Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2010 FRÉTTIR 11 Í úttekt sem Ríkisendurskoðun gerði á Byggðastofnun í desember segir að útlánatöp stofnunarinnar virðist vera lægri en margra annarra lána- stofnana þegar horft sé til framlaga á afskriftarreikning. Hinsvegar hefði mátt búast við því að lánveitingar Byggðastofnunar væru áhættusam- ari vegna hlutverks hennar. „Á þessu má finna þá skýringu að svo virðist sem Byggðastofnun hafi tamið sér varkárari vinnubrögð við lánveiting- ar heldur en ýmsar fjármálastofn- anir á undanförnum árum. Þannig veitti hún lán til svokallaðra „rekstr- arfélaga“ en ekki til eignarhalds- og fjárfestingarfélaga. Lán stofnunar- innar voru veitt til að standa undir kaupum á fasteignum, áhöldum og tækjum til atvinnurekstrar viðkom- andi aðila og í nokkrum tilvikum til að breyta óhagstæðum skammtíma- skuldum í lengri lán,“ segir í úttekt- inni. Sextán hundruð lán Ríkisendurskoðun taldi hins vegar mikla óvissu ríkja um endurheimtur lána Byggðastofnunar til fyrirtækja í rækjuútgerð. Í úttektinni kemur fram að mikil niðurfærsla hafi orðið á lánum hennar til fjögurra útgerða í greininni. Byggðastofnun hafi aft- ur á móti talið möguleika á að end- urheimta lánin vegna þess að von væri um að rækjuveiðar væru þá að glæðast. Lánunum hafi verið skuld- breytt til að minnka greiðslubyrði og minnka vanskil. „Til tryggingar lán- um eru meðal annars veð í skipum með veiðiheimildir en Byggðastofn- un á veð í skipum með um 30% af öllum úthlutuðum rækjukvóta. Þrátt fyrir litla rækjuveiði eru engu að síð- ur ákveðin verðmæti falin í kvótan- um en hann hefur verið notaður sem „skiptimynt“ í öðrum kvótaviðskipt- um,“ segir í úttektinni. Í úttektinni kemur fram að Byggðastofnun hafi sextán hundr- uð lán útistandandi til sex hundruð lántakenda. Þar af séu 33 prósent til fyrirtækja í sjávarútvegi. „Þá virð- ist mjög hafa dregið úr að málum sé þrýst í gegn á pólitískum forsendum og telja aðilar sem rætt var við þetta ekki vandamál lengur. “ Um 16 prósent af útlánum stofn- unarinnar voru talin vera í áhættu samkvæmt úttektinni. Þar höfðu 3,6 milljarðar verið lagðir inn á afskrift- arreikning, en útlán stofnunarinnar voru þá 22,4 milljarðar. Endanlega töpuð útlán voru þó ekki nema um 430 milljónir króna. Ríkisendurskoðun skoðar sjálfa sig Í ljósi umfjöllunar fjölmiðla um lánveitingar Byggða- stofnunar síðustu daga hefur iðnaðarráðuneyt- ið óskað þess að Ríkis- endurskoðun fari yfir þær. Sveinn Arason ríkisend- urskoðandi býst við því að að ráðist verði í úttektina fljótlega. Í samtali við DV segist hann aftur á móti telja að farið hafi verið eft- ir þeim reglum sem giltu um starfsemina í útlánum Byggðastofnunar. Heimildamenn DV innan stjórnsýslunnar segja að þessi orð Sveins hafi verið óheppileg. Betra væri að fá óháðan aðila til að fara ofan í saumana á rekstri Byggðastofn- unar. Ríkisendurskoð- un hafi þegar komist að ákveðinni niðurstöðu um starfsemi Byggða- stofnunar í desember og myndi líklega komast að því sama vegna fyrirhugaðrar úttektar nú. Þar hafi Ríkisendurskoðun nú þegar far- ið yfir lánveitingar Byggðastofnun- ar til fyrirtækja í rækjuútgerð. Það er þó líklega í höndum Alþingis að taka frumkvæði í því ef fá á óháðan aðila að rannsókninni. Eins og DV hefur greint frá hef- ur Byggðastofnun nánast aðeins veð í kvóta vegna lánveitinga stofn- unarinnar til rækjuútgerða. Lán til þessara fyrirtækja námu 1.260 millj- ónum króna. Þar af voru 571 millj- ón króna talin vera í áhættu áður en Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf veiðarnar frjálsar. Nú má leiða að því líkur að þessi lán séu nánast öll töpuð. Lán- veitingar með beinu veði í aflaheim- ildum stríði gegn lögum um samn- ingsveð. Lögskýringar sem ekki standast Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir þessar lög- skýringar ekki standast. Þar sé sleppt síðari málslið sömu lagagreinar um samningsveð. Þar komi fram að fjár- verðmæti sé hægt að aðskilja veiði- réttindunum með þinglýstu sam- þykki þeirra sem eigi veðréttindin. „Lán Byggðastofnunar eru veitt með veði í skipi sem á eru veiðiheimildir, í þessu tilviki rækja. Um þetta má að öðru leyti vísa til starfsreglna stofn- unarinnar ... Fullyrða má að lánveit- ingar Byggðastofnunar í sjávarútvegi eru í engu frábrugðnar lánveitingum annarra fjármálastofnana í greininni hvað þetta varðar. Engin dæmi eru um það hér, öfugt við það sem full- yrt hefur verið, að veðin séu aðeins í kvótanum sjálfum án þess að nokkur bátur komi þar við sögu,“ segir Aðal- steinn. Aðalsteinn segir að lánin hafi upphaflega verið veitt rækjuverk- smiðjum í fullum rekstri. „Almennt var eða er um að ræða fjölmenna og mikilvæga vinnustaði hvern á sínum stað. Það er líka kunnara en frá þurfti að segja að fyrir nokkr- um árum varð algert hrun í grein- inni, vegna aflabrests, olíuverðs- hækkana og fleiri þátta sem allir komu til á sama tíma. Meðal annars leiddi þetta til fækkunar rækjuverk- smiðja í landinu úr tuttugu í fimm á örstuttum tíma. Eftir að gengið hefur verið að öðrum veðum, m.a. verksmiðjunum sjálfum, fasteign- um og tækjabúnaði standa þessi eftir. Stofnuninni ber að sjálfsögðu skylda til að leitast við að innheimta þau,“ segir Aðalsteinn. Þeir aðilar sem DV hefur rætt við innan stjórnsýslunnar telja ólík- legt að Alþingi muni taka því vel þurfi ríkið að leggja Byggðastofnun til aukið fé nú þegar skorið er niður á flestum vígstöðvum. Þetta sé sér- staklega meinlegt nú þegar Alþingi hafi samþykkt að leggja um 3,6 millj- arða króna aukalega til rekstursins á þessu ári og í fyrra. RÍKISENDURSKOÐUN TALDI BYGGÐASTOFNUN VARKÁRA Ríkisendurskoðun taldi Byggðastofnun hafa tamið sér varkárari vinnubrögð en aðrar lánastofnanir þegar hún gerði úttekt á rekstri Byggðastofnunar í desember. Meðal þess sem Ríkisendurskoðun fór sérstaklega yfir þá voru lánveitingar Byggðastofnunar til fyrirtækja í rækjuútgerð. Ríkisendurskoðun mun nú fara yfir þessar lán- veitingar á ný. RÓBERT HLYNUR BALDURSSON blaðamaður skrifar: rhb@dv.is Engin dæmi eru um það hér, öf- ugt við það sem fullyrt hefur verið, að veðin séu aðeins í kvótanum sjálf- um án þess að nokkur bátur komi þar við sögu. Gaf rekstrinum góða einkunn Ríkisendurskoðunsagðiverðmæti fólginíveiðiheimildum.Þærhefðu veriðnotaðarsem„skiptimynt“í öðrumkvótaviðskiptum. Segir lögskýringar ekki standast AðalsteinnÞorsteinsson,forstjóri Byggðastofnunar,segiraðfjárverð- mætiséhægtaðaðskiljaveiðirétt- indummeðsamþykkikröfuhafa. Eignir metnar á 23,7 milljarða StórhlutieignaByggðastofnunareríútlánasafni hennar.Núertaliðaðríkiðþurfiaðleggjastofnuninnitilaukiðfévegnaútlánasem væntanlegaerutöpuð. 12 fréttir 4. ágúst 2010 miðvikudagur Byggðastofnun hefur lagt 571 millj- ón króna í varasjóð vegna hugsan- legra afskrifta útlána hennar vegna kaupa á rækjukvóta. Áætlun um þetta lá fyrir hjá stofnuninni áður en Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra gaf veiðarnar frjálsar 16. júlí. Alls eru útlán Byggðastofnunar til fyrirtækja vegna kaupa á rækjukvóta 1.260 milljónir króna. Útlán sem tal- in voru í hættu voru því um fjörutíu prósent af heildinni. Um 27,6 pró- sent aflaheimilda í úthafsrækju fara í gegnum Byggðastofnun, eða um 1.907 tonn. Þetta staðfestir Anna Krist- ín Gunnarsdóttir, stjórnarformað- ur Byggðastofnunar. Hún segir að áhættan hafi að mestu verið til- komin vegna þess hversu takmark- aðar rekstrarforsendur hafi verið að baki fyrirtækjunum á þeim tíma sem matið var gert og hversu lítil veiði var í úthafsrækju. Anna Kristín segir þrátt fyrir þetta vera alls óljóst hvort og hversu mikið Byggðastofn- un þurfi að afskrifa vegna þessara lána eða hvort gengið verði á eftir þeim. „Þegar rækjukvótinn er orð- inn verðlaus stendur hann ekki lengur sem trygging fyrir lánunum en eftir stendur að fyrirtækin skulda okkur þessa tilteknu upphæð sem þau hafa fengið að láni og á meðan þau eru ekki lýst gjaldþrota skulda þau okkur þessa peninga,“ segir hún. Veð í kvótanum Dæmi eru um að hjá stofnuninni séu útistandandi lán þar sem veð- in eru aðeins í kvótanum sjálfum án þess að nokkur bátur komi þar við sögu. Anna Kristín segir aðeins dæmi um slíkt vegna lána Byggða- stofnunar til útgerða í úthafsrækju og að hún viti ekki um slík lán vegna veiða á öðrum tegundum. DV óskaði eftir upplýsingum um hversu háar upphæðir þurfi að af- skrifa vegna þess að veiðar í rækju hafi verið gefnar frjálsar og hvaða veð liggi til grundvallar lánunum. Magnús Helgason, forstöðumaður rekstrarsviðs, hefur ekki viljað veita blaðinu þær upplýsingar. „Stofnun- in hefur allt frá upphafi veitt lán til sjávarútvegarins og þar eru veiðar á rækju engin undantekning, enda sjávarútvegur undirstöðuatvinnu- grein á starfssvæði stofnunarinn- ar. Stofnunin hefur í gegnum tíðina veitt lán til kvóta-, skipa- og tækja- kaupa í sjávarútvegi og mun halda því áfram,“ svaraði Magnús fyrir- spurn blaðsins í tölvuskeyti. Þegar DV ítrekaði fyrirspurn- ina svaraði Magnús því nokkru síð- ar að starfsmenn Byggðastofnunar myndu ekki tjá sig um fjárhagsleg málefni stofnunarinnar eða einstaka viðskiptavini hennar í fjölmiðlum. 700 milljónir tapist DV hefur hins vegar heimildir fyr- ir því að Byggðastofnun áætli að um 700 milljónir króna geti tapast af því fé sem stofnunin hefur lán- að til rækjuútgerðar en alls hef- ur stofnunin lánað 2,2 milljarða til rækjuvinnslu og -útgerðar. Stofnun- in hefur lánað fé til átta fyrirtækja í rækjuvinnslu og útgerð á Íslandi. Þar af til fjögurra þar sem einu veðin eru í kvótanum sjálfum og ríkir veruleg óvissa um rekstrarframtíð þeirra fyr- irtækja. Stærstur hluti eigna þess- ara fyrirtækja er fólginn í kvótanum sjálfum og því eru þær nánast verð- lausar vegna ákvörðunar sjávarút- vegsráðherra. Þó hafi verið vitað fyr- ir fram að verðmæti kvótans stæði ekki undir lánunum. Stofnunin hef- ur viljað bíða með að leysa til sín eignir þessara fjögurra fyrirtækja þar til rekstrarforsendur í rækjuútgerð myndu skána. Meðal þessara fjögurra félaga er Forrest Gump, sem er í eigu Vísis í Grindavík. Samkvæmt veðbókar- vottorði frá því í júlí í fyrra var afla- mark fyrirtækisins veðsett sérstak- lega án þess að skip kæmi þar við sögu. Í athugasemd við þinglýsingu veðbókarvottorðsins kemur fram að slíkt stríði gegn eðli veðsetninga. Yfirtók eigin lán Sagt hefur verið frá því að Jón Guð- bjartsson, eigandi rækjuvinnsl- unnar Kampa, hafi keypt kvóta af Byggðastofnun fyrir 160 milljónir króna nokkrum vikum áður en veið- arnar voru gefnar frjálsar. Raunin er aftur á móti sú að útgerðarfyrirtækið Birnir, sem á Kampa, yfirtók lán sem rækjuvinnslan Bakkavík í Bolung- arvík hafði haft og fylgdi því kvóti. Bakkavík er nú í slitameðferð, en Byggðastofnun átti sautján prósenta hlut í fyrirtækinu. Birnir keypti síð- an kvótann úr þrotabúi Bakkavíkur gegn því að yfirtaka lán fyrirtækisins hjá Byggðastofnun. Sjálf á Byggða- stofnun 35 prósenta hlut í Kampa og fulltrúa í stjórn fyrirtækisins, Pét- ur Grétarsson. Hann er útlánasér- fræðingur Byggðastofnunar. Í við- skiptunum með kvótann var engin peningagreiðsla og lánið og kvót- inn voru flutt milli tveggja fyrirtækja sem voru að hluta til í eigu Byggða- stofnunar sjálfrar. Eignir Bakkavíkur hafa verið í söluferli frá því að rækjuvinnsl- an var tekin til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt heimildum DV hafa að minnsta kosti tvö tilboð borist í eign- ir hennar. Annað þeirra var frá kan- adísku fyrirtæki upp á 150 milljónir króna. Fulltrúar Byggðastofnunar tóku því tilboði fálega og hafa sóst eftir að fá allt að 300 milljónir króna fyrir. Um þrjátíu manns störfuðu hjá Bakkavík á sínum tíma. Fyrirtækið er látið grotna niður á meðan beðið er eftir því að ásættanlegt kaupverð fáist fyrir eignirnar. Einn af rækjuveiðibátum Birn- is, Valur ÍS, var settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Ísafirði þann 13. júlí en krafan var dregin til baka eftir kröfu gerðarþola. Á Val ÍS er skráður um 700 tonna rækjukvóti. Sé tekið mið af kaupverði Kampa á rækjukvóta Bakkavíkur fer hvert kíló af rækju á um 440 krónur. Kampi keypti um 5,2 prósent afla- heimilda í úthafsrækjukvóta og þar með má reikna með að það hafi ver- ið um 380 tonn. Bækurnar bættar Varanlegt markaðsvirði rækjukvóta er talið vera um 150 krónur. Sé tek- ið mið af því gæti eigið fé stofnun- arinnar verið mun lægra, eða sem nemur helmingi eða meira. Miðað við markaðsverð hefði Kampi átt að kaupa kvótann á um 70 milljón- ir í stað 160. Því bendir flest til þess að kvótinn sé verulega yfirveðsett- ur, eða til jafngildis á við fisktegund- ir eins og ufsa. Eigið fé Byggðastofn- unar hefur því með öðrum orðum verið mun rýrara en bækur hennar segja til um vegna þessarar yfirveð- setningar. Sé miðað við leiguverð á kvóta er markaðsvirði aflaheim- ilda jafnvel enn lægra, eða um sjötíu krónur á hvert kíló. Anna Kristín segir þetta ekki samanburðarhæft í ljósi þess að Byggðastofnun sjálf hafi ekki selt rækjukvóta beint frá árinu 2007 og að þau lán sem hafi verið veitt megi rekja allt aftur til ársins 2003. Að- spurð á hvaða verði Byggðastofnun hafi selt kvótann á þá, segist Anna Kristín ekki vita það og bendir á að hún hafi ekki sest í stjórn stofnun- arinnar fyrr en löngu síðar. „Þetta er mjög sérstök fullyrðing með tilliti til þess að það hefur ekki verið versl- að með neinn kvóta í þessi ár,“ segir Anna Kristín. Margt bendir til þess að Byggða- stofnun standi nú frammi fyrir veru- legum fjárhagsvanda á nýjan leik, en ríkissjóður þurfti að leggja stofn- uninni til einn milljarð króna á fjár- lögum ársins 2010 til að styrkja eigið fé hennar. Þá hafði Byggðastofnun fengið 2,6 milljarða króna á fjár- aukalögum árið 2009. Þarf líklega fjárhagsaðstoð Um 57 prósent úthafsrækjukvótans eru á hendi fimm sjávarútvegsfyrir- tækja. Þar af leigja tvö þeirra út allan kvótann. Það eru Samherji og Hrað- frystihúsið Gunnvör. Þessi fyrirtæki hafa samtals um 24 prósent kvótans á sínum snærum. Samkvæmt ársskýrslu Byggða- stofnunar frá árinu 2009 var eigið fé stofnunarinnar 22 milljarðar króna. Þar af voru útlán 17 milljarðar króna. Um 32 prósent þessara lána voru veitt til fyrirtækja í sjávarútvegi. Miklar líkur eru á því að eigið fé stofnunarinnar rýrni svo mikið vegna ákvörðunar sjávarútvegsráð- herra að það fari undir átta pró- senta lágmarkið sem kveðið er á um í lögum. Anna Kristín segir skýrt að ákvörðun sjávarútvegsráðherra muni hafa neikvæð áhrif á eigin- fjárstöðuna en tíminn verði að leiða í ljós hversu slæm þau verði. Hún segir að Byggðastofnun hafi kom- ið því á framfæri við stjórnvöld að stofnunin þyrfti hærri fjárframlög en hún fékk á sínum tíma til að lagfæra eiginfjárstöðuna. „Bankarnir fengu miklu hærri framlög og var komið upp í tólf til sextán prósenta eigin- fjárhlutfall. Við hefðum viljað sitja við sama borð og aðrar fjármála- stofnanir,“ segir Anna Kristín. Byggðastofnun áætlaði að hún gæti þurft að afskrifa 571 milljón króna vegna lána til fyrirtækja í rækjuút-gerð áður en Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra gaf veiðarnar frjálsar. Byggðastofnun hefur aðeins veð í kvóta hjá þeim fjórum útgerðum sem hún hefur lánað fé til. Raunverulegt virði útlána stofnunarinnar til rækjuútgerða er væntanlega mun lægra en bækur stofnunarinnar gefa til kynna og þar með eigið fé hennar. Byggðastofnun tekur ónýt veð RóBeRt hlYnuR BalduRsson blaðamaður skrifar: rhb@dv.is hefur lánað 2,2 milljarða króna til rækjuvinnsla og útgerða Byggðastofnunáætl- araðum700milljónirkróna getitapastvegnaákvörðunar sjávarútvegsráðherra. aðeins veð í kvótanum DVhefur heimildirfyrirþvíaðByggðastofnun hafiaðeinsveðíkvótavegnaþeirra lánasemhúnhefurveitttilrækjuút- gerða. tjáir sig ekki MagnúsHelgason,for-stöðumaðurrekstrarsviðsByggðastofn-unarogstaðgengillforstjóra,tjáirsigekkiumlánveitingarByggðastofnunar. Við hefðum viljað sitja við sama borð og aðrar fjármálastofnanir. 4. ágúst 2010

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.