Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2010 FRÉTTIR 13 „Þessi þáttur höfðar ekki til mín. Ég hló síðast að þessum þætti árið 1999, en ég sé lítið skondið við þetta núna. Foreldrar mínir eiga eflaust eftir að sakna þeirra.“ GYLFI REYNISSON NÁMSMAÐUR „Það er auðvitað ekki gott að missa þá af skjánum. Ég held að pabbi minn verði voðalega svekktur að missa þá af skjánum þó svo að þetta höfði ekkert sérstaklega til mín í dag.“ INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR SVIÐSSTJÓRI KENNSLU VIÐ HÁSKÓLANN Í BIFRÖST „Þeir mega alls ekki hætta. Ég vil hafa þá áfram og það er afar slæmt að missa þá. Sömuleiðis vil ég ekki missa Silfur Egils af dagskrá Ríkissjónvarpið og yrði það einnig mikil blóðtaka.“ SNÆBJÖRN PÁLSSON FYRRVERANDI SLÖKKVILIÐSMAÐUR „Mér líst ágætlega á að þeir verði ekki á dagskrá á næsta ári. Það var svo sem kominn tími til að hvíla þá.“ RÚNAR ÓLI KARLSSON LEIÐSÖGUMAÐUR. „Mér er eiginlega alveg sama því ég horfi lítið á þessa þætti. Ég hugsa að eldra fólk eigi þó eftir að sakna þeirra sárt, en yngra fólkið ekki eins mikið. KRISTRÚN ÖSP BARKARDÓTTIR NEMI HVAÐ FINNST ÞÉR UM ENDALOK SPAUGSTOFUNNAR? „Ákvörðun sem gat ekki beðið“ „Þetta var óumflýjanlegt,“ seg- ir Páll Magnússon útvarpsstjóri um þá ákvörðun að slá Spaugstof- una út af borðinu. „Boðaður nið- urskurður stjórnvalda af tekjum okkar er um níu prósent sem los- ar 300 milljónir,“ segir Páll en um er að ræða þriðju niðurskurðarað- gerðirnar á skömmum tíma sem RÚV þarf að ráðast í. Á undanförn- um tveimur árum hefur um fimm- tíu starfsmönnum verið sagt upp störfum en Páll segir að fjöldaupp- sagnir séu ekki inni í myndinni. Ekki gengið lengra „Við teljum að það verði ekki lengra gengið í þeim efnum. Einhverjar fjöldauppsagnir sem viðbrögð við þessum boðaða niðurskurði eru ekki inni í myndinni. Með einhverj- um hætti verðum við að bregð- ast við þessu og þetta er eitt af því sem varð ofan á að gera. Við höfum gengið mjög langt í því að fækka starfsmönnum hjá fyrirtækinu. Þeim hefur fækkað um fimmtíu á tæpum tveimur árum.“ Spaugstofan stórt skip Aðspurður hvort frekari aðgerðir séu væntanlegar segir Páll að það sé eitthvað sem er ekki tímabært að segja frá. „Við erum að koma saman vetrardagskrá sjónvarpsins sem má segja að sé dýrasti breyti- legi þátturinn hjá okkur fyrir utan almenna reglubundna starfsemi eins og rekstur fréttastofu. Þetta var ákvörðun sem gat ekki beðið því það tekur tíma að snúa svona stóru skipi eins og Spaugstofunni; margt starfsfólk sem kemur að þessu og það þarf langan aðdrag- anda að koma þessu af stað. Við gátum ekki látið þessa aðgerð bíða lengur. Við höfum þegar dregið þessa ákvörðun eins lengi og við töldum okkur unnt.“ einar@dv.is Páll Magnússon útvarpsstjóri segir óumflýjanlegt að slá Spaugstofuna af: „Jú, auðvitað mun ég sakna þess. Þetta er skemmtileg vinna og ég hef haft mikla ánægju af þessu öllu saman. En einhvern tímann þarf að hætta og byrja á einhverju öðru,“ segir Karl Ágúst Úlfsson leikari um Spaugstofuna sem ekki verður á dagskrá sjónvarpsins á komandi vetri. Karl sér ekki fyrir endann á sam- starfinu þrátt fyrir að þættirnir verði ekki í sjónvarpinu. „Við erum allt- af Spaugstofan sama hvernig okkar mál gagnvart sjónvarpinu standa,“ segir hann. „Ég held að við getum ekki hætt að vinna saman.“ Samvinna félaganna í Spaug- stofunni hefur verið meiri en bara við gerð þáttanna. Til að mynda unnu Karl, Örn og Sigurður saman að gerð útvarpsþáttanna um Harrý og Heimi sem á síðasta ári urðu að leikriti á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins. Um framtíðina segir Karl að nóg sé af verkefnum og að þeir muni halda áfram að vinna sam- an. „Ég held að þetta sé orðið eins og traust hjónaband. Við losnum ekki hver við annan,“ segir hann. Aðspurður vildi Karl Ágúst ekki tjá sig um samningaviðræður á milli Spaugstofunnar og sjónvarps- stöðvarinnar Skjás eins sem sýnt hefur áhuga á því að sýna þættina næsta vetur. „Auðvitað mun ég sakna þess“ Karl Ágúst Úlfsson segir Spaugstofuna eins og traust hjónaband: Allt tekur enda „Við erum alltaf Spaugstofan sama hvernig okkar mál gagnvart sjónvarpinu standa.“ Óumflýjanleg ákvörðun Páll Magnússon útvarpsstjóri segir endalok Spaugstofunnar hafa verið óumflýjanleg. SPAUGSTOFAN KVEÐUR hefur þetta kannski gengið svona vel. Við erum ólíkir menn með ólík- ar skoðanir en finnst nauðsynlegt að tala tæpitungulaust um málin. Við erum oftast sammála hversu langt má ganga og viljum ekki vera ósmekklegir, ódrengilegir né sparka í liggjandi fólk.“ Annar eftirminni- legur þáttur var árið 2007 þegar þeir félagar tóku þjóðsöng Íslendinga og breyttu textanum í ádeilu á stóriðju og orkuver en bannað er með lög- um að flytja eða birta þjóðsönginn nema í sinni upprunalegu mynd og því ljóst að Spaugstofumenn brutu þar með lög. Upphaflega fjórir þættir Enginn annar íslenskur þáttur af þessu tagi hefur hlotið meira áhorf en Spaugstofan en yfir 200.000 manns hafa setið við skjáinn þeg- ar best hefur látið. Eftir 21 ár er nú komið að lokum en upphaflega átti Spaugstofan að verða fjórir þættir. „Þannig að við höfum alltaf samið til eins árs og því hefur þetta allt- af verið svona hliðarverkefni. Hlið- arverkefni sem vatt upp á sig og er orðið að ferli,“ sagði Pálmi í við- talinu árið 2008. Spaugstofan hefur runnið sitt skeið á enda í sjónvarpi, í bili að minnsta kosti. Víst er að fjölmargir eiga eftir að sakna þeirra félaga og sýnar þeirra á samfélagið. Örn Árnason vill ekki líta á þetta sem endalokin á Spaugstofunni: Tökum vonandi upp þráðinn síðar „Þetta var svolítið eins og menn bjuggust við, eins og árferðið er orð- ið,“ segir Örn Árnason um endalok Spaugstofunnar en hann var stadd- ur við berjatínslu í Aðaldal þegar hann fékk þær fréttir að ekkert yrði af framleiðslu Spaugstofunnar hjá Rík- isútvarpinu í vetur. „Ég myndi nú líta svo á að þetta væri nú bara í bili, ég vona það allavega,“ segir Örn. „Fer ekki landið að rísa og er ekki botnin- um náð? Sagði Már það ekki?“ spyr Örn og vitnar þar í orð seðlabanka- stjórans Más Guðmundssonar sem sagðist á þriðjudag sjá fyrir endann á kreppunni. „Við þurfum að taka botndýfu eins og aðrir,“ segir Örn og bætir við að þeir félagar í Spaugstofunni hafi ekki hist vegna þessara endaloka. „Þetta verð- ur örugglega ekki framleitt í ár en von- andi síðar.“ Hann segist eiga eftir að sakna Spaugstofunnar næsta vetur. „Það er alltaf einhver eftirsjá af svona hlutum. En þetta er eitthvað sem mátti bú- ast við. Þetta er háð framboði og eft- irspurn og að sjálfsögðu fjármagni,“ segir Örn sem er þó mjög sáttur við berin sem hann tíndi á meðan sam- talinu stóð. „Ég er búinn að tína hér í hálfan dall og ætla að fá mér bláber með rjóma á eftir til að fagna þess- um vistaskiptum,“ segir Örn léttur í bragði. „Við erum allir að sýsla í leik- húsum og þá bara tekur það við. Við finnum okkur alltaf eitthvað að gera.“ Hann segist ekki geta tilgreint eitt sérstakt atriði sem stendur upp úr eftir 21 árs feril með Spaugstof- unni. „Gerð þessara þátta var mjög skemmtileg, að öllu leyti, frá upphafi til enda,“ segir Örn sem vill þó ekki líta á þetta sem endalokin. „Vonandi er þetta bara svona núna og þá tök- um við upp þráðinn þegar betur árar. Kannski í breyttri mynd. Mér finnst að þáttur eins og við vorum með, sem fjallar um líðandi stund, eigi rétt á sér. Hvort sem hann heitir Spaugstofan eða eitthvað annað.“ Ekki endalokin Örn Árnason vonar að Spaugstofan fari aðeins í frí í bili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.