Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 11. ágúst 2010 miðvikudagur Íranski blaðamaðurinn Akbar Ganji hefur verið valinn „frelsishetja heims- pressunnar“ af Alþjóðlegu fjölmiðla- stofnuninni (IPI), en það eru al- þjóðleg samtök ritstjóra, stjórnenda fjölmiðla og þekktra blaðamanna. Hann hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir málfrelsi og jöfnuði. Ganji eyddi sex árum í hinu ill- ræmda Evin-fangelsi í Íran fyr- ir blaðagreinar þar sem valdamikl- ir stjórnmálamenn og klerkar voru ásakaðir um að hafa haft hönd í bagga þegar fræðimenn og mótmælendur voru myrtir. Þrátt fyrir skelfilegar aðstæður í fangelsinu hélt Ganji áfram að skrifa. Hann ritaði um mögulegar leiðir Írana til þess að stofna veraldlegt lýð- ræðisríki, þar sem trúarleiðtogar sætu ekki á valdastóli. Hann hefur kallað eftir auknum mannréttindum, frjálsri fjölmiðlun og réttlátu réttarkerfi. Akbar Ganji var sleppt úr fang- elsi árið 2006 og yfirgaf hann þá Íran en hélt áfram að berjast fyrir frelsi og réttindum í heimaland sínu. „Hugrekki hans undir stöðugri ógn yfirvalda og löng barátta hans fyrir sannleika og réttlæti ætti að vera okkur öllum innblástur,“ sagði Ali- son Bethel McKenzie hjá IPI. „Barátta hans skiptir sérstaklega miklu máli nú um stundir þegar pólitískir and- ófsmenn eru ofsóttir í auknum mæli í Íran.“ Alþjóðlega fjölmiðlastofnunin hefur höfuðstöðvar í Vínarborg. Sam- tökin hafa lengi veitt blaðamönnum um allan heim viðurkenningar fyrir störf sín og baráttu. Árið 2006 heiðr- aði stofnunin rússneska blaðamann- inn Önnu Politkovskaju, en hún var myrt aðeins tveimur mánuðum fyrr. Alþjóðlega fjölmiðlastofnunin verðlaunar íranskan blaðamann: Berst fyrir málfrelsi í Íran Sat inni í sex ár Akbar Ganji reitti stjórnvöld í Teheran til reiði þegar hann ásakaði valdamikla menn um að hafa fyrirskipað morð á mótmælendum. Fyrir það sat hann í fangelsi í sex ár. ReuteRS Vilja borga skuld með ginseng Stjórnvöld í Norður-Kóreu vilja gera upp gamla skuld við Tékka með því að senda þeim ógrynni af gins- eng sem framleitt er í stórum stíl í landinu. Norður-Kóreumenn standa í ströngu vegna refsiaðgerða sem komnar eru til vegna aukinnar spennu í deilum þeirra við Suður-Kóreumenn. Tékkar þurfa ekki á miklu ginseng að halda og vilja frekar sink. Stjórnvöld í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu, hafa boðist til að borga hluta skuldar sinnar við Tékkland með gríðarstórri gins- engssendingu í stað þess að greiða í fé þar sem einræðisstjórnin stríðir við erfiðan fjárhagsvanda. Norður-Kórea hefur í árarað- ir glímt við mikinn efnahagsvanda heima fyrir en hefur nú lent í enn verri stöðu vegna alþjóðlegra refsi- aðgerða sem lengi hafa beinst að landinu vegna kjarnorku- og eld- flaugaáætlunar þess. Refsiaðgerð- ir hafa nú verið hertar enn frekar vegna suður-kóreska herskipsins sem sökk nálægt ströndum Norð- ur-Kóreu. Skuldir norðurkóreska ríkisins eru taldar vera um tólf milljarð- ar Bandaríkjadala, sem nema um 1.400 milljörðum íslenskra króna. Tveir þriðju hlutar skuldarinnar eru við fyrrverandi kommúnista- ríki. Skulda tékkum fyrir vélar Tékkneskir embættismenn hafa staðfest að stjórnvöld í Pyongyang hafi boðist til að greiða fimm pró- sent af tíu milljón dala skuld með ginseng. Ginseng er planta með matmiklum  rótum sem notaðar eru í ýmsum læknisfræðilegum til- gangi. Sagt hefur verið að ginseng bæti minni, þrótt og jafnvel kyn- þrótt, en lækningarmáttur rótanna hefur verið umdeildur. Á valdatíð kommúnista í Tékkó- slóvakíu var landið eitt helsta viðskiptaland Norður-Kóreu. Tékkóslóvakar seldu Norður-Kór- eumönnum þungavélar, vörubíla og sporvagna. Vöruskipti hafa lengi tíðkast á milli kommúnistalanda og annarra ríkja sem staðið hafa fyrir utan fjár- málakerfi Vesturlanda. Kúba hefur til dæmis greitt fyrir olíu frá Ven- esúela með því að senda lækna til bágstaddra svæða. Kapítalistarnir sem nú ráða ríkj- um í Tékklandi eru þó ekki taldir ginkeyptir fyrir ginseng og telja sig líklega ekki þurfa orkuskammt. Hafa ekki not fyrir ginsengið „Við höfum reynt að sannfæra þá um að senda okkur til dæmis sink sem þeir grafa úr námum í Norður- Kóreu,“ segir Tomas Zidek, aðstoð- arfjármálaráðherra Tékklands, við tékkneska dagblaðið MF Dnes. Radek Lezatka, upplýsingafull- trúi fjármálaráðuneytisins, sagði að stjórnvöld í Prag væru enn að ræða hvort Norður-Kóreumenn megi greiða skuldina með bein- hörðum peningum eða með varn- ingi. Blaðamenn MF Dnes hafa reiknað út að fimm prósent norð- urkóresku skuldarinnar jafngildi tuttugu tonnum af hinum orku- miklu ginsengrótum. Samkvæmt Financial Times jafngildir það tólf tonnum þegar miðað er við mark- aðsverk norðurkóresks ginsengs í Tævan. En eins og Financial Times bendir einnig á eru báðar þessar tölur miklu hærri en tölurnar um ársneyslu ginsengs í Tékklandi, en Tékkar neyta aðeins 1,4 tonns á ári. Bandaríkjamenn æfir Alþjóðlegar öryggissveitir upp- götvuðu í fyrra gríðarstórar ólög- legar vopnasendingar, sem eru ein aðaltekjulind stjórnvalda í Pyongy- ang í Norður-Kóreu. Vopnasalan er talin hafa velt hundruðum milljón- um Bandaríkjadala. Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafa brugðist ókvæða við eftir að suðurkóreska herskipið sökk í mars og sakað Norður-Kór- eumenn um athæfið. Samkvæmt Financial Times ætla stjórnvöld í Washington að gera áhlaup á al- þjóðleg viðskipti Norður-Kóreu, en þeir telja að kommúnistastjórnin stundi víðtæka glæpi á sviði pen- ingaþvættis og lyfjasmygls. Helgi HRafn guðmundSSon blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Við höfum reynt að sann-færa þá um að senda okk- ur til dæmis sink sem þeir grafa úr námum í Norður-Kóreu. ginseng Ginseng er framleidd í gífurlega miklum mæli beggja megin víglínunn- ar á Kóreuskaga. ReuteRS gera upp skuld Kim Jong-Il og undirmenn hans vilja borga skuld við Tékka með gríðarstórri ginsengssendingu. ReuteRS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.