Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Qupperneq 3
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð-
herra segir heilbrigðisráðuneytið
líta svo á að óeðlilegt hafi verið af
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði að
borga yfirlækninum, Þorsteini Jó-
hannessyni, fyrir bakvaktir í gegn-
um einkahlutafélagið Skurðlækn-
irinn ehf. Þá hafi hún sem ráðherra
kallað eftir frekari upplýsingum
um málið, sem er nú til skoðun-
ar hjá heilbrigðisráðuneytinu. Yfir-
læknirinn, Þorsteinn Jóhannesson,
seldi spítalanum þjónustu í gegnum
einkahlutafélag í sinni eigu. Um var
að ræða bakvaktir en greiðslur fyr-
ir þær fóru í gegnum einkahlutafé-
lagið Skurðlæknirinn ehf. sem síðan
greiddi Þorsteini laun fyrir vaktirnar.
Þetta viðgekkst í sjö ár eða frá 2002
til 2009. Hreinn rekstrarhagnaður
einkahlutafélagsins var rúm sex og
hálf milljón króna árið 2008.
Þröstur Óskarsson, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest-
fjarða, segir fleiri lækna hafa fengið
greidd laun fyrir bakvaktir í gegnum
einkahlutafélög í þeirra eigu. Tekj-
ur Þorsteins hafa vakið athygli fyrir
vestan en samkvæmt álagningarskrá
fyrir árið 2009 hækkuðu tekjur hans
um 7,2 milljónir króna á milli ára.
Þorsteinn segir hluta skýringarinnar
vera að hann hafi áður rukkað fyrir
bakvaktir í gegnum einkahlutafélag-
ið en sé nú hættur því.
Félagið á fasteignir og lóðir
Einkahlutafélagið Skurðlæknirinn
ehf. er skráð til heimilis á Seljalands-
vegi 73, heimili Þorsteins. Félagið var
stofnað í janúar 2002, nokkrum mán-
uðum áður en sjúkrahúsið fór að
greiða því fyrir bakvaktir Þorsteins.
Samkvæmt ársreikningi 2008 átti fé-
lagið Toyota Land Cruiser-bifreið, ár-
gerð 2001, en hún var seld út úr því
árið 2009. Þá átti félagið einnig fast-
eignir, lóðir og fasteignaréttindi og
var virði þeirra sextán og hálf milljón
króna. Samkvæmt stofnsamningi fé-
lagsins felst starfsemin í lækningum,
rekstri læknastofu, rekstri fasteigna,
lánastarfsemi og skyldum rekstri.
Þorsteinn neitaði því í fyrstu að eiga
einkahlutafélag þegar DV hafði sam-
band við hann og tók fram að hann
hefði selt það árið 2009. „Nei, ég á
ekki einkahlutafélag, ekki lengur,“
sagði hann.
Í öðru samtali sagðist hann enn
eiga hlutafélagið og léti greiðslur fyr-
ir ýmsa þjónustu fara í gegnum það.
„Maður getur skráð tekjur inn á ehf.
og borgað sér arð út úr því síðan,“
sagði Þorsteinn aðspurður um félagið.
Þegar Þorsteinn var spurður um 7,2
milljóna króna hækkun á tekjum milli
ára og hvort það væri eðlileg hækk-
un á niðurskurðartímum sagði hann:
„Tekjur mínar eru ekki bara bundn-
ar af þessum spítala, þær komu inn á
ehf.-ið áður og gera það ekki lengur,
þær koma bara inn á mig núna.“
Óeðlilegt að mati ráðuneytis
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð-
herra hefur kallað eftir upplýsing-
um um málið. „Það sem mér finnst
óeðlilegt við þetta er að einn og sami
launagreiðandinn, sem er sjúkrahús-
ið á Ísafirði, sé að greiða bæði verk-
takalaun og laun til sama mannsins
fyrir fasta vinnuskyldu,“ segir Álfheið-
ur. Hún segir að í kjölfar fréttaflutn-
ings af málinu hafi hún kallað eftir því
að leitað verði upplýsinga um hvernig
þetta hafi gerst. Álfheiður hefur ekki
vitneskju um það hvort ráðuneytið
hafi heimilað greiðslurnar á sínum
tíma. „Það er fyrirkomulag greiðsl-
unnar sem ég tel að sé ekki eðlilegt og
hafi ekki verið eðlilegt,“ segir ráðherra
og vísar þar til þess að Þorsteini hafi
verið greitt fyrir bakvaktirnar í gegn-
um hlutafélagið. Hún segir að und-
anfarið hafi stefnan hjá ráðuneytinu
verið sú að draga úr svokölluðum
ferliverkum, verktakagreiðslum til
einstaklinga eða einkahlutafélaga í
heilbrigðisgeiranum.
„Árið 2002 var margt talið eðlilegt
sem litið er öðrum augum nú. Samn-
ingurinn var borinn undir heilbrigð-
isráðuneytið á sínum tíma og var
samþykktur,“ segir Þröstur Óskarsson,
framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofn-
unar Vestfjarða, aðspurður hvort það
hafi verið talið eðlilegt að greiða fyrir
bakvaktir inn á einkahlutafélag. Þeg-
ar hann er spurður hvort fleiri læknar
hefðu notið sömu kjara og Þorsteinn
svarar Þröstur: „Já, ekki, það, jú, eitt-
hvað mun hafa verið um það. Ég er nú
ekki með þetta á takteinunum.“ Þröst-
ur segir Þorstein enn fá launatengdar
greiðslur fyrir ferilverk greiddar inn á
einkahlutafélag sitt, en tekur fram að
spítalinn hafi ekki keypt aðra þjón-
ustu af einkahlutafélagi Þorsteins.
Hann segir aðra lækna stofnunarinn-
ar hafa búið við sömu kjör. Þröstur
segir spítalann hafa greitt tekjur fyrir
bakvaktirnar inn á reikning hluta-
félagsins, allt frá því í ágúst 2002 og
fram í janúar 2009. Þá segir Þröstur
að laun og launatengdar greiðslur til
Þorsteins hafi ekki hækkað umfram
kjarasamninga Læknafélags Íslands.
Milljónir í gegnum félagið
Á þremur árum, frá 2005 til 2008,
hækkuðu hreinir fjármunir félags-
ins, óráðstafað fé, um tólf milljónir
króna. Úr rúmum fjórtán milljónum
króna árið 2005 og í rúmar 26 millj-
ónir árið 2008. Laun og þóknanir til
stjórnenda félagsins á árinu 2008
voru um sjö og hálf milljón og launa-
tengd gjöld rúm tvær og hálf milljón.
Þorsteinn sagði í samtali við DV að
ýmislegt færi í gegnum félagið: „Ég
skrifa vottorð, ég geri greinargerðir,
ég er stundum dómkvaddur maður,
hef verið í dómi með ýmislegt og það
hefur komið í gegnum þetta félag.“
Þá hafi hann þurft að ferðast mikið í
tengslum við læknastörfin og því sé
fullkomlega eðlilegt að láta slíkt fara í
gegnum einkahlutafélagið. Aðspurð-
ur hvort honum þyki eðlilegt að
greiðslur fyrir bakvaktir yfirlæknis á
sjúkarhúsi fari í gegnum einkahluta-
félag svaraði hann: „Nei, mér þótti
það ekkert eðlilegt og þess vegna
hætti ég þessu.“
Lýður Árnason skrifaði pistil á
vefinn bb.is á fimmtudaginn þar sem
hann gagnrýnir það sem hann segir
verið sjálftökuhreiður yfirlæknisins.
Lýður benti í pistli sínum á að yfir-
læknirinn væri með himinhá laun
á meðan verið væri að skera niður
í grunnþjónustu. Hann segir mikla
óánægju ríkja á meðal Bolvíkinga
með sameiningarferli heilsugæslu
Bolungarvíkur við Ísafjörð. „Það er
verið að skerða grunnþjónustuna
hérna í Bolungarvík mjög mikið, og
það er þetta sem að fólk kannski skil-
ur ekki á svona svæði,“ segir Lýður
og líkir áherslunni á að skera niður
í grunnþjónustunni en hækka laun
yfirmanna við það að stofnaður væri
háskóli í Grímsey.
MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2010 FRÉTTIR 3
RÁÐUNEYTI RANNSAKAR
UMSVIF YFIRLÆKNISINS
Heilbrigðisráðuneytið skoðar launagreiðslur Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði inn
á einkahlutafélag yfirlæknisins Þorsteins Jóhannessonar. Yfirlæknirinn fékk í sjö
ár greitt fyrir bakvaktir í gegnum hlutafélag. Heilbrigðisráðherra segir fyrirkomulag
greiðslnanna hafa verið óeðlilegt.
JÓN BJARKI MAGNÚSSON
blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is
Það er fyrir-komulag greiðsl-
unnar sem ég tel að sé
ekki eðlilegt og hafi
ekki verið eðlilegt.
Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir
á Ísafirði Færnúbakvaktirgreiddará
eigiðnafn.
Óeðlilegt ÁlfheiðurIngadóttir
heilbrigðisráðherrasegirfyrirkomulag
greiðslnannahafaveriðóeðlilegtogað
máliðsétilskoðunarhjáráðuneytinu.
Skráð á Ísafirði Skurðlæknirinnehf.erskráðásamaheim-
ilisfangogeigandinn,ÞorsteinnJóhannesson.Samkvæmt
stofnsamningifelststarfseminílækningum,rekstrilæknastofu,
rekstrifasteigna,lánastarfsemiogskyldumrekstri.
ÞRAUKA AF ÓTTA
VIÐ KOSNINGAR
Illugi Gunnarsson þingmaður:
Pólitískóvissa
heil kjörtímabil. Raunverulega
standa þrír flokkar að ríkisstjórn-
inni, Samfylkingin, flokkur Stein-
gríms J. Sigfússonar og flokkur
Ögmundar Jónassonar. Þar sem
flokkur Ögmundar er óánægður
með aðildina er stjórnin afar veik
og óvissan því samfara verður að
efnahagslegu vandamáli.“
Mörg óleyst mál
Sú krafa hvílir á ríkisstjórninni að
svara því hverju hún ætli að breyta
og hverju ekki. Fyrir aðeins fáein-
um dögum skipaði hún nefnd til að
fara í saumana á Magma-málinu og
lýsti vilja til þess að vinda ofan af því
ferli einkavæðingar í orkubúskap
sem hófst í tíð ríkisstjórnar Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks.
Utanríkisráðherra heldur striki sínu
varðandi yfirlýsta stefnu um aðildar-
umsókn að ESB gegn vaxandi andófi
frá vinstri. Harkalega er tekist á um
fyrirhugaðar breytingar á kvótakerf-
inu, einnig meðal stjórnarliða. Svona
mætti lengi telja.
Illugi GunnarssonSegirþrjáflokka
standaaðríkisstjórn.