Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Qupperneq 24
EIÐUR Á KROSSGÖTUM Eiður Smári Guðjohnsen er í enskum fjölmiðl- um sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Fulham. Mark Hughes, nýráðinn stjóri Fulham, er sagður áhugasamur um að gera Eið að fyrsta leikmanninum sem hann fær til liðsins. Ekki er þó talið að Fulham kaupi íslenska framherjann heldur hyggst Hughes freista þess að fá hann að láni frá Monaco. Eiður hefur verið orðaður við fleiri lið undan- farið, þar á meðal Glasgow Rangers og Tottenham, en ekkert samkomulag komist yfir viðræðustigið. Eiður er þessa dagana staddur hér á landi vegna æfingaleiks landsliðs- ins gegn Liechtenstein. Eiður er þögull um framtíð sína og hefur ekkert viljað tala við íslenska fjölmiðla í aðdraganda leiksins og virðist vera í sjálfskipaðri fjölmiðlaútlegð. MIKILVÆGT FYRIR UNGU STRÁKANA Eyjólfur Sverrison, þjálfari U21- landsliðsins í knattspyrnu, er bjartsýnn fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi í undankeppni EM sem fram fer í dag, miðvikudag. Í samtali við Fótbolta. net í gær segir Eyjólfur að leikurinn sé mikið tæki- færi fyrir ungu landsliðsmennina því horft verði á leikinn um allan heim. „Við ætlum að slá Þjóðverj- ana út,“ sagði landsliðsþjálfarinn kokhraustur. MOLAR DROGBA ÆTLAR AÐ BÆTA SIG n Didier Drogba, framherji Chelsea, hefur sent varnarmönnum ensku úrvalsdeildarinnar skýr skilaboð. Síðasta tímabil, þar sem hann varð markahæsti leikmaður deildarinnar með 29 mörk, var aðeins byrjunin. Drogba, sem orðinn er 32 ára, segir að hann hafi þurft að glíma við kviðslit á síðasta tímabili og á HM en eftir vel heppnaða aðgerð sé hann tilbúinn að toppa síðasta tímabil. „Þetta hefur verið að stríða mér í sex ár, en núna get ég loks leikið minn leik.“ GIGGS ENN HUNGRAÐUR n Ryan Giggs er kannski orðinn 36 ára gamall en hann segist vera hungraðri en nokkru sinni fyrr í titla. Giggs er að hefja sitt 20. tímabil með aðalliði Un- ited og þrátt fyrir að vera farinn að grána í vöng- um ætlar hann ekki að gera minni kröfur til sín á komandi tímabili. „Það er meira hungur núna því maður vill ekki fara í gegnum annað sumar eins og það síðasta þegar við unnum ekki titilinn.“ Giggs telur sömuleiðis að nýi framherjinn, Javier Hernand- ez, geti skipt sköpum fyrir United á tímabilinu. BENT MEIDDUR Á BAKI n Darren Bent mun missa af vin- áttulandsleik enska landsliðsins á miðvikudagskvöldið og vafi leikur á hvort hann nái opnunar- leik Sunderland í ensku úrvals- deildinni. Bent átti frábært tíma- bil í fyrra þar sem hann skoraði 24 mörk en aðeins Wayne Roon- ey og Didier Drogba skoruðu fleiri. Bent kennir sér meins í baki og var einn af fimm leikmönnum enska liðsins sem gat ekki æft vegna meiðsla. Bæði Bent og stjóri Sunderland, Steve Bruce, segja meiðslin koma á versta tíma fyrir félagið og eykur enn á vandræði Fabio Capello fyrir leikinn gegn Ungverjalandi. COLE ORÐAÐUR VIÐ LIVERPOOL n Liverpool er sagt hafa snúið sér að framherja West Ham, Carlton Cole, eftir að félaginu var gerð grein fyrir því að Totten- ham vildi 15 milljónir punda fyrir Peter Crouch. Breskir fjölmiðlar segja danska miðju- manninn Christi- an Poulsen við það að ganga í raðir Liverpool frá Juventus og Roy Hodgson vill bæta við framherja. Þó er talið að West Ham sætti sig ekki við minna en 12 milljónir punda fyrir Cole og því gætu kaupin á honum ráðist af því hvernig yfirtakan á Liverpool fer og hvort Javier Mascherano verði seldur til Inter Milan. 24 SPORT UMSJÓN: SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON mikael@dv.is 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sjá margir fram á erfiða tíma uppi í stúku vegna nýrrar reglu sem setur leikmannahópum liðanna skorður. NÝ REGLA skekur stórliðin Nú þegar aðeins nokkrir dagar eru í að enska úr-valsdeildin rúlli af stað standa mörg stórlið- anna frammi fyrir því vandamáli að þurfa að skilja nokkrar stórstjörn- ur á ofurlaunum eftir úti í kuldan- um fyrir komandi tímabil. Ástæð- an er ný regla úrvalsdeildarinnar sem takmarkar leikmannahópa lið- anna við 25 leikmenn. Þar af þurfa 8 þessara 25 leikmanna að vera upp- aldir hjá ensku liði. Þetta setur stór- liðin, sem sankað hafa að sér hverri alþjóðlegu stórstjörnunni á fæt- ur annarri, í mikinn vanda. Annað hvort þarf að eiga sér stað rýming- arsala, eða þá að útvaldir ofurlauna- leikmenn þurfa að sitja uppi í stúku á leikdag. Ein leiðin fram hjá þessu er að lána leikmenn til annarra liða, en þá sitja liðin samt sem áður uppi með tugmilljóna laun leikmanna án þess að njóta góðs af því sjálf. Eyðslan kemur í bakið á City Manchester City hefur eytt ótæpi- lega undanfarin misseri. Liðið hefur keypt hverja stórstjörnuna á fætur annarri fyrir metfé en nú kemur að skuldadögum. Talið er að City þurfi að losa sig við á bilinu 8 til 12 leik- menn vegna nýju reglunnar, því þeir eru ekki enn hættir að styrkja lið sitt. James Milner og Mario Balotelli eru væntanlegir og því gæti ekki verið pláss fyrir stjörnur á borð við Craig Bellamy, Roque Santa Cruz, Robin- ho, Stephen Ireland og Jo. Reynslan bítur Chelsea Eins og staðan er hjá Chelsea eru aðeins fjórir uppaldir leikmenn yfir 21 árs aldri í hópnum hjá Carlo Anc- elotti. Hann gæti því átt á hættu að fá aðeins að skrá 21 leikmann í að- alliðið. Chelsea gæti síðan þurft að rýma fyrir komu hins brasilíska Ramires sem talinn er væntanlegur. Liverpool og Arsenal í bobba Roy Hodgson getur eins og staðan er í dag aðeins skráð 20 leikmenn í aðalliðið auk unglinganna. Hann hefur þegar lýst því yfir að hann treysti ekki ungu strákunum til að halda Liverpool í Evrópudeildinni og treystir þeim því vafalaust ekki í slaginn í enska boltanum. Arsenal er, þótt ótrúlegt megi virðast, í betri málum en Liverpool því liðið hefur keypt mikið af kornungum strákum. Wenger gæti þó verið einu til tveim- ur sætum frá að fylla 25 manna hóp- inn 1. september næstkomandi. Hann hefur gagnrýnt þessa reglu hvað harðast í fjölmiðlum og segir hana lama lið á leikmannamarkaði og gera marga góða leikmenn at- vinnulausa. Aðferð Ferguson borgar sig Alex Ferguson hefur í gegnum tíð- ina verið duglegur að leyfa ungu strákunum, sem koma upp í gegn- um unglingastarfið, að spreyta sig í aðalliðinu. Þessi stefna hans virð- ist ætla að borga sig því hann er vel settur gagnvart nýju reglunni. Hann gæti þó þurft að rýma til ef hann styrkir hópinn fyrir 1. september. Meiddar stjörnur fjarverandi Þó að Ferguson sé ekki verst settur af stjórum stóru liðanna þá stend- ur hann frammi fyrir erfiðri ákvörð- un. Meiðslapésar á borð við And- erson og Owen Hargreaves eru dæmi um leikmenn sem keyptir voru fyrir háar fjárhæðir og verða að öllum líkindum skildir eftir úti í kuldanum. Ensku úrvalsdeildar- liðin vilja ekki sóa dýrmætu plássi á leikmenn sem ekki eru heilir og það skilur Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Jonathan Woodgate verður líklega ekki leikfær fyrr en eftir áramót og verður því ekki í 25 manna hópi liðsins. Hann mun því sitja uppi í stúku fyrri hluta tíma- bils á meðan liðið greiðir honum lúxuslaun. Andy Johnson, dýrasti leikmaðurinn í sögu Fulham, gæti sömuleiðis setið eftir með sárt enn- ið jafnvel þó hann verði leikfær eftir meiðsli fyrir áramót. Þess má geta að á síðasta tímabili notuðu liðin í úrvalsdeildinni að meðaltali 27 leikmenn yfir tímabilið. Þá voru að meðaltali 12 enskir leikmenn valdir í hópinn á leikdögum og sjö undir 21 árs aldri. mikael@dv.is Hvað er að breytast? Þann 1. september næstkomandi þurfa liðin að skila inn 25 manna leikmannalista fyrir komandi leiktíð. Átta þeirra þurfa að vera uppaldir hjá ensku liði. Hvað gerist ef þau eiga ekki 8 uppalda leikmenn? Liðin neyðast til að skila inn smærri hóp. Þýðir þetta að ungir enskir leikmenn fái tækifæri? Ekki endilega. Uppalinn leikmaður getur verið hver sá sem verið hefur á samningi hjá ensku eða velsku liði í að minnsta kosti þrjú ár þegar viðkomandi var á aldrinum 16-21 árs. Afhverju þessi nýja regla? Enska úrvalsdeildin telur þetta ýta undir þróun unglingastarfs félaganna og hindri að ensk lið safni heimsins bestu leikmönnum til sín. Hvað ef leikmaður lendir í langtímameiðslum? Allir leikmenn undir 21 árs aldri eru gjaldgengir í liðið og má því kippa þeim úr varaliðinu eftir aðstæðum. Undantekning á reglunni er sú að ef til dæmis tveir af þremur skráðum markvörðum liðs meiðast þá má fá inn varamann utan frá. Er listinn endanlegur? Enginn leikmaður sem ekki er skráður á endanlegum lista liðs má leika fyrr en félagsskiptaglugginn opnar á nýjan leik. Eina undantekningin er ef lið eiga ekki 25 leikmenn til að skrá þá mega þau semja við leikmenn án samnings þar til sá gluggi lokast. Hvernig er þessi nýja regla? Höfuðverkur Stjórar stærstu og ríkustu félaganna standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum varðandi leikmannahópa sína fyrir komandi tímabil vegna nýrrar reglu úrvalsdeildar- innar. MYNDIR REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.