Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Qupperneq 42
XXXXXXXXXX 42 SKRÝTIÐ UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON helgihrafn@dv.is 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Í kjallara einnar byggingarinnar á skóla-lóð Oglethorpe-háskólans í Georgíu- fylki í Bandaríkjunum eru þykkar stáldyr sem var lokað og þær innsigl-aðar með logsuðu fyrir sjötíu árum. Á bak við þessar dyr leynist loftþétt hvelfing sem full er af ýmsum munum og örfilmum, sem komið var þar fyrir á árunum 1937 til 1940. Ef farið verður eftir tilskipunum fólksins sem lok- aði hvelfingunni mun innihald hennar liggja óhreyft næstu 6103 árin. Þetta metnaðarfulla verkefni hófst þegar síðari heimsstyrjöldin var yfirvofandi og var drifið áfram af hræðslu þeirra sem byggðu hvelfinguna við algera út- rýmingu mannkyns og siðmenningarinnar. Presturinn Thornwell Jacobs hafði umsjón með verkefninu, en hann áleit að heimsend- ir væri í nánd. Hann lokaði hvelfingunni, sem hann gaf nafnið Grafhvelfing siðmenningar- innar (e. Crypt of Civilization) árið 1940 og fyr- irskipaði að hana mætti ekki opna fyrr en 28. maí árið 8113. Á hverfanda hveli Við vitum ekki hvernig veröldin verður árið 8113. Sex þúsund ár eru langur tími á mæli- kvarða mannsins þó það sé reyndar aðeins augnablik í sögu alheimsins. Kannski verð- ur mannkynið úr sögunni þá. En við verð- um geymd en ekki gleymd því í hvelfingunni í Oglethorpe-háskólanum eru átta hundruð bókmenntaverk geymd á örfilmum úr efninu sellulósaasetati, sem er afar endingargott. Á filmunum eru 640 þúsund blaðsíður sem inni- halda, meðal annarra verka, Biblíuna, Kóran- inn, Hómerskviður, myndasögur Stjána bláa og handrit kvikmyndarinnar Á hverfanda hveli. Í hvelfingunni liggja einnig ljósmynd- ir, kvikmyndabrot og upptökur með röddum stjórnmálaleiðtoga á borð við Hitler, Stalín, Mussolini, Neville Chamberlain og Franklin Roosevelt. Nokkrar kvikmyndir voru látnar fylgja þar sem Jacobs og starfsfólk hans sést byggja hvelfinguna. Jacobs talaði inn á hljóð- upptöku og sagði: „Heimurinn vinnur að því að koma siðmenningu okkar í eilífa gröf, en með þessari grafhvelfingu eftirlátum við ykk- ur hana.“ Bjór, Andrés Önd og tannþráður Til þess að þessi gögn yrðu aðgengileg framtíð- armönnum, eða jafnvel öðrum vitsmunaver- um, má finna í hvelfingunni stækkunargler fyr- ir örfilmurnar og ýmsa mynd- og hljóðspilara sem verður hægt að knýja með vindumyllu- tækni. Jacobs fannst einnig að skylda manna væri að varðveita hversdagslega muni. Í hvelfing- una var hrúgað ýmsum munum úr daglegu lífi, til dæmis saumavélum, símum, málverk- um, plöntufræjum, tannþræði, brauðristum, Budweiser-bjór, Andrésar Andar-leikföngum og snuðum. Með síðustu mununum sem lagðir voru inn í hvelfinguna áður en hún var innsigluð voru stálplötur með forsíðum dagblaða sem sögðu frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. 6177 ár frá upphafi Forn-Egypta „Í þessari grafhvelfingu eru minningar um siðmenningu sem var til í Bandaríkjunum og fleiri stöðum í heiminum á fyrri hluta tuttug- ustu aldarinnar,“ stendur á málmskildi sem festur er á dyr hvelfingarinnar. Það eru skila- boð frá Jacobs til þeirra sem koma að hvelfing- unni árið 8113. Thornwell Jacobs heillaðist af menningu Forn-Egypta og innsigluðum hvelf- ingum þeirra, sem fundust margar ekki fyrr en á nítjándu og tuttugustu öld. Jacobs ákvað að opnunarárið yrði 8113 þar sem árið 1936 (þeg- ar bygging hvelfingarinnar hófst) væri mið- punktur sögunnar. 6177 ár voru liðin frá upp- hafi egypska tímatalsins og Jacobs bætti við sama árafjölda fram í tímann. Ætti að endast Ef þeir sem finna hvelfinguna kunna ekki ensku eða skyld tungumál geta þeir notast við myndletur sem teiknað er á veggi og muni. Að auki má finna í hvelfingunni kennslurit í ensku. Ef fornleifafræðingar fyndu í dag ævaforna grafhvelfingu er ólíklegt að þeir myndu virða óskir þeirra sem bjuggu hana til um að hún yrði ekki opnuð fyrr en eftir margar aldir. Það er því ákaflega erfitt að vita hvort hvelfingin fær að vera lokuð í þessi rúmlega sex þúsund ár. Þar sem Grafhvelfing siðmenningarinnar er í vatnsheldum kjallara og umkringd hörðu bergi er líklegt að hún haldist nokkuð heilleg til ársins 8113. Jarðskjálftar eru mjög óalgengir á þessum slóðum í suðurríkjum Bandaríkjanna og ekki er talið að náttúruhamfarir geti grand- að neðanjarðarbyggingunni. Við vitum ekki hversu vel innihald hvelfing- arinnar hefur varðveist en munirnir eru taldir vera í góðu ástandi. En það eru hins vegar að- eins liðin 70 ár frá því að stáldyrum hennar var lokað og þær innsiglaðar sem er eitt augnablik í samanburði við 6103 árin sem hvelfingin á að endast í viðbót. Við skulum þó vona að draum- ur Jacobs verði að veruleika. helgihrafn@dv.is Heimurinn vinnur að því að koma siðmenn- ingu okkar í eilífa gröf, en með þessari grafhvelfingu eftirlátum við ykkur hana. MINNINGAR UM MANNKYNIÐ GEYMDAR TIL ÁRSINS Árið 1940 var ýmsum munum úr hversdagslífinu á þeim árum, ásamt meistaraverkum í bókmenntum og listum, komið fyrir í læstri grafhvelfingu í Georgíufylki í suðurríkjum Bandaríkjanna. Menn reistu hvelfinguna þar sem þeir óttuðust útrýmingu mannkyns. Hvelfinguna má ekki opna fyrr en árið 8113. 113 DYR HVELFINGARINNAR Þessar dyr má ekki opna fyrr en eftir 6103 ár. RADDIR Á UPPTÖKUM Í hvelfingunni eru hljóðupptökur með stjórnmálamönnum á borð við Roosevelt, Stalín, Hitler, Hirohito keisara og Mussolini. ÖRFILMUR ÚR SELLULÓSAASETATI Safnvörður hvelfingarinnar, Thomas Pet- ers, vinnur að örfilmunum sem innihalda meistaraverk bókmenntasögunnar, og eiga að endast í árþúsundir. HVELFINGIN Grafhvelfing siðmenningarinnar (e. Crypt of Civilization).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.