Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Qupperneq 2
„Ríkisstjórnin er veik vegna þess
að VG er klofinn flokkur. VG hag-
ar sér ekki eins og ríkisstjórnar-
flokkar gera venjulega þar sem ég
þekki til. Þetta er klofinn flokkur og
þingmenn hans ekki sammála um
stefnumið ríkisstjórnar sem flokk-
urinn á aðild að,“ segir Gunnar
Helgi Kristinsson stjórnmálafræði-
prófessor.
Hann segir að við slíkar aðstæð-
ur mætti telja líklegt að samstarfs-
flokkurinn, Samfylkingin, gæfist
upp á samstarfinu. „En Samfylk-
ingin á enga góða kosti. Hún gæti
myndað ríkisstjórn með öðrum, en
það er ekki fýsilegur kostur eins og
málum er háttað. Það er ekki það
langt liðið frá hruninu að Samfylk-
ingin vilji standa að því að leiða
Sjálfstæðisflokkinn eða Framsókn-
arflokkinn til valda. Svo er á það að
líta að Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra hefur þingrofsrétt
og gæti boðað til kosninga. Sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor færðu
hins vegar mönnum heim sanninn
um að það er ekki fýsilegur kost-
ur. Samfylkingin er því að reyna að
halda þessu gangandi ásamt meiri-
hluta þingflokks VG. En ríkisstjórn-
in hefur ekki þingmeirihluta nema
í hluta mála. Víða eru undirliggj-
andi átök, einnig innan Samfylk-
ingarinnar, um auðlindamálin og
Magma. Sennilega ríkir samkomu-
lag um eignarhald á auðlindum en
ekki aðkomu útlendinga að nýt-
ingu þeirra. Það er dálítið einkenn-
andi fyrir þessa ríkisstjórn að hún
lætur hlutina springa framan í sig
og fer svo að semja.“
Að öllu samanlögðu telur Gunn-
ar Helgi að núverandi ríkisstjórn
Samfylkingarinnar og VG reyni að
þrauka áfram, annars vegar af ótta
við kosningar en hins vegar vegna
þess að aðrir góðir kostir séu ekki
í boði. „Þótt fjórir eða fimm þing-
menn VG teljist til órólegu deildar-
innar – og leggist gegn hefðbundn-
um flokksaga – er heldur ekki víst
að neinn þeirra vilji sitja uppi með
það á blöðum sögunnar að hafa
sprengt stjórnina. Auk þess er á það
að líta að kreppan gengur á endan-
um yfir. Þeir sem eru við stjórnvöl-
inn nú vilja vitanlega einnig vera
við völd þegar sést loks til lands.
Þetta er einnig ástæða fyrir stjórn-
arliða til þess að halda haus þrátt
fyrir mál sem angra þá nú.“
2 FRÉTTIR 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR
Margir undrast áberandi veikleika
í landsstjórninni um þessar mund-
ir. Birtingarmynd veikleikanna er
áhrifaleysi ríkisstjórnarinnar við að
framkalla nauðsynlegar breytingar
og fylgja eftir mikilvægum stefnu-
málum sínum.
Á sama tíma eru engin merki þess
að kjósendur fái að koma hreyfingu
á þessa kyrrstöðu með þingkosn-
ingum. Sú kenning hefur verið sett
fram að enginn stjórnmálaflokkanna
hafi hag af þingkosningum í bráð;
þeir óttist „Gnarr-áhrifin“ úr borg-
arstjórnarkosningunum og að þjóð-
in kjósi Spaugstofuna á þing með
að minnsta kosti þriðjungi atkvæða.
En þetta væri í hæsta máta undar-
leg afstaða vegna þess að slík afstaða
forystumanna í öllum stjórnmála-
flokkum endurspeglaði þá afger-
andi uppgjöf við að breyta þjóðfé-
laginu. Stjórnmálastéttin hefði þá
horfið frá því að fylgja hugsjónum
og pólitískum stefnumiðum en væri
fyrst og fremst í stellingum þeirra
sem bregðast þurfa við aðsteðj-
andi bráðavanda, slökkva elda sem
kveiktir voru. Slík stjórnmál eru að
mörgu leyti ofurseld hentistefnu og
lausnum sem nærtækar þykja hverju
sinni en þurfa alls ekki að vera bestu
lausnirnar. Þarna liggur munurinn
á viðbrögðum stjórnmálamanna
sem uppteknir eru af orðnum hlut,
slökkvistarfinu, og hinum sem hugsa
fram á veginn og huga að grundvall-
arumbótum sem gera þarf í kjölfar
bankahrunsins.
Óbreytt gamla Ísland
Önnur kenning er sú að stjórnar-
andstöðuflokkarnir, einkum þó
Sjálfstæðisflokkurinn, hafi áttað sig
á að veikleikar ríkisstjórnarinnar
koma í veg fyrir að róttækar breyt-
ingar verði gerðar á þjóðfélaginu í
bráð. ESB-viðræðurnar leiði ekki til
neins, kvótakerfinu verði ekki um-
bylt og ríkisstjórnin sé jafnvel ófær
um að fækka ráðuneytum og há-
skólum eða ráða fólk til verka með
sómasamlegum hætti. Sömu menn-
irnir og keyrðu fjármálakerfið í þrot
fái að vinna óáreittir í sömu störfum
og á sama kaupi og áður. Þeir vinni
við það í næði að skipta góssinu á
ný á milli hrunverjanna sjálfra með
aðstoð lögfræðinga sem fæstir séu á
bandi ríkisstjórnarinnar. Þetta sjón-
armið gerir þeim þætti hátt und-
ir höfði að áhrif og völd hafi í raun
og veru ekki færst til með banka-
hruni, kosningum og stjórnarskipt-
um. Sama kunningjaveldið og sömu
klíkurnar ráði eftir sem áður og einu
megi gilda hvort snefill af áhrif-
um og valdi flytjist frá framkvæmd-
arvaldinu til þingsins eða jafnvel
dómstólanna.
Meiri samloðun en margir telja
Þriðja kenningin snýst um að þótt
hægt gangi og sundurlyndið dragi
tennurnar úr ríkisstjórninni sé ekki
hætta á að jafnaðar- og vinstrimenn
sleppi valdataumunum. Þegar á
reyni þjappi þeir sér saman. Fræg
urðu orð Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra um að stjórnar-
samstarfið væri eins og að smala
köttum. Þetta á hæglega við um fjóra
til sex þingmenn VG lengst til vinstri,
en sumir þeirra hafa beinlínis lýst sig
andvíga miðstýrðu flokksstarfi.
Til að koma málum áfram þarf
agað flokksstarf og samhenta for-
ystu. Það herfylki sem best skipu-
leggur baráttu sína og fylgir út-
hugsaðri hernaðaráætlun undir vel
smurðu stjórnkerfi er venjulega sig-
ursælast. Lýðræði innan flokka get-
ur við slíkar aðstæður átt á brattann
að sækja gagnvart fámennri flokks-
forystu sem nær því betri árangri
sem flokkurinn er samhentari að
baki henni. Rétt eins og hershöfð-
ingi og herráð sem þaulskipuleggja
aðgerðir og ná árangri með aga yfir
herfylkjum sínum. Samlíking stjórn-
mála við hernaðarlist er alkunn og
aldagömul.
Það er dálít-ið einkennandi
fyrir þessa ríkisstjórn
að hún lætur hlutina
springa framan í sig og
fer svo að semja.
ÞRAUKA AF ÓTTA
VIÐ KOSNINGAR
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
„Veik ríkisstjórn er efnahagslegt vanda-
mál í sjálfu sér,“ segir Illugi Gunnarsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann tel-
ur að ríkisstjórnin sé samsett úr þremur
flokkum, Samfylkingunni, flokki Stein-
gríms og flokki Ögmundar. Gunnar Helgi
Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor
telur líklegast að ríkisstjórnin haldi velli
enda sé lítill áhugi á kosningum og kostir
Samfylkingarinnar í stað samstarfs við
klofinn samstarfsflokk séu ekki fýsilegir
svo skömmu eftir hrun.
Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor:
Stjórnarskipti ólíkleg
Illugi Gunnarsson þingmaður:
Pólitískóvissa
„Það sem mér þykir verst er að
þessi ríkisstjórn býr til pólitíska
óvissu með veikleikum sínum
og það hefur neikvæð áhrif á at-
vinnulífið. Það mun reynast okk-
ur dýrt. Menn halda fyrir vikið að
sér höndum í fjárfestingum og
nýsköpun,“ segir Illugi Gunnars-
son, hagfræðingur og þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins. Hann
bíður niðurstöðu rannsóknar á
stjórnar setu sinni í Sjóði 9 hjá
Glitni áður en hann tekur aftur
sæti á þingi.
„Vandræðagangur ríkisstjórn-
arinnar er margvíslegur. Segja
má að veikleikar hennar séu
efnahagsvandamál í sjálfu sér.
Hitt er svo annað hvað hún tór-
ir. Sagan sýnir að vinstri stjórn-
um hefur reynst erfitt að halda út
Oddvitarnir Lítilláhugiákosningum,
viljaleysitilaðleiðastjórnarandstæðinga
tilvaldaogávinningurafþvíaðsýna
úthaldaukalíkurnaráaðríkisstjórnin
haldivelli.
Birtir upp um síðir GunnarHelgi
Kristinssontelurlíklegastaðríkisstjórn-
inreyniaðþraukaþráttfyrirveikleikana
innanVG.