Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.2010, Blaðsíða 50
50 lífsstíll umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 23. júlí 2010 föstudagur skyr- terta Inni á Ynjuneti má finna skemmtilegar uppskriftir. Hér er ein þeirra birt með góðfúslegu leyfi ynjanna. n Þessi ísterta fellur ekki, er fljót- gerð og þarfnast ekki alls mögu- legs hráefnis. n Hana á að búa til með slumpi. Bara svona eins og þér finnst henta. n Í meginatriðum er hún gerð svona: n Kökumót með lausum botni er smurt og áður en það er klemmt saman fer smjörpappír yfir botn- inn. n Hafrakex og smjör er mulið saman í skál þar til það verður nógu klesst til að geta þakið botn- inn á mótinu. n Mótinu með kexbotninum er skellt í kæli á meðan ístertan er búin til. n Hrærðu saman í jöfnum hlut- föllum bragðbættu skyri og van- illuís. Hér var notað hindberja- skyr og til þess að gera tertuna pínulítið meira spennandi var bætt í 2-3 msk. af hindberja- sultu (með berjunum í). Þessari blöndu er hellt ofan á kexbotninn í mótinu og hún fryst í 30 mínút- ur að minnsta kosti. n Þegar kakan er tekin úr frysti er ágætt að leggja mótið í snöggt heitavatnsbað til að losa ísinn frá mótinu eða verma það að utan með höndunum. n Skreytingin er skemmtilegust. Hér var klipptur út bókstafur af- mælisbarnsins og lagður ofan á kökuna, kökuskrauti stráð yfir og pappírsbókstafurinn svo tekinn af. Kolla gefur góð ráð um hvernig hægt er að breyta gömlum lúnum barnahúsgögnum með litlum tilkostnaði. gömul húsgögn fá nýtt líf Oftast þarf ekki mikið til að fríska upp á lúin húsgögn og ef það er eitthvað sem ég stenst ekki þá er það prufu- málning í öllum regnbogans litum. stólar og borð Þú þarft: Prufumálningardósir með lit að eig- in vali. Ef þú ert í vafa er oft betra að kaupa dekkri tóninn á litaspjald- inu og kaupa hvíta málningu með svo þú getir lýst að vild og fundið þannig draumatóninn. Pensil. Fínan sandpappír, til dæmis 400, en grófari ef gamla málningin er þykk eða í mörgum lögum. aðferð: Byrjið á að þrífa alla fitu af húsgögn- unum með sápuvatni. Ef húsgögn- in eru máluð fyrir þarf að matta þau með sandpappír og þurrka vel áður en þau eru máluð. Málið húsgögnin vandlega og athug- ið að stundum þarf að grunna undir ljósari litina. Að lokum eru húsgögn- in lökkuð með möttu eða glansandi lakki til að auka slitþol þeirra. sessur Þú þarft: Svamp (þessi fékkst í Rúmfatalagern- um fyrir nokkru) Efni sem gleður augað (þetta tiltekna efni breyttist úr gömlum víðum kjól í sessu) aðferð: Sníðið svampinn eftir stólnum og klippið til í rétta stærð. Sníðið efnið ofan á sessuna í rúmlega stærðina á sessunni og efnið undir í tvo búta sem leggjast yfir hvorn ann- an. Faldið bútana tvo í saumavél. Leggið röngu á móti röngu og saum- ið saman en skiljið eftir faldaða opið aftan á. Snúið við og saumið bönd aftan á. fyrir ynjur á öllum aldri „Þetta er eiginlega bara allt sem viðkemur konum og okkur finnst áhugavert og sniðugt. Við ákváð- um einmitt að setja ekki stefnuna á tísku því okkur finnst vera svo margt í boði í henni en við tökum hana líka í og með. En okkur finnst gaman að kíkja bara á hvað konur eru að gera, fara inn á vinnustofur og bara fjalla um spennandi konur,“ segir Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir eða Kolla eins og hún er kölluð. Hún heldur úti lífstíls- síðunni ynjunet.is ásamt systrunum Kristjönu Ösp og Örnu Guðbrands- dætrum. Inni á síðunni er að finna fjölbreytt úrval af efni fyrir konur á öllum aldri. Þar má finna umfjöll- un um afþreyingu, tískuumfjöllun, umfjöllun um heilsu, ferðalög, börn, menningu, mat og margt fleira. Opið og fjölbreytt Þær skrifa allar inn á síðuna en þó um mismunandi málefni enda áhugasvið þeirra ólík. „Við reynum að hafa þetta fjölbreytt og þetta er mjög opið. Við erum allar með mis- munandi bakgrunn og það nýtist okkur vel. Arna er menntaður arki- tekt og hefur áhuga á náttúrunni og öllu sem tengist því. Kristjana er með blaðamennskubakgrunn og getur skrifað um allt og ég er smíða- kennari og hef rosalega gaman af því að gera eitthvað í höndunum,“ seg- ir Kolla. Systurnar stofnuðu síðuna í september 2009 og buðu Kollu að vera með í kringum síðustu jól. Kolla heldur einnig út annarri síðu, augna- blik.blogspot.com, þar sem má finna einstaklega fallegar og skemmtilegar ljósmyndir sem hún tekur. „Ég kem inn í rauninni sem ljósmyndari með frjálsar hendur. Þær voru náttúru- lega búnar að sjá myndir af augna- blik-síðunni og báðu mig þess vegna að vera með. Ég tek allar myndir fyrir síðuna nema annað komi fram. Sum- ar eru aðsendar eða bara af netinu.“ Gerðu það sjálf Kollu er margt til lista lagt og hefur verið dugleg við að gefa lesendum síðunnar góð ráð. Til dæmis hefur hún breytt gömlum barnahúsgögn- um með litlum tilkostnaði og sýnt hvernig á að gera dýrðarinnar leik- föng fyrir börn úr korktöppum. „Þetta er til að gefa fólki hug- myndir um hvað það getur gert sjálft. Hún segist vera hrifin af því að gera hlutina sjálf og vinni mikið í höndun- um. Þetta er yfirleitt eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og set það svo inn. Það er misjafnt hvaðan hug- myndirnar koma. Stundum er þetta bara eitthvað sem ég sé eða bara úr hausnum á mér,“ segir Kolla og hlær. Myndrænt og skýrt Síðan er mikið lesin af konum á öll- um aldri. „Markhópurinn er í raun bara konur á öllum aldri. Við reyn- um að hafa þetta fjölbreytt og bara eitthvað fyrir alla.“ Síðunni var breytt eftir að Kolla slóst í för með þeim systrum og stækkuð til muna. „Við ákváðum að við vildum hafa hana svolítið myndrænni og notendavænni. Bara þannig að það sé fullt að sjá og skoða. Fólk er kannski ekki að hanga og lesa heilu greinarnar því það er kannski í vinnunni eða að sinna börnunum og þess vegna er fínt að hafa þetta svo- lítið myndrænt og skýrt.“ viktoria@dv.is Ynjunet.is er lífstílssíða fyrir konur á öllum aldri. Þar má finna umfjöllun um heilsu, ferðalög, tísku, menningu, mat og nánast allt milli himins og jarðar. Góð ráð Ynjurnar gefa góð ráð um hvernig megi gera auðvelda og fallega hjóla- greiðslu í hárið. Kolla Er ein þeirra sem standa að baki síðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.