Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR Pálmi Gestsson segir þetta vera eðlilegt framhald: Vildu halda áfram „Ég held að þetta sé eðlilegt framhald af því fjársvelti sem Ríkisútvarpið er í,“ segir Pálmi Gestsson Spaugstofu- maður þegar hann er spurður út í þá ákvörðun Ríkisútvarpsins að vera ekki með Spaugstofuna á dagskrá næsta vetur. Spaugstofan er búin að vera vinsælasti sjónvarpsþátturinn hjá Ríkisútvarpinu í 21 ár en Pálmi segir Ríkisútvarpið telja að ekki séu til fjármunir til áframhalds á þætt- inum. „Við hefðum gjarnan viljað halda þessu áfram og teljum fulla þörf á svona dægurmálatengdum þætti sem sé nauðsynlegur í þjóðfélag- inu, hvort sem við kæmum að slík- um þætti eða ekki. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og auðvitað söknum við þess líka. En einhvern tímann verður allt að hætta,“ segir Pálmi. Hann segir Spaugstofumenn hafa ýmis verkefni næsta vetur en þeir verði aðallega í leikhúsunum í vetur að sögn Pálma. „En við erum með fullt af hugmyndum sem yrði gaman að gera að veruleika en við erum ekkert farnir að huga að því þannig séð.“ birgir@dv.is Fjöldi hugmynda Pálmi Gestsson segir Spaug- stofumenn búa yfir fjölda hugmynda sem gaman væri að vinna frekar. „Okkur finnst leiðinlegt ef þeir fara af skjánum. Dyrnar okkar standa opnar fyrir þeim og við myndum gjarnan vilja halda þeim í lofti,“ segir Kristjana Thors Brynjólfs- dóttir, dagskrárstjóri Skjás eins. Þreifingar eru í gangi milli með- lima Spaugstofunnar og Skjás eins um að þættirnir verði á dagskrá þar í vetur. Kristjana segir að þó sé ljóst að Skjár einn hafi ekki yfir sama fjár- magni að ráða og RÚV. „Þrátt fyrir niðurskurð hjá RÚV þá höfum við ekki sama fjármagn og þeir. Ég held að þjóðin vilji enn horfa á Spaug- stofuna og það er mikilvægt líka á þessum tímum að slá upp léttu gríni þegar það er alvara í gangi alla vikuna.“ Skjár einn heitur SPAUGSTOFAN KVEÐUR INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR blaðamaður skrifar: indiana@dv.is Eftir rúma tvo áratugi hefur vinsæl- asti þáttur landsins, Spaugstofan, verið flautaður af. Þetta var þeim sem komið hafa að framleiðslu þáttanna tilkynnt á fundi á þriðju- dag en í tölvupósti sem Páll Magn- ússon útvarpsstjóri sendi starfsfólki Ríkisútvarpsins á þriðjudagsmorg- un kemur fram að ástæðan sé boð- aður niðurskurður stjórnvalda á tekjum Ríkisútvarpsins. Fyrsti þáttur þeirra Spaugstofu- manna fór í loftið í Sjónvarpinu þann 21. janúar árið 1989 und- ir nafninu 89 af stöðinni. Árið eft- ir hét þátturinn 90 af stöðinni og síðar Enn ein stöðin. Upphaflega var Spaugstofan skipuð þeim Erni Árnasyni, Sigurði Sigurjónssyni, Karli Ágústi Úlfssyni, Randveri Þor- lákssyni og Þórhalli Sigurðssyni, betur þekktum sem Ladda. Þegar Laddi gekk til liðs við Gríniðjuna kom Pálmi Gestsson í hans stað. Randver rekinn Árið 2007 var Randver óvænt lát- inn fara en uppsögn hans vakti hörð viðbrögð í samfélaginu enda kom brotthvarfið mönnum í opna skjöldu. Sitt sýndist hverjum enda hafa landsmenn alltaf haft sterk- ar skoðanir á Spaugstofunni, efn- istökum hennar og -þáttum. Sam- kvæmt heimildum DV var það ákvörðun þáverandi dagskrár- stjóra, Þórhalls Gunnarssonar, að láta Randver fara í von um að fríska upp á þáttinn. Markmiðið hafi verið að hleypa ungum og upprennandi leikurum inn í þættina sem höfðu verið lítið breyttir frá upphafi. Spaugstofumenn og samstarfs- menn Randvers til sautján ára vildu lítið tjá sig um brotthvarf Randvers eftir uppsögnina en greinilegt var að þeir voru allt annað en sátt- ir. „Þetta er alfarið ákvörðun dag- skrárstjórans Þórhalls Gunnars- sonar. Ég er vissulega mjög leiður og þungur yfir því að Randver skuli ekki vera með okkur lengur því hann hefur verið með okkur í mjög langan tíma. Ég sakna hans mikið úr þessar vinnu og ég hefði gjarnan viljað hafa hann áfram. Ég vona að þetta eigi ekki eftir að koma niður á þættinum,“ lét Karl Ágúst hafa eft- ir sér í viðtali við DV þann 13. sept- ember 2007. Allir með skoðanir Frá upphafi hefur Spaugstofan ver- ið ádeila á íslensk samfélagsmál og nokkurs konar spegill á samtím- ann þar sem gert er grín að mönn- um og málefnum. Þátturinn hefur verið sýndur vikulega svo Spaug- stofumenn hafa þurft að vinna hratt í gegnum árin. Í DV þann 29. ág- úst 2008 sagði Pálmi Gestsson það ótrúlegt að sumir þættirnir hafi yfir- höfuð komist til skila. „Maður hefur upplifað stundum vikulegt krafta- verk að koma þessu á koppinn. Til dæmis þegar fall meirihlutans var og Tjarnarkvartettinn myndaðist vorum við búnir að taka upp þátt en þurftum að byrja alveg upp á nýtt. Við ætlumst heldur ekkert til þess að fólk sýni því einhvern skilning hvernig svona ferli fer fram. Það er nú það sem birtist endanlega í sjón- varpinu sem skiptir máli. Hvort sem leiðin að því hefur verið erfið eða auðveld.“ Hver þáttur hefur vakið umræð- ur í samfélaginu og eftir umdeilda þætti hafa bloggheimar hrein- lega logað. Í viðtalinu sagði Pálmi eðlilegt að þjóðin hefði skoðun á Spaugstofunni. „Og ég býst ekki við neinu öðru. Við erum hins vegar að þjóna svo breiðum aðdáenda- hópi að ég tel það einsdæmi í sjón- varpssögunni. Við erum að gera aðdáendum til geðs frá tveggja ára aldri til níræðs. Og oft segja sumir að þetta hafi verið okkar besti þátt- ur meðan aðrir eru alveg á því að nú þurfum við að hætta.“. Umdeildustu þættirnir Stundum hefur mönnum þótt grínið fara yfir strikið og nægir að nefna þáttinn þegar veikindi Ólafs F. Magnússonar, þáverandi borgar- fulltrúa, voru tekin fyrir. Þátturinn er einn eftirminnilegasti þátturinn frá upphafi og þótti mörgum nóg um. Í viðtali við DV þann 15. febrú- ar 2010 sagði Pálmi þá félaga aldrei ætla að ráðast á fólk persónulega. „Ég hermi ekki eftir forsetanum af því að mér er illa við hann eða ég ber ekki virðingu fyrir honum. Ól- afur var opinber persóna og hans veikindi voru í öllum fjölmiðlum og við drógum dám af þeirri umfjöll- un.“ Umtalaðasti þátturinn hlýtur þó að vera páskaþátturinn árið 2007 þegar þeir félagar gerðu grín að síð- ustu kvöldmáltíðinni. Þátturinn leiddi til þess að fimmmenningarn- ir voru yfirheyrðir af lögreglunni og sakaðir um guðlast. Í viðtali við DV í febrúar sagði Pálmi engan ákveð- inn Spaugstofumann vilja ganga lengra en hina. „Eins ólíkir karakt- erar og við erum þá erum við ein- kennilega samstíga og þess vegna Spaugstofan hefur verið flautuð af dagskrá RÚV eftir rúma tvo áratugi á skjánum. Þáttaröðin hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi og alltaf notið mikils áhorfs en núna kveðja drengirnir sjónvarpsáhorfendur og verður án efa mikil eftirsjá að þeim. Yfir til þín Spaugstofan verður ekki á dagskrá Ríkissjónvarpsins í vetur og eiga margir eftir að sakna þessara hressu félaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.