Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 18
BAKVAKTIR OG BÓNDABÝLI n Þorsteinn Jóhannesson, yfirlækn- ir á Ísafirði, hefur búið við einstak- lega góð kjör mörg undanfarin ár. Komið er á dag- inn að sjö millj- óna launahækk- un í fyrra ári má rekja til þess að félag Þorsteins, Skurðlæknir- inn ehf, hætti að innheimta fyrir bakvaktir en Þorsteinn tók milljónirnar á eigin kennitölu. Meðal þeirra eigna sem félag hans stendur undir rekstri á er sumaróðal læknisins á jörðinni Hatt- ardal. Óljóst er þó hvað Skurðlæknir- inn ehf. hefur yfirhöfuð með bónda- býli að gera. GÓÐÆRI EFTIR ÞINGMENNSKU n Guðmundur Hallvarðsson, fyrr- verandi alþingismaður og formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er ekki á flæðiskeri staddur eftir að hann hætti þingmennsku. Guðmundur hefur verið ötull í starfi fyrir Hraf- nistu og sjómannadagsráð. Greinilegt er að stússið gefur vel af sér því hann er með næstum tvær milljónir króna í mánaðarlaun árið 2009. Reikna má með að inni í þeirri tölu séu rífleg eftir laun vegna þingmennskunnar. OFURLAUN VERKA- LÝÐSLEIÐTOGA n Meðal þeirra verkalýðsleiðtoga sem taka sér ofurlaun er Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins. Guðmundur er með hartnær 1,5 milljón krónur á mánuði sem er væntanlega víðsfjarri laun- um umbjóðenda hans. Guðmund- ur var í viðtali við Sigurð Þ. Ragnarsson þar sem hann viðurkenndi að 200 þúsund krónur á mánuði dygðu ekki fólki til fram- færslu. Sjálfur þarf hann þó væntan- lega engu að kvíða með ofurlaun sín sem koma væntanlega að einhverju leyti sem stjórnarlaun frá lífeyris- sjóði. Sjálfur ber hann við að hluti sé vegna séreignasparnaðar sem hann tók út. VEGUR FRIÐRIKS VEX n Mikil umræða hefur verið um skipan Jóns Ásbjörnssonar til að veita Íslandsstofu forstöðu. Af tug- um umsækjenda ræddi stjórnin aðeins við þrjá og réði síðan Jón. Meðal hinna sniðgengnu er Þórólfur Árna- son, fyrrverandi borgarstjóri. For- maður stjórnar Íslandsstofu er sá gamalkunni refur Friðrik Pálsson. Hann varð þekktur fyrir að nota félag sitt Góðráð ehf. til að þiggja milljónir í ráðagjafalaun hjá Landssímanum þar sem hann var stjórnarformaður. Friðrik hraktist í framhaldinu úr stóli sínum. Nú er vegur hans að vaxa á ný og situr hann meðal annars í stjórn Landsbankans. Ekki er vitað hvort Góðráð koma enn við sögu í störfum Friðriks. Spaug er ekkert grín. Það kom á daginn í gærmorgun þeg-ar Páll Magnússon útvarps-stjóri tilkynnti aðstandendum Spaugstofunnar að þeir mættu hypja sig út á guð og gaddinn. Með ákvörð- un Palla lauk áratuga samleið þjóð- arinnar og Spaugstofunnar. Óljóst er hvaða tilfinningar bærðust í brjósti útvarpsstjórans þegar hann brá nið- urskurðarhnífnum. En í tölvuskeyti hans til starfsmanna er því lýst að um sé að kenna niðurskurði ríkisins til stofnunarinnar. Palla er svo sem vorkunn. Hann hefur undan-farin misseri skorið niður í gríð og erg. Hann lagði af svæð- isstöðvar Ríkisútvarps- ins og jók miðstýring- una. Hann hefur gætt þess vandlega að reka fólk sem skiptir máli til að sýna fram á fárán- leika niðurskurðarins. Nú síðast lét hann reka Kristin Hrafnsson fréttamann sem neitaði að koma fram sem trúður í frétta- tímanum. Auðvitað er það sláandi að þurfa að reka svona marga sem skipta svo miklu máli. Páll Magnússon hefur gætt þess vandlega að reka ekki hina óþörfu. Það hentar ekki baráttu hans við að sýna fram á laskaða stofnun sína. Þannig situr hann sjálfur sem fastast með súperlaun og góðan jeppa. Niður- skurðurinn beinist fyrst og fremst að vöðvum og beinum en eftir stend- ur fitan ein. Dugur Páls í að verja sín eigin kjör vekur athygli og jafnvel aðdáun annarra rekstrarskussa. Og nokkrir úr hans nánustu hirð njóta einnig friðhelgi fitunnar. Það er auðvitað bráðsniðugt hjá Páli að stúta Spaugstof-unni. Þar á bæ hafa menn verið að stinga á kýlum sam- félagsins með tilheyrandi subbuskap. Slíkt er óþægilegt fyrir sjálftökulið og hrægamma Íslands. Spaugstofan hef- ur gengið svo langt oftar en einu sinni að fjalla um sjálfan útvarpsstjórann, jeppamálið og ofurlaunin. Þeir migu þannig í sitt eigið bæli. Nú er staðan sú að í laugar-dagsslotti Spaugstofunnar er að finna fyrirbæri sem heitir Popppunktur og var fundinn upp á frístöð. Þar er um að ræða þátt sem engan truflar og lætur kýlin í friði. Auglýsingafígura Iceland Express reytir af sér lítt skiljanlega brandara og segir reglulega „uss“ með tilþrifum. Þetta er framtíðin hjá RÚV. Enginn verður sár og enginn reiður. Fréttastofan fjallar af alúð um berjasprettu, grásleppuveið- ar og veðurhorfur en sneiðir hjá hneykslismálum. Fastir þættir ganga út á innihaldsleysi. Palli situr á friðarstóli með jeppann sinn og launin. SPAUG ER EKKERT GRÍN „Nei, ég tel málinu lokið af minni hálfu. Ég ákvað að taka þessu boði og þá er mínu máli lokið,“ segir ÁSTA SIGRÚN HELGADÓTTIR, sem tók við starfi Umboðsmanns skuldara í byrjun vikunnar. Árni Páll Árnason félags- málaráðherra skipaði Ástu í embættið eftir að Runólfur Ágústsson hætti störfum í kjölfar umræðu um skuldamál hans. Ásta hafði áður starfað sem forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. SKULDAR ÁRNI ÞÉR NÁNARI SKÝRINGAR? „Þessi launatala er alveg út í hött. Það blasir við öllum sem vilja skoða þetta af einhverju viti,“ n Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands - Eyjan „Er hægt að hafa flugeldasýningu svo að björgunar- sveitin fái pening- ana. Svarið er já. Við munum leita leiða til að finna aðila að flugelda- sýningunni.“ n Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi -Vísir „Ég taldi það því rétt og eðlilegt að staðfesta ekki veru hans í þessari nefnd,“ n segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra um það að hún neitaði að skipa Svein Margeirsson í nefnd um Magma-málið - Vísir. „Einhvern veginn virðist ritstjórinn samt ekki treysta neinum nema sjálfum sér til að skrifa eigin eftirmæli.“ n Ólafur Arnarson á Pressunni. Konungar verkalýðsins Þegar Jóhanna Sigurðardóttir varð forsætisráðherra gaf hún út þá yfir-lýsingu að enginn ríkisstarfsmaður ætti að hafa hærri laun en forsætis- ráðherrann. Það var djörf yfirlýsing um auk- inn jöfnuð, sem ætlað var að sefa reiði fólks eftir að ofurlaunaðir viðskiptamenn, seðla- bankastjórar og eftirlitsmenn sameinuðust um að leiða efnahagslegt hrun yfir venjulega launþega. Nú er komið á daginn að meira að segja formenn hagsmunasamtaka launþeg- anna fá hærri laun en forsætisráðherrann. Þeir tilheyra ekki þeim hópi sem þeir eiga að gæta. Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, tekur tæpar 860 þúsund krónur í laun. Hann gætir hagsmuna afgreiðslufólks í verslun- um. Formaður Kennarasambandsins fær hátt í milljón. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur rétt tæpa milljón á mánuði. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, hef- ur eina milljón fjögur hundruð og fjörutíu þúsund. Í harðri grein á Eyjunni gagnrýndi hann „rætna fréttamennsku“ um laun hans og sagði séreignarsparnað útskýra launin að stórum hluta. Hann ýjar að því að laun hans séu um 750 þúsund frá Rafiðnaðarsam- bandinu. Mest sláandi er tilfelli Kristjáns Gunn- arssonar, formanns Starfsgreinasambands Íslands, sem gætir hagsmuna verkafólks. Hann halaði inn meira en 1,3 milljónir á mánuði í fyrra, samkvæmt álagningar- skránni. Það var hundrað þúsund krónum meira en árið áður. Hann var stjórnarfor- maður Sparisjóðs Keflavíkur, sem féll í fyrra og kostaði lífeyrissjóðinn Festu 1,6 milljarð króna. Kristján hafði líka verið í stjórn lífeyr- issjóðsins. Í samtali við DV í maí síðastliðn- um sagðist hann vinna mikið. Lengi er hægt að togast á um nákvæmlega hvernig tekjur konunga verkalýðsins verða til. Hins vegar sýnir það gjá milli formanna stéttarfélaganna og skjólstæðinga þeirra þegar það er orðin reglan að þeir fyrrnefndu eru í launaflokki með seðlabankastjórum. Þetta minnir á umboðsmann skuldaranna, sem gat sjálfur sloppið við hundruð milljóna skuld, eða yfirlækninn, sem gat klónað sjálf- an sig og fengið borgað bæði sem launamað- ur og sem einkahlutafélag hjá sjúkrahúsinu, með samtals 2,2 milljónir í laun. Orð Jóhönnu gáfu til kynna yfirvofandi breytingar í íslensku samfélagi. Mótstaðan við þær er kerfislæg. Tregðulögmálið í jöfn- un launa felst í því að þeir sem ráða eru í allt öðrum launaflokki en skjólstæðingar þeirra og setja yfirleitt sína eigin hagsmuni fremst. Á endanum rísa svínin upp á afturfæturna og klæða sig í föt. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Á endanum rísa svínin upp... SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Bogi Örn Emilsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. LEIÐARI SPURNINGIN SVARTHÖFÐI BÓKSTAFLEGA 18 UMRÆÐA 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.