Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR Heimsmeistaramótið í handbolta karla sem fram fer á næsta ári verð- ur ekki sýnt í Ríkissjónvarpinu eins og venjulega. Mótið verður sent út á Stöð 2 Sport sem er áskriftarsjón- varpsstöð. Handboltaáhugamenn sem hafa þegar talið sig hafa greitt nefskatt til þess að sjá leiki strákanna okkar þurfa því að borga um 5.500 krónur fyrir mánaðaráskrift að Stöð 2 Sport. Mótið hefur verið sýnt í Ríkissjón- varpinu undanfarin ár og er afar vin- sælt sjónvarpsefni meðal Íslendinga. Íslenska landsliðið keppir á mótinu og eru miklar vonir bundnar við liðið en það vann til silfurverðlauna á Ól- ympíuleikunum í Peking fyrir tveim- ur árum og til bronsverðlauna á Evr- ópumeistaramótinu sem fram fór í í byrjun ársins. Ekki hefur enn verið tekin ákvörð- un um hvort einhverjir leikir verði sendir út í opinni dagskrá. Páll Magn- ússon útvarpsstjóri var ekki bjart- sýnn á það í Síðdegisútvarpi Rásar 2 en hann er gamall starfsmaður sam- steypunnar. Hann sagði að hagnað- arsjónarmið hlytu að ráða. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra hefur sagt að það verði skoðað í ráðuneytinu hvort rétt sé að skylda Stöð 2 Sport til að sýna ein- hverja leiki á mótinu í opinni dag- skrá. Það hefur verið gert víða í Evr- ópu en slíkt hefur ekki verið gert áður hér á landi. Í gær var einnig tilkynnt um að Spaugstofan yrði ekki á dagskrá Sjón- varpsins næsta vetur en ástæðan fyr- ir því var sögð krafa um níu prósenta niðurskurð Ríkisútvarpsins. Spurn- ing er hvort heimsmeistaramótið sé einnig blóðtaka sem rekja megi til niðurskurðar. Páll hefur þó ekki gefið neitt uppi um það og segir 365 miðla einfaldlega hafa boðið hærra. adalsteinn@dv.is HM í handbolta 2011 verður sent út á Stöð 2 Sport: Þjóðaríþrótt á lokaðri rás Þjóðaríþrótt Handbolti er nokkurs konar þjóðaríþrótt Íslendinga en nú verður HM í greininni ekki sýnt í sjónvarpi landsmanna. Endurskoðun AGS í sjónmáli Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir að ríkisstjórnin sé að ná samkomulagi við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn um þriðju endurskoð- un efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. Jóhanna segir að styrking krónunnar og lækkun verðbólgu gæfu fyrirheit um jákvæðar horfur í efnahagsmálum. „Við erum líklega að ná samkomulagi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um þriðju endur- skoðunina þannig að þetta virðist allt vera á réttri leið,” sagði Jóhanna í samtali við fjölmiðla. Lögreglan fékk myndavélar að gjöf Tryggingafélagið Sjóvá hefur gefið lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sex myndavélar að gjöf. Myndavél- arnar eiga að nýtast við umferðar- löggæslu. Gjöfin er veitt í tilefni af fimmtíu ára afmæli umferðardeildar lögreglunnar. Lárus Ásgeirsson, for- stjóri Sjóvár, afhenti myndavélarnar í sérstöku hófi sem haldið var í höf- uðstöðvum lögreglunnar í síðustu viku. Þá sagði hann meðal annars að það væru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að lögreglan gæti unnið störf sín af nákvæmni og nýtt nýj- ustu tækni hverju sinni. Sameinuðust fyrir samkeppnislög Hagkaup og Bónus sameinuðust áður en samkeppnislög tóku gildi. Þar af leiðandi gat Samkeppnis- eftirlitið ekkert aðhafst vegna sam- runans. Þetta kemur fram í pistli á vef Samkeppniseftirlitsins. „Sér- staklega hefur því verið haldið fram að samkeppnisyfirvöld hafi látið hjá líða að koma í veg fyrir sam- runa Bónuss og Hagkaups og síðar samruna Baugs (nú Haga) og 10- 11 verslananna. Hvoru tveggja er rangt,“ segir í pistlinum. Sendi greiðslu- áskorun á banka Viðskiptavinur Íslandsbanka skil- aði á þriðjudag inn greiðsluáskor- un til bankans. Maðurinn, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir að með þessu reyni á það hvort dóm- ur Hæstaréttar um ólögleg geng- istryggð lán standi. Þeir sem tóku gengistryggt bílalán gætu samkvæmt þessu átt kröfu á lánveitendur, vegna ofgreiddra afborgana af bílalánum. Aron Pálmi Ágústsson, fyrrverandi refsifangi í Texas í Bandaríkjunum, er til rann- sóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú hótel í borginni hafa kært hann fyrir að greiða ekki fyrir veitingar, þjónustu og gistingu sem hann þáði. HÓTEL KÆRA ARON PÁLMA Þrjú hótel á höfuðborgarsvæðinu hafa kært Aron Pálma Ágústsson, fyrrverandi refsifanga í Texas í Bandaríkjunum, til lögreglu. Hon- um er gert að sök að hafa gist á hótelunum án þess að greiða fyrir þá þjónustu sem hann þáði. Samkvæmt heimildum DV eru hótelin sem um ræðir Hótel Borg, Hótel Holt og Plaza hótelið, öll í miðborg Reykjavíkur. Hótel- in hafa öll formlega tilkynnt Aron Pálma til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu sem nú rannskar háttarlag hans og ásakanir gisti- staðanna. Eftir því sem DV kemst næst eru málin þrjú keimlík að því leyti að hann á að hafa bókað sig inn á hótelin í júlímánuði síðast- liðnum, nýtt sé þær veitingar sem í boði voru á hótelherbergjunum og haldið síðan á vit ævintýranna. Lögregla rannsakar nú hvort Aron Pálmi hafi daginn eftir yfirgef- ið gististaðina án þess að greiða reikninginn. Þrjár kærur Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að þrjár kærur á hendur Aroni Pálma séu nú til rannsókn- ar. Aðspurður segir hann kærurn- ar snúa að grunsemdum um að Aron Pálmi hafi ekki greitt hót- elreikninga sína en að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um efnisat- riði málanna. Snorri Valsson, móttökustjóri Hótel Holts, staðfestir að Aron Pálmi hafi þegið ýmsa þjónustu á hótelinu án þess að greiða fyr- ir. Hann kannast við svipaðar frá- sagnir annarra hótela. „Ég veit til þess í gegnum samskipti okkar við önnur hótel að viðkomandi hefur farið á mörg önnur hótel. Þegar við áttuðum okkur á þessu mynstri höfðum við samráð með okkur til að sjá til þess að þetta gerðist ekki aftur. Það eiga allir að sjálfsögðu að greiða fyrir þjón- ustuna og sem betur fer er þetta sjaldgæft. Þegar svona kemur upp er það tekið föstum tökum. Þetta er meira en við getum sætt okkur við án þess að tilkynna það til lögreglu,“ segir Snorri. Samfylking og Idol Lítið hefur frést af ferðum Ar- ons Pálma undanfarin misseri og minna fjallað um hann í fjölmiðlum undanfarið í samanburði við fyrir þremur árum síðan er hann var lát- inn laus úr fangelsi í Texas. Þar var hann þrettán ára gamall dæmdur til refsivistar fyrir kynferðisbrot gegn ungum dreng ári áður. Í fjölmiðlum var síðast fjallað um Aron Pálma sem harðan stuðn- ingsmann Samfylkingarinnar. Þar áður vakti þátttaka hans í undan- keppni íslensku Idol-söngkeppn- innar þjóðarathygli þar sem hann var meðal þeirra áttatíu þátttak- enda sem komust í fyrstu umferð áheyrnarprufa sem fóru fram í jan- úar á síðasta ári. Við vinnslu fréttarinnar var reynt að leita viðbragða hjá Ar- oni Pálma en án árangurs. Krist- ófer Oliversson, hótelstjóri Plaza hótels, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Hann bar fyrir sig trúnað við viðskiptavini hótelsins. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Þegar svona kemur upp er það tekið föstum tökum . Þrjár kærur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þrjú mál á hendur Aroni Pálma sem snúa öll að því að hann hafi ekki borgað hótelreikninga í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.