Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 32
n Staðfest hefur verið að Svava Johansen muni færa verslunina Sautján í gamla Skífuhúsið. Vinna við flutninginn hefst á næstunni en samkvæmt upplýsingum DV er stefnt að því að opna sem fyrst. Sautján mun við þetta færast neðar á Laugaveginn en búðin er núna staðsett tals- vert ofar í göt- unni, að Lauga- vegi 91. Skífan ætlaði að hafa opið lengur, en vörurnar hrein- lega kláruðust. Starfsmenn Skífunnar voru ennþá í síðustu viku að hreinsa út innréttingar og hluti frá því að Skífan hafði starfsemi í hús- inu. Sautján í Stað Skífunnar Þórhallur Heimisson, prestur í Hafn- arfirði, mun bjóða upp á hjónanám- skeið fimmtánda árið í röð. Þórhallur segir námskeiðin hafa vaxið ótrú- lega. „Fyrst ætlaði ég bara að vera með þetta í eitt eða tvö skipti. Fyrsta veturinn var bara svo mikil aðsókn,“ segir Þórhallur. Námskeiðin hafa verið hald- in í Hafnarfjarðarkirkju og víða um land og meira að segja erlendis. Hann segir ástæður fyrir vinsældum námskeiðanna óumdeilanlega vera hvernig þau eru uppbyggð en nám- skeiðin leggja mikið upp úr sjálfs- skoðun og sjálfsrýni. „Það skiptir ekki máli hvað fólk er búið að vera gift lengi eða nýbúið að kynnast. Það metur allt út frá sín- um aðstæðum og býr eiginlega til sitt eigið námskeið,“ segir hann og held- ur áfram: „Fyrst og fremst er þetta sjálfstæð skoðun hjá fólki.“ Þó grunnurinn hafi alltaf verið sá sami hafa námskeiðin og áhersl- urnar auðvitað breyst í gegnum árin. Undanfarin tvö ár hefur þannig sér- stök áhersla verið lögð á leiðir til að styrkja fjölskylduna í því erfiða ástandi sem nú ríkir hér á landi. Áfram verður unnið út frá þeirri forsendu nú í vetur. Rúmlega tólf þúsund manns hafa tekið þátt í hjónanámskeiðunum frá upphafi. Hann vill ekki fullyrða að allir fari hamingjusamir heim en segir að fjöldinn sem hefur farið á námskeið- ið sýni að þetta virki nú eitthvað. „Annars hefði fólk hætt að koma fyrir mörgum árum.“ Séra Þórhallur Heimisson heldur áfram að hjálpa hjónum í kreppu: hjónaráðgjöf í 15 ár n Ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddson sást á gangi í miðbænum í dag. Mátti greinilega sjá á Davíð að hann var kampakátur, en ritstjór- inn brosti út að eyrum og bar höfuð hátt. Segja gárungarnir að fregnir um að Spaugstofan hafi verið lögð niður, hafi glatt Davíð sérstaklega. En hann hefur verið einn helsti efniviður Spaugstofu- manna í ein 20 ár, og nú ljóst að eftirher- man Örn Árnason verður fjarri landsmönn- um á kom- andi sjón- varpsári. Eftirherma óskast! DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. veðrið í dag kl. 15 ...og næStu daga SólaruppráS 05:02 SólSetur 22:00 Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 Sællegur á vappi ReykJavík Nú er rétti tíminn til að gerast áskrifandi. Styðjum við bakið á frjálsum og óháðum miðli. Sýnum að fjölmiðlar í dreifðri eignaraðild geti staðið undir sér. „Sömuleiðis eru fréttir DV ítarlegri og kafað er dýpra en í fréttum annarra fjölmiðla.“ UnnUr H. JóHannsdóttir Pressupenni 512 7000 dv.is/askrift n Björn valur Gíslason, þingmað- ur VG, hefur hleypt af stokkunum nýrri bloggsíðu. Þar segir þingmað- urinn frá því að hann hafi á dögun- um verið við veiðar í Fnjóská á Norð- urlandi í góðra vina hópi og fengið í ánni sinn fyrsta lax á flugu í sinni fyrstu laxveiðiferð. Björn Valur segir frá því að fram að þessu hafi hann aðeins sleppt smáum fiski en drepið allt ann- að sem á land hafi komið. Í þessari veiði- ferð sleppti hann hins vegar fallegri hrygnu sem hann hafði landað. „Og viti menn – það fylgdi því alveg ný tilfinning sem ég átti ekki von á og ég er búinn að vera með hugann við hrygnuna síðan,“ skrif- ar Björn Valur. veiddi maríulaxinn veðrið úti í heimi í dag og næStu daga 13 14 14 15 17 14 14 14 2016 13 14 8 6 3 3 8 3 4 5 5 5 3 3 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafar á landinu. Sjá kvarða. að mestu í sól og sumaryl HöfuðBoRGaRSvæðið Framan af degi í dag verður sólskin í borginni og blíðskaparveður en smám saman þykknar upp þegar líður á daginn. Það sem kannski munar mest um er að hitinn er að falla og á ég von á 11-13 stiga hita þegar best lætur. Þá andar af suðvestri og slíkt gæti leitt til einhverrar vætu en svo lítillar að ég ætla ekki spá henni sérstaklega. landSByGGðin Einmuna veðurblíða verður á landinu í dag. Víðast léttskýjað en þó skýjað með köflum vestan til, einkum síðdegis, og ennfremur sums staðar úti við ströndina. Þá eru horfur á súldarflákum sunnan til á Vestfjörðum og á annesjum vestan til. Ákveðnastur verður vindurinn norðvestan til á landinu og á Vestfjörðum en þar erum við að tala um 5-10 m/s. næStu daGaR Á morgun kemur ný sending af hlýju lofti með lítilsháttar úrkomu á vesturhelmingi landsins en þurru og björtu veðri á austurhlutanum. Hitinn verður 14-20 stig, hlýjast norðaustan til. Á föstudag verður hæg suðvestlæg átt með björtu veðri eystra en skýjuðu veðri vestan til þar sem búast má við lítilsháttar vætu. Á laugardag verður áfram hægviðri eða hæg austlæg átt. Úrkomulítið á landinu og víða bjart suðaustan og aust- anlands annars fremur skýjað en hætt við síðdegisskúrum sunnan og suðvestan til. Hiti 12-18 stig, hlýjast í Borgarfirði og nágrenni. Á sunnudag ganga síðan úrkomuskil yfir landið og má búast við vætu um mest allt land meðan þau ganga yfir fyrri hluta dagsins en síðan þornar upp og léttir til norðan og austan til. Hiti um eða yfir 20 stig norðaustanlands. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.veðRið með SiGGa StoRmi siggistormur@dv.is 0-3 14/10 3-5 14/10 3-5 12/9 0-3 13/11 0-3 12/11 0-3 13/12 0-3 13/10 Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 0-3 14/10 3-5 14/10 3-5 11/9 3-5 14/12 3-5 13/9 0-3 12/10 3-5 12/10 0-3 18/15 0-3 10/9 0-3 14/11 3-5 12/9 0-3 12/10 0-3 12/10 3-5 14/12 0-3 17/15 3-5 14/12 0-3 17/13 0-3 12/10 0-3 14/10 0-3 14/11 3-5 14/10 0-3 15/12 3-5 14/10 3-5 13/9 0-3 12/11 0-3 13/11 0-3 13/11 3-5 12/9 0-3 14/11 3-5 12/10 0-3 17/12 0-3 12/10 0-3 16/14 0-3 15/13 0-3 14/10 3-5 15/13 8-10 14/8 3-5 13/10 3-5 15/13 5-8 16/14 3-5 15/12 3-5 16/13 3-5 16/12 3-5 12/10 0-3 17/12 5-8 12/10 5-8 14/12 3-5 14/12 3-5 14/9 18/17 20/16 24/20 22/19 18/15 19/17 20/17 26/21 27/25 19/18 19/16 24/20 22/19 17/14 19/15 20/17 26/21 24/20 23/16 20/13 24/17 22/15 28/19 22/16 26/18 28/22 29/26 20/17 18/15 22/16 22/18 21/16 21/15 26/18 27/20 29/25 Mið Fim Fös Lau hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante Bryjaði rólega Námskeiðin áttu fyrst bara að vera tvö eða þrjú en hafa nú gengið linnulaust í fimmtán ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.