Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 8
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ól- afs Skúlasonar, biskups Íslands, hef- ur óskað eftir áheyrn kirkjuráðs, æðsta framkvæmdavaldi þjóðkirkj- unnar. Samkvæmt heimildum DV sat Guðrún Ebba fund með Karli Sigur- björnssyni biskupi Íslands snemma árs 2009. Á vormánuðum 2009 sendi hún svo bréf sem var stílað á biskup þar sem hún óskaði eftir fundi. Er- indinu var enn ósvarað ári síðar, þeg- ar hún ítrekaði beiðnina og sendi þá bréf á kirkjuráð, þann 27. maí 2010. Kirkjuráð setti erindið strax á dag- skrá næsta fundar ráðsins sem var haldinn dagana 23. og 24. júní, en séra Kristján Björnsson sem situr í ráðinu segir að vegna fjölda mála á dagskrá hafi ráðið ekki komst yfir er- indi Guðrúnar Ebbu og því frestað af- greiðslu þess fram til næsta fundar, sem haldinn verður í næstu viku. Í fundargerð segir hins vegar að ákveð- ið hafi verið að boða Guðrúnu Ebbu á fund ráðsins, en enn hefur það ekki verið gert. Biskup neitar að svara DV hefur óskað eftir því að fá afrit af bréfinu með vísan í upplýsinga- lög. Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri á biskupsstofu, hefur hafnað þeirri beiðni fyrir hönd bisk- ups. Synjunarbréfið frá Ragnhildi var einnig sent á aðra starfsmenn bisk- upsstofu, þá Árna Svan Daníelsson, Ragnhildi Bragadóttur og Halldór Reynisson. Þegar óskað var eftir svör- um frá biskupi neitaði hann að taka símann. Þess í stað sat séra Halldór Reynisson fyrir svörum þar sem hann var á fréttavakt biskupsstofu. Hall- dór sagði að það væri nokkuð ljóst að hvorki biskup né aðrir kirkjunnar menn myndu tjá sig um málið og það væri sama hvort blaðamaður reyndi að ná tali af Pétri eða Páli eða hverj- um sem væri, opinber stefna kirkj- unnar væri að ræða ekki opinberlega um málið. Berst fyrir börnin Blaðamaður hafði þá samband við séra Halldór Gunnarsson, sóknar- prest í Holti, sem andvarpaði yfir er- indinu, baðst undan því að svara fyrir það og vísaði á biskupsstofu. Það hvíl- ir því mikil leynd yfir erindi Guðrún- ar Ebbu og því hvernig kirkjan ætlar að mæta henni. Samkvæmt heimild- um DV fer Guðrún Ebba meðal ann- ars fram á að kirkjan horfist í augu við óþægileg mál og læri af þeim. Það sé ólíðandi að menn sem hafi slíka slóð á bakinu geti komist til metorða inn- an kirkjunnar sem og annars stað- ar, en allavega fjórar konur sökuðu Ólaf föður hennar um kynferðis- brot. Guðrún Ebba hefur lengi sinnt óeigingjörnu starfi þar sem hún hefur barist fyrir réttind- um barna og kvenna sem verða fyrir ofbeldi og sinnt forvarnar- starfi gegn kynferðisofbeldi sem meðstjórnandi samtakanna Blátt áfram. Hrökklaðist úr landi Guðrún Ebba er ekki fyrsta konan til þess að óska eftir áheyrn kirkju- ráðs. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum fékk Sigrún Pálína Ingvars- dóttir áheyrn ráðsins 19. júní 2009, en árið 1996 sakaði hún Ólaf um nauðg- unartilraun. Málið vakti mikla athygli á Íslandi og í kjölfar ásakana hennar gáfu aðrar konur sig fram og sökuðu bisk- up um kynferðislega áreitni. Biskup kærði málið til saksóknara og sagði sakaráburð vega að friðhelgi einkalífs hans og æru. Ríkissak- sóknari vísaði málinu frá, en skömmu áður hafði biskup ákveðið að afturkalla kæruna. Í kjölfarið hrökklaðist Sigrún Pálína úr landi og settist að í Dan- mörku. Guðrún Ebba studdi Sigrúnu Pálínu Samkvæmt heimildum DV var ein ástæðan fyrir því að Guðrún Ebba sat áðurnefndan fund með biskupi vilji til þess að sýna stuðning við Sigrúnu Pálínu. Í kjölfarið bað Karl „þær kon- ur og börn, sem brotið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunn- ar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið,“ í setn- ingarræðu sinni við upphaf presta- stefnu Íslands í fyrra. Við sama tæki- færi sagði hann að kirkjuþing hefði sett starfsreglur um meðferð kynferð- isbrotamála í kirkjunni. Þær reglur voru kynntar Sigrúnu Pálínu á fundi kirkjuráðs, þar sem hún var einnig beðin afsökunar á þeim sársauka sem hún hefur þurft að þola. Séra Halldór vék sér undan fundinum Séra Halldór í Holti sat einnig í kirkju- ráði þegar Sigrún Pálína mætti á fund ráðsins ásamt eiginmanni sínum, börnum og vinum, en Halldór Gunn- arsson óskaði eftir að víkja sæti þegar mál hennar var tekið fyrir. Séra Anna Sigríður mætti því fyrir hans hönd. Aðspurður segir hann ástæðuna vera þá að hann hafði þegar kynnt sér mál Sigrúnar Pálínu og lýst því yfir að hann tryði orðum hennar. Móðir hans var ein af þeim sem tóku á móti Sigrúnu Pálínu og aðstoðuðu hana og þegar séra Ólafur var settur biskup gerði hún honum grein fyrir þessu atviki. Frá- sögnin fannst honum svo ótrúleg að hann gat ekki trúað henni, ekki fyrr en Sigrún Pálína steig sjálf fram og sagði sína sögu. Eftir það gat hann ekki ann- að en trúað henni. Því hafi hann ekki átt erindi á þennan fund. Hann segist aftur á móti ekki þekkja til málsins sem Guðrún Ebba vill taka fyrir og ætlar sér að sitja þann fund. Skimað fyrir kynferðis- brotamönnum Kristján sat aftur á móti þennan fund með Sigrúnu Pálínu og sagði að ráð- ið hefði átt mjög gagnlegar samræður við hana. „Við lögðum fyrir hana er- indi þar sem við kynntum fyrir henni hvað kirkjan er að gera í kynferðis- brotamálum. Eitt af því er skimum sem menn eru skikkaðir í þannig að hægt sé að koma í veg fyrir að menn sem starfi með börnum séu kynferðis- brotamenn. Það var ákvörðun kirkju- ráðs að gera það. Þá var sett upp nefnd eða fag ráð sem á að fara strax af stað og vera til stuðnings fyrir þá sem kæra slík mál innan kirkjunnar eða ef grun- ur liggur fyrir. Fagráðið var starfandi á síðasta ári og það reyndi heldur betur á það þegar þetta mál kom upp fyrir austan. Ráðið á að tryggja það að það guggni enginn á því að kæra og veita viðkomandi stuðning í gegnum þetta ferli, vísa viðkomandi á það hvert hægt er að leita eftir aðstoð og úrlausn mála. Fagráðið á ekki og getur ekki rannsak- að málin. Kirkjan er aftur á móti að gera allt sem hún getur til þess að ná til fólks sem hefur lent í svona málum.“ „Svo sorglegt að það tekur engu tali“ Hann segir hinsvegar ekki hægt að stjórna því hver verði biskup, því hann sé kosinn af prestum og leikmönnum. Þá sé ekki hægt að setja reglur um það hvaða kröfur menn þurfi að uppfylla til að geta gegnt embætti biskups, en í Nýja testamentinu sé kveðið á um að menn séu lýtalausir. „Því miður hef- ur það samt gerst að menn sem hafa misnotað konur eða börn hafi komist til valda. Það hefur gerst í stofnunum úti um allan heim og er svo sorgleg að það tekur engu tali. Það virðist vera að menn geti blekkt sér leið inni í emb- ættið eða villt á sér heimildir. Ég hefði talið að stuðningsmenn myndu ganga úr skugga um það hver maðurinn væri og teldu sig þekkja hann ansi vel áður en þeir tækju ákvörðun um að styðja hann.“ Vildi Ólaf út Hann segir jafnframt að á þeim tíma sem þessi mál komu upp varðandi Ólaf hafi kirkjan ekki haft burði til þess að takast á við þau. „Ég var sjálfur orð- inn prestur á þessum tíma og lagði til að Ólafur viki úr embætti. Þetta var mjög skrýtinn tími sem kirkjan gekk í gegnum. Hún hafði ekki sömu tæki til að bregðast við svona málum og hún hefur núna því hún hafði ekki farið í gegnum sömu umræðu. Umræðan var sársaukafull þó að hún hafi verið mikilvæg til þess að ná friði og sátt og taka skref í átt að fyrirgefningu. Og þó að kirkjuráð hafi ekki sama tilskipun- arvald og biskup þá finn ég fyrir því hvað ábyrgðin er mikil. Það víkur sér enginn undan því, það skal ekki ger- ast.“ Biður um þolinmæði „Annars hef ég ekki verið í sambandi við Guðrúnu Ebbu, en ég geri ráð fyr- ir því að kirkjuráð muni mæta hennar óskum. Kirkjuráð er reyndar fjölskip- að vald þannig að ég ræð þessu ekki einn, kirkjuráð mun taka sameigin- lega ákvörðun. Kirkjuráð er reyndar svifasein stofnun og ég vona að það missi enginn þolinmæðina áður en það gerist. Þetta er gamalt mál sem á að taka upp aftur, þó að það hafi ver- ið ákveðinn undanfari í því að Sigrún Pálína kom á fund okkar í fyrra. Það ætti því að vera öllum ljóst að kirkjan líður ekki kynferðisofbeldi, hún gerir það ekki og mun ekki gera það.“ 8 fréttir 11. ágúst 2010 miðvikudagur KirKjan leynir bréfi bisKupsdóttur Samkvæmt heimildum DV studdi Guðrún Ebba Ólafsdótt- ir, dóttir Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups Íslands, Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur þegar Sigrún Pálína óskaði eftir áheyrn Kirkjuráðs vegna ásakana sinna um að Ólafur hafi beitt hana kynferðisofbeldi. Hún fékk bæði áheyrn og afsökunarbeiðni. Nú hefur Guðrún Ebba einnig óskað eftir áheyrn Kirkjuráðs. Mikil leynd ríkir yfir efni bréfsins. InGIBjörG döGG kjartanSdÓttIr blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Vildi Ólaf út SéraKristjánBjörnssonsituríkirkjuráðiogsegir ráðiðhafaáttgagnlegtsamtalviðSigrúnuPálínuIngvarsdóttur fyrirárisíðan.HúnsakaðiÓlafSkúlasonbiskupumkynferðis- ofbeldiásínumtímaogvarbeðinafsökunarafkirkjuráði. Sakaður um ofbeldi AllavegafjórarkonursökuðuÓlafSkúlasonbiskupum kynferðisofbeldi.Núhefurdóttirhansóskaðeftirfundimeðkirkjuráði.Leyndríkiryfir erindinuentaliðeraðerindiðséaðhvetjakirkjunatilþessaðlæraafóþægilegum málumogkomaívegfyriraðofbeldismenngetikomisttilmetorða.Samkvæmt heimildumstuddihúnSigrúnuPálínuþegarhúnsóttisteftirsáttumviðkirkjuna. neitar að svara Láaðgerðarlausábréfifráhenniáðurenhúnítrekaðiárisíðarósksína umfundmeðkirkjuráði. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Hefur skrifaðkirkjunnibréf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.