að vera góð- ur við fólkið. Það skaðar engan að taka utan um manneskju sem líður illa og tala fallega til hennar. Ég veit ekki hvort það varð til þess að ýta undir áreitnina, ég veit það ekki, en hann hélt allavega áfram að koma. Ég vildi bara vera al- mennilegur við hann. Oft á tíðum er það frá- bær leið til að takast á við svona aðstæður. En það eru kannski ekki allir með taugar til þess. Það er ekkert gaman að takast á við svona.“ Þetta ástand varði heilan vetur. En eftir vet- urinn fékk maðurinn hjálp og þá hvarf hann úr lífi Bubba. Bubbi hitti hann svo fjórum árum síðar og þá var maðurinn í lagi, bað hann af- sökunar á hegðun sinni og þakkaði fyrir það hvernig Bubbi tæklaði hann á sínum tíma. hótaði Börnunum Öllu erfiðara reyndist að takast á við mann sem trúði því að Bubbi gæti sært út úr hon- um illan anda. „Hann var mjög erfiður. Hann hafði líka lesið eitthvað út úr lögunum mínum og var þess fullviss að ég gæti sært út úr hon- um illan anda. Ég benti honum á að fara nið- ur í Kristskirkju því þar væru kaþólskir prest- ar sem hefðu heimild til þess að gera svona. En hann var mjög harður á því að ég ætti að gera þetta.“ Bubbi þvertók fyrir það og hélt áfram að benda manninum á Kristskirkju. Þá fóru hon- um að berast hótanir frá manninum. „Ég lét það ekki koma mér úr jafnvægi en þegar hann hótaði að skaða börnin mín fór ég í hann. Hann kom æðandi til mín alveg kolgeggjað- ur, froðufellandi og snarbrjálaður og hótaði börnunum mínum. Þá fór ég í hann. Ég lagðist þungt á hann og tók hann niður. Það er ekki gaman að þurfa að slást við svona menn en ég vissi ekki til hvers hann var vís.“ Skömmu síðar var maðurinn tekinn úr um- ferð og færður á viðeigandi stofnun þar sem hann fékk hjálp. stunginn af óBoðnum gesti „Í grófum dráttum er þetta mín reynsla af stal- kerum. En auðvitað er hvert dæmi sem ég tek Börnunumhótað lífláti BuBBi morthens segir frá ofsóknum á hendur sér af hálfu veikra einstaklinga. Einn taldi hann vera sáluhjálpara, annar taldi hann hafa stolið lögunum sínum og ætlaði að drepa hann fyrir vikið, sá þriðji vildi deila geðveikisórum sínum með honum og sendi honum morðvopn í pósti og sá fjórði taldi Bubba geta sært út úr sér illan anda. Hann var eltur, legið var á glugganum hjá honum, hann var stunginn inni á eigin heimili og börnunum hans var hótað lífláti. Bubbi segir frá reynslu sinni af eltihrellum. Þetta hefur líka áhrif á sálarlífið og ég finn fyrir þessu. Hann kom æðandi til mín alveg kol- geggjaður, froðufellandi og snarbrjálaður og hót- aði börnunum mínum. ofsóttur maður Bubbi hefur oftar en einu sinni verið fórnarlamb eltihrella sem telja sig fá dulin skilaboð úr lögum hans. Einn vildi að hann særði út úr sér illan anda. mynd þórhallur Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.