Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Qupperneq 22
22 LÍFSSTÍLL 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR KERLINGABÆKUR UM FEGRUN Furðulegustu ráðleggingar frá mæðrum okkar, ömmum og frænkum hafa smitað út frá sér og ákveðin fegrunarráð sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum virðast glepja sjálfsöruggustu konur. En hvað er satt í þeim? DV tók sam- an helstu kerlingabækurnar um fegrun kvenna. Þurr húð veldur hrukkum Væri ekki frábært ef bara smárakakrem gæti komið í veg fyrir hrukkur. Því miður verða hrukkur til þegar kollagen brotnar niður langt undir yfirborði húðarinnar (þar sem hún þornar). Raka- krem geta fegrað yfirborð húðarinnar og þannig gert hrukkur minna áberandi en þau vinna alls ekki á hrukkum þar sem þær verða til miklu neðar. Sólin er helsti óvinur þeirra sem vilja ekki fá hrukkur svo ef þú vilt forðast hrukkur skaltu maka á þig sólarvörn í stórum stíl. Kalt vatn minnkar svitaholur Stærð svitahola þinna er komin frá mömmu og pabba og þú breytir þeim seint. Kalt vatn þrengir æðarnar þannig að manni finnst húðin strekktari. En þú getur minnkað svitaholurnar með því að gæta þess að þær séu ekki fullar af jukki. Þegar svitaholurnar stíflast með olíu og dauðum húðfrumum, sýnast þær stærri. Snyrtivörur sem innihalda salisílisýru hreinsa svitaholurnar. Og að sjálfsögðu hefur sólin slæm áhrif á svitaholurnar, þegar húðin tapar teygjanleika sínum við sólarskemmdir virðast þær stærri. Svo notaðu sólarvörn!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.