Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 19
RAGNHEIÐUR GUÐFINNA GUÐNADÓTTIR er verkefnastjóri Samverjans sem bauð fólki upp á ókeypis hádegismat í júlí. FULL AF KÆRLEIKA, ÞAKKLÆTI OG HJARTAHLÝJU Magma-málið hefur tekið á sig und- arlegar myndir. Einna sérkennilegast er þó hversu tómlát stjórnvöld voru gagnvart einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja á fyrri stigum málsins. Bankahrunið leiddi til þess að ríkið yfrtók Glitni. Fyrrum hlutur Hannesar Smárasonar í Geysi Green Energy var innlimaður í Glacier Ren- ewable Energy Fund og fór þar Ís- landsbanki með um 40 prósenta hlut í GGE. Önnur 40 prósent í GGE kom- ust undir áhrifavald ríkisins þegar lánardrottnar, Glitnir og Landsbank- inn, tóku yfir fjárfestingarfélagið At- orku og þar með hlut þess í GGE. Núverandi ríkisstjórn, sem komst raunar til valda fjórum mánuðum eftir bankahrunið og gat haft alla þræði í hendi sér til þess að koma í veg fyrir að meirihluti HS Orku lenti í höndum erlendra aðila. Til þess þurfti það að vera yflrlýst stefna að halda útlendingum fyrir utan orku- auðlindir landsmanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra andaði rólega til að byrja með og kvaðst vilja ræða við íslensku lífeyrissjóðina um möguleika á að halda orkufyrirtæk- inu í meirihlutaeign Íslendinga. Tómlætið gengur aftur Eins og nefnt er hér á öðrum stað í blaðinu er það einkennandi fyrir nú- verandi ríkisstjórn að láta hvert mál- ið á fætur öðru springa framan í sig og reyna síðan að semja um hlutina. Í ljósi andvaraleysis, sem orsakaði bankahrunið, eru þessar aðferðir af hálfu stjórnvalda nú alls ekki boðleg- ar. Er þetta ekki í eðli sínu sama and- varaleysið og orsakaði bankahrunið? Röksemdir og yfirklór ríkisstjórnar- innar er ekki boðlegt hvort heldur sem hún er meðmælt eða mótfall- in því að útlendingar kaupi nýting- arrétt á íslenskum orkulindum til lengri eða skemmri tíma eða eignist hluti í innlendum orkufyrirtækjum. Sérhagsmunaröksemdir sumra sjálf- stæðismanna eru ekki hótinu betri; eitt andartakið eru kaup útlendinga eðlileg og dæmi um nauðsynleg- ar erlendar fjárfestingar í landinu en hina stundina eru þeir andsnún- ir eignarhaldi Kínverja á fiskveiði- heimildum sem kjósendur flokksins hafa reyndar sölsað undir sig í nafni gjafakvótakerfisins. Niðurstaðan gefin? Skipan Magma-nefndarinnar nýver- ið er einnig gagnrýnisverð. Henni var komið á fót undir þrýstingi yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar um orku- og auðlindamál í lok júlí. Þar kvað hún nánast fyrirfram upp úr um hver nið- urstaða nefndarinnar ætti að vera. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „Ríkisstjórnin einsetur sér að stöðva það einkavæðingarferli á orkufyr- irtækjum landsins sem hafið var í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og tryggja sam- félagslegt forræði á auðlindum og orkufyrirtækjum. Í samræmi við þessa markmiðssetningu hefur ríkis- stjórnin ákveðið að sérstaklega skuli rannsaka tildrög þess að HS Orka sé komin í meirihlutaeigu einkaaðila með það fyrir augum að hægt sé að vinda ofan af þeirri niðurstöðu.“ Má ekki fyrirfram vera augljóst hvaða niðurstöðu stjórnvöld vilja fá í Magma-málinu? Ruglingur og ósamkvæmni Satt best að segja væri afar gott að fá auðlindastefnu ríkisstjórnarinnar útskýrða í smáatriðum. Gera má ráð fyrir því að stjórnarflokkarnir þrír, Samfylkingin, Steingrímsflokkurinn og Ögmundarflokkurinn, séu sam- mála um að náttúruauðlindir skuli vera í þjóðareign. En þar lýkur sam- stöðunni. Ágreiningur vaknar þegar kemur að útlendingum. Menn hafa staðið agndofa gagnvart einangr- unarhneigðum og þjóðernisofstopa Ögmundar Jónassonar í grein hans í Morgunblaðinu 6. ágúst. Fæstir átta sig á því forstokkaða hatri sem hann reynir þar að rækta í garð útlendinga. Þeir eru álitnir þjófar og erindrekar samviskulausra kapítalista sem að mati Ögmundar eiga og reka AGS og Evrópusambandið. Þetta er þeim mun furðulegra sem tómlæti hans, Jóns Bjarnasonar, Kolbrúnar Halldórsdóttur og ann- arra þingmanna VG var meira haust- ið 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins setti inn í fjárlög ársins 2007 heim- ild til þess að selja hlut ríkisins í HS Orku. Í fljótu bragði er hægt að finna tillögu frá Jóni Bjarnasyni um að falla frá sölu ríkisins í Hitaveitu Borgar- fjarðar og Akraness. Hins vegar var sett in heimild til sölu ríkisins á hlut ríkisins í HS Orku án nokkurra at- hugasemda af hálfu VG. Þetta eru vitanlega ekki boðleg stjórnmál. Andstaða Skiptar skoðanir eru um hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið, eins og þetta skilti ber vitni um. Andstæðingar aðildar hafa keypt auglýsingar til þess að koma sínum boðskap á framfæri. MYND/SIGTRYGGUR ARI 1 HITTI BÖRNIN SÍN Í FYRSTA SKIPTI Í 34 ÁR: HÉLT AÐ ÞAU HEFÐU DÁIÐ Í BÍLSLYSI Sonur bandarískrar konur hafði upp á móður sinni eftir 34 ár. Konan hélt að börnin sín hefðu látist í bílslysi. 2 VERKALÝÐSFORINGI RÆÐST Á EYJUNA Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands gagnrýnir frétt um launamál hans. 3 SPAUGSTOFUNNI SLÁTRAÐ Í MORGUN Spaugstofan verður ekki áfram á dagskrá Sjónvarpsins. 4 FLUGÞJÓNN STURLAÐIST OG STÖKK FRÁ BORÐI Bandarískur flugþjónn var handtekinn í New York. 5 SKILAÐI GREIÐSLUÁSKORUN TIL ÍSLANDSBANKA Viðskiptavinur Íslandsbanka skilaði í dag inn greiðsluáskorun til bankans. 6 TALIÐ AÐ NORÐMENNIRNIR HAFI DRUKKNAÐ Talið er að Norðmenn- irnir þrír sem leitað hefur verið á Grænlandi síðan á föstudag hafi drukknað. 7 HANA DAUÐLANGAÐI Í KJÚKLING-ANAGGA Melodi Dushane tapaði sér gjörsamlega. MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Ragnheiður Guðfinna.“ Hvað drífur þig áfram? „Ánægjan við að lifa. Rauði þráðurinn í lífi mínu eru börnin mín og fjölskyldan.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Dugleg, orkumikil og lífsglöð.“ Hvernig gekk átakið? „Ofboðslega vel og það er bara vegna þess að þarna kom saman frábært fólk. Samstaðan á meðal fyrirtækja, kokka, sjálfboðaliða og meðbyrinn sem við fengum er því að þakka.“ Af hverju ákvaðstu að taka þetta verkefni að þér? „Þetta var gott framtak og ég var á milli verkefna. Ég er að skrifa BA-ritgerð í sálfræði og þarna hittist svo á að ég var laus. Svo virðist ég vera með þannig persónuleika að mér finnst gaman að hjálpa öðrum. “ Hvað var erfiðast? „Það er alltaf erfitt að sjá eymd fólks. En síðasti dagurinn þegar ég þurfti að kveðja var erfiðastur. Þarna hafði myndast lítið samfélag og ég var farin að þekkja nöfn fólks og það var bæði erfitt að kveðja þá sem komu til að þiggja að- stoð og þá sem komu til þess að hjálpa. Andrúmsloftið var alltaf fullt af kærleika, þakklæti og hjartahlýju. Reyndar tel ég að allir ættu að taka þátt í slíku starfi.“ Mun þetta átak fara aftur af stað að ári? „Ég var einmitt að tala um það við Gissur Guðmundsson, sem á skilið að fá sérstakar þakkir því hann er eins og hundrað menn, að það ætti ekki að þurfa svona átaksverkefni. Í rauninni ætti ríkisstjórnin að gera eitthvað. Það á ekki að vera hægt að þegar hjálparstofnanir fari í sumarfrí sé bara lokað á fólk og því sagt að bjarga sér sjálft. Við vorum að vonast til þess að þetta átak yrði til þess að opna augu fólks fyrir því að plan B þarf alltaf að vera til.“ Hvað er fram undan? „Nú er skólinn að byrja, þannig að ég fer af krafti í hann. Svo tek ég þátt í að undirbúa tónleika fyrir Þú getur, sem styrkir fólk sem fer aftur í nám eftir geðræna erfiðleika. Við höldum árlega tónleika og þeir hafa alltaf gengið vel. Svo fer átakið Á allra vörum aftur af stað þann 19. ágúst. Þá verður mikið um að vera í Smáralind og ég er að vinna að stórri tískusýningu. Ég hvet alla til að koma þangað. Það er alltaf nóg að gera.“ MAÐUR DAGSINS KJALLARI „Hann var bara mjög flottur.“ TÓMAS INGI RAGNARSSON 37 ÁRA, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR „Ég sá hann ekki, því að ég var staddur í útlöndum.“ ARNAR PÉTURSSON 22 ÁRA, STJÓRNARFORMAÐUR „Rosalega vel.“ HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR 60 ÁRA, VERKEFNASTJÓRI Í FÉLAGSMIÐSTÖÐ „Það klæðir hann rosalega vel.“ INGVELDUR G. ÓLAFSDÓTTIR 50 ÁRA, ÞÚSUNDÞJALASMIÐUR „Mjög vel, jafnvel betur en Rudy Giuliani.“ MAGNÚS ÖRN SIGURÐSSON 20 ÁRA, FRAMKVÆMDASTJÓRI HVERNIG TÓK JÓN GNARR SIG ÚT Í DRAGI? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2010 UMRÆÐA 19 „Hins vegar var sett in heimild til sölu ríkisins á hlut ríkisins í HS Orku án nokkurra athuga- semda af hálfu VG.“ JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar Óboðleg stjórnmál

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.