Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 11. ágúst 2010 MIÐVIKUDAGUR • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Opið virka daga frá kl. 9 -18 Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Fyrrverandi forstjóri Exista, Sigurður Valtýsson, er fluttur út af heimili sínu í Kópa- vogi og leigjendur fluttir inn. Samkvæmt heimildum DV er hann fluttur til Lúxem- borgar. Húsið færði Sigurður yfir á eiginkonu sína skömmu eftir bankahrun. Sigurður Valtýsson, fyrrverandi for- stjóri Exista, hefur leigt út heimili sitt við Iðalind 2 í Kópavogi og er að flytja út til Lúxemborgar. Húseignina glæsi- legu hafði hann áður flutt yfir á eigin- konu sína, Berglindi Skúladóttur Sig- urz, skömmu eftir bankahrunið árið 2008. Fyrir nokkrum dögum tóku ná- grannar Sigurðar eftir flutningagámi fyrir utan glæsihíbýli forstjórans fyrr- verandi í Kópavoginum. Þar var bú- slóð Exista-hjónanna gerð reiðubúin til flutnings til Lúxemborgar og eftir því sem DV kemst næst eru leigjend- ur fluttir inn í þeirra stað. Í samtali við DV staðfestir Berglind útleigu hús- eignarinnar og flutning þeirra hjóna af landi brott. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig um málefni þeirra. „Jú, ég get staðfest það að við erum að flytja og ég get staðfest að ég er búin að leigja út húsið. Meira hef ég ekki um það að segja,“ segir Berglind. Sonur saksóknara Faðir Sigurðar, Valtýr Sigurðsson rík- issaksóknari, lýsti sig vanhæfan í rannsókn mála sem hafa að gera með bankahrunið og aðdraganda þess. Þar var vegna stöðu sonarins og fyrrver- andi starfs hans sem forstjóra Exista að Valtýr ákvað að víkja. Áður hafði Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, hótað að hætta störfum myndi Valtýr ekki víkja sæti. Sérstakur saksóknari rannsakar málefni Sigurðar er hann starfaði fyrir Exista. DV greindi frá því um mitt ár í fyrra að hann færði allan eignarhlut sinn í félaginu yfir á félag skráð á Tort- óla, örfáum vikum fyrir bankahrunið. Um er að ræða félagið Yenvis Inc. sem keypti öll bréf félaganna Svalt ehf. og Sigurlindar ehf. rétt fyrir hrun. Þau voru um tíma í eigu Sigurðar en í dag er Berglind skráð fyrir þeim. Til skoðunar Auk þess að færa íslensk hlutafélög sín yfir á eiginkonu sína færði Sig- urður hús sitt að Iðalind 2 í Kópa- vogi yfir á hana haustið 2008 stuttu fyrir bankahrunið. Húsið er um 250 fermetrar og markaðsverðmæti þess vart undir 60 milljónum króna. Samkvæmt ársreikningum félag- anna Svalt og Sigurlindar, sem nú eru í eigu Berglindar, náðu félögin að losa sig undan skuldum við íslensk- ar lánastofnanir þegar bréfin í Exista voru færð til Tortóla-félagsins Yenvis. Félagið Svalt veitti Sigurlind 140 milljóna króna óverðtryggt íslensk lán með 16,5 prósenta vöxtum árið 2008. Er lánið á gjalddaga árið 2012. Sigurlind skuldaði árið áður 86 millj- ónir króna í dollurum, jenum og frönkum. Voru allar langtímaskuldir til greiðslu í einu lagi árið 2009. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig Yenvis Inc. greiddi fyrir bréfin í Exista sem urðu nánast verðlaus mánuði eftir að þau voru seld til Tortóla. Er DV greindi frá þessum breytingum á félögum Sigurðar í fyrra vildi hann ekki tjá sig um málið. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is EXISTA-FORSTJÓRI TIL LÚXEMBORGAR Meira hef ég ekki um það að segja. Flytur út SigurðureráleiðtilLúxemborg- armeðfjölskyldusínaenmálefnihanseru tilrannsóknarhjásérstökumsaksóknara. Íslendingar í Lúxemborg: Hannes Smárason Hannesertil rannsóknarhjásérstökumsaksóknara ogmeintskattalagabrottengdrekstri félagsinseruáborðiefnahagsbrota- deildarinnarogskattrannsóknarstjóra. Samkvæmtskýrslurannsóknarnefndar Alþingisvarhannáttundistærsti skuldarilandsinsmeðnærri60milljarða krónaábakinuviðbankahrunið. Steingrímur nærri miðbænum SteingrímurP.Kárason, fyrrverandiyfirmaðuráhættustýringarKaupþings,býrí Bertrange-hverfinunærrimiðbæLúxemborgar.Hannvar handtekinnafsérstökumsaksóknaravegnarannsóknará málefnumKaupþingsbanka Ingólfur á Audi IngólfurHelgasonbýrlíktogHreiðar MárSigurðssoníLúxemborg,ífjögurrahæðaraðhúsi.Á bílastæðinuhansstendurstórglæsilegAudibifreið.Ingólfur varhandtekinnafsérstökumsaksóknaravegnarannsóknará málefnumKaupþingsbanka. Hreiðar Már Sigurðsson HreiðarMár felldiniðureiginskuldirhjáKaupþingi uppásjömilljarðakróna.Hannsegist hafatapað1.500milljónumkrónavið bankahrunið.Hannernúbúsettur íLúxemborgþarsemhannrekur fjármálaráðgjafarfyrirtæki. Glæsihýsi Magnúsar Hérmásjá glæsihýsiMagnúsarGuðmundssonar, fyrrverandibankastjóraHavillandbank- ansíLúxemborgogþaráðurKaupþings. Bensbifreiðhanserheldurekkiafverri endanum.Magnúsvarhandtekinnaf sérstökumsaksóknaravegnarannsókn- arámálefnumKaupþingsbanka. Jón vill Gylfa burt Jón Magnússon, hæstaréttarlög- maður og fyrrverandi þingmaður, vill að Gylfi Magnússon segi af sér sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Í júlí í fyrra fullyrti Gylfi á Alþingi að það væri samdóma álit lögfræð- inga ráðuneytisins og stjórnsýslunn- ar að gengistryggð lán væru lögleg. Tveimur mánuðum fyrr hafði Seðla- bankinn fengið lögfræðiálit sem sagði hins vegar að gengistryggingin stæðist ekki lög. Gylfi segist ekki hafa vitað af áliti Seðlabankans þó að starfsmönnum viðskiptaráðuneytis- ins væri kunnugt um það. Dópaður með barn í bílnum Réttindalaus og dópaður ökumað- ur var stöðvaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina og reyndist barn hans vera með í för. Alls voru fimm ökumenn stöðvað- ir fyrir fíkniefnaakstur í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði um helgina, þrjár konur og tveir karlmenn, öll á þrítugsaldri. Tveir þessara öku- manna voru réttindalausir, þar á meðal sá sem stofnaði barni sínu og öðrum vegfarendum í hættu Vilja rannsókn á lánveitingum Stjórn Frjálslynda flokksins telur nauðsynlegt að sérstakur saksóknari rannsaki vafasamar lánveitingar Byggðastofnunar. Í ályktun frá stjórn flokksins segir að svo virðist vera sem fyrrver- andi stjórn og forstjóri stofnunar- innar hafi farið á svig við gildandi lög og heimilað að aflaheimildir væru vistaðar í skúffufyrirtækj- um en ekki á skipum. „Stjórn Frjálslynda flokksins vill benda á og árétta að frá því að Byggða- stofnun gaf leyfi til að veiðiheim- ildir í rækju, sem þeir veittu lán fyrir væru í skúffufyrirtæki hefur einungis lítill hluti veiðiheimilda verið nýttur til veiða og verð- mætasköpunar, en í stað þess hefur kvótinn verið misnotaður sem skiptimynt í braski.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.