Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 11. ágúst 2010 FRÉTTIR 7 Forseti mótorhjólasamtakanna MC Iceland, tilvonandi Vítis- engla á Íslandi, Einar Ingi Marteinsson, hefur beðið lögfræð- inga að kanna réttarstöðu sína og meðlima samtakanna vegna skilgreiningar Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Hún segir Vítisengla flokkaða sem skipulögð glæpasamtök af erlendum lögregluyfirvöldum og ætlar að sporna gegn því að samtökin festi hér rætur. Einar Ingi Marteinsson, oft nefnd- ur Einar „Boom“, forseti mótor- hjólasamtakanna MC Iceland hef- ur ákveðið að höfða mál á hendur Rögnu Árnadóttur dómsmálaráð- herra. Ástæðan er sú að ráðherrann flokkar mótorhjólasamtökin Hells Angels, Vítisengla, sem glæpasam- tök og segist ekki eiga von á öðru en að svo verði einnig hér á landi. Ragna ráðherra hefur boðað löggjöf gegn starfsemi Vítisengla hérlendis og sérfræðingar ráðu- neytisins hafa verið fengnir til að undirbúa lagatexta tveggja frum- varpa í þá veru. Annars vegar til að gefa stjórnvöldum skýrari heimildir til að leysa upp félagasamtök með ólögmætan tilgang og hins vegar heimild til forvirkra rannsóknar- heimilda. Í samtali við DV í vikunni sagði Ragna frumvörpin tvö hugs- uð til verndar borgurum landsins, með því að sporna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Ekki bannað Einar Ingi staðfestir að hafa nú þeg- ar leitað til lögfræðinga til að kanna réttarstöðu meðlima mótorhjóla- samtakanna og þá vegna skilgrein- ingar dómsmálaráðherra á samtök- unum sem glæpasamtökum. Hann hefur í samtali við DV lýst því yfir að klúbburinn sé fjölskyldusamtök og segir ekkert ólögmætt við það að keyra um landið á mótorhjóli. „Hvernig getur dómsmálaráðherra kallað starfsemi okkar glæpastarf- semi? Hvernig er hægt að banna löglega starfsemi okkar? Við sem klúbbur höfum aldrei verið dæmd- ir fyrir glæp. Það er ekki ólöglegt að keyra mótorhjól á Íslandi og að vera í mótorhjólaklúbbi á Íslandi er ekki lögbrot. Hins vegar eru yfirlýsingar dómsmálaráðherra klárt lögbrot og við erum að skoða réttarstöðu okkar vegna ummæla ráðherra,“ segir Ein- ar Ingi. Auknar heimildir Fyrirhuguð lagafrumvörp Rögnu byggjast á nefndaráliti þar sem kom- ist var að þeirri niðurstöðu að sam- kvæmt stjórnarskránni væri mögu- legt að leysa upp félagasamstök sem talin væru hafa ólögmætan tilgang. Þrátt fyrir að nefndin teldi þetta mögulegt nú þegar ákvað dóms- málaráðherra að styrkja heimildir stjórnvalda enn frekar með nýjum lögum í þessa veru. Lögin gefi yfir- völdum betri vopn í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Að leysa upp Vítisengla hér- lendis segir Ragna hins vegar ekki vera töfralausn í baráttunni og í samtali við DV sagðist hún helst vilja komast af án þess að setja frek- ari lög. „Ég vildi óska þess að við þyrftum ekki að gera tillögur um þetta í samfélagi okkar. Sjálf vildi ég helst komast af án slíkra heim- ilda en það er svo að skipulögð glæpastarfsemi er orðin staðreynd hjá okkur og við þurfum því mið- ur aukin úrræði til að geta brugðist við. Það er í raun það sorglega við þetta allt saman.“ www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is VÍTISENGLAR GEGN RÖGNU RÁÐHERRA n Fjöldaferð er fram undan hjá meðlimum íslensku mótorhjólasamtakanna MC Iceland til Englands þar sem þeir sækja ráðstefnu Evrópudeilda Hells Angels-mót- orhjólasamtakanna. Samkvæmt heimildum DV eru nokkrar líkur á því að á ráð- stefnunni verði klúbburinn lýstur fullgildur meðlimur í alþjóðlegu samtökunum. n Tæpt ár er liðið frá því að MC Iceland náði því skrefi að verða svokallaður „pros- pect“-klúbbur Vítisengla en það er í raun síðasta skrefið sem taka þarf áður en mótorhjólaklúbburinn verður fullgildur meðlimur Hells Angels. Fastlega er búist við því að fullgildingin gangi í gegn nú þar sem venjan sé að slíkt gerist ári eftir að síðasta skrefið er tekið. Nú þegar hafa samtök Vítisengla verið stofnuð hérlendis, HA Iceland, og ráðstefnan sem fram undan er hefst 28. ágúst, nákvæmlega upp á dag ári eftir að MC Iceland hlaut „prospect“-nafnbótina. n Ráðstefna Evrópudeilda Vítisengla fer fram á Englandi síðla ágústmánaðar, nánar tiltekið í hinni heimsfrægu knattspyrnuborg Manchester. Eftir því sem DV kemst næst stefna flestir meðlimir MC Iceland að því að fara á ráðstefnuna með það í huga að vera til staðar ef fullgildingin gengur í gegn. Vandi meðlimanna er sá að fyrir fram er þeim ekki tilkynnt um hvort það gerist eður ei og mæta þeir því til leiks upp á von og óvon. Verða brátt Vítisenglar Byggja á gögnum Ragna Árnadóttir bendir á að fullyrðingar um Vítisengla sem glæpasamtök séu byggðar á gögnum. Hún á von á því að það komi til kasta dómstóla að skera úr um málefni mótorhjólasamtakanna hér á landi. „Það sem ég hef sagt um að erlend löggæsluyfirvöld líti á Hells Angels sem skipulögð glæpasamtök byggi ég á gögnum sem hafa verið lögð fyrir mig. Hitt er svo annað mál að íslensk stjórnvöld verða að sanna mál sitt með fullnægjandi hætti. Endanleg niðurstaða er hjá dómstólum eins og stjórnarskrárákvæðið segir til um,“ segir Ragna. Við sem klúbbur höfum aldrei verið dæmdir fyrir glæp. Ekki sáttur Einar „Boom“ er ekki sáttur við að Vítisenglar hérlendis séu flokkaðir sem glæpasamtök og íhugar málshöfðun gegn dómsmálaráð- herra. Hann segir ekki ólöglegt að keyra um á mótorhjóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.