Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 48
48 ÚTLIT UMSJÓN: VIKTORÍA HERMANNSDÓTTIR viktoria@dv.is 23. júlí 2010 FÖSTUDAGUR NÝ HÖNN- UNARBÚÐ Kiosk er ný íslensk verslun, staðsett að Laugavegi 33. Búðin var formlega opnuð í gær. Kisosk er fataverslun þar sem níu íslenskir hönnuðir selja hönnun sína. Þeir eru Arna Sigrún Haraldsdóttir, Ásgrímur Már Frið- riksson, Shadow Creatures, Eygló Margrét Lárusdóttir, Hlín Reykdal, María Björg Sigurðardóttir, Rebekka Jónsdóttir, Sævar Markús og Ýr Þrastardóttir. Þessari nýju viðbót í verslunarflóru Íslendinga verður vafalaust vel fagnað. Íslensk hönnun er tiltölulega ódýr miðað við gæði í flestum tilfellum og því tilvalið að styrkja íslenskan iðnað. Íslenskt, já takk! FLUG- MANNA- JAKKAR „Aviator“-jakkar, eða flug- mannajakkar, eru eitt það heitasta fyrir haustið. Margir hönnuðir voru með jakkana í haustlínum sínum og búast má við að það verði mikið um þá í verslunum með haustinu. Þeir eru bæðir hlýir og töff. Flottir leðurjakkar með hlýjum loðfeld geta ekki klikkað. Það er svo að sjálfsögðu toppurinn að næla sér í alvöru gamlan flug- mannajakka en það er líklega mjög erfitt. Nýju jakkarnir fylgja þó fast á eftir og þeir eru flottir í alls kyns litum með mismun- andi lituðu skinni. Leiðrétting Í síðasta helgarblaði urðu þau leiðu mistök að það gleymdist að setja nafn ljósmyndarans Heklu Flókadóttur undir myndir í grein um fatahönnuðinn Guðrúnu Töru Sveinsdóttur. Biðjumst við velvirðingar á þessu. Flauel kemur sterkt inn í haust: Konunglegt flauel Þó að sumarið sé bara hálfnað er hugurinn nú þegar farinn að reika til hausttískunnar 2010. Útsölur eru í flestum búðum og það tekur því ekki að kaupa sér sumarkjól sem endist manni í mánuð. Þess vegna er freist- andi að skoða hvað verður mest áberandi í haust. Þar er flauel áberandi í hinum ýmsu útfærsl- um. Flauel var aðeins byrjað að sjást síðasta haust og í ár verð- ur það enn sýnilegra. Nokkr- ir helstu hönnuðir heims voru með flauel í haustlínum sínum og skipti þá ekki máli hvort um var að ræða kjóla, buxur, jakka, blússur eða hvað eina annað. Flauel er konunglegt, fallegt og ekki skemmir fyrir hvað er þægilegt að klæðast því. JULIAN LOUIS ROCHAS ALEXANDER WANG ALEXANDER WANG „Okkur var búið að dreyma um þetta lengi. Okkur fannst erfitt að fá þrí- skipt jakkaföt – þá vesti, buxur og jakka. Það var fyrst á dagskrá hjá okk- ur að gera það. Síðan vildum við líka gera okkar eigin hnébuxur. Buxurn- ar í línunni eru þannig að þú getur bæði haft þær síðar og notað þær sem hnébuxur,“ segir Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður Herraf- ataverslunar Kormáks og Skjald- ar. Verslunin hefur gert sína fyrstu hönnunarlínu sem ber einfaldlega nafnið „Kormákur og Skjöldur“. Lín- an kemur í verslunina í haust. Hún er saumuð í bakherbergi búðarinnar og því algjörlega íslensk framleiðsla. Verslunin hefur verið þekkt um langt skeið fyrir gæðavöru og að halda uppi heiðri alvöru herramennsku. Þeir hafa lagt mikið upp úr því að bjóða upp á gömul gæðaföt sem eru samt ný. Yfirleitt úr gömlum lagerum af ónotuðum fötum. Búðin byrjaði þó upprunalega sem verslun með notuð föt en færði sig fljótlega yfir í ný gömul föt úr vönduðum efnum og með góðum sniðum. Mikil gæði Guðmundur segir þá leggja mikið upp úr að hafa efnin góð. „Þetta eru mikil gæðaefni sem við notum í hönnuninni. Þetta er fínasta enskt tweed-efni. Efnin komu af gömlum lager sem við keyptum part af. Við vorum búin að ákveða að kaupa efn- in fyrst og hanna út frá því. Við viss- um samt hvernig efni við vildum fyrir fram,“ segir hann. Þeir koma til með að bjóða upp á 7–8 tegundir af efni. Flestir karlmenn sem kunna að meta góða hönnun ættu að geta not- ið línunnar. Herramennskan er í fyr- irrúmi. „Við verðum með fötin í mjög góðum stærðum. Það ættu flestir að fá föt sem passa, þau koma í stærð- um 46–58. Þetta eru svona svolítið öðruvísi föt. Þetta er fyrir alla karl- menn, á hvaða aldri sem er,“ segir Guðmundur og bætir við: „Mér hef- ur líka fundist vanta vesti. Það hefur verið mjög erfitt að fá flott vesti, með smáatriðum og opin. Þau sem ég hef fundið eru yfirleitt second-hand, það hafa ekki verið til nein ný.“ Blanda af tímabilum Hann segir línuna vera undir áhrif- um frá fyrri árum. „Þetta er bara svona klassík með tvisti. Þetta er svona blanda af einhverjum tímabil- um. Það er ekki mikið um föt í þess- um stíl. Sérstaklega ekki ný.“ Guð- mundur segir þá munu reyna að stilla verðinu í hóf. „Það er ekki alveg komið á hreint með verðið en þetta verður verðlagt miðað við gæðin – við stefnum á að þetta verði gæðaföt á frekar fínu verði.“ Línan var frumsýnd á listahátíð ungs fólks á Austurlandi – LungA – um síðustu helgi. Að sögn Guð- mundar tókst vel til og fengu þeir góð viðbrögð við tískusýningunni. „Svo stefnum við á að vera með aðra sýningu í haust þegar línan er tilbú- in. Hún verður þá haldin í Reykjavík.“ viktoria@dv.is Herramennskan er í hávegum höfð í fyrstu herrafatalínu Herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar: KLASSÍK MEÐ TVISTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.