Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Síða 35
föstudagur 23. júlí 2010 viðtal 35 hér aðeins brot af lengri sögu. Það er mjög erfitt að hafa svona fólk á eftir sér. Það er líka mjög erfitt að það er varla hægt að fá hjálp þegar maður lendir í þessum aðstæðum. Það hefur allavega reynst mér mjög erfitt. Það er ekki fyrr en maður verður fyrir skaða að eitt- hvað er gert. Ég var einu sinni stunginn með eggvopni á mínu eigin heimili. Þá fyrst kom lögreglan. Það var í eina skiptið sem hún hef- ur brugðist hratt og örugglega við.“ Bubbi var þá með gest heima hjá sér. Allt í einu var komin inn manneskja sem taldi sig eiga eitthvað óuppgert við gest Bubba. „Þessi manneskja kom óboðin inn til mín, var hleypt inn fyrir slysni. Hún var mjög ógnandi og lamdi frá sér. Þannig að ég tók ákvörðun um að fylgja henni út. Hún átti ekkert að vera þarna og ég var að reyna að koma henni út. Okkur lenti síðan saman með þessum afleið- ingum. Ég var stunginn í lærið með eggvopni, ég veit ekki hvað það var, hnífur eða eitthvað.“ Fjölskyldan var öll heima og börnin horfðu upp á þetta gerast. „Það er mjög erfitt þegar Börnunumhótað lífláti Þegar ég fer út úr húsi á morgnana horfi ég í kringum mig og skima eftir því hvort það sé einhver að fylgjast með mér. framhald á næstu sÍÐu Björk n Tilfelli Bjarkar var með því versta sem þekkist. Maður að nafni Ricardo Lopez varð hugfanginn af henni og lét hana ekki í friði árið 1996. Það kórónaði óhugnaðinn þegar hann reyndi að senda Björk bréfasprengju, en breska lögregl- an náði að stöðva hann í tæka tíð. Með sprengjunni fylgdi myndband af mann- inum, þar sem hann sýndi nákvæmlega frá því hvernig hann bjó til sprengjuna, rakaði svo á sér höfuðið, málaði sig í framan og framdi loks sjálfsmorð. EivØr n Eivør Pálsdóttir sótti um nálgunar- bann á íslenskan mann sem átti að hafa elt hana á röndum í um þrjú ár. Málið gekk meira að segja svo langt að maður- inn flutti til Færeyja og tjaldaði í garðin- um hjá henni í langan tíma. Maðurinn sagði meira að segja að umboðskona Ei- varar væri það eina sem stæði í vegi fyrir sambandi þeirra og hótaði henni líkams- meiðingum. halldór laxnEss n Á ákveðnum tímapunkti þurfti að hafa samband við allar leigubílastöðv- ar í Reykjavík og segja leigubílstjórum að aka vinsamlegast ekki drukknum mönnum upp að Gljúfrasteini, heimili skáldsins, ef þeir óskuðu eftir því. Menn gátu fengið Halldór svo á heilann að dæmi eru um að þeir hafi verið búnir að hreiðra um sig í stofunni heima hjá hon- um, þegar þau hjónin brugðu sér af bæ. Þá var það nánast daglegur viðburður í áraraðir að fólk hringdi og heimtaði að fá að tala við skáldið. hElgi áss grétarsson n Karlmaður var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna hótana, húsbrota og nálgunarbannsbrota í garð Helga Áss Grétarssonar skákmeistara og fjölskyldu hans. Maðurinn lét þó ekki staðar numið þar og var tvívegis kærður fyrir áreitni eftir að hann lauk afplánun refsingar sinnar og vöknuðu upp margar spurn- ingar í kjölfarið, um hvernig ætti að taka á slíkum málum. Þau voru lÍka ofsótt Fleiri Íslendingar hafa lent í klónum á eltihrellum. Brjálæðingur hótaði Börnunum Bubbi lét ekki koma sér úr jafnvægi þótt hann sjálfur fengi líflátshótanir en var öllum lokið þegar brjálæð- ingur hótaði börnunum. mynd VEra PálSdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.