Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 26
Þormóður Dagsson, fyrrverandi trommuleikari Jeff Who?, hefur nú farið af stað með nýtt band, en það kallast því skemmtilega nafni Formaður Dagsbrúnar. Með Þormóði í hljómsveitinni er meðal annars gítarleikarinn Örn Eldjárn, en samkvæmt ættfræð- ingi DV eru þeir félagar frændur. Hljómsveitin kom síðast fram á Innipúkanum og var góður róm- ur gerður að. Nú koma þeir fram á Sódómu fimmtudaginn 12. ág- úst ásamt hljómsveitunum Chili and the Whalekillers og Nóru. Húsið verður opnað kl. 21.00 og kostar 500 krónur inn. „Já nú er það körfuknattleiksdeildin. Það byrja æfingar í haust og nú erum við að auglýsa eftir mönnum í liðið,“ segir Guðmundur Jörundsson, einn af forsvarsmönnum knattspyrnu- liðisins KF-Mjaðmar, sem er nú að færa út í kvíarnar. KF-Mjöðm hefur undanfarin tvö ár spilað í utandeild- inni í knattspyrnu, en liðið er skipað ýmsum íslenskum tónlistarmönn- um, svo sem Orra Páli Dýrasyni úr Sigur Rós, Margeiri Ingólfssyni, Örv- ari Smárasyni úr Múm og FM Belfast, Georg Kára Hilmarssyni úr Sprengju- höllinni og fleirum. KF-Mjöðm er nú í sjötta sæti utandeildarinnar, en það er örlítið lakari árangur en í fyrra. Í fyrsta skipti tefldu þeir svo fram kvennaliði í ár sem náði með- al annars þriðja sæti á móti á Akur- eyri. „Það eru svona gamlar kempur búnar að hafa samband og vilja vera með,“ segir Guðmundur um körfu- knattleiksdeildina, en áhugasam- ir geta haft samband í gegnum vef- póst á mjadmir@gmail.com. „Okkar framtíðarmarkmið er bara að halda áfram að stækka og svo eignast einn daginn heimavöll,“ segir Guðmund- ur að lokum. dori@dv.is MJÖÐMIN EÐ KÖRFUBOLTALIÐ KF-MJÖÐM HYGGUR Á AUKIN UMSVIF: Ástarvikan árlega hófst á Bol- ungarvík á mánudaginn og af því tilefni eru ýmsir viðburðir fyrirhugaðir í bænum. Þar ber fyrst að nefna Stássstofutónleika að Holtastíg 11, þar sem Idol- stjarnan og sigurvegari Söng- lagakeppni Vestfjarða, Helgi Rafn Ingvarsson, kemur fram, ásamt blússöngkonunni Bryn- hildi Oddsdóttur. Helgi Rafn tók þátt í fyrstu seríu af Idol eins og glöggir lesendur muna eftir, og hafnaði hann í þriðja sæti. Helgi brá sér svo í tónsmíðanám í Listaháskóla Íslands og útskrif- aðist úr því í fyrra. Miðaverð á tónleika er 1.500 krónur og eru þeir sem eiga leið til Bolungavík- ur hvattir til að líta við. XXXXXXX XXXXXXXX 26 FÓLKIÐ 10. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR FÓSTBRÆÐUR OG MIÐ-ÍSLAND: Guðmundur Jörundsson Segir Mjöðmina stefna á að eignast heimavöll. KF-Mjöðm Færir út í kvíarnar. FORMAÐUR DAGSBRÚN- AR ROKKAR IDOL-STJARNA SNÝR AFTUR Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur kemur til með að keppa með gömlum félögum sínum í grínhópnum Fóstbræðrum í sjónvarpsþættinum Popppunkti í Ríkissjónvarpinu. BORGARSTJÓRINN Í Það hefur gjarnan verið í Popppunkti í gegnum árin aukaleikur til að hita upp fyrir úrslitin,“ seg-ir Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, dómari þáttanna. Í ár verða það tvö lið grínista sem mætast, lið Fóstbræðra og lið Mið-Íslands. „Það hefur vanalega verið þannig að poppskríbent-ar fjölmiðlanna keppa gegn brennandi poppáhugamönnum af götunni. Nú hins vegar kom upp sú hugmynd að leyfa grínistum að taka þátt, enda voru Óli Palli og félagar búnir að vinna hitt þrisvar,“ segir Gunni. Lið Mið-Íslands verður skipað þeim Ara Eldjárn, Bergi Ebba Benediktssyni og Jóhanni Alfreð Kristins- syni. „Í liði Fóstbræðra verður Jón Gnarr borgarstjóri, hann hefur lengi viljað komast að í Popppunkti sem með- limur rokksveitarinnar Nefrennsli, en nú er hann borgarstjóri og fær að gera það sem hann vill. Sigurjón Kjart- ansson verður þarna líka, en hann er sigurvegari frá því í fyrsta árgangi þegar Ham vann,“ segir Gunni og bætir við að ekki sé útséð hver vermi þriðja sæti í Fóstbræðraliðinu. Tengist þessi keppni nokkuð þeirri staðreynd að allir grínistar vilja vera rokk- stjörnur og allir tónlistarmenn halda að þeir séu fyndnir? „Já það er eitthvað svoleiðis. Þessir menn eru líka margir hverjir jafnmikið grín- istar sem tónlistarmenn, eins og Sigurjón Kjartansson og Bergur Ebbi.“ Þátturinn verður sýndur í Ríkissjónvarpinu þann 11. september. dori@dv.is POPPPUNKTI Mið-Ísland Ný kynslóð grínara spreytir sig gegn þeim eldri. Jón Gnarr Hefur lengi viljað komast að í þættinum. Sigurjón Kjartansson Hefur sigrað í Popppunkti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.