Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 20
Nicolas Cage leikur hér Balthazar Blake, galdrakarl mikinn sem hef- ur tekið á sig þær skyldur að verja mannkynið fyrir óþjóðalýð innan galdrageirans. Þar fer fremstur Max- im Horvath (Alfred Molina) sem hef- ur úrval af skíthælum sér til aðstoðar. Að því er virðist fyrir tilviljun flækist Dave Stutler (Jay Baruchel) í galdra- slaginn mikla og endar klárlega sömu megin og góði karlinn Blake. Sá hinn sami kennir honum öll trixin í galdra- bókinni þar sem mikilvægi Daves er mun meira en hann órar fyrir. Dave er algjört nörd sem hefur heilan heim að vinna undan norna- hyskinu og æskuástina þar að auki. Í grunninn er hér komin enn ein kjána- leg Disney-mynd um unga stráka og galdra í sama samhengi. Klassískt al- veg hreint, algjört nörd verður algjör- lega ómissandi, flétta sem höfðar til ófárra lúða um allan heim. Síðan er náttúrulega sæta stelpan sem blikk- ar hann við undirspil handboltarokks og vondir karlar sem hafa að sjálf- sögðu breskan hreim. Dave æfir sig í göldrum og fær plasmaþrumu í pung fyrir misgáning. Sennilega fer þar ófyndnasta sena sem ég hef augum litið í áraraðir. Jake Cherry leikur Dave sem barn og er vonlaus sem slíkur. Jay Baruchel leik- ur hann tíu árum seinna og sleppur alveg prýðilega frá því, vel vandræða- legur og fullur af nördsku. Cage birt- ist þarna eins og Monaco-fastagestur á fjórða degi, með skítugt hárið og í síðum leðurjakka. Toby Kebbell leik- ur Drake Stone, helvíti skemmtileg- an og glysgjarnan galdrakarl af nýja skólanum sem er rokkstjarna inn- an galdraheimsins og að sjálfsögðu vondur karl. Hin frábæra leikkona Monica Bellucci leikur hér galdrakerling- una Veronicu og birtist sem ánægju- legt en fyrirferðarlítið stílbrot í ann- ars göróttum leikarahóp. Myndin er hokleiðinleg framan af en dettur að- eins í gang þegar líður á og þá aðal- lega vegna þess að tæknibrellurn- ar eru helvíti magnaðar á köflum. Kínadreki fyllist lífi og illsku og fer hamförum í Kínahverfinu, galdra- mennirnir gera vopn úr ótrúlegustu hlutum, teppi verður að kviksyndi og þar fram eftir götunum. Þungavigt- argaldralýð er síðan hleypt einum af öðrum úr mörg hundruð ára ánauð og eru þeir hver öðrum skrautlegri sem karakterar frá öllum heims- hornum og tímabilum. Fyrir vikið er seinni parturinn kominn með ágætis tempó og framvindan er viðunandi. Myndin er í heild fín fyrir augað en sennilega ekki jafnfín fyrir heilabú áhorfandans. Myndin er á köflum það kjánaleg að maður hefði viljað óska sér að geta galdrað sig langt í burt. Erpur Eyvindarson Íslensk kvikmyndagerð á hinum síðustu og verstu: Sex myndir væntanlegar THE SORCERER´S APPRENTICE Leikstjóri: Jon Turteltaub Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Jay Baruchel, Alfred Molina KVIKMYNDIR RÖKKURRÓ GEFUR ÚT PLÖTU Hljómsveitin Rökkurró gefur út sína aðra breið- skífu, Í annan heim, þann 12. ágúst. Frá og með mánudeginum verður hægt að hlusta á plötuna í heild sinni sem og kaupa hana í sérstakri forsölu á www.gogoyoko.com. Jafnframt verð- ur þar hægt að nálgast aukalag sem er ekki á plötunni sjálfri en í því heyrist kunnugleg rödd úr íslensku tónlist- arlífi. Hljómsveitin hefur nú þegar fengið lofsamlega umfjöllun í miðl- um hvarvetna og var til að mynda í sérstökum brennidepli á heimasíðu Útóns. Einnig eru lög af plötunni farin að heyrast á öldum ljósvakans. Sérstak- ir tónleikar verða í 12 Tónum, sem jafnframt er útgefandi plötunnar á Ís- landi, föstudaginn 13. ágúst. Þar verð- ur hægt að fá forsmekkinn af plötunni en einungis lög af henni verða spiluð. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.30. ÓLÖF Í NOR- RÆNA HÚSINU Ólöf Arnalds heldur tónleika í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 11. ágúst næstkomandi. Þessir tón- leikar eru aðrir í röðinni í þriggja tónleika röð Ólafar í Norræna hús- inu í aðdraganda að nýrri plötu hennar. Nýrrar plötu Ólafar, „Inn- undir skinni“ er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún kemur út á vegum One Little Indian-útgáf- unnar í september. Fyrsta smáskíf- an af plötunni, kom út í júní og var myndbandið við lagið Innundir skinni heimsfrumsýnt á tónleikun- um í Norræna húsinu. Tónleikarnir í Norræna húsinu hefjast klukkan 21.00. María Huld Markan Sigfús- dóttir leikur með Ólöfu í nokkrum lögum og Kristín Eiríksdóttir les upp úr verkum sínum. DJ Klara vermir upp en húsið verður opnað klukkan 20.00. Miðaverð er 1.500 kr. og eru miðar seldir í forsölu á midi.is. FESTISVALL Á MENNINGARNÓTT Á menningarnótt mun hópur mynd- listarmanna, ljósmyndara, tónlist- armanna og skipuleggjenda halda listasýningu utandyra, í Hjartagarð- inum, sem er staðsettur milli Lauga- vegar og Hverfisgötu. Sýningin mun hefjast kl. 18.00 og standa fram eftir nóttu. Frá kl. 13.00 – 15.00 munu tónlistarmenn hita upp fyrir opnun- ina og mun PopUp-verslun setja upp verslun sína í garðinum yfir daginn, eða frá 12.00 – 17.00. Þeir sem koma að sýningunni eru meðal annars listamennirnir Árni Már Erlings- son, Sigurður Atli Sigurðsson, Sunna Ben, Hanna Birgsdóttir, Bryndís Björnsdóttir, Katrín Inga Hjördísar- dóttir Jónsdóttir, Davíð Berndsen, Sindri Snær Sveinbjargar-Leifsson, Friðrik Svanur Sigurðsson auk fjöl- margra annarra. 20 FÓKUS 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR RIGOLETTO Í ÓPERUNNI Óperan sem Íslenska óperan færir upp í haust er engin önnur en Rigoletto eftir Giuseppe Verdi. Þetta áhrifamikla og hádramatíska meistaraverk er ein af þekktustu óperum sögunnar og er reglulega sýnd í flestum óperuhúsum verald- ar. Í verkinu koma saman ástir, valdabarátta og örlög í æsispennandi fléttu, sem römmuð er inn af hrífandi tónlist meistara Verdis og inniheldur meðal annars hinar þekktu aríur „La donne e mobile“ og „Questa o Quella“ að ógleymdum kvartettinum „Bella figlia de... ll’amore“. Frumsýning er laugardagskvöldið 9. október klukkan 20.00. DAGSKRÁ ARTFART Miðvikudagur Bottlefed - Pure Pleasure Seekers Sýnt í Útgerðinni Kl. 21.00 Fimmtudagur Anna María Tómasdóttir - True Love Íslenska Óperan Kl. 12.30 Dans á rósum - Mario Bros Norðurpóllinn Kl. 19.30 Sigurður Arent Jónsson - Blóðeik Norðurpóllinn Kl. 20.30 Bottlefed - Pure Pleasure Seekers Útgerðin Kl. 21.00 AMMA - Vakt Norðurpóllinn Kl. 21.30 Sex nýjar íslenskar kvikmyndir verða frum- sýndar í haust. En það eru myndirnar Sumar- landið eftir Grím Hákonarson, Rokland eftir Martein Þórisson sem byggir á skáldsögu Hall- gríms Helgasonar, Brim eftir samnefndu leik- riti Jóns Atla Jónasonar, Þetta reddast eftir Börk Gunnarsson, Órói eftir Ingibjörgu Reynisdótt- ur og svo að lokum næsta Sveppa-kvikmynd. Íslensk kvikmyndagerð hefur átt undir högg að sækja undanfarið, eftir niðurskurðaraðgerð- ir menntamálaráðherra. Þó svo að heilar sex bíómyndir séu væntanlegar þýðir það ekki að greinin standi styrkum fótum, heldur er um að ræða kvikmyndir sem ýmist voru gerðar fyr- ir niðurskurðinn, eða þá fyrir afskaplega lágar fjárhæðir. Þá eru að minnsta kosti þrjár aðrar íslenskar kvikmyndir í bígerð, Djúpið eftir Balt- asar Kormák, Gauragangur, sem byggir á sögu Ólafs Hauks Símonarsonar, og senn fer leik- stjórinn Rúnar Rúnarsson af stað með Eldfjall, sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Við tökur á Þetta reddast Sex nýjar kvikmyndir verða frumsýndar í haust. GALDRAÐU MIG Á AÐRA MYND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.