Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.08.2010, Blaðsíða 23
XXX xxx LÍFSSTÍLL 23 KERLINGABÆKUR UM FEGRUN Húðin á þér mun eldast á sama hátt og hjá móður þinni Þetta er ekki rétt. Erfðir ákveða húðlit þinn, áferð og stærð svitahola en lífsstíllinn leikur stærra hlutverk þegar kemur að því að berjast við Elli kerlingu. Drykkja, reykingar, stress og sólarljós hafa mun meira að segja. Ef þú forðast þessa hluti ættirðu að vera í góðum málum. Þar að auki er gott að drekka mikið vatn og fá nægan svefn. Bótox getur valdið lömun í andliti Nei. Þótt bótox valdi lítilsháttar, tímabundnum lömunaráhrifum í andlitsvöðvum, þá þyrfti að sprauta þig með fáránlega stór- um skammti í einu til þess að valda lömun í andlitinu. Bótox slakar á vöðvunum sem valda hrukkum og hverfur úr líkamanum innan sex mánaða. Það ætti að sjálfsögðu aðeins að gangast undir slíka meðferð hjá fagmönnum. Að sitja með kross- lagða fætur veldur háræðasliti Að sitja á stól með krosslagða fætur mun ekki valda háræðasliti. Hins vegar eru meiri líkur á því að það myndist meðan þú stendur. Æðaberir einstaklingar eru yfirleitt þannig vegna erfða eða starfa sem krefjast kyrrstöðu til langs tíma, segja læknar. Að standa lengi kyrr er erfitt fyrir blóðrásina sem þarf að pumpa blóðinu upp fótleggina til hjartans. Meðganga getur líka valdið auknu álagi á blóðrásina og þannig valdið æðasliti. Einnig getur lítið högg, eins og til dæmis að reka bílhurð harkalega í fótinn á sér, haft áhrif þar á. Þú getur losnað við app- elsínu- húðina Æi, væri það ekki gaman? Það er ekkert sem útrýmir appelsínuhúð, því miður, og allra grennstu konur fá hana líka. Fitusog losar þig ekki við hana heldur, þar sem fitan í appelsínuhúðinni myndast ofar en hægt er að sjúga í burtu. Erfðir hafa mikið að segja um það hver fær appelsínuhúð og hver ekki og það skiptir engu máli hversu grönn eða feit þú ert. Þú getur samt gert hana minna áberandi, til dæmis með stinningarkremum sem innihalda koffín. Þau slétta efsta lag húðarinnar örlítið auk þess sem brúnkukrem felur appelsínuhúðina vel. Hár- in á fótleggj- unum vaxa aftur dekkri og grófari eftir rakstur Hár sem hefur ekki verið klippt vex í odda. Þannig er það þykkast neðst við rótina og mjórra við endann. Þegar þú rakar hár, þá skerðu það við rótina. Þegar það vex aftur, þá virðist það þykkara því neðsti hlutinn, rótin, vex út. En rakstur breytir ekki þykkt, áferð eða lit á hári. Að borða súkkulaði og fitandi mat veldur bólum Endilega hámaðu í þig. Það er ekkert í súkkulaðistykkinu, eða pepperónípítsunni sem fær graftarkýli til að blómstra á enninu á þér – nema þá kannski að þú nuddir pítsunni yfir andlitið á þér nokkra daga í röð. Einu matartegundirnar sem gætu mögulega haft áhrif á útbrot og bólumyndun eru sushi, skelfiskur og soyasósa þar sem þessar tegund- ir innihalda mikið joð sem hefur verið tengt við slæma húð. Það að bera vaselín á and- litið á þér á nóttunni mun koma í veg fyrir hrukkur Marilyn Monroe var sögð hafa makað á sig vaselíni á kvöld- in til þess að halda unglegu útliti sínu en það þýðir ekki að þú ættir að gera það. Vaselín er sterkasta rakakrem í heimi því það þröngvar olíum inn í húðina og kemur í veg fyrir að þær gufi upp. Þegar húðin eldist tapar hún eiginleika sínum til þess að halda raka og þurr húð virðist eldri. Vaselín getur þannig látið hrukkur virðast minni með því að veita henni meiri raka, en það kemur sannarlega ekki í veg fyrir hrukkur. Vaselínið er líka svo feitt að það getur valdið öðrum húðvandamálum, eins og bólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.