Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Page 43
föstudagur 23. júlí 2010 viðtal 43 Maður er bara enn að átta sig á stemmingunni hérna. Ég fór auðvitað út í mars 2008, það var ekkert hrun-ið þá,“ segir útvarpsmaður- inn Andri Freyr Viðarsson, sem snéri heim til Íslands eftir tveggja ára dvöl í Kaupmannahöfn í byrjun sumars. Andri kom heim til að vinna með Ómari Ragnarssyni að útvarpsþáttagerð, en þeir félagar hafa heldur betur slegið í gegn á öldum ljósvakans, enda nánast ógjörningur að leiða jafn ólíka menn saman og fá jafn glim- randi útkomu. „Það er unaður að vinna með Ómari. Hreinn draumur í dós. Maður lærir ekk- ert smá mikið, enda lætur hann bara út úr sér einhverja fróðleiksmola,“ segir Andri. „Kreppan eKKi jafn djúp og ég hélt“ „Ég hélt að þetta myndi vera mun verra,“ seg- ir Andri. „Þegar maður fylgdist með frá Dan- mörku héldum við að þetta væri bara búið. Ég hélt ég myndi bara koma heim í rústir, en svo blasir ekkert við nema þessi Harpa, hálfkláruð hús og heilu hverfin eins og go-kart brautir,“ segir Andri og bætir því við að það fólk sem hann þekki hafi hvort sem er aldrei haft neitt á milli handanna svo í raun og veru hafi lít- ið breyst. Andri segir þó að verðlagið sé kom- ið langt yfir öll skynsemismörk, meira að segja í samanburði við Kaupmannahöfn, sem telst vera dýr borg. „Bjór er allt of dýr, matur allt of dýr. Ég meina ég fer og kaupi mér túnfisk- samloku á sértilboði í 10-11 á 590 krónur, verð- ur það ekki að teljast ansi gott grín?“ spyr út- varpsmaðurinn og bölvar leigumarkaðnum á Íslandi í leiðinni, þar hefur verðlagið verið sér- staklega óvinveitt. hirð-plötusnúður borgar- stjórans í Kaupmannahöfn Andri hafði nóg að gera í Kaupmannahöfn, annað en að vera með vikulegan útvarpsþátt á Rás 2 sem hann sendi út ýmist beint úr stof- unni heima hjá sér, eða úr danska ríkisútvarp- inu. „Þegar ég kom fyrst út vann ég í tæplega ár hjá ljósafyrirtækinu Brother & Son. Ég byrj- aði þarna bara einn, en svo stækkaði fyrirtæk- ið og ég fékk nánast að velja mér samstarfsé- laga. Það er mjög vel séð að ráða Íslendinga í vinnu í Danmörku, þykja afskaplega duglegir, á meðan Danina þyrstir í kaffipásur og gubba þegar þeir heyra minnst á yfirvinnu.“ Þá vann hann einnig sem plötusnúður, undir nafninu Sir Honky Tonk og spilaði allt að þrisvar í viku á hinum ýmsu skemmtistöðum. Eftir eitt spil- eríið hafði svo skrifstofa Franks Jensen, borg- arstjóra Kaupmannahafnar, samband og í því framhaldi spilaði Andri ótal sinnum á ýmsum uppákomum sem tengdust framboði hans í janúar á þessu ári. „Hann fílaði klassíska rokk- ið. Ég spilaði meðal annars í sigurpartíinu hans,“ segir Andri og á allt eins von á að fá lyk- ilinn að Kaupmannahöfn sendan í pósti fyrir vikið. Kominn heim í bili og einhleypur í þoKKabót Andri er kominn heim til Íslands í bili, en hann heldur áfram að vinna hjá RÚV í haust og að minnsta kosti fram yfir áramót. Eins og vin- ir kappans á Facebook hafa væntalega séð er hann nýlega orðinni einhleypur, en vill lítið tjá sig um þau mál. Prinsinn, þátturinn með Ómari Ragnarssyni, verður í loftinu út sumarið, en ekki er enn komið á hreint hvað Andri gerir á Rás 2 í haust. Hann segir það ekki í kortun- um að flytja aftur til Kaupmannahafnar á næst- unni, þó svo honum líði vel í borginni, en úti- lokar þó ekkert. eKKi enn á toppnum Andri byrjaði í útvarpi fyrir um það bil tíu árum með þáttinn Karate á X-inu. Eftir það fór hann að vera með daglegan þátt þar til stöðin var lögð niður, en grínið hélt áfram á XFM, þar sem hann og Búi Bendtsen nokkur stjórnuðu þættinum Capone, við góðan orðstír. Nú er hann kominn á Rás 2, ásamt Ómari Ragnarssyni, en segir það af og frá að toppnum sé náð. „Þarf maður ekki að bíða þar til Óli Palli deyr og taka starfið hans? Ætli það sé ekki toppurinn.“ dori@dv.is Ég hélt ég myndi bara koma heim í rústir, en svo blasir ekkert við nema þessi Harpa, hálfkláruð hús og heilu hverfin eins og go-kart brautir. Bjórinn Útvarpsmaðurinn andri Freyr viðarsson er kominn aftur til landsins. Upphaflega kom hann einungis til að vera með þátt yfir sumartímann á Rás 2 en nú er ljóst að hann mun staldra lengur við á stöðinni. Undanfarin tvö ár hefur hann dvalið í Kaupmannahöfn, þar sem hann var meðal annars hirð-plötusnúður borgarstjórans. allt of dýr andri freyr Viðarsson Er nú kominn aftur til Íslands, í bili að minnsta kosti. mynd hörður sVeinsson í beinni Andri hefur verið ráðinn til frekari starfa á Rás 2, en í sumar hefur hann stjórnað Prinsinum ásamt Ómari Ragnarssyni. mynd hörður sVeinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.